Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Hvers vegna var fast- gengisstefnan röng? eftirHanneis Hólm- stein Gissurarson Senn líður að kosningum og vænt- anlega nýrri stjórnarmyndun í kjölfar j'eirra. Þótt verið geti, að núverandi ríkisstjórn verði endurreist með Kvennalísta innan borðs í stað Borg- araflokks, er hitt líklegra, að Sjálf- stæðisflokkurinn standi að stjórnar- myndun ásamt Alþýðuflokki eða Framsóknarflokki.' (Ég tel að vísu rangt að útiloka stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags, en ekki er hún sennileg.) Sjálf- ur hef ég lengi talið stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks heppilegasta, en skoðanir mínar hafa breyst nokkuð síðustu viikur og mánuði: Alþýðuflokkurinn er líklegastur til þess að vinna með Sjálfstæðisflokknum að því að opna hagkerfið, en það er okkur lífsnauð- » synlegt vegna nýrra viðhorfa í Norð- urálfunni. Mikilvægt er í þessu sam- i bandi, að menn geri sér skýra grein fyrir reynslu síðustu ára og dragi af henni rétta lærsJóma. Hvað olli því, að fastgengisstefnan mistókst? Hvar fer jafnan úrskeiðis í stjóm íslenskra efnahagsmála? Hvers vegna er núverandi stjómarstefna líka dæmd til að mistakast? Ég hef lengi velt þessum spurningum fyrir mér, og hér langar mig til að segja lesendum Morgunblaðsins frá nokkr- um niðurstöðum mínum, þótt ekki iialdi ég, að ég hafi neinn stóra sann- - leika fram að færa, og því síður að margir verið mér sammála. En orðin eru til alls fyrst. I. Það er flestum vafalaust í fersku minni, að tveir í hópi kunnustu hag- fræðinga landsins, þeir dr. Þorvaldur Gylfason prófessor og dr. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri, deildu ótt og títt um fastgengisstefnuna, á meðan henni var fylgt. Þorvaldur lagði þá áherslu á það, að hagkerfið yrði stöðugra, væri vítahringur sífelldra gengislækkana rofinn. Fyr- irtæki og einstaklingar ættu að laga sig að hinu fasta gengi, hagræða og -^frspara. Þau fyrirtæki, sem ekki gætu lagað sig að genginu, ættu að hætta starfsemi sinni, í stað þess að skrán- ing krónunnar væri notuð til þess að halda þeim öllum gangandi. Fast gengi veitti atvinnulífinu nauðsyn- legan fjárhagslegan aga. Vilhjálmur kvað hinsvegar fljótandi gengi nauð- synlegt vegna sérstakra aðstæðna íslendinga, sem byggju við miklar sveiflur í sjávarafla og verði afurða sinna. Stjórnvöld ættu ekki að halda genginu uppi með handafli, eins og hann orðaði það gjarnan. Þegar að- stæður krefðust þess, ætti gengi að lækka (og væntanlega þá að hækka, þegar þess væri þörf). Gengi væri ekkert annað en verð á peningum, og þetta verð ætti að vera ftjálst eins og á öllum öðrum vörum. Ég hygg, að ágreiningi þeirra megi lýsa svo, að Þorvaldur hafi viljað fast gengi og lausa samninga, þar á meðal kjarasamninga, en Vilhjálmur á hinn bóginn kosið laust gengi og fasta samninga. Þegar áföll hafi dunið á atvinnulífínu, hafi Þorvaldur viljað niðurfærslu, þ.e. lækkun inn- lendra kostnaðarliða, en Vilhjálmur uppfærslu, þ.e. hækkun útflutnings- tekna. Því betur sem ég hef hugsað um þetta mál, því Ijósara hefur mér orð- ið, að báðir þessir heiðursmenn höfðu margt til síns máls en að eitthvað vantaði samt í greiningu þeirra. Þor- valdur hafði rétt fyrir sér um það, að gengi krónunnar á að vera fast. Menn