Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 51 KORFUKNATTLEIKUR Pétur meo Tlndastóii? PÉTUR Guðmundsson, sem verið hefur atvinnumaður í körfuknattleik í Bandaríkjunum undanfarin ár, leikur að öllum líkindum hér á landi í vetur — með Tindastóli frá Sauðár- króki. Pétur kemur væntanlega til landsins í vikunni og verður löglegur strax í fyrsta leik; gegn Val, sínu gamla félagi, að Hlíðarenda á sunnudaginn. Gunnar Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að aðeins ætti eftir að ganga frá formsatriðum. „Við erum að senda Pétri samning- inn til undirskriftar með telefaxi. Við erum vongóðir um að hann kém FOLK ■ PÉTUR Ormslev nær lang- þráðum áfanga í dag er hann slær leikjamet Marteins Geirssonar fyrir Fram. Leikurinn í dag verður sá 320. en Pétur lék Frá Loga fyrst gegn KR á B. Eiðssyni Laugardalsvellinum íSvíþjóð 1975. „Ég átti ekki von á að ná metinu á þessu ári, eftir að við féllum úr bikarnum, og nú er bara að gera þetta eftirminnilegt og skora,“ sagði Pétur. ■ RÍKHARÐUR Jónsson, afí Ríkharðs Daðasonar framheijans unga, lék með Fram gegn Djurgárden í Reykjavík 1948. Djurgárden sigraði þá 4:2 en sú markatala mundi ekki duga liðinu í dag. Ríkharður Jónsson er ein- mitt í Stokkhólmi í boði Framara, einnig Guðmundur Óskarsson í Sæbjörgu, fyrirliði íslandsmeistara Fram 1962. ■ DJURGÁRDEN er eitt elsta félag Svíþjóðar og er í miðbæ Stokkhólms. Liðið var mjög sigur- sælt á árum áður og varð átta sinn- um sænskur meistari frá 1912 til 1966. Síðan hefur liðinu gengið illa að ná í bikar, sigraði þó í bikar- keppninni í fyrra. I DJURGÁRDEN leíkur heima- leiki sína yfirleitt á Stokkhólmsvell- inum, en mætir Fram á Rásunda- vellinum sem tekur 45.000 áhorf- endur, þar af 28.000 í sæti. Þau verða þó örugglega ekki öll full því að áhorfendum hefur fækkað veru- lega eftir að liðið skipti um völl og eru nú aðeins um 3.000 að meðal- tali, en voru 9.000 í fyrra. skrifi undir og verði þá löglegur með liðinu gegn Val í fyrsta leik íslandsmótsins að Hlíðarenda á sunnudag," sagði Gunnar. Gunnar sagði að stefnan væri að sjálfsögðu tekin á toppinn í vet- ur, enda hafi þeir fengið góðan liðs- styrk að undanförnu. „Ahuginn á körfuboltanum hefur verið mikill á Sauðárkróki og ekki minnkar hann við að fá Pétur hingað." „Það er mikill styrkur fýrir okkur að fá Pétur og einnig lyftistöng fyrir íslenskan körfuknattleik,“ sagði Valur Ingimundarson, lands- liðsmaður úr Tindastóli, en félagið hefur fengið tvo aðra nýja leikmenn frá sl. keppnistímabili. Tékkann Ivan Jónas og Einar Einarsson frá Keflavík. Við gerum okkur grein fyrir að það verður ekki um marga valkosti að ræða hjá okkur hér í Sofm,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, sem leikur seinni leik sinn gegn CSKA Sofía í Evrópu- keppni meistaraliða, en KA vann fyrri leikinn, 1:0, á Akureyri. „Það er Ijóst að við verðum að draga okkur meira aftur en i heima- leiknum. Búlgararnir koma örugg- lega eins og grenjandi ljón til leiks. Við ætlum okkur ekki að verða auðveld bráð fyrir þá, heldur erum við ákveðnir að taka vel á móti,“ sagði Guðjón, sem mun tefla fram sama bytjunarliði og lék á Akureyri. KA-liðið verður þannig skipað: Haukur Bragason, Hafsteinn Jakobsson, Gauti Laxdal, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Bjarni Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Kjartan Ein- barsson, Steingrímur Birgirsson, Ormarr Örlygsson. Þórður Guðjónsson er ekki með KA í Búlgaríu, þar sem hann er að leika með 18 ára unglingalands- liðinu í Belgíu. Pétur Guðmundsson á leiðinni heim. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN „Vid verðum að vera varkárír“ - segirÁsgeirElíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram ASGEIR Elíasson, þjálfari Fram, segist eiga von á erfiðum leik gegn Djurgárden í dag. „Þetta verður örugglega erfitt og við verðum að vera varkárir. Við getum gert ráð fyrir að þeir byrji af miklum krafti og það er mikið atriði að halda út fyrstu tuttutu mínúturnartil að auka pressuna. Það er líka mikilvægt að reyna að nýta skyndisóknirnar enda ekki nema eðlilegt að gera ráð fyrir að þeir sæki meira,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að þijú mörk væru vissulega gott for- skot, en Framarar væru þó engan veginn öryggir áfram. „Svíar voru mjög svekktir með tapið í Reykjavík, enda telja þeir sig vera betri en við. Ég hugsa að ef við myndum spila fimm leiki mundu þeir vinna fleiri, en eftir svona tíu til fimmtán leiki mundi það snúast við. Málið er nefnilega það að við þurfum fleiri