Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 31 Hafdís S. Alfreðs- dóttir - Minning Fædd 12. maí 1946 Dáin 14. september 1990 Undarlegt hversu dauðinn kemur manni ætíð á óvart, þrátt fyrir vitn- eskju um að við lifum ekki til eilífð- ar hér á jörðinni. Þannig var okkur hér í Bjarkar- ási innanbijósts er okkur barst lát Hafdísar föstudaginn 14. septem- ber sl. Við vissum að hún hafði veikst skyndilega og verið flutt á sjúkrahús, en dauðinn virtist svo ijarri. Hafdís kvaddi okkur að loknum starfsdegi eins og venjulega mánu- dag fyrir andlát sitt, en hún átti ekki afturkvæmt. Hafdís Sigríður var fædd í Reykjavík 12. maí 1946 og var annað barn hjónanna Jónínu G. Jónsdóttur og Alfreðs H. Antonsens bakara, Nökkvavogi 30. Hin börn þeirra hjóna eru Erla skrifstofu- maður og Birgir málarameistari. Hafdís bjó alla tíð á heimili for- eldra sinna, en hún var í hópi þeirra einstaklinga í þjóðfélaginu sem þarfnast leiðsagnar og stuðnings alla lífsgönguna. Skólagöngu naut Hafdís ekki, átti enda ekki samleið með jafnöldrum sínum og sér- kennsla eins og við þekkjum í dag, ekki í boði. Hafdís kom til okkar á Hæfingar- stöðina Bjarkarás í apríl 1977. Þar hófst hennar fyrsta skólaganga og starfsþjálfun. 1 Bjarkarási eignaðist Hafdís fljótt kunningja- og vinahóp. Saumaklúbbur var stofnaður og hittust þær stöllur reglulega í nokk- ur ár, en þegar ein vinkonan flutti aftur austur í heimabyggð og aðrar breytingar urðu, lagðist þessi þáttur niður. Ætíð stóð heimili Hafdísar opið vinkonum hennar og félögum, enda foreldrar áhugasamir um velferð hennar og allra er tengdust henni' a einhvem hátt. Málefninu sinntu þau af alúð og voru í hópi þeirra foreldra er trú- fastlegar héldu í mörg ár uppi skemmtunum á vegum Styrktarfé- lags vangefinna fyrir skjólstæðinga þess. Nú þegar komið er að kveðju- stund er eins og ætíð, minningar leita á hugann. Við minnumst Haf- dísar sem með sínum hvellandi hlátri sá ætíð hið spaugilega í tilver- unni. Við minnumst hennar sem átti svo mikla umhyggju og ljúf- lyndi gagnvart þeim sem hún gat aðstoðað eða þurftu hjálpar með. Einlægnin var svo fölskvalaus. Nú hefur Gummi vinur hennar misst mikið, og ekki framar fer Hafdís I með hann í gönguferð um nágrenn- ið. Hve oft var ekki hrópað á „Hædí“ þegar þurfti að fá aðstoð við eitt- hvert smáviðvik. Aldrei var svar ónotalegt eða neikvætt, ætíð sama | ljúfmennskan. Við sem fengum að kynnast Hafdísi og vera samvistum við hana hér í Bjarkarási þökkum henni samfylgdina. Þökkum föls- kvalausa tryggð og hlýju. Starfsfólkið, vinnufélagar, Margrét og börnin á Læk senda foreldrum hennar og systkinum IZutana/ innilegar samúðarkveðjur. Söknuð- ur okkar er mikill. Blessuð sé minning um elskuleg- an, góðan félaga og við felum hana góðum Guði á vald. Hve gott að eiga grundvöll þann, þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Eg, allslaust barn, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt, mitt nafn í lífsbók letra.“ (Bjarni Eyjólfsson) Greta Margt er það sem gefur lífinu gildi. Skaparinn hefur að mörgu leyti lagt fyrir mannfólkið mjög mismunandi þrautir, og mjög er misjafnt hvernig við, börn hans, bregðumst við þessum þrautum. Þettar er mér ofarlega í huga, þegar ég að leiðarlokum minnist frænku minnar Hafsdísar Alfreðs- dóttur. Hugurinn hvarflar aftur áratugi. Fyrir mér er ljós mynd brosmildra systra, önnur kvik í hreyfingum og snaggaraleg, hin fór hægar yfir og virðist líta á hlutina frá öðru sjónar- horni. Þarna voru þær frænkur mínar Erla og Hafdís. Hafdís veiktist á unga aldri sem leiddi það af sér að hún gekk aldr- ei heil til skógar eftir það, og náði aldrei þeim andlega þroska sem við hin,. Þó er hann svo afstæður mælikvarðinn sem við leyfum okkur að setja á þá hluti. