Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 20

Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Atlantshafsbandalagið: Wömer vekur máls á að færa út kvíamar Brussel. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), lét í gær í ljós þá skoðun að bandalagið ætti að færa út athafnasvæði sitt þannig að það yrði ekki lengur bundið við Evr- ópu og Norður-Ameríku. Hann sagðist telja að NATO þyrfti að vera reiðubúið að láta til sín taka í staðbundnum deilum að Persa- flóadeilunni afstaðinni. „Við tilheyrum helsta öryggis- bandalagi hins vestræna heims og getum við leyft okkur að takmarka okkur við athafnir á landsvæði okk- ar?“ spurði Wörner á ráðstefnu um framtíð NATO. Ákvæði í stofnsam- þykkt bandalagsins frá árinu 1949 bannar hemaðaraðgerðir undir Finnar hyggjast endurskoða frið- arsamninginn Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNAR telja sig nú vera í hópi þeirra þjóða sem töpuðu í seinni heimsstyrjöldinni án þess að hafa endurheimt full réttindi eftir hana. Nefnd á vegum finnska utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort hægt sé að endurskoða friðarsáttmála Finna við Sovét- menn og Breta. Þykir óréttlátt að Þýskaland, sem hratt stríðinu af stað, hafi endurheimt öll sín réttindi en Finnum, sem lentu í stríðinu vegna griðasáttmála Hitlers og Stalíns, verði áfram bannað að kaupa varahluti í flug- vélar frá Þjóðveijum og Japön- um, svo að dæmi sé tekið. Finnar voru bandamenn Þjóð- veija á stríðsárunum 1941-44 gegn Rússum (formlega ríkti stríðsástand einnig gegn Bretum). Þeim vom þess vegna sett hörð skilyrði í friðarsamningunum í París 1947. Öll önnur ríki sem tóku þátt í stríðinu við hlið Hitlers losnuðu undan þeim höftum fyrir um 35 ámm, en þá gengu til dæmis ítalir í Atlantshafsbandalagið (NATO) og Ungverjar í Varsjárbandalagið. Morgunblaðsins. var takmarkaður. Einnig var Finn- um bannað að eiga kafbáta auk eldflauga- og tundurskeytabáta. Þeim ákvæðum hefur þegar verið lítillega breytt. Finnar hafa t.d. fyr- ir löngu fengið leyfi til að kaupa loftvarnaeldflaugar, en ekkert ríki telur sig geta komist af án þeirra nú á dögum. merkjum þess utan yfirráðasvæðis aðildarríkjanna 16. Þetta hefur til dæmis valdið því að NATO hefur ekki skipt sér af Persaflóadeilunni. Wörner tók hana einmitt sem dæmi um nýja tíma að af loknu hinu kalda stríði þar sem nýjar ógnir steðjuðu að vestrænum ríkjum. „Hver gæti neitað því að óhindraður aðgangur að olíu sé lífsnauðsynlegt atriði fyrir öll aðild- arríki bandalagsins?" spurði Wörn- er. Einnig gerði hann að umtalsefni þá hættu sem fylgja myndi því að Irakar kæmust yfir kjarnavopn. Hann sagði þó útilokað að NATO gæti tekið við hlutverki einhvers konar alheimslögreglu. Wörner sagði að of snemmt væri að taka ákvarðanir um breytt hlut- verk NATO hvað þetta varðaði og lagði til að það yrði ekki gert fyrr en Persaflóadeilan væri afstaðin. í þeirri deilu hefur Vestur-Evrópu- sambandið skyndilega látið til sín taka en marga dreymir um að það verði vísir að vamarsamstarfi Evr- ópubandalagsríkja. Wörner sagðist styðja þá þróun að Evrópubanda- lagið hugaði meira að öryggismál- um en lagði ríka áherslu á að það yrði gert innan ramma Atlantshafs- bandalagsins. Reuter Námsraunir nautabana Þjóðaríþrótt Spánveija, nautaatið, getur tekið á sig hinar kúnstu- gustu myndir. í bænum Segovia var haldið nautabananámskeið á dögunum og gerði einhver sér það að leik að sleppa tudda lausum. Uppi varð fótur og fit eins og sjá má og flúðu tilvonandi nautaban- ar upp í dæluturn. Sænskir jafnaðarmenn vilja seinka lokun kjarnorkuvera Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKIR jafnaðarmenn hafa nú fallið frá því að leggja sænsk kjarnorkuver niður á ákveðnu árabili frá og með árinu 1995. Eftir harðar umræður samþykkti ársþing flokksins að gefa flokks- stjórninni umboð til að semja við aðra flokka um málið. Þar er ekki kveðið á um að byijað verði að loka kjarnorkuverum 1995 heldur einungis sagt að því skuli lokið árið 2010. verður jokað í síðasta lagi árið legar orkulindir, helst innlendar, 2010. í staðinn komi endurnýjan- og betri nýting orkunnar. Filippseyjar: Kreíj’ast lokunar her- flugvallar innan árs Manilla. DPA. Ríkisstjórn Filippseyja krafðist þess í gær að Bandaríkjamenn færu með herafla sinn úr Clark-fiugstöðinni fyrir 16. september á næsta ári. Sagði talsmaður stjórnarinnar að afráðið væri að breyta fiugstöðinni í fiugvöll fyrir almannafiug. í friðarsáttmála Finna eru ákvæði um að takmörkunum á sjálf- ræði Finna í vamarmálum megi breyta með samþykki bandamanna eða Sameinuðu þjóðanna. Þetta ákvæði er nú til umfjöllunar í ut- anríkisráðuneytinu. Finnland var aldrei hemumið, hvorki af Þjóðveijum né Rússum. I friðarsamninginn voru tekin ákvæði um takmörk á herafla Finna og þeim m.a. bannað