Morgunblaðið - 18.09.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
39
*
Sr. Oskar Þorláks-
son - Kveðjuorð
Fæddur 5. nóvember 1906
Dáinn 7. ágúst 1990
Sr. Óskar Þorláksson hefur
kvatt þennan heim, eftir mikið og
gott starf. Hann var hógvær í
framgöngu og skapi, en manna
fyrirmannlegastur á velli. Hár
vexti og beinn í baki. Honum var
gefin góð skapgerð, en hélt vel á
málum, en hann kom víða við er
hann keppti um brau.ð, var hann
jafnan sigursæll þó margir væru í
boði.
Óskar Jón Þorláksson var fædd-
ur 5. nóv. 1906 í Skálmarbæ í
Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar hans voru Þorlákur
Sverrisson, bóndi í Klauf í Meðall-
andi Magnússonar og kona hans
Sigríður Jónsdóttir bónda í Skálm-
arbæ Sigurðssonar.
Þorlákur Sverrisson flutti síðan
til Víkur í Mýrdal og stundaði þar
búskap og kaupmennsku. Að lok-
um flutti hann með ijölskylduna
út til Vestmannaeyja og gerðist
þar kaupmaður.
Óskar var þegar í æsku bók-
hneigður og hneigður til lærdóms.
Hann sat í lærdómsdeild Mennta-
skólans í Reykjavík og varð stúd-
ent 1926. Hann kaus sér guðfræði
sér til lærdóms og prestskapinn
sem ævistarf. Hann tók guðfræði-
próf 1930, og fór þá í framhalds-
nám í Oxford og London og las
þar Nýja-testamentisfræði, trú-
fræði og predikunarfræði er hon-
um kom til góða er hann sté í stól-
inn.
Sr. Óskar hafði hneigð til átt-
haganna og kaus að vera prestur
í Kirkjubæjarklaustursprestakalli,
er var með bestu prestaköllum í
Skaftárþingi. Þó hann yndi sér vel
í átthögunum þá mun hann hafa
kosið sér stærri verkahring í prest-
starfinu, þó hann væri orðinn pró-
fastur í Vestur-Skaftafellssýslu.
Er Siglufjörður losnaði er var
eitt af bestu brauðum landsins,
sóttu 5 um brauðið. Sr. Óskar var
einn af þeim enda eigi ókunnur
Siglufirði frá skólaárum sínum.
1925 var hann þar í síld ásamt
nokkrum skólabræðrum sínum.
Honum líkaði dvölin þar vel. Þekkti
hann allmarga borgara í sjón og
hafði í minni þetta góða fólk. Hann
var kominn langa vegu úr öðrum
landsfjórðungi til að sýna sig og
sjá aðra. Hann var kosinn prestur
á Siglufirði sem eftirmaður sr.
Bjarna Þorsteinssonar er nær í
hálfa öld var mikilhæfur prestur
þar og gáfumaður, samhliða því
að vera prestur á stéttunum fýrir
land og lýð.
Árið 1934 gekk sr. Óskar Þor-
láksson að eiga Vigdísi Elísabetu
Árnadóttur, bónda í Gerðakoti á
Miðnesi, Eiríkssonar. Hún var al-
systir Ólafíu Sigríðar sem var
seinni kona sr. Þórðar Oddgeirs-
sonar á Sauðanesi. Þau hjón sr.
Óskar og Elísabet eiguðust tvö
börn, dreng er dó óskírður og Árna
sviðsstjóra hjá sjónvarpinu. Kona
hans er Heiðdís dóttir sr. Gunnars
Benediktssonar prests í Saurbæ í
Eyjafirði. Þá kom til þeira hjóna
Helga Pálmadóttir systurdóttir
Elísabetar í fóstur á barnsaldri.
Hún er gift Helga Samúelssyni
verkfræðingi. Hjónaband þeirra
hjóna Elísabetar og sr. Óskars var
farsælt. Hún var mikilhæf kona
starfaði í verslun Haraldar Árna-
sonar og var við hússtjórnarnám í
norskum skóla áður en hún giftist.
