Morgunblaðið - 29.09.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
NVSV:
Vettvangsferð vegna
olíuleka við Laugames
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer í vettvangsferð í fjör-
una í Laugarnesi á sunnudagsmorgun klukkan 10.30 til að skoða
áhrif svartolíu og hreinsiefnis á lífríki fjörunnar undir leiðsögn
fróðra manna.
Gengið v.erður frá dælustöð Frá-
veitunnar í Laugarnesi með strönd-
inni að Sundakaffi. Þar verður
stansað og málin kynnt og rædd.
Frá Sundakaffi verður gengið til
baka og ástand fjörureina nr. 29.,
28., 27. og 26 skoðuð. (fjörurein
er ákveðinn 500 m langur fjörubút-
ur og 500 m breitt landsvæði upp
af.) Við það verður notað sérstakt
eyðublað, fylgiblað fjöruskoðunar-
verkefnisins „Fjaran mín“ með
spurningum sem varða áhrif olíu-
mengunar á lífríki fjörunnar.
Hugmyndin er að fá síðan
áhugafólk til að skoða reglulega
ákveðnar fjörureinar við Kollafjörð
og nota eyðublöðin pg kortin til
þess.
Eyðublaðið og kortið verður
hægt að fá og velja íjörurein í ferð-
inni eða eftir hana í Borgarbóka-
safninu, aðalsafni, Þingholtsstræti
29a. Öllum er heimil þátttaka í
vettvangsferðinni.
- Frá NVSV
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
28. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 91,00 65,00 78,93 9,824 775.471
Þorskur(óst) 70,00 70,00 70,00 0,030 2.100
Smáþorskur 70,00 70,00 70,00 0,222 15.540
Ýsa 97,00 76,00 88,70 10,186 903.540
Ýsa (ósl.) 83,00 83,00 83,00 1,393 115.618
Karfi 44,00 26,00 40,88 9,745 398.376
Ufsi 34,00 25,00 31,49 0,462 14.547
Steinbítur 61,00 51,00 57,86 2,757 159.518
Langa t 56,00 55,00 55,46 0,492 27.284
Lúða 240,00 150,00 215,51 0,136 29.310
Grálúða 66,00 66,00 66,00 0,112 7.392
Koli 46,00 44,00 44,98 2,427 109.174
Keila 30,00 30,00 30,00 1,051 31.529
Gellur 285,00 285,00 285,00 0,018 4.988
Roðlaus 110,00 110,00 110,00 0,029 3.190
Samtals 66,80 38,884 2.597.577
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 107,00 65,00 89,03 23,916 2.129.236
Þorskur(ósL) 73,00 73,00 73,00 0,676 49.348
Ýsa 130,00 50,00 97,28 18,493 1.798.910
Ýsa (ósl.) 68,00 50,00 56,10 0,827 46.393
Karfi 42,00 34,00 35,49 24,921 884.401
Ufsi 35,00 20,00 32,78 26,625 872.729
Steinbítur 85,00 62,00 75,96 1,020 77.475
Langa 76,00 50,00 72,16 5,626 405.951
Lúða 370,00 205,00 257,68 0,853 219.800
Skarkoli 86,00 78,00 79,15 0,598 47.329
Keila 20,00 19,00 19,20 0,233 4.474
Skata 5,00 5,00 5,00 0,352 1.760
Undirmál 79,00 79,00 79,00 1,178 93.062
Samtals 370,00 5,00 62,96 105,318 6.630.869
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 94,00 39,00 87,52 2,839 248.482
Ýsa 115,00 79,00 98,62 2,436 240.240
Karfi 49,00 20,00 44,23 0,073 3.229
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,110 1.650
Steinbítur 80,00 80,00 80,00 0,061 4.880
Hlýri • 56,00 56,00 56,00 0,159 8.904
Langa 55,00 45,00 47,31 0,260 12.300
Lúða 375,00 195,00 325,06 1,668 542.195
Keila 31,00 10,00 20,65 0,621 12.825
Skötuselur 325,00 325,00 325,00 0,002 650
Lýsa 13,00 13,00 13,00 0,019 247
Náskata 10,00 10,00 10,00 0,043 430
Samtals 129,78 8,291 1.076.032
Selt var af dagróðrabátum. Á morgun verður líklega selt af trollbátum í
Grindavík og væntanlega töluvert magn af dagróðrabátum.
