Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 23

Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN Sjávarútvegur í Nýfundnalandi: Sala á aflakvótum er óleyfíleg - fiskurinn er sameign þjóðarinnar - segir Walter Carter, sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Herstöðvar lagðar niður Bandaríkjastjóm skýrði frá því á þriðjudag, að á næstu árum myndi hún loka tæplega 130 herstöðvum sínum erlendis. 94 þessara stöðva eru í V-Þýskalandi en einnig hverfa stöðvar í Grikk- landi, Kanada, Japan, Kóreu, Bretlandi, Ástralíu og á Ítalíu og Bermúda. Þá er ljóst, að samningaviðræður Banda- ríkjastjómar og stjómvalda á Filippseyjum miða að því að Bandaríkjamenn hverfi þaðan með herlið sitt í áföngum. Þessa þróun ber að rekja annars vegar til breytinga á heimsstjómmálum og hins vegar til glímu Bandaríkja- manna við mikinn halla á fjár- lögum. Kommúnistar hafa í áratugi sagt, að líta beri á erlendar herstöðvar Banda- ríkjamanna sem lið í heims- valdastefnu þeirra. Fyrir Bandaríkjastjóm hafi aldrei vakað að tryggja öryggi ann- arra en sjálfra sín og í raun hafi herstöðvar þeirra verið lið- ur í hemáms- og heimsvalda- stefnu. Lýðræðissinnar hafa c andmælt þessu og sagt, að vamar- og öryggisnetið sem komið var á fót á ámnum eft- ir stríð hafi verið til þess að spoma gegn útþenslustefnu kommúnista. Fækkun bandarísku her- stöðvanna nú staðfestir enn að lýðræðissinnar höfðu rétt fyrir sér en kommúnistar rangt. Hmn kommúnismans í Austur-Evrópu og hrikaleg vandræði í Sovétríkjunum hafa í för með sér, að þörfin fyrir þéttriðið öryggisnet lýðræðis- aflanna er minni en áður. Hættan á skyndiárás á megin- landi Evrópu er úr sögunni; það tæki' Sovétstjórnina marga mánuði að skipa herafla sínum þannig, að hann væri fær um einhveijar slíkar aðgerðir. Flest bendir til að Rauði herinn hafi nóg með sjálfan sig og vanda heima fyrir á næstu misserum. Um leið og þessar stað- reyndir em viðurkenndar má ekki gleyma hinu, að enn er nauðsynlegt að huga að örygg- ishagsmununum. Þeirra þarf að gæta áfram en með öðmm hætti. Innan Atlantshafs- bandalagsins em til dæmis engar raddir um að hætta hinni sameiginlegu varðstöðu um öryggi aðildarþjóðanna. Innrás Iraka í Kúvæt hefur leitt til umræðna innan banda- lagsins um það, hvort stækka eigi varnarsvæði þess og láta það ná út fyrir landamæri að- ildarríkjanna. Þar hefur komið í ljós, hve samtakamáttur þjóða gegn ofbeldisverkum einræðisherra er mikilvægur. íslendingar hafa tekið þátt í öryggissamstarfi lýðræðis- þjóðanna. Aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu og varn- arsamningurinn við Banda- ríkin byggðist á ótta við út- þenslustefnu kommúnismans. Þegar hinar stórpólitísku ákvarðanir voru teknar um þessa samninga fyrir um það bil fjórum áratugum, voru það málsvarar heimskommúnism- ans, sem börðust ákafast gegn þeim; þeir réðust meira að segja á Alþingishúsið í von um að geta neytt þingmenn til að hafna aðild að Atlantshafs- bandalaginu eða hindrað af- greiðslu málsins. Þá var lýð- ræðislegum stjórnarháttum á íslandi ógnað. Vegna hnattstöðu, varnar- samstarfs þjóðanna beggja vegna Atlantshafs og öryggis- hagsmuna íslands er enn nauðsynlegt að hafa hér við- búnað til varna. Engar hug- myndir eru uppi um það hvorki hjá íslenskum stjórnvöldum né bandarískum eða