Morgunblaðið - 18.09.1990, Side 37

Morgunblaðið - 18.09.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 37 * Þórunn Olafsdóttir, Hellu — Kveðjuorð Hún fölnaði, - bliknaði fagra rósin mín því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar hin blíðu blöðin sín við banastn'ð dapurt. En Guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof rós mín í ró, í djúpri ró. (G.G.) „Það var fagur sólarbjarminn yfir austurfjöllunum og Þórsmörk- inni í nótt.“ Svo mælti hin látna vinkona mín í vor, er ég heimsótti hana í sumarhúsið að Hellatúni. Já, það er fagur fjallahringurinn séður frá Hellatúni, öll fegurstu fjöll Rangárþings. Þórunn Ólafsdóttir var fædd að Hellatúni þann 19. september 1939. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Kristjánsdóttir, ættuð úr Vopna- firði, og Ólafur Guðmundsson, bóndi að Hellatúni. Þar lifði hún góð og glöð bernsku- og æskuár ásamt systur sinni, en fór síðan í Héraðsskólann á Skógum. Að námi loknu hóf hún verslunarstörf hjá Kf. Þór á Hellu. Þar var hún um árabil og var framkoma hennar öll og viðmót eins og best verður á kosið. Á Hellu kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Einari Kristinssyni kaupmanni i Mosfelli, miklum dugnaðar- og mannkostamanni og mörg síðustu árin starfaði hún þar. Þau eignuðust eina dóttur, Sólveigu Þórdísi, sem nú er tæpra 16 ára og má nú með sárum trega kveðja móður sína, en það er huggun harmi gegn að styrkari föðurhönd er vand- fundin. Þórunn var mjög sterkur per- sónuleiki, fylgdi vel eftir sínum skoðunum og var óhagganleg í því er hún taldi rétt. Máltækið segir, sá er vinur er í raun reynist. Það átti svo sannarlega við um hana. Hún var boðin og búin til að hjálpa fjölskyldu og vinum er erfiðleika eða veikindi bar að höndum. Sár- asta atvik í lífi hennar mun þó hafa verið er ung systurdóttir hennar dó, svo djúpt var það sár að aldrei greri. Þórunn gekk ekki heil til skógar nokkra síðustu mánuðina, en það var þó ekki fyrr en síðustu 3 vikurn- ar að vissa var fyrir því hve dauð- veik hún var. Ég vil þakka henni allar góðu samvorustundirnar, ferðalögin og hjálpsemina á liðnum árum. Aðsta.'dendum öllum sendi ég innilegar . amúðarkveðjur. Guð bles, i ykkur öll. Jakobína Erlendsdótiir Þeir sem komast nokkuð til ald- urs verða að sætta sig við að sjá á eftir samstarfsfólki sínu og sam- ferðamönnum yfir landamæri lífs og dauða. Oft er þetta eðlilegt því þessa leið eiga allir víst að fara. Eigi að síður eiga þeir sem eftir lifa erfitt með að sætta sig við þetta og spyija: Af hveiju einmitt núna? Þegar kona á besta aldri, í blóma lífsins, er kölluð burt eftir þungbær veikindi, er ekki undarlegt þótt spurt sé. Hvers vegna? En það er lítið um viðhlítandi svör. Þórunn Ólafsdóttir fæddist 19. september 1939, dóttir hjónanna Þórdísar Kristjánsdóttur og Ólafs H. Guðmundssonar, bónda í Hellna- túni í Ásahreppi. Eftir nám í héraðs- skólanum á Skógum hóf hún störf í Kaupfélaginu Þór á Hellu og vann þar við skrifstofu og afgreiðslustörf um árabil. Eftir það var hún við afgreiðslu í versluninni Mosfelli og vann þar meðan kraftar entust. Vinnuveitanda sínum var Þórunn samviskusamur og dugandi starfs- maður og samstarfsfólki glaðvær og góður félagi. Ung að árum hóf Þórunn sambúð með Einari Kristinssyni sem þá var verslunarmaður hjá Kf. Þór og síðar annar eigandi og framkvæmdastjóri Mosfells sf. á Hellu. Áttu þau fyrst heimili á Þrúðvangi 25 en brátt fluttu þau í íbúð sína að Þrúðvangi 20 og síðan í glæsilegt hús sitt á Arnarsandi 6. Þau Þórunn og Einar eignuðust eina dóttur, Sólveigu Þórdísi, fædd 