Morgunblaðið - 29.09.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
43 *
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA
íslensku lidin eiga
góða möguleika
Valurleikurgegn Sandefjord, FH gegn Kyndli og Framstúlkurn-
ar leika gegn Stokkhólmspolisens IF
Pettersen, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari Noregs. Féjagið var stofnað
1986 og er þetta í fyrsta sinn sem
félagið tekur þátt í Evrópukeppni.
Pettersen var kokhraustur eftir
fyrri leikinn í Noregi sagði við fjöl-
miðla að íslensk félagslið væru slök
og það eina sem íslendingar gætu
státað sig af í handboltanum væri
gott landslið.
FH mætir Kyndli frá Þórshöfn í
Hafnarfirði á mánudagskvöld.
Þoi-gils Óttar Matthiesen, þjálfari
FH, var bjartsýnn á að lið hans
næði að komast í 2. umferð keppn-
innar, en FH sigraði með tveggja
marka mun í Þórshöfn. „Þetta er
lið sem við eigum að vinna með 4
til 5 mörkum á venjulegum degi,
en það er ekkert sjálfgefið í þessu.
Kyndill er með nokkuð gott lið og '
er línumaður þeirra sérstaklega
góður. Hann gerði tíu mörk í leikn-
um í Þórshöfn.“ Þorgils Óttar sagð-
ist vonast til að Hafnfirðingar
myndu styðja við bakið á liðinu þó
svo á móti hafi blásið í fyrstu leikj-
unum á íslandsmótinu og mæti á
leikinn.
íslandsmeistarar Fram í meist-
araflokki kvenna mæta Polisen frá
Stokkhólmi og ættu að eiga góða
möguleika. Framstúlkurnar töpuðu
með aðeins tveggja marka mun í
fyrri leiknum og ættu að geta unn-
ið þann mun upp á heimavelli.
Valur endurheimtir titilinn
Samkvæmt spá forráðamanna liðanna íVÍS-keppninni 1. deild
r umferðum að þremur inni kl. 16:30. Víkingur, Valur og spánni hafna íslandsmeistarar FH annað árið í röð og I
Þremur umferðum að þremur
leikjum undanskyldum er
lokið í 1. deild karla í handknatt-
leik, VÍS-keppninni, en vegna
Evrópuleikja um helgina verður
aðeins einn leikur í keppninni um
helgina; KR - Haukar leika í Höll-
inni kl. 16:30. Víkingur, Valur og
Stjarnan eru með sex stig á toppn-
um, en forráðamenn liðanna spá
því að sömu lið verði í þremur
efstu sætunum í vor; Valur verði
íslandsmeistari, Stjarnan í 2. sæti
og Víkingur í 3. sæti. Samkvæmt
spánni hafna íslandsmeistarar FH
í 4. sæti, KR í 5. sæti og KA í
6. sæti. Síðan koma ÍBV, Hauk-
ar, ÍR, Grótta, Fram og Selfoss.
Vátryggingafélag íslands er
helsti styrktaraðili keppninnar
annað árið í röð og hefur óskað
eftir að hafa forgang í því efni
næstu þijú árin. Styrkurinn felst
aðallega í kynningu á mótinu, en
að auki tryggir félagið alla dómar-
ana.
HALBERG-ROHR
óskar Hitaveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg til hamingju
með opnun Nesjavallavirkjunar
Halberg-Luitpoldhútte seldi til Nesjavallavirkjunar,
6200 metra af 900 mm ductil ferskvatnsleióslum, frá
Þingvallavatni aó stöóvarhúsi.
Ails vegur leióslan 2300 tonn með fylgihlutum.
Vió þökkum Reykjavíkurborg og H.R. ánægjuleg
viðskipti á síóastliónum 1 0 árum.
Umboðsmaóur:
Adolf Bjamason
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu
Pósthólf 8ó0, 1 21 Reykjavík
Sími 91-22432, fax 91-624049
ekki óyfirstíganlegt," sagði Þor-
björn Jensson, þjálfari Vals, um
leikinn á sunnudag. „Við komum
vel undirbúnir og erum reynslunni
ríkari frá fyrri leiknum í Noregi.
Norska liðið er sterkt og í því marg-
ir landsliðsmenn. Besti leikmaður
liðsins er Sovétmaðurinn, Sergej
Demidov, sem hefur leikið 67 lands-
leiki fyrir land sitt. Hann er geysi-
lega sterkur og hefur mikinn skot-
kraft, “ sagði Þorbjörn.
Brynjar Harðarson, leikmaður
Vals, sagði að úrslitin á sunnudag
myndu ráðast af varnarleiknum og
markvörslunni. „Varnarleikurinn
var ekki nægilega góður í fyrri
leiknum og við ætlum okkur að
bæta hann.“
Þjálfari Sandefjord er Gunnar
HALBERG-LUITPOLDHÚTTE
VERTRIEBES - GMBH
P.O. Box 1 170
D-6604 Saarbriicken-Brebach
Vestur-Þýskalandi
Brynjar Harðarson og félagar hans i Val fá erfitt verkefni er þeir mæta
norska liðinu Sandefjord í Evrópukeppni bikarhafa á sunnudagskvöld. Vals-
menn verða að vinna upp fjögurra marka tap frá því í fyrri leiknum.
ÞRÍR leikir verða í Evrópu-
keppni félagsliða í handknatt-
leik hér á landi á sunnudag og
mánudag. Valur leikur gegn
Sandefjord í Evrópukeppni bik-
arhafa í Laugardalshöll á
sunnudag kl. 20.30 og FH gegn
Kyndli í Evrópukeppni meist-
araliða í Haf narf irði á mánu-
dagskvöld kl. 20. Fram leikur í
Evrópukeppni kvenna í meist-
araflokki gegn sænsku meist-
urunum íLaugardalshöll kl.
16.30 á sunnudag.
Valsmenn eiga erfíðasta verkef-
nið fyrir höndum þar sem þeir
töpuðu fyrri leiknum gegn Sande-
fjord með fjögurra marka mun.
„Þetta er verðugt verkefni og alls