erfiða leiki og ég er ekki í nokkrum vafa um að í mínu liði eru betri knattspyrnumenn." Ein breyting hefur verið gerð á liðínu frá því í fyrri leiknum. Pétur Arnþórsson kemur inn í byijunarliðið fyr- ir Baldur Bjarnason. Guðmundur Steinsson og Þorsteinn Þorsteinsson, sem voru varamenn í fyrri leiknum, verða ekki með vegna meiðsla. Fram ætlar að leika 3-5-2 leikað- ferð. Birkir Kristinsson verður í markinu. Jón Sveinsson aftastur í vörn, Kristján Jónsson hægra megin og Viðar Þorkelsson vinstra megin og fyrir framan þá Kristinn R. Jónsson. Á miðjunni verða Pétur Ormslev, Steinar Guðgeirssön, Pétur Arnþórsson og Anton Björn Markús-^ son og í framlínunni Ríkharður Daðason og Jón Erling Ragnarsson. LogiB. Eiðsson skrifar frá Svíþjóð Pétur Ormslev setur leikjamet. FH-ingar í Skotlandi: Dundee United tef lir fram ungum mönnum FH og Dundee United Ieika síðari leik sinn í Evrópukeppni félagas- liða í Dundee i Skotlandi í kvöld kl. 18.30. Skoska liðið vann fyrri leikinn í Hafnarfírði, 3:1. Skosku blöðin skýrðu frá því í gær að Dundee mundi gefa ungu leikmönnunum tækifæri í dag þar sem mótspyrna FH-inga væri ekki mikil. FH æfði á í flóðljósum á velli Dundee í gær. „Völlurinn er mjþg góður, eins og teppi og tekur yfir tuttugu þúsund áhorfendur, þar af átta þúsund í sæti. Reiknað er með að um átta þúsund áhorfendur verði á leiknum,"" sagði Hörður Magnússon, leikmaður FH, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. FH-ingar tefla fram sama liði og lék fyrvi leikinn í Hafnarfiðri: Halldór Halldórsson, Bjöm Jónsson, Birgir Skúlason, Guðmundur Hilm- arsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Kristján Gíslason, Þórhallur Víkingsson, Magnús Pálsson, Olafur H. Kristjánsson, Andri Marteins- son og Hörður Magnússon. Verðum í varn- arhlutverki segir Guðjón Þórðarson, þjálfari KA Lestar- stjórar von- asteftir sigri Djur- gárden Búist við ólátum ef Djurgárden tapar Lestarstjórar! Stokkhólnii von- ast eftir sigri Djurgárden í leiknum gegn Fram í dag. Fari svo að sænska liðið komist ekki áfram gBBHI má búast við mikl- LogiB. um ólátum en sú Eiðsson varð raunin er það skrifar tapaði fýrir traSviþjóð Norrköping, 2:8, um síðustu helgi. Við tapið féll liðið niður i 5. sæti en ein umferð er eftir að deild- arkeppninni. kjjögurefstu liðin fara áfram í úrslitakeppni og bendir flest til þess að Öster nái 4. sæti, en Djurgárden verði í því fimmta. Eftir tap Djurgárden um heigina voru 90 af hörðustu stuðnings- mönnum Djurgárden settir í sér- staka lest fra Norrköping til Stokkhólms. Þegar hún rann í hlað í Stokkhólmi var hún nánast tilbú- in undir tréverk! Sætin höfðu verið rifin upp, gluggar og veggir brotn- ir og reyndar nánast allt brotið og bramlað. Lögreglan beið eftir bull- unum á lestarstöðinni í Stokk- hóimi, en skömmu áður en lestin kom að stöðinni höfðu ólátabel- girnir stöðvað hana með neyðar- hemli og stokkið út. Þegar lögregl- an kom inn ! lestina voru þar að- eins nokkrir sakieysingjar, lamaðir að ótta, og bófamir á bak og burt . Þetta mál, og oibeldi stuðnings- manna liðsins hefur vakið mikla athygli og umræðu í Sviþjóð enda ólæti á knattspyrnuvöilum nánast óþekkt. ÚRSUT Evrópukeppni félagsliða: Chemnitz (A-Þýskal.) - Dortmund ______,0á Thomas Helmer (24.), Miehael Rummenigge (50.) ■Dortmund vann samanlagt, 4:0. Real Soeiedad -1 jmsanne (Sviss)______1:0 John Aldridge (55.) BReal Sociedad áfram á fleiri mörkum skor- uðum á útjveili, 3:3. Evrópukeppni meistaraliða: Bayem Mhchen - Nicosia (Kýpur)..______4:0 Augenthaler (48.), Mihailovic 3 (63., 89., 90.). 8.000. ■Bayem vann samanlagt, 7:2 Glasgow Rangers - Valletta (Möltu) —..6.0 Davie Ðodds (5.), John Spencer (6.), Maurice Johnston 3 (23., 37., 78.), Ally McCoist (75.). 20.627 ■Rangers vann samanlagt, 10:0. England: Fimm leikir voru leiknir í 2. deild: Bamsley - Ipswich................ 5:1 Oldham - Swindon............... 3:2 Plymouth - West Bromwich.......... 2:0 Watfotd - Hull____________________0:1 Wolves - Chariton—...-.............30 í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Gardabær, Stjarnan-Selfoss........20 Höllin, KR-Grótta_—........... 20 Strandgata, Haukar-ÍR..........20 Valsheimilið, Valur-Fram...—18:30 Vestm.,ÍBV-KA................ 20 1. deild kvenna: Höllin, Fram-FH.............21:15 Strandgata, Haukar-KR-------18:30 Valsheimilið, Valur-Víkingur___20 2. deild karla: Höllin, ÍS-Ármann...........18:30 Keflavík, ÍBK-UMFN.............20 Strandgata, ÍH-UBK..........21:15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.