Morgunblaðið - 18.09.1990, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.09.1990, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Við nýju landakortin, f.v.: Guðrún Hauksdóttir, formaður skólanefnd- ar, Bjarney Valdimarsdóttir, yfirkennari, og Flemming Jessen, skóla- stjóri. Hvammstangi; Kvenfélagið gaf grunn- skólanum landakort Hvammstanga. GRUNNSKÓLI Hvammstanga var settur nýlega. í skólanum eru 150 börn í 10 deildum. Kennarar eru 15 alls, þar af 4 í hlutastarfi. .Ýrnis nýbreytni er í skólastarfínu. Kvenfélagið á staðnum gaf skólan- um þijú vönduð landakort að gjöf, og voru þau afhent við athöfnina. Flemming Jessen, skólastjóri, Bjarney Valdimarsdóttir, yfirkenn- ari og Guðrún Hauksdóttir, formað- ur skólanefndar, sögðu frá starfs- háttum á nýbyrjuðu skólaári. Nú er í fyrsta sinn skólaskylda 6 ára barna og eru því bekkirnir 10 í stað 9 áður en sex ára börn hafa á liðn- um árum verið í forskóla eða núll bekk. Nú lengist skólaárið í níu mánuði í stað átta og hálfs áður. í tíunda bekk eru bundnar valgrein- ar, vélritun og bókfærsla. Fijálsar valgreinar eru: þýska, handmennt, tölvufræði, félagsmálafræðsla og tónlist, en Tónlistarskóli V-Hún. hefur aðstöðu í skólahúsinu. Er þar verulegt samstarf milli skólanna og koma nemendur Tónlistarskólans fram í Grunnskólanum við hátíðleg tækifæri. í vetur mun fagkvóti skólanna í V-Hún. verða sameinaður, þannig að starfskraftar, fagstjórar, nýtast mun betur, heldur en hver skóli væri að vinna í sínu horni. M.a. verður samvinna skólanna í eina viku í janúar í Reykjaskóla. Þar verður íþróttahátíð, skemmtidag- skrár, veislur og dansleikir. Skólarnir í Vestur-Húnavatnssýslu, Grunnskóli Hvammstanga, Lauga- bakkaskóli, Vesturhópsskóli, Stað- arhreppsskóli og einnig Borðeyrar- skóli standa að þessari skólaviku. Ekki var annað að heyra en að starfsfólk og nemendur í Grunn- skólanum hygðu gott til skóla- starfsins. þótt sumarstarfið sé enn við völd. Karl ■ í LOK septembcr hefjast í Reykjavík námskeið um stjórnun kvíða. Á námskeiðunum er tekist á við helstu þætti sem orsaka og við- halda kvíða í samskiptum manna. Kenndar eru og æfðar sálfræðilegar aðferðir til að fyrirbyggja og yfirstíga einkenni kvíða, spennu og streitu. Kvíðaviðbrögð koma ekki einungis fram í líkamlegri vanlíðan, (höfuðverk, vöðvabólgum, svita- og skálftaköstum), heldur einnig í líki undirgefni, vanmetakenndar, fé- lagslegrar einangrunar og þung- lyndis. Stjórnandi námskeiðanna, Oddi Erlingsson sálfræðingur, hefur um árabil leitt siík námskeið og fengist við meðferð þessara vandamála. Nánari upplýsingar eru veittar um helgar og öll kvöld. Blönduós: Þrjár nýjar kennslu- stofur teknar í notkun Fyrsta opinbera notkun nýju íþróttamiðstöðvarinnar Guðmundur Ingþórsson formaður bygginganefndar íþróttamið- stöðvar afhendir Sveini Kjartanssyni skólasljóra grunnskólans lyklavöldin að skólastofunum. Blönduósi. VIÐ setningu grunnskóla Blönduóss voru skólanum af- hentar þijár nýjar kennslustof- ur til afnota. Kennslustofur þessar eru á annari hæð nýju íþróttamiðstöðvarinnar. Með tilkomu þessa viðbótarhús- næðis í þágu skólans má segja að skólinn sé nánast einsetinn. I hinu nýja kennsluhúsnæði verður rekinn svokallaður op- inn skóli fyrir nemendur ann- ars, þriðja og Ijórða bekkjar. Eftir setningu grunnskólans var nemendum og gestum boðið að skoða hina nýju og glæsilegu kennsluaðstöðu á