að kaupa flugvél- ar, einnig farþegaflugvélar, af Þjóð- veijum. Mannafli finnska hersins Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra og formaður flokksins, lagði hart að þingfulltrúum að sam- þykkja tillögu um breytta stefnu án atkvæðagreiðslu. Hann sagði að atkvæðagreiðsla myndi einung- is veikja samningsstöðu flokksins gagnvart öðram flokkum. Birgitta Dahl umhverfismálaráðherra sem stóð á því fastar en fótunum um árabil að standa yrði við samþykkt sænska þingsins um að hefja lokun kjamorkuvera árið 1995 mælti nú með því að flokksforystan fengi óskorað umboð. Hún sagði að gamla stefnan væri ekki lengur trúverðug. Fulltrúar ungliðahreyfingarinn- ar, SSU, og kvennadeildarinnar lögðust gegn tillögunni. Margir þingfulltrúar spáðu því að nú yrði farið að ræða um svik jafnaðar- manna og gæti það reynst dýr- keypt í kosningunum í september á næsta ári. Tillagan sem flokksþingið sam- þykkti án atkvæðagreiðslu felur í sér að kjamorkuverunum tólf Rafael Alunan, talsmaður emb- ættismannanefndar sem á nú í samningaviðræðum um framtíð bandarískra herstöðva á Filippseyj- um, sagði að beðið væri viðbragða Bandaríkjamanna en þeir hefðu að undanförnu lagt á það áherslu að fá að reka herstöðina áfram. Stjórnarerindrekar á Filippseyj- um sögðu að búist hefði verið við að Bandaríkjamenn samþykktu að fara úr Clark-herstöðinni og gegn því yrðu samningar um Subic-flots- atöðina framlengdir en hún er talin þeim mikilvægari. Samningur um afnot Bandaríkja- manna af herstöðvum á Filippseyj- um rennur út 16. september á næsta ári. Clark-herflugvöllurinn er önnur tveggja stærstu bæki- stöðva þeirra á eyjunum. Hlutverk hersveitanna á Filippseyjum er að halda uppi vörnum á Indlands- og Kyrrahafi. Richard Armitage, for- maður bandarísku samninganefnd- arinnar, sagði á þriðjudag, að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að fækka smátt og smátt í liði sínu og lagði til að þeir fengju til þess 10 ár. Féll sú tillaga í grýttan jarð- veg á Filippseyjum og sögðu stjórn- málaleiðtogar að 3-5 ár væri það mesta sem hægt væri að fallast á. Lungnakrabbamein: Börn reykingamanna í mun meiri hættu TVÖFALT meiri líkur eru á því en ella að tiltekinn einstakling- ur, sem ekki reykir, fái lungnakrabbamein síðar á ævinni hafí foreldrar eða forráðamenn viðkomandi reykt er hann var að al- ast upp. Dagblaðið International Herald Tribune greindi frá þessu nýverið en í frétt þess er vísað til greinar um þetta efni í nýj- asta hefti læknatímaritsins virta The New England Journal of Medicine. í tímaritsgreininni er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á skaðsemi svonefndra „óbeinna reykinga“, sem nú þykja ótvíræð ógnun við heilsu manna. í greininni kemur fram að áætlað er að 17 prósent þeirra tilfella sem þekkt eru í Bandaríkjunum um krabbameinsvöxt í lungum þeirra sem ekki reykja megi rekja til þess að viðkomandi hafi á upp- vaxtar- og unglingsárum sínum verið í umhverfi þar sem tóbaks- reykur lá jafnan í loftinu. Dr. Dwight T. Janerich, sem stjórnaði rannsókninni og starfar við Yale-háskóla, segir niðurstöð- uraar fyrstu vísbendinguna um að reykingar foreldra geti skipt sköpum um heilsufar barna þeirra síðar á ævinni. í Bandaríkjunum greinast að jafnaði rúmlega 150.000 ný lungnakrabbameinst- ilfelli á ári hveiju. Að öllu jöfnu era um 25.000 þeirra sem grein- ast með þennan sjúkdóm reyk- lausir og 40 prósent þeirra eða 10.000 manns hafa aldrei reykt. Séu niðurstöður könnunarinnar réttar má gera því ráð fyrir að á hverju ári sýkist um 1.700 Banda- ríkjamenn af krabbameini í lung- um vegna þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn aðrir reyktu á uppvaxtarárum viðkomandi. Vísindamenn sem starfa við Bristol-háskóla í Bretlandi hafa komist að sömu niðurstöðu með rannsóknum á 5500 manns sem fæddust árið 1946. „Niðurstöður okkar sýndu svo að ekki verður um villst að heimaumhverfi fyrstu ár ævinnar ræður miklu um sjúk- leika eða heilbrigði einstaklinga seinna í lífinu,“ sagði John Colley prófessor á fundinum. „Við komumst að raun um að skaðinn sem lungun verða fyrir á tveimur fyrstu árunum í ævi ein- staklingsjns veldur mestu um hvort viðkomandi fær lungnasjúk- dóma þegar hann eldist," sagði hann. Reykingar foreldra reyndust einn af helstu áhættuþáttunum að því er varðaði öndunarsjúk- dóma sem börn tóku á fullorðins aldri. Börn sem reyktu ekki þegar þau eltust áttu mun fremur á hættu að deyja úr lungnasjúkdóm- um ef þau höfðu alist upp hjá foreldrum sem reyktu heldur en hin sem alist höfðu upp í reyk- lausu umhverfí. í niðurstöðunum kom fram að slæmar húsnæðisaðstæður barna, til dæmis skortur á upphitun, juku enn fremur hættu á að viðkom- andi yrðu fyrir barðinu á öndunar- sjúkdómum seinna á ævinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.