Olíuverð á Rotterdam-markaði
1. ág. - 27. sept., dollarar hvert tonn
BENSÍN
500-
-H—H----1---1---1--1---1--f-
3. Á 10. 17. 24. 31. 7, S 14. 21.
Eitt verka Valgarðs Gunnarssonar.
Valgarður í Slunkaríki
VALGARÐUR Gunnarsson opnar smámyndasýningu í Slunkaríki á
ísafirði í dag, laugardaginn 29. september. Myndirnar eru unnar
á samansaumaðan pappir með blandaðri tækni og viðfangsefnið
útsaumaðar fígúrur á grunnum fleti.
Valgarður stundaði nám við ar bæði hér heima og erlendis og
Myndlista- og handíðaskóla Is- einnig tekið þátt í fjölda samsýn-
lands 1975 til 1979 og framhalds- inga.
nám við Empirestate College Sýningin stendur til 14. október
(SUNY) í New York 1979 til 1981. og eru allir velkomnir.
Hann hefur haldið nokkrar sýning-
Dagsbrún sendir ríkis-
stjórninni aðvörun
Eftirfarandi bréf var sent
ríkissfjórninni í dag frá Verka-
mannafélaginu Dagsbrún:
Sálfræðingafélagið:
Uppvaxtar-
skilyrði bama
og unglinga
SÁLFRÆÐINGAFÉLAG íslands
býður í dag, laugardag, til ráð-
stelnu um uppvaxtarskilyrði
barna og unglinga á íslandi í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi í Reykjavík.
í frétt frá Sálfræðingafélaginu
segir, að á undanförnum misserum
hafi uppvaxtarskilyrðum barna og
unglinga verið veitt sífellt meiri at-
hygli. Á ráðstefnunni í dag verður
staða ungu kynslóðarinnar skoðuð í
ljósi þeirrar þekkingar og reynslu
sem íslenskir sálfræðingar búa yfir.
Fyrst verður fjallað um stöðu ein-
stakra aldurshópa, þá verða tekin
fyrir sérstök vandamál hvers aldurs-
hóps um sig, svo sem einelti og vímu-
efnaneysla. Að lokum verða möguleg
úrræði rædd.
Ráðstefnan er öllum opin og eru
foreldrar og fagfólk sem vinnur með
bömum og unglingum sérstaklega
hvött til að koma. Ráðstefnugjald er
700 krónur og hefst ráðstefnan
klukkan 10 og stendur til kl. 16.
GENGI OG GJALDMIÐLAR
GENGISSKRÁNING
Nr. 185 28. september 1990
Kr. Kr. ToH-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengl
Dollari 56,54000 56,70000 56,13000
Sterlp. 105,98700 106,28700 109,51000
Kan. dollari 48,85700 48.99500 49,22600
Dönskkr. 9,46200 9,48870 9,46940
Norsk kr. 9,32230 9.34870 9,35810
Sænsk kr. 9,80830 9,83610 9,83100
Fi. mark 15,20510 15.24810 15.38020
Fr. franki 10,79160 10,82220 10,80510
Belg. franki 1.75400 1,75900 1,76430
Sv. franki 43,54420 43,66750 43,88580
Holl. gyllini 32,04760 32.13830 32,15240
Þýskt mark 36,13240 36,23470 36,22460
ít. lira 0,04828 0,04841 0,04895
Austurr. sch. 5,13600 5,15060 5,14550
Port. escudo 0,40620 0,40730 0,41180
Sp. peseti 0,57690 0,57850 0,58660
Jap. yen 0,40955 0,41071 0,39171
irskt pund 96.95200 97,22600 97.17500
SDR (Sérst.) 78,74830 78,97120 78,34460
ECU, evr.m. 74.54520 74,75610 75,23670
Tollgengi fyrir september er sölugengi 28. ágúst. Sjálf-
virkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Hinn 26. september sl. sendum
við ríkisstjórninni samþykkt stjóm-
ar Dagsbrúnar. Í samþykkt þessari
varaði Dagsbrún ríkisstjórnina
mjög alvarlega við, að hin mikla
hækkun á olíuverði verði skattlögð
af ríkissjóði og lögðum við til, að
sú krónutala, sem nú er tekin af
vörum þessum, verði látin haldast
óbreytt.