innan Atl- antshafsbandalagsins að loka bandarísku varnarstöðinni hér. Vigleik Eide, norski hershöfð- inginn sem nú gegnir for- mennsku hermálanefndar Atl- antshafsbandalagsins, hefur dvalist hér undanfarið í boði stjómvalda. Hann telur að í öryggismálum gegni Island áfram lykilhlutverki, mikil- vægi Keflavíkurstöðvarinnar í hinu sameiginlega öryggi- skerfi kunna að aukast í réttu hlutfalli við lokun bandarískra herstöðva á meginlandi Evr- ópu; þeim mun brýnna verði að tryggja öryggi á siglinga- leiðunum um Atlantshaf. íslendingar hafa óhikað lag- að stefnu sína í öryggis- og vamarmálum að breyttum að- stæðum á undanförnum ára- tugum. Við höfum hingað til tekið mið af eigin öryggishags- munum og vinveittra ná- granna. Það eigum við að gera áfram. „UMFANG fiskveiða og vinnslu er verulega umfram mögulegan og skynsamlegan afrakstur fiski- stofnanna og við vonumst til að geta skapað fólki í þessum at- vinnugreinum vinnu við annað, svo sem vinnslu á olíu. Með þeim hætti gætu þeir, sem við sjávarút- veg starfa valið á milli þess að skipta um vinnu eða halda áfram og eiga þá möguleika á sómasam; legri afkomu og atvinnuöryggi. I dag eru tekjur í sjávarútvegi mun lægri en í öðrum atvinnugreinum og atvinnuleysi jafnframt mikið,“ segir Walter Carter, sjávarút- vegsráðherra Nýfundnalands og Labrador, í samtaii við Morgun- blaðið. Á Nýfundnalandi standa menn frammi fyrir ýmsum vanda á sviði sjávarútvegs. Eins og hér er mögu- leg afkastageta veiða og vinnslu ekki í samræmi við mögulegan af- rakstur fiskistofnanna enda hefur verið nauðsynlegt að draga verulega úr þorskveiði. Þá stunda erlendar þjóðir svo sem Portúgalir, Spánveij- ar, Kóreumenn og fleiri undir henti- fánum, gegndarlausa rányrkju á miðum Nýfundnalands rétt utan landhelginnar að sögn Carters. Hann segir þessum veiðum hafa verið mótmælt opinberlega og þær hafi meðal annars verið ræddar við íslenzka ráðmenn, sem lýst hafi stuðningi við sjónarmið þeirra. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða frá Nýfundnalandi er nálægt 39 milljörðum króna og árlegur afli um 500.000 tonn. Fiskveiðar eru í grófum dráttum með tvennum hætti, veiðar á grunnslóð og á djúpmiðum og skiptist botnfiskaflinn um það bil jafnt milli þessara flota. Veiði- leyfum er síðan úthlutað eftir flóknu kvótakerfi, þar sem kvótinn er ýmist á fyrirtæki, skipaflokka eða báta, en er í öllum tilfellum miðaður við skipafjölda og er ekki framseljanleg- ur. „Það er skýrt kveðið á um það í lögum um fiskveiðistjórnun, að auðlindir hafsins séu sameign þjóð- arinnar og eftir því förum við. Kvót- um er úthlutað endurgjaldslaust og óleyfilegt er að hagnast á sölu þeirra," segir Carter. Þó er mögu- legt að kvóti færist milli staða, sé um kaup á fyrirtækjum að ræða, en kvótinn er engu að síður ekki verð- lagður og áfram tengdur skipum í eigu viðkomandi fyrirtækis. Þannig er ekki mögulegt að kaupa fyrir- tæki, sem á nokkur skip og færa kvóta þeirra yfir á önnur. Hins veg- ar er hægt að færa öll umsvif frá því fyrirtæki, sem keypt er. Mjög hefur verið gengið á fiski- stofna innan lögsögu Nýfundnalands og sem dæmi um það má nefna að þorskveiðar hafa á skömmum tíma verið skornar niður úr 266.000 tonn- um í 197.000 í ár og meiri niður- skurður er fyrirsjáanlengur. Carter segir að í ljósi þess sé það