Morgunblaðið - 29.09.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAIIGARDAGUR 29. SEBTEMBER 1990
Greipur Sigurðsson,
Haukadal — Minning
Fæddur 17. maí 1938
Dáinn 19. september 1990
Það er misjafnt, hvem sess sam-
ferðamennimir skipa í hugum okk-
ar, þegar frá líður, og hversu fljótt
fennir yfir þau spor, sem þeir marka
í endurminningunni. Þá ræður ekki
alltaf úrslitum, hversu lengi kynnin
stóðu, heldur fyrst og fremst hitt,
hver þau urðu.
Kynni mín af Greipi Sigurðssyni
í Haukadal í Biskupstungum, sem
í dag verður til moldar borinn í
kirkjugarði þeirra Haukdæla, vora
stutt, mæld á kvarða mannsævinn-
ar. Eigi að síður er það tilfinning
mín, að hann verði í endurminning-
unni í hópi þeirra manna, sem mér
verða hvað minnisstæðastir. Hann
var þeirrar manngerðar, að hann
hlaut að snerta sérhvern þann, er
honum kynntist. Þeir, sem höfðu
af Greipi lengri kynni en ég, eru
án efa betur til þess fallnir að lýsa
ævi hans og störfum, manngerð,
mannkostum og göllum, ef ein-
hveijir voru. En hver, sem finnur
sig til þess knúinn á stundu sem
þessari, að senda Greipi kveðju,
hlýtur að minnast þess og lýsa því,
sem fyrir augun bar, jafnvel þótt
kynnin hafi verið stutt.
Greipur Sigurðsson í Haukadal
kom mér fyrir sjónir sem fjölhæfur
maður, enda var persónuleiki hans
margslunginn. Um hann má segja
það, sem sagt var forðum daga um
annan góðan Haukdæla: „að hann
mátti vera víkingahöfðingi, og hefði
hann verið vel til þess fenginn. Þá
mátti hann og vera konungur af
sínu skaplyndi, og hefði verið vel
fengið. Með þriðja hætti hefði hann
mátt vera biskup, og það myndi
hann helst hafa hlotið, og vera hinn
mesti ágætismaður."
Starfsmöguleikar mannanna eru
sem betur fer margbreytilegri nú
en voru, þegar Haraldur konungur
harðráði mælti hin fleygu orð um
Gizur biskup ísleífsson, en tiltlnning
mín er sú, að hógværð Greips og
lítillæti hafi staðið því í vegi að
hann sæktist eftir mannaforráðum
og virðingartitlum, hvort heldur
sem var innan sveitar eða utan, en
vel hefði hann veríð að þeim kom-
inn. Hann kaus fremur að eyða
ævidögunum á fæðingarslóðum, og
þar valdi hann sér það að ævi-
starfi, sem hjarta hans stóð næst,
ræktun landsins og verndun gróð-
ursins, og hann var sem land-
græðsluvörður og garðyrkjubóndi
trúr sérhverju því, sem hann var
settur yfir.
En Greipur var ekki einasta
áhugamaður um ræktun landsins,
heldur og lýðsins líka. Án þess að
hann gerði sér fyllilega grein fyrir
því sjálfur, hafðj hann mannbæt-
•andi og þroskandi áhrif á þá ungl-
inga, sem störfuðu með honum á
sumrin að landgræðslu og nutu
þess, sem ég vil fá að kalla forrétt-
indi að vera samvistum með honum
á ijöllum uppi undir handleiðslu
hans og handaijaðri. Einlægni
Greips, hjartahlýja og glaðværð
gerðu það að verkum, að hann átti
auðvelt með að nálgast ungmennin,
skilja og skynja vandamál þeirra
og verða vinur þeirra. Hann leysti
úr vandamálunum, þegar þannig
stóð á, og hann tók líka þátt í því
að skipuleggja framtíðina, ef svo
bar undir, og reyndist þá jafnan
hollráður hveijum þeim, er til hans
leitaði. Því má með miklum sanni
segja um Greip það sama og sagt
var um Eriing Skjálgsson á Sóla
forðum daga: „að öllum mönnum
kom hann til nokkurs þroska."