Heimili þeirra hjóna bar með sér
snyrtimennsku og menningarbiæ.
Viðbrugðið var hvað hún studdi
mann sinn á Siglufirði. Svo var
einnig hér. Húsbóndinn var bó-
kelskur um guðfræði og lærdóms-
rit. Hann batt inn marga bókina
sér til ánægju.
Mikið starf beið sr. Óskars á
Siglufirði. Ný kirkja hafði verið
byggð fyrir fáum árum, mikið hús
og merkilegt. Kom sér nú vel að
hann hafði numið framburð á
Guðsorði, er var skýr og vel fram
borinn í stólnum. Enda var sr.
Óskar vel látinn af sóknarbörnum
sínum, ungum sem öldnum. Hann
var reglumaður alla ævi, meðlimur
í Stórstúku íslands. Þá kom hann
víða við, honum lét vel að kenna
æskulýðnum enda stundakennari í
Gagnfræðaskólanum í Siglufírði. I
stjórn Gesta- og sjómannaheimil-
inu á Siglufirði. Formaður Búnað-
arfélags Siglufjarðar. Þá var hann
presta bestur að útbreiða Kirkjuri-
tið á sínum tíma. Hann var jafnan
í mörgum félagsskap aufúsu gest-
ur og vann störf sín af kostgæfni.
Þá kom að því að Dómkirkju-
brauðið losnaði. Sótti sr. Óskar
Þorláksson um það ásamt fleiri
prestum og hiaut kosningu. Hon-
um var veitt brauðið 1. júní 1951.
Þjónaði hann því í 25 ár. Vel látinn
sem áður í prestskapnum af söfn-
uði sínum. Hann bar virðingu fyrir
fyrirrennara sínum í brauðinu, sr.
Bjarna Jónssyni, og bauð honum
að predika í sínu gamla guðshúsi.
Reyndist þetta vera síðasta messa
sr. Bjarna.
Sr. Óskar var valinn maður í
sínu starfi óg var á seinni árum
prófastur í Reykjavíkurprófast-
dæmi.
Ég kynntist sr. Óskari aðallega
er ég var nýkominn til Reykjavikur
og gerðist meðlimur í Félagi fyrr-
verandi Sóknarpresta. Sr.Óskar
sótti jafnan fundi félagsins og var
um árabil í stjórn þess. Á seinni
árum tók ég hann jafnan með mér
■ á leið að Grund. Að lokinni messu
og fundi lá leið hans með okkur
að Ilátúni þar sem kona hans
Elísabet dvaldi.
Við höfum fengið meðbræður
okkar í félaginu á fundum til þess
að flytja endurminningar um
skólagöngu og prestsskapinn. Sr.
Óskar var meðal þeirra. Ekki fyrir
löngu, kvaddi hann sér hljóðs á
fundi og flutti erindi blaðalaust,
er laut að æskuhögum hans í Álfta-
veri, Vík í Mýrdal og prestskap á
Síðu. Honum var þetta létt, því
hann hafði ritað fyrir löngu árbók
Ferðafélags íslands. 1935 um
Vestur-Skaftafellssýslu. Þetta er-
indi hans var ógleymanlegt að efni,
mælsku og góðum hugsunum, eins
og hann væri orðinn ungur í annað
sinn, þó sjúkur væri.
Si'. Óskar var gæfumaður. Er
hann var heima eða á sjúkrahúsi,
naut hann mikillar umönnunar og
kærleika síns venslafólks uns yfir
lauk.
Við kveðjum þennan starfsbróð-
ur okkar, er átti langa ævi til
starfa í heilagri kirkju og margir
minnast hans.
Pétur Þ. Ingjaldsson
Mim
díityurbijrjaroq mdwÁhjó/i {rí< Fálkmum.
Hwti) móö þim ? "
___
v' s
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI84670
ÞARABAKKI 3, SIMI670100