Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 BÁRUSTÁL Sígilt form—Litað og ólitað = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Heimssýningin í Sevilla: Þátttöku- kostnaður of mikill - segir utanríkis- ráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, segir að hætt hafí verið við þátttöku íslands í heimssýningunni í Sevilla á Spáni árið 1992, þar sem ljóst hafi verið að kostnaður yrði mun meiri en ríkisstjórnin teldi réttlætanlegt að verja til þess verkefnis. Sævar Daníelsson: Nafnlaust. 1990. Utanríkisráðherra segir, að ríkis- stjórnin hafi tekið ákvörðun um hámark þeirrar upphæðar, sem hún teldi réttlætanlegt að verja vegna þátttöku i heimssýningunni. Sú upphæð hafi verið 50 milljónir króna, en stjórnin hafi verið reiðu- búin að hækka hana í 60 milljónir. Útflutningsráði hafi verið falið að annast framkvæmdina, en það hafi komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að taka þátt í sýning- unni, svo sómi væri af, nema veija til þess fimm eða sex sinnum hærri upphæð. Ráðherrann segir, að í kjölfar þessa hafi verið leitað til útflytj- enda, sem hagsmuna eigi að gæta á Spáni, en útkoman úr því hafi verið neikvæð. Þá hafi verið settur á stofn starfshópur ráðuneyta til að kanna hvort hægt væri að draga úr kostnaði við þátttökuna, en nið- urstaða hans hafi einnig verið á þann veg, að ekki væri hægt að halda kostnaðinum innan þess ramma, sem ríkisstjórnin sam- þykkti. Utanríkisráðherra sagði að lok- um, að þar sem einstakir aðilar atvinnulífsins teldu sér ekki hag í því að leggja fé í sýninguna, væri ekki réttlætanlegt, miðað við stöðu ríkissjóðs, að vera með. Lítil þjóð og skuldug yrði að sníða sér stakk eftir vexti. mýtt símanúmer BlAÐAAfGRElKL^^ 6GB*1 Hið óvænta ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú sýning á málverkum og höggmyndum frá hendi Sævars Dan- íelssonar. Sævar er ekki mjög þekkt nafn í listaheiminum, en hann sótti á sínum tíma námskeið í Myndlistar- skólanum hjá Hring Jóhannessyni, og átti verk á samsýningum FÍM um árabil. Hann hélt einkasýningu 1984, en hefur ekki tekið þátt í sýningum frá þeim tíma. Vegna þessa eru þetta væntanlega fyrstu kynni áhugafólks af yngstu kynslóðinni af verkum Sævars, og eni líkur til að þau komi nokkuð á óvart. Á sýningunni eru tíu olíumálverk og ijórtán höggmyndir úr graníti og marmara, öll nafnlaus. Hvoru tveggja hafa til að bera eiginleika, sem á einhvern hátt staðsetja þau utan hins mögulega reynsluheims mannsins; þau eru óvænt, jafnvel skelfandi í mýkt sinni. Sævar kann vel til verka, og tæknilega eru verk- in vel unnin og hnökralaus í út- færslu. Einkum eru höggmyndirnar vandaðar, enda vinnur listamaðurinn í steinsmiðju og er því vel kunnugur eiginleikum efnisins og nýtir sér það til fullnustu. Málverkin eru við fyrstu sýn öll landslagsverk frá Þingvöllum. En þetta er ekki hið landfræðilega hjarta Islands, heldur virðist staðurinn til- heyra annarri veröld, öðrum heimi. Hraunið tekur ýmist á sig mynd margflókins vefnaðar, yfirbreiðslu eða sneiðmyndar af heilaberki; það er nær því að vera lifandi, iðandi kös lífsforma en að vera staðfastar stein- myndanir náttúrunnar. Litaval Sæv- ars styrkir þessa framandi tilfinn- ingu, því þó ríkjandi litir séu brúnir, grænir og gráir, þá eru það ekki lit- ir náttúrunnar sem birtast í málverk- inu, heldur einhver skelfandi blær hins ókunna. Þessi tilfinning vex við að sjá blóðrefil þvert yfir snjóbreið- una (sem er raunar yfirbreiðsla) og gadda djúpt í bláum gjánum; og fæstir tengja Almannagjá við þá nöturlegu ógnun sem birtist hér. Sævar hefur tileinkað sér óvænt sjónarhorn á landið í sínum myndum, og minnir með því óþægilega á tvírætt eðli náttúruaflanna, sem eru jafnt ógnun sem blessun mannsins sem landið byggir. Marmari og granít eru harðar steintegundir, og höggmyndir bera oftast merki þess í úrvinnslunni. Því kemur á óvart að sjá hér marmarann undinn og snúinn nánast eins og leir; í höggmyndum Sævars er hann sveigður, honum er þrýst að granít- inu, hann er skorinn og mótaður á fjölbreytilegan hátt. En líkt og í málverkunum stendur einhver ógn af þeim verkum sem blasa við áhorf- andanum. Þar finnur augað fallöxi, tennta dýrboga og altari, sem virð- ast frekar ætluð til fórna en til- beiðslu. Allt er þetta fágað og slétt, en jafnframt kalt og hart, þar sem hvítur marmarinn og svart granítið vinna vel saman. Myndlist Sævars er óvænt; hún býður áhorfandanum inn í ókunna veröld sem ekki er gott að átta sig á. Sumir munu sjá þar ævintýraheim, sem maðurinn á ekkert erindi inn í, en aðrir munu sjá ógnun hins óþekkta. I öllu falii er þessi óvænta sýn þess virði að sjá hana eigin aug- um, en sýning Sævars í Ásmundar- sal stendur of stutt; henni lýkur mánudaginn 24. september. E— ?VWWWWWWWWWWWWW V 'V ú Nú er tækifærið! Arnarhóll - Operukjallarinn býður þér fyrir sýningu glæsilegan matseðil á aðeins kr. 1400 - forréttur Reyktur lax afl hætti Ragga Reykás aðalréttur Innbakaftur svínahryggur spaugarans kaffi á eftir frítt í Operukjallarann að sýningu lokinni fyrir matargesti borftapantanir í miftásölu og í síma 18833

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.