Mér verða alltaf minnisstæð þau
hlýju ummæli, sem ég las um Greip
í blaðaviðtali fyrir fáum áram, höfð
eftir ungum presti, sem þá var ný-
kominn til starfa í Reykjavík, en
presturinn hafði á námsárum sínum
starfað hjá Greipi. Ummæli eins og
þau, sem þar féllu um Greip, hlýtur
enginn nema sá, sem markað hefur
spor í vitund og þroska þess, er þar
mælti. Þessum eiginleikum Greips
kynntist ég líka fyrir milligöngu
sonar míns, sem starfaði hjá Greipi
í sumar og var með honum á
Haukadalsheiðinni, þegar kallið
mikla kom svo snöggt og óvænt.
Það hlýtur að vera eldskírn fyrir
óharðnaðan ungling að komast með
þessum hætti í kynni við návist
dauðans, einn og hjálparlaus fjarri
mannabyggðum. En þakklátur er
hann Greipi fyrir þau kynni, sem
þeir áttu í sumar. Þeirra mun hann
lengi minnast, með hlýju og af virð-
ingu.
Af því að Greipur í Haukadal var
hógvær maður, þá kunni hann illa
öllu hóli um sjálfan sig. Það var
eins og að stijúka kettinum öfugt
að klappa Greipi með hóli. Þegar
ég minntist eitt sinn við hann á
ummæli prestsins í blaðaviðtalinu,
svaraði hann af sinni alkunnu hóg-
værð og glettni: „Æ, ekkert skil ég
í því, hvað þeir sækja í að koma
hingað aftur, strákarnir, eins og ég
er orðinn geðillur og leiðinlegur.“
En þar sem Greipur átti til fleiri
hliðar en þær, sem ég að framan
lýsti, og þær hliðar gerðu hann
ekki síður eftirsóknarverðan og eft-
irminnilegan í augum samferða-
mannanna, þá verð ég að fá að
syndga svolítið upp á náðina og
halda frásögninni áfram eilítið leng-
ur.
Oðru fremur finnst mér það hafa
verið glaðværðin í lundinni, sem
einkenndi persónuleika Greips, og
sá smitandi léttleiki, sem jafnan
ríkti í kringum hann. í hans augum
var lífinu ekki lifað til þess að hafa
af því vandræði. Hann var alft í
senn ræðinn, söngvinn, kátur, hlýr
og skemmtilegur, og hann hafði
þetta kynngimagnaða aðdráttarafl,
sem bara sumum er gefið. Ef ein-
hver sannindi felast í þeim orðum,
að útlitið lýsi innra manni, þá finnst
mér það eiga við um Greip, því ég
man varla eftir honum öðra vísi en
brosandi.
Okkur Gránufélagsmönnum
fannst tómlegt að fara um Tung-
urnar hvort heldur sem var akandi
eða ríðandi, ef ekki var komið við
í Haukadal hjá Greipi og Stínu.
Móttökurnar vora alltaf höfðingleg-
ar, en fyrst og fremst var það við-
mótið og hjartahlýjan, sem gerði
það eftirsóknarvert að ná fundi
þeirra. I fyrrahaust átti ég þess
kost, fyrir góðra manna tilstilli, að
fara á fjall með þeim Tungnamönn-
um. Ég lagði upp ríðandi frá Miðd-
al með viðkomu í Úthlíð hjá þeim
sæmdarhjónum Birni Sigurðssyni,
mági Greips, og Ágústu, konu hans.
Ferðinni var heitið að Kjóastöðum,
þar sem fjallmenn safnast saman,
en þangað hafði ég ekki riðið áður.