óþolandi með öllu að erlendar þjóðir, bæði innan EB og utan, skuli stunda rán- yrkju á fiskistofnunum rétt utan landhelginnar. Þetta séu staðbundn- ir stofnar og skýr ákvæði í alþjóða- lögum banni veiðar af þessu tagi. Þarna sé mest um veiðar á kola og öðrum flatfiski, en töluvert sé einnig tekið af þorski. Á Nýfundnalandi eru 13.000 fiski- menn, um helmingi fleiri en hér á landi. Þar af eru um 1.100 á svoköll- uðum úthafsflota og því um 12.000 sem stunda veiðar á grunnsævi eink- um á smábátum. Veiðitímabil smáu bátanna stendur fá því í apríl til Walter Carter Morgunblaðið/Þorkell haustmánaða, en veður takmarka sókn þeirra verulega. Veiðar á ytri miðum eru á hinn bóginn fremur stundaðar á vetumar og framboð á fiski þannig jafnað, en um 65% fiskaflans er landað af smábátunum og á það við um allar tegundir. Helztu fisktegundir á þessum slóð- um eru að miklu leyti þær sömu og hér, þorskfiskar, loðna, síld, grá- sleppa og flatfiskur, sem þar er hlut- fallslega meiri en hér. „Við erum að reyna að draga úr fjölda þeirra, sem við sjávarútveginn Funke r einn margra erlendra geta hér á landi í tengslum við Islenzku sjávarútvegssýninguna. Hann er segir sýninguna mjög áhugaverða og tákn um það með- al annars hve framarlega á svið tækni tengdri sjávarútvegi íslend- ingar standi. Þeir séu í farabroddi í sjávarútvegi og samvinna við þá sé mikilvæg. „Okkur er Ijós sér- staða íslands hvað varðar Evrópu- bandalagið og styðjum málstað ykkar. Eg tel jafnframt að hags- munum landsins sé ekki bezt borg- vinna. Afkastagetan er allt of mikil. Hver um sig fær of lítið til að lifa af og atvinnuleysi er algengt. Við reynum því að skapa ný atvinnu- tækifæri, þannig að fólk, sem villa hætta í fiskinum geti það, og að hinir, sem eftir verða, geti lifað sómasamlega af því. í þessu hjálpar mikið stór samningur, sem gerður hefur verið um nýtingu olíulinda inn- an lögsögu okkar. Vinna við það verkefni léttir á sjávarútveginu líkt og nýtt álver kemur til með að gera hér á landi. Þá vinnum við einnig að því að fá erlend fyritæki tengd sjávarútvegi til að setja upp verk- smiðjur eða starfsemi af því tagi hér og hið fyrsta, Dynomar frá Noregi, er þegar komið. Fyrir nokkrum árum var ræddur sá möguleiki að Hamp- iðjan setti upp netaframleiðslu hjá okkur en ekkert varð úr því. Við kaupum mikið af varningi og_ tækj- um tengdum sjávarútvegi frá íslandi og höfum áhuga á aukinni samvinnu á milli landanna, meðal annars á sviði hafrannsókna og mögulegri markaðssetningu á sjávarafurðum. Að vísu vinnum við mikið á sömu mörkuðum, en sem dæmi má nefna að karfaveiðar og vinnsla er að leggj- ast af hjá okkur vegna vandkvæða við sölu á honum. Við höfum aðal- lega selt karfann til Sovétríkjanna, en það er ótryggur markaður. Á sama tíma og við eigum í þessum vandræðum með sölu karfans, eigið þið erfitt með að anna eftirspurn eftir honum,“ segir Walter Carter. ið með inngöngu í EB, heldur með sérsamningum um tollalágmark eða ívilnanir,“ segir Funke. Strandlengja neðar Saxlands er löng og þar eru fjölmargir bæir, sem byggjast á sjávarútvegi. Cux- haven er miðstöð viðskipta með sjávarfang og skipasmíða og þar er unnið að styrkingu útvegsins, en í þeim tilgangi var í vor lokið smíði nýs skips, sem stunda mun veiðar á fjarlægum miðum og landa aflanum á fiskmarkaðnum