Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 19

Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Kammerhljómsveitin Camerata. Morgunblaðið/Þorkell Kammerhlj ómsveitin Camerata heldur tónleika TÓNLEIKAR kammersveitarinnar Camerata á Austurlándi verða haldnir í Egilsbúð, Neskaupstað, á morgun laugardaginn 22. sept- ember klukkan 20.30 og í Valaskjálf, Egilsstöðum, sunnudaginn 23. september klukkan 14. í Hafnarfirði verða tónleikarnir haldn- ir í Hafnarborg, mánudaginn 24. september klukkan 20.30 og eru þeir haldnir í samvmnu við To af 40 ára afmæli skólans. Á tónleikunum verða flutt Ser- enada Op. 11 eftir Dag Wiren, Sin- fónía No. 29, K 201 eftir W.A. Mozart og Píanókonsert No. 1, Op. 35 eftir D. Shostakovich. Einleikari á píanó verður Þorsteinn Gauti Sig- urðsson og trompetleikari Lárus Sveinsson. í lok allra tónleikanna verður leikin tónlist sem tengist þeim stöð- um þar sem tónleikarnir verða haldnir. Hefur tónlistin verið útsett sérstaklega fyrir Camerata af þessu tilefni. í Neskaupstað og á Egils- stöðum verða flutt lög eftir aust- firsk tónskáld, þá Jón Þórarinsson og Inga T. Lárusson. í Hafnarfirði verður hinsvegar í lok tónleikanna leikin tónlist eftir Friðrik Bjarna- son, sem var um langt árabil for- jla Hafnaríjaröar í tilefni ystumaður í tónlistarlífi Hafnfirð- inga. Stjórnandi Camerata er Örn Óskarsson. ■ Á SUNNUDAG, á haustjafn- dægri 23. september, fer Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands í vettvangsferð í nýja tijásýnisreit Skógræktarfélags Reykjavíkur í Vífilsstaðahlíð. Gengið verður klukkan 14 frá Magnúsarlundi í ofanverðri hlíðinni um skógarstíga sem hafa verið settir upp sem fræðslustígar. Vilhjálmur Sig- tryggsson, forstöðumaður Skóg- ræktarfélagsins verður leiðsögu- maður og mun ræða um hvernig trén búa sig undir veturinn. Gefinn verður kostur á rútuferð frá Nor- ræna húsinu klukkan 13.30 annars mæti fólk við Magnúsarlund. □ Kuldajakki m/hettu. Hægt að renna ermum af. Kr. 4.900,- □ □ □ □ □ □ □ Kuldajakkar - vaxbornir með hettu. Kr. 5.900,- Kulda jakkar m/loðkraga....kr. 5.900,- Stakir ullar- herrajakkarfrá ...kr. 5.900,- Stakirullar-dömujakkarfrá ..kr. 5.900,- Herra terrelinebuxur ......kr. 2.990,- Dömubuxur, fínni...........kr. 2.490,- Regnföt ífelulitum. Buxur og jakki. Sett kr. 3.490,- OG MARGT MARGT FLEIRA □ Vinnuskyrta frá kr. 990,- áfSL. ALLT NYJAR VORIIR! itLúl KARNABÆR STORUTSOLUMARKAÐURINN BÍLDSHÖFÐA 10. SÍMI 674511. EITT UTIÐ MERKI UM STUÐNING SJÁLFSBJÖRG Þjóöfélag án þröskulda! ÞINN Um þessa helgi fer fram blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar um land allt. Með því að kaupa blað eða merki Sjálfsbjargar sem er að þessu sinni endurskinsmerki getnr þú sýnt stuðning þinn í verki og stutt við bar- áttu fatlaðra. Allar tekjur af átaki þessu renna óskiptar til eflingar að- stöðu fatlaðra m.a. til að koma upp endurhæfingaríbúð í Sjálfsbjarg- arhúsinu sem er nauðsynlegur hlekkur í endurhæfingu fatlaðra. Sjálfsbjörg minnir sérstaklega á að sölufólk verður í Kringlunni í Reykjavík, en þar er aðgengi fyrir fatlaða til fyrirmyndar. IÞYZK-ISLENZKA HF. er aðalstyi'ktaraðili Sjálfsbjargar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.