Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
223. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skiptingu Evrópu lýkur með sameiningu Þýskalands:
Þýskaland er föðurlandið,
framtíðin sameinuð Evrópa
— sagði Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, í ávarpi sínu til þjóðarinnar
Bonn, Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. dpa, Reuter.
ÞÝSKU ríkin tvö runnu samaii í eitt á miðnætti að staðartíma í gær
(kl. 23 að ísl. tíma) og fagnaði gífurlegur fjöldi fólks þessum tínia-
mótum á götum stórborga sem í bæjum og þorpum. Með samein-
ingu Þýskalands lýkur skiptingu Evrópu, sem hlaust af síðari heims-
styrjöldinni, og til er orðið fjölmennasta lýðræðisríki álfunnar með
um 79 milljónir íbúa. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í
ávarpi til þýsku þjóðarinnar í gær að stórkostleg framtíð biði Þýska-
lands bæri þjóðin gæfu til að standa saman og vinna bug á þeim
erfiðleikum sem vitað væri að sameiningunni myndu fylgja. „Þýska-
land er föðurland vort, framtíð vor sameinuð Evrópa," sagði kansl-
arinn m.a. í ávarpi sínu.
Alþýðulýðveldið Austur-Þýska-
land heyrir nú sögunni til. Ríkið var
stofnað 7. október árið 1949 á
hernámssvæði Sovétmanna eftir að
samningaviðræður fulltrúa sigur-
vegaranna í heimsstyijöldinni síðari
um framtíð Þýskalands höfðu
reynst áhmgurslausar. í ágústmán-
uði 1961 hófu austur-þýsk stjórn-
völd að reisa Berlínarmúrinn og var
hann sem tákn um skiptingu Evr-
ópu allt þar til hann var rofinn
þann 9. nóvember í fyrra eftir að
hundruð þúsunda Austur-Þjóðveija
höfðu krafist lýðræðis og frelsis á
götum stórborga og tugir þúsunda
þeirra flúið yfir til Vestur-Þýska-
lands. Krafan um sameiningu fylgdi
sjálfkrafa í kjölfarið og aðeins liðu
rétt tæpir ellefu mánuðir þar til hún
var orðin að raunveruleika.
Ýmsar táknrænar athafnir höfðu
farið fram fjrrr um daginn. Þannig
var herafli Alþýðulýðveldisins
Austur-Þýskalands formlega leyst-
ur upp við 12 mínútna athöfn í
útjaðri Berlínar. Athygli vakti að
varnarmálaráðherra landsins var
ekki viðstaddur en herliðið í austur-
hlutanum mun framvegis lúta
stjórn herforingja sem er ábyrgur
gagnvart Gerhard Stoltenberg,
varnarmálaráðherra hins nýja
Þýskalands. Þing Austur-Þýska-
lands kom saman í síðasta skiptið
en þriðjungur þingmanna þess tek-
ur sæti á þýska þinginu sem kemur
saman í fyrsta skipti . á morgun.
Hátíðleg samkoma var haldin í
nafni austur-þýsku ríkisstjórnar-
innar í Schauspielhaus í austurhluta
Berlínar í gærkvöldi. Helmut Kohl
og Richard von Weizsacker forseti
voru meðal gesta. Lothar de Maizi-
ere, forsætisráðherra Austur-
Þýskalands og varaformaður Kristi-
lega demókrataflokksins, hélt ræðu.
Fimm austur-þýskir ráðherrar taka
sæti í ríkisstjórn Þýskalands, sem
hefur áfram aðsetur í Bonn.
í ávarpi sínu til þýsku þjóðarinn-
ar lagði Kohl kanslari áherslu á
samstöðu og nauðsyn þess að íbúar
austur- og vesturhlutans sýndu
hveijir öðrum skilning. Hvatti hann
Þjóðveija til að sýna að þeir væru
þess verðugir að njóta „sameigin-
•legs frelsis".
Kanslarinn vék að sögu Þýska-
lands og valdaskeiði nasista og full-
yrti að þýska þjóðin hefði dregið
lærdóm af þeim myrkraverkum sem
þá voru framin. Þjóðverjar væru
menn friðar og frelsis og myndu
aldrei fela hatursmönnum lýðræðis
og boðberum mannhaturs að
stjórna landinu. „í huga okkar fér
ást á föðurlandinu, virðing fyrir
frelsinu og kærleikur í garð náung-
ans saman. Því eigum við okkur
aðeins einn stað í tilverunni; við
hlið fijálsra -þjóða.“ Kohl þakkaði
ráðamönnum víða um heim fyrir
þátt þeirra í að gera sameiningu
Þýskalands að veruleika og nefndi
þá Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið-
toga og George Bush Bandaríkja-
forseta sérstaklega á nafn. Lýsti
kanslarinn yfir því að dagur sam-
einingar hefði ekki runnið upp svo
fljótt ef ekki hefði komið til sá skiln-
ingur sem Gorbatsjov hefði sýnt á
þeim grundvallarrétti sérhverrar
þjóðar að fá að móta framtíð sína.