Þýzkaland: Islenzk fískiskíp eru velkomin til Cuxhaven - segir sjávarútvegsráðherra neðra Saxlands SJÁVARÚTVEGUR er Cuxhaven-borg í Þýzkalandi mikvægur. Þar starfa um 5.000 manns á ýmsum starfssviðum við útveginn, sami flöldi og í Bremerhaven. Töluvert af fiski héðan er flutt þangað í gámum og í Cuxhaven eru einnig stórir kaupendur saltaðra ufsa- flaka. Landanir íslenzkra fiskiskipa í Cuxhaven hafa lagzt niður, en unnið er að því að þær vereði teknar upp að nýju vegna beiðna héðan af landi. „Við munum reyna að koma því svo fyrir að skipin geti að nýju hafið landanir þar, enda hafa okkur borizt óskir þar að lútandi frá Islandi þar _sem menn telja það of ótryggt að vera bundinir einum markaði. Islenzk fiskiskip eru velkomin til Cux- haven,“ segir Karl Ileinz Funke, ráðherra sjávarútvegs og landbún- aðar í neðra Saxland, í samtali við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 23 Samvalsvog í sælgætisframleiðslu Ein af fullkomnustu samvalsvogum hér á landi er nú til sýnis á sjávarút- vegssýningunni í Laugardalshöll. Hér er um að ræða samvalsvog af gerðinni Ishida sem sælgætisgerðin Freyja hf. hefur nýlega fest kaup á. Vogin hefur 14 vogarhöfuð þannig að hún skammtar í ailt að 100 neytendapakkningar á mínútu með innan við eins gramms nákvæmni. Ishida er stærsti framleiðandi á heimi í sjálfvirkum samvalsvogum og er með um 60% af heildarsölu á heimsmarkaðnum. Á myndinni sést hvar verið er að ganga frá uppsetningu á samvalsvoginni á sjávarútvegs- sýningunni í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Sverrir Karl Heinz Funke, sjávarútvegsráðherra neðra Saxlands og Dr. Bruno Peschau, framkvæmdastjóri fiskmarkaðsins í Cuxhaven. í Cuxhaven. Skipið er á ýmsan hátt sérbúið til þessa verkefnis og gengur meðal annars mun hraðar en venjulegir togara. Er það gert til að tryggja betur en ella gæði og ferksleika fisksins. Þá er einnig unnið að frekari uppbyggingu og tæknivæðingu fiskiðnaðar á staðn- um. Fiskuppboð eru daglega á fisk- markaðnum í Cuxhaven og er þar boðið upp á svipaða þjónustu og í Bremerhaven að sögn Funke. Tollar, þjónustugjöld og vinnulaun eru hin sömu á báðum stöðunum og erfitt um vik að lækka löndun- arkostnað til að laða fiskseljendur að, því samningar eru bundir við verkalýsfélög og tollar eru ákveðn- ir með lögum eða reglugerðum. „Okkur er ljóst að dregið gæti úr útflutningi á ferskum fiski í kjöl- far þeirrar umræðu, sem nú eru á íslandi um úthlutun útflutnings- heimilda, en ferskfiskmarkaðurinn í Þýzkalandi heldur áfram að vera íslendingum mikilvægur. Sé fisk- urinn góður, fæst hátt verð fyrir hann, íslenzkum sjómönnum og útgerðarmönnum til hagsbóta,“ segir Funke. Funke gat þess einnig að í þýzk- um sjávarútvegi væri nú töluverð- ur vandi framundan. Með samein- ingu Austur- og Vestur-þýska- lands vantaði verulegar veiðiheim- ildir fyrir austur-þýzka flotann, sem yrði þá bundinn veiðileyfum frá Evrópubandaginu. Eins og mál horfðu í dag, væri kvóti Vestur- Þjóðveija ekki nægilegur fyrir hinn sameiginlega flota og því yrði að finna lausn á þessum vanda innan EB. ísland á heiðurinn af því að bókastefiian varð norræn - segir Lars-Ake Engblom, forsljóri Norræna hússins Frá Jóhanni Hjálniarssyni blaðanianni Morgunblaðsins á bókastefnunni í Gautaborg. Undirbúningsnefnd Bóka- og