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ætíð aufúsugestur á heim- ili Hafdísar, þar sem hún bjó í miklu ástríki foreldra sinna Jónínu G. Jónsdóttur og Alfreðs Antonsens bakarameistara. Þau bjuggu þess- ari dóttur sinni sh'kt heimili að að- dáunarvert var. Reyndu þau á allan hátt að gera líf hennar sem ánægju- legast og sem eðlilegast. Marga ferðina átti ég inn á þetta heimili þegar ég sem unglingur og ungur maður var á ferð í höfuðborginni. Alltaf var mér tekið eins og einum af fjölskyldunni, og ekki var það síst Hafdís sem var mjög umhugað um mig, sem reyndar allt sitt frændfólk. Mér er ofarlega í huga fyrst eftir að Erla systir hennar og Asgeir Þorvaldsson eiginmaður Erlu stofnuðu sitt heimili, og systur- synirnir komu í heiminn, hve frá- sagnargleði Hafdísar var mikil þeg- ar hún var að segja frá því sem á daga þeirra hafði drifið. Hún leit alltaf á heimili Erlu sem sitt annað heimili. Hafdís hafði mikið dálæti á litlum börnum og var ætíð fyrsta spurning hennar hvernig þetta og hitt barnið hefði það. Þetta skynjaði litla frændfólkið og var ætíð hlýtt á milli þeirra allra og Hafdísar. Þessi hlýja hennar í garð þeirra minnstu Heílsuvörur nútímafólks & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLDTUR RORR D PLAST GÓLFFLÍSAR KORKFLÍSAR Drifbúnaður fyrir spil ofl. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER í frændhópnum var sannarlega eft- irbeytnivert. Hafdís átti heima síðustu 30 árin í Gnoðavoginum. Þar þekkti hún sig vel, og þrátt fyrir ýmsar hindr- anir og örðugleika sem fötlun henn- ar hafði í för með sér, þá tókst henni á oft ótrúlegan hátt að aðlaga sig umhverfinu. Ekki þurfti hún að fara nema einu sinni ákveðna leið til að hún rataði hana aftur. Þessir sundurlausu punktar sem hér eru settir á blað þegar Hafdís hefur lokið dvölinni hér á meðal okkar, eru fyrst og fremst skrifaðir til að minnast og þakka fyrir það sem, hún var okkur frændfólkinu. Um leið og ég bið góðan guð að vernda hana vil ég leyfa mér að þakka þeim Jónu frænku og Alfreð fyrir alúðlega ummönnun hennar í gegnum þessi ár. Slík umönnun er svo einstök að öllum sem til þekktu mun seint úr minni hverfa. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu Hafdísar Alfreðsdóttur. Frændi Nú legg’ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Þessi bæn kemur í huga minn nú þegar ég hugsa til Hædu frænku, sem svo fljótt var kvödd héðan. Minningarnar eru allar svo fagrar og góðar. Hún föðursystir mín gaf okkur svo mikið. Hún vildi öllum gera gott og gleðja með barnslegri elsku sinni. Við sonur minn litli, Sverrir Halldór, þökkum henni kærleikann sem hún ávallt sýndi okkur og allar góðu samveru- stundirnar. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir lífi hennar á nýjum stað og hugga og styrkja elsku ömmu og afa og aðra ástvini. Ingibjörg Jóna Birgisdóttir NÁMSKEIÐIN BYRJA 24. OG 25 SEPTEMBER 12 VIKNA TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ KR: 22.900,- 6 VIKNA TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ KR: 12.900,- Sérnámsheið-12 vikur ENSKA FYRIR BORN ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA PORTÚGALSKA JAPANSKA GRÍSKA Önnur námskeid-4 vikur Þessi námskeið hefjast 1. okt. og 5. nóv. SAMRÆÐUTÍMAR - ENSKA - ÞÝSKA "VERSLUNAR"ENSKA fyrir þá sem hyggja á verslunarferðir til útlanda ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA 9 Málaskólinn Mímir INNRITUN í SÍMUM 621066 06 10004. ATH! Margir s t a r f s m e n n t u n a r s j ó ð i r v e r k a I ý ð s f é I a g a styrkja félagsmenn sína til t u n g u m á I a n á m s. TIMKEN KEILULEGUR FAE KÚLU- OG RÚLLULEGUR Itu LEGUHÚS BMF VINKLARÁTRÉ Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.