Og lýstum við þeim ótta okkar
að hækkun olíu og bensíns gæti
valdið keðjuverkandi vöruverðs-
hækkunum, það miklum, að ekki
yrði við ráðið og „þjóðarsáttin"
yrði sétt í hættu með þessum að-
gerðum.
Viðbrögð einstakra ráðherra, sér
í lagi starfandi íjármálaráðherra,
Svavars Gestssonar, hafa verið
mjög neikvæð og hafa vakið undr-
un og reiði.
Stjórn Dagsbrúnar vill enn að-
vara ríkisstjórnina að halda til
streitu áformum sínum um skatt-
lagningu sína á olíuvörur. Og
minnir enn frekar á að það setur
„þjóðarsáttina“ í hættu. Ef svo fer
að „þjóðarsáttin" fer út um þúfur
af þessum sökum lýsum við fullri
ábyrgð á hendur ríkisstjóminni.
Við tökum ekki ummæli starfandi
fjármálaráðherra í ríkissjónvarpinu
sem svar ríkisstjórnarinnar.
Stjórn Dagsbrúnar hefur ekki
sagt sitt síðasta orð í máli þessu.
Orgeltón-
leikar í
Kristskirkju
LAUGARDAGINN 29. septem-
ber og sunnudaginn 30. septem-
ber kl. 17.00 verða orgeltónleik-
ar í Kristskirkju, Landakoti.
Á efnisskránni verða nokkrar
perlur orgeltónlistar, svo sem verk
eftir Franz Schmidt og Joh. Seb.
Bach.
Kirkjubíll Há-
teigskirkju
KIRKJUBILL Háteigskirkju
verður í förum á undan og eftir
barnaguðsþjónustum í vetur eins
og í fyrra.
Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar,
leggur af stað kl. 10.40 um
Beykihlíð, Birkihlíð og Víðihlíð,
einnig stansar bíllinn á mótum
Hamrahlíðar og Stigahlíðar,
Hamrahlíðar og Lönguhlíðar og við
Sunnubúð við Lönguhlíð á leið til
kirkjunnar. Bíllinn hefur viðkomu á
sömu stöðum á bakaleiðinni rétt
fyrir tólf.
Selkórinn á
Hvolsvelli
SELKORINN heldur söng-
skemmtun í sal Tónlistarskóla
Rangæinga á Hvolsvelli, sunnu-
daginn 30. september nk. og
hefjast tónleikarnir kl. 16.
Selkórinn, sem er blandaður kór
áhugamanna og starfar á Seltjarn-
arnesi, lauk 23. starfsári sínu með
tónleikum 1. maí í vor. Á efnis-
skránni voru enskir, ítalskir og
þýskir madrigalar, rómatísk kór-
tónlist, þýsk og norræn, og íslensk
nútímaverk, þ. á m. Siglir dýra
súðin eftir Hallgn'm Helgason, en
lag þetta var samið 1946 og frum-
flutt á íslandi af Selkórnum sl. vor.
Af ýmsum ástæðum reyndist
Selkórnum ekki unnt að leggja'
land undir fót síðastliðið vor, en
nú tekur hann upp þráðinn að
nýju og heimsækir Rangæinga til
að syngja þeim óbreytta dagskrána
frá í vor. Eru Rangæingar og aðr-
ir Sunnlendingar hvattir til að
hlýða á söng Selkórsins. Selkórinn
hefur haldið söngskemmtanir víða
um land og komið fram í sjónvarpi
og útvarpi. Vorið 1989 hélt hann
í vel heppnaða söngför til Norður-
landa og söng þá í Svíþjóð og
Noregi. Stjórnandi kórsins er Frið-
rik Guðni Þórleifsson.
(Fréttatilkynning)
Víðistaðakirkja:
Barnastarf
að hefjast
BARNASTARF VíðisLiðakirkju
á þessu hausti hefst á morgun,
sunnudag. Barnaguðsþjónustan
hefst klukkan 11.
Þar verður að vanda sungið tals-
vert auk þess sem nýtt fræðsluefni
verður tekið í notkun. Allir krakkar
eru að sjálfsögðu velkomnir og geta
leyft mömmu og pabba að koma
með.
Umsjón með barnamessunum
hafa þeir Ásgeir Páll Ágústsson og
Sigurður Grétar Sigurðsson, en
þeir hafa starfað báðir í mörg ár
innan Þjóðkirkjunnar.
(Fréttatilkynning)
Orthul Prunner organisti.