Ég spurði Ágústu, hversu lengi ég
væri að ríða að Kjóastöðum, og
verður mér lengi minnisstætt tilsvar
hennar, þegar hún sagði: „Þar ræð-
ur tvennt: Fyrst hversu hratt er
riðið og svo hversu lengi er stoppað
hjá Greipi og Stínu.“ Það var líka
ósjaldan, sem þau hjónin, Greipur
og Stína, slógust í för með okkur
félögunum, þótt annirnar væru
miklar og fyrirvarinn oftast enginn.
Við höfðum líka á orði, að um garð
þeirra hjóna ætti við það, sem segir
í stökunni góðu eftir Guðmund
Böðvarsson á Kirkjubóli, að
Gott er að koma að garði þeim,
er góðir vinir byggja.
Þá er meir en hálfnað heim,
hvert sem vegir liggja.
Annað það sem gerir Greip í
Haukadal minnisstæðan í mínum
huga var framkoma hans og til-
svör. Að eðlisfari var hann mikill
strákur, ólgandi af prakkaraskap,
lífsgleði, þrótti og krafti, allt fram
til hinstu stundar. Einlægnin og
hrekkleysið sat þó alltaf í fyrir-
rúmi, ogtil dyranna kom hann jafn-
an eins og hann var klæddur, í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu.
Hann sagði umbúðalaust sína mein-
ingu og ef honum þótti mikið við
liggja á heitum sumardögum á fjöll-
um uppi að komast úr sokkum og
skóm, þá segja mér góðir Tungna-
menn, að hann hafi ekki sett það
fyrir sig að kasta af sér klæðum
og skæðum og skoppa um berfætt-
ur á egghvössu gijótinu, en þó far-
ið jafnhratt yfir eins' og þeir, sem
skæddir voru.
Tilsvör Greips gátu verið hnyttin
og oft sérstæð, og þau minntu mig
stundum á tilsvör afa míns, Þor-
geirs í Gufunesi, sem í þeim efnum
batt ekki alltaf bagga sína sömu
hnútum og samferðamennirnir, en
með þeim Greipi og afa mínum var
gott vinfengi. Átti sú vinátta án efa
rót sína að rekja allt aftur til þess
tíma, er þeir Þorgeir og Sigurður
Gréipsson í Haukadal, faðir Greips,
fóru saman um Norðurlönd, lærðu
þar íþróttir og sýndu glímu á þriðja
áratug þessarar aldar. Væntum-
þykju afa míns í garð Sigurðar
Greipssonar og hans fólks má
kannski best lýsa með frásögn af
þeim atburði, þegar afi minn eitt
rigningarsumarið, loksins þegar
þurrk gaf, stóð upp úr flekknum
hjá sjálfum sér og hélt austur í
Haukadal til Sigurðar Greipssonar
með heyblásara í farteskinu til þess
að hjálpa Sigurði að taka .saman.
Og aðspurður af hveiju hann hefði
ekki frekar tekið saman hjá sjálfum
sér og komið sinni eigin töðu í
hlöðu, þá svaraði hann: „Jú, af því
að þetta er svo góður maður.“ Þau
ummæli eiga líka við um Greip, son
Sigurðar, sem nú er kvaddur.
Við Gránufélagsmenn hættum
án efa ekki að fara um Tungurnar,
þótt Greipur Sigurðsson í Hauka-
dal, þessi sanni heiðursmaður, sé
nú fallinn frá, langt um aldur fram.
Honum hefði ekki Verið það að
skapi, að sín yrði minnst með þeim
hætti. Það verður vonandi farin
önnur Grundarreið og haldin önnur
árshátíð Gránu, þótt Greipur verði
ekki með okkur. En vinar og félaga
verður saknað í stað. Það er líka
tilfinning mín, að okkur muni þykja
Bjarnarfellið, Bláfellið og Jarihett-
urnar kollóttari á að líta, þegar
okkar góða vinar nýtur ekki lengur
við á þeim fögru slóðum, þar sem
hann ólst upp, eyddi starfsævinni,
en beið líka sinn bana í önnum
dagsins.