bókasafnastefnunnar af íslands hálfu: Sigrún Valbergsdótir, Anna Einarsdóttir og Lars-Ake Engblom Lars-Ake Engblom, forstjon Norræna hússins átti sæti í undir- búningsnefnd Bóka- og bóka- safnastefnunnar í Gautaborg fyr- ir Islands hönd með Onnu Einars- dóttur, formanni nefndarinnar, og Sigrúnu Valbergsdóttur, full- trúa menntamálaráðuneytisins. Hann kvaðst vera mjög ánægður með árangur stefnunnar. Nor- ræna húsið liefur það m. a. á dag- skrá að efla kynningu íslenskrar menningar annars staðar á Norð- urlöndum. Þrátt fyrir tillögur uin að lækka framlög til hússins jók Norræna ráðherranefndin fram- lag sitt og það varð til þess að unnt var að standa að mörgum kynningum á þessu ári. Bóka- og bókasafnastefnuna ber hæst, en Islensk menningarvika í Tammer- fors á Finnlandi í október er næsta átak og í Álaborg var sýn- ingin Island i síðari heimsstyrjöld á vegum hússins. Sýningin Islensk grafík var í Angered, úthverfi Gautaborgar, í tengslum við bóka- stefnuna og hún mun fara víðar um Norðurlönd. Sigrún Valbergsdóttir sagði að af hálfu opinberra aðila hafi bóka- stefnan verið góð fjárfesting. Það hafi komið sér á óvart að sjá hundr- uð manna standa í röðum fyrir fram- an íslenska sýningarsvæðið í því skyni að afla upplýsinga og spyrjast fyrir um Island og íslenska rithöf- unda. Mikill áhugi hafi komið í ljós á öllum íslensku dagskráratriðunum. Það var bókin sjálf sem stóð í sviðs- ljósi, bætti Sigrún við, einkum verk samtímahöfunda, en líka var spurt um gamlar bækur. Fólk hafði mest- an áhuga á íslandi samtímans. Við erum farin úr loðfeldunum og lifum svipuðu lífi og aðrir. Vissulega hefur oft verið gefin skökk mynd af ís- landi, en það sem gerðist í Gauta- borg undirstrikar raunverulega stöðu okkar. Anna Einarsdóttir sagði að koma Vigdísar Finnbogadóttur forseta á stefnuna hefði haft mikið gildi, hún hafi notið óskiptrar athygli alls stað- ar þar sem hún kom fram. Svavar Gestsson hafi líka staðið sig afar vel. Það hafi verið sérstaklega ánægjulegt að geta sagt frá að virð- isaukaskattur af bókum væri nú felldur niðut' á Islandi. Anna var spurð um val höfunda á stefnuna og hveijir bæru ábyrgð- ina eða stjórnuðu því. Val nefndar- innar var endanlegt, sagði Anna, en samráð var haft við útgefendur, Rit- höfundasamband Islands og Borgar- bókasafnið. Eitt höfðum við sterk- lega í huga, sagði Anna, að eitthvað væri nýkomið út eða að koma út í Svíþjóð eftir íslensku höfundana sem boðnir voru til stefnunnar. Blaðamaður lýsti þeirri skoðun sinni að æskilegt hefði verið að fá fleiri höfunda og fyrirlesara sem ein- hverju mikilvægu hafa að miðla en eru lítt þekktir í Svíþjóð og jafnvel þá sem gagnrýnir eru á norrænt samstarf. Ekki var tekið illa í þessa athugasemd, þó með nokkru fálæti, en bent á að leitað hefði verið til að minnsta kosti eins slíks höfund- ar, en hann hefði skorast undan af persónulegum ástæðum. Lars-Ake hélt því fram að slíkar bókastefnur væru vinna sem ekki lyki heldur héldi áfram. Fólk hefði lagt hart að sér, ekki bara nefndin, heldur starfsmenn forlaganna og annað starfsfólk. Til dæmis hefðu stúlkurnar í Café Reykjavík selt íslenskan mat fyrir milljón króna og fyrirhugað væri að opna Iíka Café Reykjavík á menningarvikunni í Tammerfors. Flatkökur með hangi- kjöti væru vinsælar. Anna Einarsdótir