Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 43

Morgunblaðið - 21.09.1990, Side 43
FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST Pétur Guömundsson KNATTSPYRNA Uppskeruhátið í 2. deild Uppskeruhátíð 2. deildar í knattspymu verður haldin í Glaumbergi, Keflavík í kvöld og hefst klukkan 20. Þjálfarar hafa valið besta leikmann deildarinnar og þann efnilegasta og verður útn- efningin hápunktur kvöldsins. Þá verður besti markvörðurinn út- nefndur, besti varnarmaðurinn, besti miðvallarleikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Grétar Ein-' arsson, Víði, var markakóngur deildarinnar með 14 mörk og fær hann Mitre-gullskóinn. Porca Salih, Selfossi, og Kristinn Tómasson, Fylki, voru næstir með 12 mörk og fá silfurskóinn. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 ; „Góða nólt | Svíþjóð" - segir Aftonbladet ífynrsögn um frammistöðu sænsku liðanna 4 Pétur Gisðmundsson ‘ nálægt sínu besta Morgunblaðið/Einar Falur Anton Björn Markússon átti stórleik með Fram og leikmenn Djurgárden áttu ekki svar við öflugum mótherjum. Nemethspjótið leyft á mótum ALÞJÓÐA frjálsíþróttasam- bandið, IAAF, gaf það út f gær eftir fund sinn í London að leyft yrði að nota ungverska Ne- meth spjótið á næsta ári og að heimsmet Steve Backiey og Jan Zelezny, sem þeir settu í sumar, verði látin gilda. Sambandið segir að Nemeth spjótið verði leyft áfram eða þar til reglunum verði hugsanlega breytt á þingi sambandsins í apríl 1992. Tækninefnd IAAF mun leggja það til á næsta þingi sam- bandsins, sem fram fer í Tókýó í ágúst á næsta ári, að Nemeth spjót- ið verði dæmt ólöglegt. Tækninefnd IAAF hafði á fundi sínum í ágúst s.l. lagst gegn því að heimsmet með Nemth spjótinu yrðu tekin gild. Steve Backley setti heimsmet með Nemeth spjótinu, 90,98 m., á móti í London í sumar og bætti met Jan Zelezny, 89,66 m, sett í Osló skömmu áður með sömu gerð af spjóti. Backley hefur einnig kast- að Sandvic spjótinu lengst allra, 89,58 metra, en það gerði hann á móti í Stokkhólmi 2. júlí. Backley segir að með því að nota Nemeth spjótið geti hann kastað þremur metrum lengra en með ungverska spjótinu. Það kemur í hlut tækninefndar Heimsmeistaramótsins í Tókýó og síðan stórn IAAF að samþykkja hvort spjótið verði leyft á Heims- meistaramótinu í Tókýó í ágúst á næsta ári. Ungverska spjótið var ekki leyft á Evrópumeistaramótinu í Split í Júgóslavíu í sumar, en aft- ur á móti mátti nota það í úrslitum Grand Prix mótanna í Barcelona í fyrra. Pétur Guðmundsson kúluvarpari úr HSK náði næst besta ár- angri sínum á innanfélagsmóti Ár- manns sem fram fór í Laugardaln- um í gær. Pétur varpaði 20,31 metra, en lengst hefur hann varpað kúlunni 20,66 metra. . Helgi Þór Helgason, USAH, setti nýtt sýslumet í kringlukasti á sama móti, kastaði 57,20 metra. Pétur Guðmundsson, HSK, náði sínum besta árangri í kringlukasti er hann kastaði 55,30 metra. ■ PJERIN Noga, landsliðsmaður Albaníu í knattspymu, hefur beðið um hæli sem pólítískur flóttamaður í Frakklandi. Noga, sem lék með Albaníu gegn íslendingum á Laugardalsvelli 30. maí, lék með liði sínu, Dinamo Tirana í Evrópu- keppni meistaraliða gegn Marseille í fyrrakvöld. Hann mætti ekki á flugvöllinn er lið hans hélt heim á leið í gær. Hann fór síðan á lög- reglustöðina í borginni og baðst hælis. Noga er 27 ára og er sterk- ur varnarmaður. ^ ■ BRÖNDBY, frá Danmörku, kom mjög á óvart með 5:0 sigri á Eintracht Frankfurt frá V- ^ Þýskalandi í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. í liði Frankfurt éru fjórir um sigurliði V-Þýskalands á 4 HM. í leikhléi var staðan 1:0 og dönsku sjónvarpsmennirnir náðu þá tali af Morten Olsen, leikmanni Bröndby, og spurðu hvort hann væri ekki ánægður: „Ánægður með 1:0! Við ætlum að salta þá í síðari hálfleik," sagði Olsen og það gekk _J eftir. KNATTSPYRNA SÆNSK dagblöð eru sjálfum sér lík eftir tap Djurgárden gegn Fram á íslenskri grundu á miðvikudag. Þau eru mjög fáorð um leikinn enda telst það afhroð að tapa fyrir litla íslandi. Sem dæmi þá afgreiðir Express- en, stærsta síðdegisblað í Svíþjóð, leikinn í átta línum, talar um algjörar hrakfarir og spyr: „Hver trúir að Djurgárden geti snúið úrslitunum sér í hag?