1974. Sólveig Þórdís nýtur þeirrar giftu að fá í arf bestu eðliskosti foreldra sinna sem mun veita henni þann styrk sem þarf til að mæta hinni þungu raun. Þórunn eða Tóta, eins og flestir kölluðu hana, var mörgum kostum búin og eftirminnileg þeim sem höfðu af henni veruleg kynni. At- hygli vakti hvað hún fór vel með alla hluti, smáa jafnt sem stóra og bar fágað og fallegt heimili þeirra Einars þess gleggst vitni. Þar var öllum jafnvel tekið af glaðværð og með hlýju viðmóti og auðfundið að allir voru velkomnir enda oft gest- kvæmt. Æskuheimili sínu í Hellnatúni unni Tóta mjög. Reistu þau Einar þar sumarbústað og dvaldi hún þar eftir því sem við var komið. Frænd- fólki sínu og fjölskyldu var Tóta tengd sterkum böndum og var henni styrk stoð og þá mest er eitthvað bjátaði á en í lífi flestra skiptast á skin og skúrir. Það er ekki alltaf sólskin. Börn hændust mjög að Tótu og lýsir það kannske best mannkostum hennar. Dvöldu börn oft á heimii hennar lengri eða skemmri tíma. Hún var alltaf boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd ef með þurfti. Það þekkir höfundur þessara orða og svo er um fleiri. Þórunn hafði áhuga á málefnum samfélagsins og voru skoðanir hennar fast mótaðar og ákveðnar. Beindust þær mest að því að auka réttlæti og jöfnuð milli fólks. Um þetta eru raunar flestir sammála en greinir á um leiðir til að ná þess- um markmiðum. Fékk ég oft að heyra að ég væri á villigötum að þessu marki. Þessar umræður voru þó einnig fram settar af hennar hálfu að maður fór oftast ríkari af þeim fundi. Það fer ekki hjá því þegar minnst er samstarfs og samveru sem stað- ið hefur í fulla þijá áratugi þótt stundum hafi verið með hléum eins og verða vill í amstri daganna að minningar hrannast upp. Auk þess sem höfundur hefur haft nánara samband við Einar en flesta aðra menn. Minningar um heilsteypta konu með ákveðnar skoðanir, óþreytandi að gera öðrum gott og hafa bæt- andi áhrif á umhverfi sitt, konu sem bjó við farsæld og velgengni í lífi sínu en var þó ávallt hin sama og tók því sem á móti blés með þeirri reisn sem henni sómdi. Konu sem var hreinskiptin við alla og reyndi aldrei að sýnast önnur en hún var. Konu sem tók öllum með glaðværð og gestrisni og var mikill vinur vina sinna. Þórunn andaðist 4. sept. sl. og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 8. sept. Hún var jarðsett í Áskirkjugarði. Nú þegar leiðir skiljast þökkum við Gerður samveruna hvort heldur var heima eða heiman. Einari, Sólveigu Þórdísi, foreldr- um, systur og öðrum vandamönnum eru sendar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim góðar minningar. Jón Þorgilsson r SX/tr-. Á KRAFTVERKF/ÍRI ^ - ÞESSI STERKll HJÓLSAGIR HJÓLSÖG Gerö 1854U - 1100 vatta mótor - 165/170 mm sagarblaö - hraði4200sn./mín. - öryggisrofi - karbitsagarblað fylgir HJÓLSÖG Gerð 1865U - 1200 vattamótor - 184/190 mmsagarbiaö - hraði 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblað fylgir EIGUM AVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRAOG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Þeiœing Reynsla Þjónusta FALKINN r SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 EKKI PRILA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppumar frá Beidray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, i sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. n knj. an í 1 í ^ f' *fl-» i* i* i* . Tto Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON &CO HF. SÍMI 24020 64.5cm 87.0cm K)9i5cm \32.0cm 154,5cm 1770cm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.