Staddur í fjarlægu landi á ég
þess ekki kost að fylgja mínum
góða vini og velgjörðarmanni,
Greipi Sigurðssyni í Haukadal,
síðasta spölinn, sem ég þó gjarna
hefði viljað gera. Þessi fátæklegu
kveðjuorð verða því að nægja, að
sinni. Hans góðu frú, Kristínu Sig-
urðardóttur frá Úthlíð, og upp-
komnum börnum þeirra hjóna,
Hrönn og Sigurði, sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Þeirra er
mikill harmur, en minningin um
góðan dreng lifir. Það hlýtur að
vera huggun harmi gegn.
Þorgeir Órlygsson
Við fráfall Greips Sigurðssonar,
Haukadal, koma upp í hugann
minningar um góðan dreng, sem
tókst á við verkefni líðandi stundar
hiklaust og með því hugarfari, að
erfiðleikarnir væru til þess að sigr-
ast á þeim.
Greipur féll frá langt um aldur
fram í miðri önn dagsins. Viðhorf
hans var jafnan, að standa skyldi
meðan stætt væri og leysa þau
verkefni, sem fyrir lægju eins vel
og unnt væri. Þetta gæti að vissu
leyti verið örstutt lýsing á farsælli
starfsævi.
Greipur Sigurðsson hóf kornung-
ur störf hjá Skógrækt ríkisins í
Haukadal og hafði síðan lengi eftir-
lit með staðnum auk þess, sem
hann sá þar um ýmsar framkvæmd-
ir. Þær era orðnar æði margar
tijáplönturnar í Haukadal, sem
Greipur gróðursetti og hlúði að.
Hann fylgdist hreykinn og ánægður
með því hvemig þær uxu og döfn-
uðu og urðu stórvaxin tré, sem
boðið gátu veðri og vindum birginn,
en skjólið og gróðursældin jókst
eftir því sem árin liðu. Þegar af-
rakstur ræktunarinnar varð stað-
reynd sem jóhitré af ýmsum stærð-
um var Greipur ómissandi við högg
og flutning, enda tveggja manna
maki í öllum verkum. Var ómetan-
legt að geta leitað til Greips á þeim
tímum, þegar vélakostur var fátæk-
legur, aðstaða örðug og fjármunir
af skornum skammti. Greipur var
hugmaður í störfum sínum og naut
Skógrækt ríkisins góðs af þeim eig-
inleikum hans.
Þeim hjónum, Greipi og Kristínu,
sem oftar en ekki vora nefnd í sömu
andránni, var það kappsmál að veg-
ur Haukadals yrði sem mestur og
sýndu það með verkum sínum. Á
þeim áram, sem Greipur starfaði
mest við skógrækt í Haukadal, var
Kristín ráðskona þar og þegar ekki
varð lengur komist hjá að bæta
húsakost staðarins studdu þau þær
framkvæmdir með ráðum og dáð.
Hefði orðið erfitt um vik, ef ekki
hefði komið til liðsinni þeirra hjóna.
Tóku þau jafnvel starfsmenn Skóg-
ræktar ríkisins í fæði og húsnæði
ef á þurfti ^ð halda.
Þau ár, sem mér gafst kostúr á
að hafa umsjón í Haukadal, var
Greipur einn þeirra manna, sem
gott var að geta leitað til. Þótt
_ hann væri þá hlaðinn öðrum störf-
um hljóp hann jafnan undir bagga
ætti hann stundir aflögu. Útsjónar-
semi hans, kjarkur og lagni gerðu
honum störfin að leik. Mér er bæði
ljúft og skylt að þakka Greipi Sig-
urðssyni störf hans í Haukadal,
gestrisni og greiðasemi, er aldrei
brást. Trén, sem hann gróðursetti
og annaðist af kostgæfni og ár-
vekni, minna á störf hans.
