Morgunblaðið - 18.09.1990, Page 48

Morgunblaðið - 18.09.1990, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 „ Ég aetla aá -fci þ&S &g > g&O spaghetti 09 gol-Pkálur." Með morgunkaffinu Framkoma mín er ekki til vandræða. Það er framkoma annarra við mig sem vand- ræðunum veldur. Búlgarskar tannviðgerðir Til Velvakanda. Mér finnst það siðferðileg skylda mín að segja frá reynslu minni. Eg þurfti að fá tannbrú vinstra megin og var búin að safna fyrir því þeg- ar ég heyrði auglýsingaskrumið um hve ódýrt þetta væri í Búlgaríu og fékk þá fáránlegu hugmynd að slá nú tvær flugur í einu höggi, sum- arfrí í þrjár vikur og tannbrú fyrir sama pening og aðeins brúin kostar hér. En gamanið fór þó fljótt af ferð- inni þegar seturnar í tannlæknastól- unum hófust. Það var ekki nóg með að tækni þeirra væri 20 árum á eftir hérlendum, heldur þekktist engin deyfing. En ég var byrjuð og lifði þetta af, þó sárt væri. Ekki leist mér á smíðina, postulín þekkt- ist ekki en plast og stál eru smr'ða- efnin. Ég hugsaði sem svo: Þetta getur dugað í 2 til 3 ár, það er aðeins brosað með henni - til annars verð- ur hún aldrei. En viti menn. Það fór að blæða svo mikið úr tannhold- inu við hverja bustun að ég flýtti mér að panta tíma hjá sérfræðingi í tannholdssjúkdómum og fá um leið athugun á Búlgaríusmíðinni. Þetta var svo niðurstaðan. Brúin er svo illa gerð að það verður að ijarlægja hana. Það er ekki hægt að hreinsa og þess vegna veldur hún tannholdsbólgu. Ef þetta er ekki framkvæmt munu tennurnar sem halda brúnni skemmast og losna. Þessar tannviðgerðir þarna eru ódýrar og fólk fær venjulega þeð sem það borgar fyrir. En í mínu tilfelli var það ekki og sjáifsagt fleiri. Jóhanna Guðmundsdóttir LOKUN SJÚKRADEILDA Til Velvakanda. Er hægt að fækka sjúklingum með lokun sjúkrahúsa? Þær fréttir berast nú annað árið í röð að heil- brigðisyfírvöld hafa fyrirskipað lok- un fjölda deilda á öllum sjúkrahús- um í því skyni að ná fram sparn- aði. Virðast heilbrigðisyfirvöld þannig telja að með því að neita sjúklingum um þjónustu sé hægt að spara peninga. Ekki veit ég hvort stjórn sjúkra- húsa sé eingöngu skipuð heimskum mönnum en þær aðfárir sem notað- ar eru benda ekki til þess að skyn- semi sé látin ráða. Það eru orðin sorglega mörg dæmi þess að fárveiku fólki er vísað frá sjúkrahúsum vegna sparnaðar- aðgerða. Er það nokkuð annað en brjálsemi á hæsta stigi að fólk skuli vera látið deyja drottni sínum á heimilum sínum eða heimilum vandamanna vegna þess að sjúkra- húsyfirvöld hafa neitað að veita þeim aðhlynningu? Og vegna hvers fær fólk neitun, jú, það kostar pen- inga að hjálpa fólki. Sparnaðaraðgerðir heilbrigðis- ráðherra eru ekkert annað en hrein heimska eða mannvonska á hæsta stigi, nema um hvort tveggja sé að ræða. Á margan hátt má spara, t.d. með betri nýtingu rekstraraðfanga, betri nýtingu húsnæðis, heldur en að iáta heilu hæðirnar í sjúkrahús- byggingum sem kostað hafa stórfé í byggingu, standa auðar mánuðum saman, jafnvel í vissum tilvikum árum saman. Heldur ráðuneyti heil- brigðismála og stjóm sjúkrahúsa að hér sé um raunhæfan sparnað að ræða? Ég lýsi yfir megnustu skömm minni á öllum þeim sem hér eiga hlut að máli. Verður ekki ann- að séð en að skipulega sé unnið að fækkun sjúklinga með því að láta þá hreinlega deyja úr veikindum sínum. Minnir það ekki eitthvað á aðfarir Þriðja ríkisins á sínum tíma? Ábyrgð heilbrigðisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra er mikil, megi þeir uppskera eins og þeir hafa sáð til. G. Guðjónsson HÖGNI HREKKVÍSI Yíkveiji skrifar Bragi Ásgeirsson, listmálari og myndlistargagnrýnandi Morg unblaðsins er með sýningu um þess- ar mundir í sýningarsalnum að Vesturgötu 17. Jafnframt opnar Bragi aðra sýningu í öðrum sýning- arsal í lok þessarar viku. Það er rík ástæða til að hvetja fólk til þess að skoða sýningu Braga á Vesturgötu. Einn sýningargesta hafði orð á því við Víkveija um helgina, að þau verk, sem Bragi sýnir þarna væru mjög frábrugðin þeim, sem hann hefur áður sýnt. Það eru orð að sönnu. Mikil breyt- ing hefur orðið á myndum Braga frá því, sem var um nokkurt árabil en tengslin við hið fyrra tímabii eru þó augljós. Þetta er mjög skemmtileg sýning og sumar myndirnar eru gullfalleg- ar. Þær eru yfirleitt nokkuð stórar en skv. upplýsingum Víkverja verða minni myndir á hinni sýningunni, sem Bragi opnar nú síðar í þessari viku. Það verður spennandi að skoða þá sýningu með hliðsjón af þessari. Sala á myndum Braga hefur gengið nokkuð vel á þessari sýningu, en yfirleitt hafa myndlist- armenn kvartað undan því seinni árin, að lítil sala væri á sýningum miðað við það, sem áður var. Auð- vitað hlýtur kreppan í efnahagsmál- um hér að hafa töluverð áhrif. Annars þekkist það tæpast í öðr- um löndum, að einstaklingar kaupi myndlistarverk í sama mæli og hér. Þegar sagt er frá sölu á verkum t.d. íslenzkra myndlistarmanna er- lendis er yfirleitt um söfn að ræða. Það eru ýmis söfn m.a. einkasöfn, sem kaupa myndir en ekki einstakl- ingar. Þetta á bæði við um Evrópu ogAmeríku. I sumum þessara landa a.m.k. eru sýningarsalirnir mikilvirkir í sölu myndverka. Þaíi fyrirtæki taka listamanninn alveg að sér, sjá um sýninguna og allt, sem að henni snýr svo sem prentun á sýningar- skrám, útsendingu boðsmiða o.sv. frv. og verðleggja myndirnar. En í Frakklandi a.m.k. taka þessi fyrir- tæki helming söluverðs til sín. Þeg- ar sagt er frá sölu á myndverkum fyrir háar upphæðir erlendis er því óhætt að draga jafnvel helming frá. XXX Aþekk þróun er að verða hér. Listhúsin eru að verða lykilað ili í sölu á myndverkum, þótt hlut- deild þeirra í söluverði sé ekki jafn mikil og erlendis. Sala á heimilum myndlistarmanna er að verða óþekkt fyrirbæri. Þá er kostnaður við sýningar býsna mikill og þarf myndlistarmaðurinn að selja tölu- vert af myndum til þess eins að hafa upp í kostnað. Hvað sem því líður er óskandi að sú venja haldist hér, að einstakl- ingar kaupi myndverk íslenzkra listamanna og að þríounin verði ekki sú sama og erlendis að því leyti til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.