sagði að í kjöl- far bókastefnanna bærust til bók- sala margar pantanir á íslenskum bókum og íslenskum bókum í erlend- um þýðingum. Lars-Ake sagði að fyrirspurnum til Norræna hússins um sama efni fjölgaði og hann hefði í huga að stuðla að menningaferðum til íslands, ekki síst frá Gautaborg. Gaman hefði verið að sjá hve íslend- ingar búsettir í Gautaborg sýndu stefnunni mikinn áhuga, en hann teldi að hvergi í heiminum utan ís- lands byggju jafn margir íslendingar og í Gautaborg. Anna sagði að bókastefnan hefði kostað mikla vinnu nefndarinnar, en hún hefði verið skemmtileg og sam- vinna góð. Hún minntist sérstaklega á Þórdísi Þorvaldsdóttur, borgar- bókavörð, sem eins og áður hefði verið ómetandi. Lars-Ake taldi að íslandskynning- ar í Angered, hefðu notið athygli. þangað hefðu margir komið og gerð- ar hefðu verið nokkrar sjónvarps- dagskrár um Island, ein fimm tíma dagskrá meðal þeirra. Byijað er að vinna að næstu bóka- stefnu sem kallast „Norrænt konf- ekt“ og á henni verður lögð áhersla á lítil málsvæði: Grænland, Færeyjar og samabyggðir. ísland á heiðurinn að því að al- þjóðlega Bóka- og bókadsafnastefn- an varð fyrst og fremst norræn, sagði Lars-Ake Engblom að lokum. Skiptir ekki sköpum varðandi vaxtaákvarðanir bankanna Yextir ríkisvíxla lækka úr 12% í 10%: - segir bankastjóri Islandsbanka BJÖRN Björnsson bankastjóri ís- landsbanka segir að 2% lækkun vaxta á ríkisvíxlum, sem ákveðin var á miðvikudag, skipti ekki sköpum varðandi vaxtaákvarðan- ir bankanna, en hafi þó vissulega áhrif. Stefán Pálsson bankasljóri Búnaðarbanka segir, að lækkun verðbólgunnar skipti mestu máli í þróun nafnvaxta, og að ríkið hafi haldið uppi raunvöxtum með því að bjóða sérkjör á spariskírt- einum. Nú er hætt að bjóða sér- kjörin, en þau gilda áfram til ára- móta hjá þeim sem keypt hafa spariskírteini í áskrift. Vextir á ríkisvíxlum lækkuðu í 10% úr 12%, og hafa lækkað úr 22% frá því í febrúar. Vextirnir eru lækk- aðir á þeim forsendum, að sögn fjár- málaráðuneytis, að verðbólga hefur lækkað og að ríkisvíxlar hafa selst mikið. Þannig er verðbólgan nú um 4% og talið að verðbólguhraðinn verði undir 6% á síðustu mánuðum ársins. Fjármálaráðuneytið telur að vext- ir óverðtryggðra skuldabréfa hljóti að taka mið af þeirri þróun sem nú hefur orðið. Ávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa bankanna sé nú að með- altali rúmlega 14 'A% meðan verð- bólga sé talin vera 4%, og þessi ávöxtun samsvari því 10% raunvöxt- um. Þessir vextir eigi sér ekki stoð í aðstæðum í efnahags- og peninga- málum og hljóti því að lækka. Þá segir fjármálaráðuneytið, að aðstæður á lánsfjármarkaðinum virðist bjóða upp á lækkun raun- vaxta, einnig hjá bönkunum. Raun- vextir spariskírteina ríkissjóðs í al- mennri sölu eru nú 6% en 6,2% í áskriftarkerfi. Fjármálaráðuneytið segir að þessir vextir séu ekki hem- ill á að bankar lækki verðtryggða útlánsvexti sína, en þeir eru að með- altali 8,2% og hafi verið að hækka. . Morgunblðið/Þorkell Bragi Asgeirsson opnarsýningu ígalleríBorg Bragi Ásgeirsson, listmálari, opnaði í gær sýningu á 56 olíumálverum í Gallerí Borg í Pósthússtræti. Sýningin nefnist Fuglar og erótík og eru flest verkin nýleg. Sýningin er opin dglega frá 10-18 og um helg- ar frá 14- 18,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.