Við hjónin sendum Kristínu hans
Greips og bömunum, Sigurði og
Hrönn, innilegar samúðarkveðjur
og þökkum samfylgd á liðnum
áram.
Baldur Þorsteinsson
„Hann var allra manna fríðastur,
þeirra er fæðzt hafa á Islandi. Hann
var mikilleitur og vel farinn í and-
liti, manna bezt eygður og ljóslitað-
ur. Mikið hár hafði hann og fag-
urt, sem silki, og féll með lokkum,
mikill maður og sterkur, eftir því
sem verið hafði Egill móðurfaðir
hans, eða Þórólfur. Kjartan var
hveijum manni betur á sig kominn,
svo að allir undraðust þeir er sáu
hann. Betur var hann og vígur en
flestir menn aðrir. Vel var hann
hagur og syndur manna bezt. Allar
íþróttir hafði hann mjög umfram
aðra menn. Hveijum manni var
hann lítillátari og vinsæll, svo að
hvert barn unni honum. Hann var
léttúðugur og mildur af fé.“
Ungur að árum er ég las þessa
lýsingu á Kjartani Ólafssyni í Lax-
dælu kom strax upp í huga mér
annar maður, Greipur Sigurðsson á
Geysi. Eftir því sem árin liðu og
leiðir okkar Greips lágu meira sam-
an varð mér hins vegar sífellt ljós-
ara hvað þeir áttu margt sameigin-
legt Greipur og Kjartan, og það
þrátt fyrir að afi Kjartans var Egill
Skallagrímsson en langafi Mýr-
kjartan írlandskonungur.
Hvorki Kjartan né Greipur
kenndu sér meins um ævina. Hvor-
ugur varð gamall, báðir féllu frá í
blóma lífsins þegar framtíð þeirra
var hvað björtust.
Greipur er horfínn og með honum
óvenjuleg hjálpsemi og stórfengleg
gamansemi. Þeim mun ekki leiðast
sem lenda hvað næst honum hinum
megin við móðuna miklu.
Björn Hróarsson
Baráttan við eyðingu íslenskra
gróðurlenda og vemdun þeirra hef-
ur aðallega hvílt á herðum fárra
lykilmanna. Það er fáum ljóst
hversu mjög við eigum þessum
mönnum að þakka þann árangur,
sem náðst hefur í landgræðslustarf-
inu.
Nú hefur einn af þessum baráttu-
mönnum fallið í valinn. Hné niður
á vígvellinum, þar sem hann vann
að friðun á hluta hálendisins sem
ógnað er af uppblæstri.
Það var Greipur Sigurðsson frá
Haukadal sem kallaður var burt í
blóma lífsins, mitt í annasömu starfi
í þágu landgræðslu og skógræktar.
Þetta bar að svo skjótt og óvænt
að það er engin leið að sætta sig
við slíkt óréttlæti að maður sem var
ímynd hreysti og heilbrigði skuli,
liðlega fimmtugur að aldri þurfa
að hverfa fjölskyldu sirtni, vinum
og göfugu starfi. Að okkur vinum
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON bóndi, Ölvisholti, Hraungerðishreppi, lést í hjúkrunarheimilinu Ljósheimum að kvöldi 27. september. Ögmundur Runólfsson, Heidi Runólfsson, Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir, Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir og barnabörn.
t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTINN GUÐJÓNSSON forstjóri, Víðimel 55, lést 28. september. Sigurveig Eiríksdóttir, Rannveig'Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drifa Kristinsdóttir, Kristfn Mjöll Kristinsdóttir.
t Ástkær eiginmaður minn, HARALDUR KARLSSON, Látraströnd 50, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 26. september. Ingibjörg Árnadóttir.