“ „Góða nótt, Svíþjóð," segir Aftonbladet í fyrir- sögn um frammistöðu sænsku lið- anna í Evrópukeppninni. „Djurgárden sýnir ekki Framfæt- urna“ er millifyrirsögn blaðsins um viðureignina á Laugardalsvelli og síðan fylgja 11 línur um leikinn. Þar segir meðal annars: „Fram átti að vera léttur biti fyrir Djurgárden, en það reyndist öfugt. Tap, 0:3, og fjögur gul spjöld fyrir grófan leik. Islendingamir voru mun frískari og ákveðnari í leik sínum og áttu sigur- inn skilið." „Við erum ekki vanir að spila í Evrópukeppninni, sem er Þorsteinn Gunnarsson skrifar fráSvíþjóð mun erfiðari en Allsvenskan," er haft eftir Lennart Wass, þjálfara. iDAG segir að landsliðsmaðurinn í handknattleik, Jón Erling Ragn- arsson, hafi sökkt Djurgárden með tveimur mörkum. „Fram hefur spil- að í Evrópukeppninni árlega síðan 1985, ekki skorað eitt einasta mark en fengið á sig 25 mörk.“ [innsk. rétt er 26 mörk síðan 1986]. Morgunblaðið GP segir að Djurgárden hafi verið skellt af Is- lendingum í golunni á Laugardals- vellinum í Reykjavík. Hitinn hafi verið nálægt frostmarki sem hafi ekki gert Svíum leikinn auðveldari. „Þetta er vísbending um það að íslensk knattspyrna er á mikilli uppleið og meistarar KA hafa einn- ig staðfest það með því að vinna CSKA 1:0.“ Sýnt var úr leiknum í sjónvarpi og þegar Framarar skomðu var sagt að það væru smáþjóðir eins og Færeyjar og ísland sem settu strik í reikninginn. Sænsku liðin Ijögur stóðu sig illa í fyrsta leik Evrópukeppninnar og skýring sænskra fjölmiðla er ein- föld: Eftir niðurlæginguna í HM á Ítalíu er sænsk knattspyrna í lægð. FRJALSAR LAUGARDALSVOLLUR / ITR Hlaupabraut í undirbúningi Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mun á næstunni leggja fram tillögur þess efnis að útbúin verði átta rása hlaupabraut á aðalleikvanginum í Laugardal og að gert verði ráð fyrir henni í fjár- hagsáætlun borgarinnar næsta ár. Miðað er við að framkvæmdir hefj- ist á næsta ári og verði lokið í júní 1992, en áætlaður kostnaður er um 66 millj. kr. Áður hafði verið ákveð- ið að fara í framkvæmdir vegna sex brauta og átta á beinu köflunum, en Júlíus sagði að forystumenn fijálsíþrótta hefðu lagt áherslu á átta brautir allan hringinn og verð- ur unnið að málinu samkvæmt ósk- um þeirra. Að sögn Júlíusar verður engin röskun á starfsemi vallarins varð- andi knattspyrnuleiki meðan á framkvæmdum stendur og stærð knattspyrnuvallarins breytist ekki. Stúka ekki á dagskrá Áður hefur margoft komið fram að Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að frá og með undan- keppni næstu HM, sem hefst 1992, verður aðeins heimilt að selja sætis- miða á leiki. Vegna þessa hefur KSÍ óskað eftir nýrri stúku við Laugardalsvöll, en Júlíus sagði að slíkar framkvæmdir væru ekki á dagskrá eins og er. „Við höfum óskað eftir því við knattspymufor- ystuna að leitað verði eftir undan- þágu og ég reikna með því að knatt- spyrnuforystan sé að vinna að því af heilum hug.“ Engin flóðljós eru á Laugardals- velli og sagði Júlíus að ósk um þau hefði ekki komið upp mjög lengi. „Eg hef hins vegar átt viðræður við vallarstjóra um fljóðljós framan á stúkuna og svo hinum megin eft- ir því hvaða ákvarðanir verða tekn- ar.“ Hann bætti við að ekki hefði verið þörf á fljóðljósum í mörg und- anfarin ár, „en nú stöndum við allt í einu frammi fyrir því að Fram verði í 2. umferð Evrópukeppninnar og þá er spurning um hvar liðið getur spilað.“ Leikirnir í 2. umferð Evrópu- keppninnar eiga að fara fram 24. október og 7. nóvember. Garðar Lárusson hjá verkáætlanadeild Raf- magnsveitunnar sagði að heildar- kostnaður vegna fljóðljósa eins og eru á gervigrasvellinum væri um 10 millj. kr. Hann sagði ennfremur að gera mætti ráð fyrir fjögurra til fimm mánaða vinnu til að ljúka verkinu eftir að ákvörðun um upp- setningu væri tekin, en mestur tími fer í að smíða möstrin. HANDBOLTI Svíar koma Heimsmeistarar Svía í hand- knattleik hafa ákveðið að leika tvo landsleiki gegn Islend- ingum í Laugai-dalshöllinni milli jóla og nýárs. „Við vorum að fá staðfestingu og ég á ekki von á öðru en að þeir mæti með sterk- asta liðið," sagði Þorbergur Að- alsteinsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Flestir leikmenn Svía leika með liðum í sænsku deildinni og gert er ráð fyrir að leikmenn liðsins frá vestur-þýskum og spænskum liðum verði einnig með. „Ég geri ráð fyrir því að við notum svipað lið og í sumar og líst vel á að fá leiki gegn meisturunum,“ sagði Þorbergur. í kvöld Einn leikur fer fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. KA og Selfoss leika í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20.20. Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts- ins í hand'knattleik karla fer fram í Seljaskóla í kvöld. Víkingur og KR mætast og hefst viðureignin kl. 20.30. .fofam ■ FOLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.