Ríkisstjórnir ijölmargra ríkja
sendu þýsku þjóðinni heillaóskir og
í sameiginlegri yfirlýsingu aðild-
arríkja Evrópubandalagsins (EB)
sagði að sameining Þýskalands
markaði í senn þáttaskil í sögu
þýsku þjóðarinnar og Evrópu allrar.
I heillaóskaskeyti sínu tók Míkhaíl
S. Gorbatsjov í sama streng um
leið og hann óskaði þess að þýska
þjóðin fengi um alla framtíð notið
friðar og farsældar.
Sjá fréttir á bls. 24 og
viðtal á miðopnu.
Ungir Þjóðverjar fagna sameiningu Þýskalands við Brandenborgarhliðið í gær.
Reuter
Sameiningin hefur gengið of hratt fyrir sig
- sagði fullorðin kona og táraðist á síðasta degi Austur-Þýskalands
Bérlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritaríi Morgunblaðsins.
FÁNI Þýskalands var formlega dreginn að húni við Reichstag, gamla
þinghúsið í Berlín, á miðnætti að staðartíma í nótt (kl. 23 að ísl. tíma)
og þjóðsöngur landsins var leikinn. Flugeldar lýstu upp himininn yfir
höfuðborginni og skálað var í kampavíni um land allt. Tilfinningar
margra voru þó sýnilega blendnar og tæplega sextug kona táraðist
er hún sagði aðspurð að sameiningin hefði gengið allt of hratt fyrir sig.
Tugir ef ekki hundruð þúsunda
Berlínarbúa létu áhyggjur af fram-
tíðinni lönd og leið er líðatók á kvöld-
ið og streymdu að hátíðarsvæðunum
í borginni. Fólkið var í hátíðarskapi
en einn viðmælenda Morgunblaðsins
hafði þó á orði að stemmningin hefði
verið meiri eftir sigur Þjóðveija í
heimsmeistarakeþpninni í knatt-
spyrnu í sumar.
Fyrr um daginn hafði borgarstjórn
Vestur-Berlínar tekið formlega við
störfum hernámsstjórna banda-
manna, Bandaríkjamanna, Breta og
Frakka, en herdeildir þjóðanna verða
um kyrrt í borginni jafn lengi og
sovéskir hermenn eru í austurhluta
landsins, þ.e. til ársloka 1994.
Ýmsar samkomur og skemmtanir
verða haldnar í Þýskalandi í dag,
miðvikudag. Vladimir Ashkenazy
stjórnar meðal annars Útvarpssin-
fóníuhljómsveit Berlínar í Ríkis-
óperunni við Unter den Linden-breið-
götuna í kvöld en hljómsveitin hefur
aldrei leikið þar áður.
Mikið var um að vera við Branden-
borgarhliðið í hjarta Berlínar í gær.
Óttast 'var að hægri og vinstri öfga-
sinnar yrðu með ólæti og viðbúnaður
var mikill. Kennslukona sem var með
hóp skólabarna á gangi í miðborg-
inni sagði að margir óttuðust
skrílslæti og ætluðu þar af leiðandi
ekki að taka þátt í útihátíðarhöidun-
um í nótt. Börnin hlökkuðu til sam-
einingarinnar en tilfinningar fullorð-
ins fólks voru blendnar. Tár komu í
augu tæplega sextugrar konu er hún
var spurð hvernig henni liði á síðasta
degi Austur-Þýskalands. Hún sagðist
vera frelsinu fegin en kvíða fram-
tíðinni. Stofnunin sem hún vann hjá
verður lögð niður og hún missir vinn-
una. Líkt og fjölmargir aðrir í austur-
hlutanum sagði hún að hlutirnir
hefðu gengið of hratt fyrir sig eftir
að Berlínarmúrinn féll og þjóðinni
ekki gefist tími tii að átta sig á því
hvað væri að gerast. „Margt gott sem
Austur-Þýskaland hafði upp á að
bjóða hverfur um leið og allt hið illa,“
sagði hún.