annari hæð íþróttamiðstöðvarinnar. í ræðu sem Guðmundur Ing- þórsson formaður bygginganefnd- ar íþróttahúss flutti við setningu grunnskólans kom fram að liðin væru ijórtan ár frá því tekin var ákvörðun um byggingu íþrótta- húss á Blönduósi. Á þessum áfanga, sem er kennsluhúsnæði fyrir grunnskólann, var byijað á sl. ári og var kostnaður við gerð hans um tuttugu milljónir en heildarkostaður við gerð íþrótta- húss er kominn í níutíu og fimm milljónir. Guðmundur sagði enn- fremur að til að ljúka íþrótta hús- inu þyrfti um 45 milljónir króna. Að sögn Sveins Kjartanssonar skólastjóra grunnskólans verður rekinn svokallaður opinn skóli í hinu nýja kennsluhúsnæði. í því felst m.a. að sögn Sveins að bekkj- ardeildum verður blandað meira saman og nemendum gefið meira tækifæri á að velja sér verkefni. Það kom fram hjá Sveini skóla- stjóra að nemendur hins opna skóla, þ.e nemendur 2. 3. og 4. bekkjar, geta ekki byijað alveg á sama tíma og aðrir nemendur skólans því þessi nýja tilhögun í skólastarfinu krefst mikils skipu- lags og undirbúnings að hálfu kennara og er því undirbúnings- starfi ekki lokið. í vetur munu um 240 nemendur stunda nám við grunnskóla Blönduóss og er það tíu nemendum fleira en var sl. skólaár. Jón Sig Nýju kennslustofurnar eru á annarri hæð nýju íþróttamiðstöðvarinnar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ný viðbygging Flataskóla, ofan við eldri byggingarnar, og nýr aðalinngangur skólans. Nýbygging við Flataskóla tók þrjá og hálfan mánuð Morgunblaðið/Börkur Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ afhendir Sigrúnu Gísladóttur skólastjóra lyklana að nýbyggingu Flataskóla. NÝBYGGING við Flataskóla í Garðabæ var formlega afhent í byrjun mánaðarins. í lok ágústmánaðar var hún þó tilbúin og þá þegar tekin í notkun, að sögn Sigrúnar Gísladóttur skólastjóra. Bygging hússins tók óvenju skamman tíma, þrjá og hálfan mánuð, frá því framkvæmd- ir hófust á byggingarstað þar til húsið var tilbúið til notkunar. Sigrún segir að ákveðið hafi ver- ið vorið 1989 að reisa þessa ný- byggingu við skólann. Fyrir um ári síðan hófst arkitektavinna við teikningar og 10. maí síðástliðinn var byijað að slá upp sökklum. Loftorka í Borgarnesi var verktaki. Húsið er gert úr steinsteyptum ein- ingum, svokölluðum samlokuein- ingum, sem voru steyptar í verk- smiðju Loftorku í Borgarnesi og þegar grunnur viðbyggingar og kjallari tengibyggingar voru tilbún- ir, var þegar hægt að ganga í að reisa veggina. Með þessari aðferð var hægt að fullgera húsið á þrem- ur og hálfum mánuði frá því fram- kvæmdir hófust á byggingarstað. í viðbyggingunni eru fjórar kennslustofur og nýr aðalinngangur skólans. Tengibygging var einnig reist milli hennar og aðalbygging- ar. Alls er nýbyggingin 507 fer- metrar og er byggingarkostnaður um 30 milljónir króna, auk kostnað- ar við hönnun og ýmsan búnað, um fimm milljónir, þannig að heildar- kostnaður er um 35 milljónir. Sigrún Gísladóttir segir bygging- una hafa heppnast einkar vel, sér- staklega sé ánægjulegt hve vel hafi tekist að samræma útlit nýbygging- arinnar við eldri byggingárnar. 520 nemendur, 6 til 11 ára, eru í Flata- skóla. Arkitektar hússins eru Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason, burðarþols- og lagnahönnun annað- ist Ráðgjöf sf. og raflagnahönnun var í höndum Stýritækni sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.