geta ekki gert útreikninga og áætlanir í sífallandi gjaldmiðli. Pen- ingar eru mælikvarði á verðmæti, og þessi mælikvarði má ekki vera á eilífu reiki. Vilhjálmur hafði hins vegar líka rétt fyrir sér um það, að erfitt er eða ókleift að halda gengi krónunnar blýföstu, eftir að aðstæð- ur í atvinnulífi hafa gerbreyst. Það kostar jafnan ófrið á vinnumarkaði að breyta kjarasamningum til sam- ræmis við breytingar á viðskiptakjör- um okkar erlendis. Launastefna stjórnvalda brestur fyrr eða síðar. Menn geta ekki sett bráðabirgðalög um verð á mörkuðum erlendis. En greining þeirra beggja náði of skammt. Þeir höfðu báðir rétt fyrir sér, en aðeins að nokkru marki. Hvað vantaði? Svarið er þetta, held ég: Fastgengisstefna er þá og þvl aðeins skynsamleg og raunhæf, að ekki sé rekinn seðlabanki og viðskiptabankar lúti eðlilegum lögmálum markaðarins. Ella hlýtur fastgengisstefna að bresta, eins og reyndin varð hér 1987 og hefur raun- ar oft gerst áður, til dæmis 1939 og 1950. Þetta er reynsla annarra þjóða. Chile-menn festu til dæmis pesóinn við Bandaríkjadal á stjórnarárum Pinochets, en urðu að skipta um stefnu upp úr 1980. Það var ekki heldur nein tilviljun, að fastgengis- kerfið, sem kennt var við Bretton Woods, féll með braki og brestum árið 1971. Ljónið verður ekki að grænmet- isætu, þótt um það séu sett lög, hef- ur Sir Alan Walters, fyrrverandi (og núverandi?) efnahagsráðgjafi Mar- grétar Thatchers, sagt í mín eyru. Hann átti við það, að seðlabankar breyta ekki um eðli, þótt þeim sé skipað að fylgja fastgengisstefnu. Fyrr eða síðar kemur að því, að þeir láta undan stjórnmálamönnum, sem skipa þeim að auka yfirdrátt ríkis- ins, lækka vexti, minnka bindiskyldu eða leika aðrar listir á peningamark- aðnum. Hið sama er að segja um þá viðskiptabanka, sem eru í eigu ríkisins eða mjög háðir því. (Við- skiptabankar geta auðvitað aukið peningaþenslu með ógætilegum út- lánum, þeir geta skapað peninga óbeint eins og seðlabankar gera beint, eins og Olafur Bjömsson pró- fessor hefur margbent á.) Afleiðingin verður, að fastgengisstefnan brestur. Nota má' aðra líkingu, sem okkur Islendingum er ef til vill tamari. Ekki er við því að búast, að of- drykkjumaður hætti að drekka þrátt fyrir fögur fyrirheit og áminningar annarra, ef flaskan er eftir sem áður innan seilingar. Ætli hann að hætta að drekka, verður hann að henda flöskunni út á hafsauga, svipta sjálf- an sig kostinum á misnotkun áfeng- is. Þetta er kjarni málsins. Stjórn- völd hafa lengi misnotað það vald, sem þau hafa haft í peningamálum. Þau eru eins líkleg til þess að halda því'áfram og ofdrykkjumaðurinn til að grípa til hinnar nálægu flösku. Eina ráðið til þess að tryggja hér stöðugan gjaldmiðil er að flytja seðla- prentunarvaldið úr iandi, festa krón- una við annan gjaldmiðil, jafnframt því sem Seðlabankinn yrði lagður niður, ríkisbankar seldir almenningi og fullt frelsi lögfest á peningamark- aðnum. II. Nú kunna einhveijir að segja, að þetta sé hreint óráð, óraunhæft eða óframkvæmanlegt. Flaumósa mæl- skumaður vilji teyma íslendinga út í óvissuna. En svo vill til, að þetta ráð er þrautreynt. Ýmsar þjóðir búa við það fastgengiskerfí, sem ég legg hér til. Næitækasta dæmið er Lúx- emborg, viðkomustaður margra ís- lendinga á Ieið þeirra austur á bóg- inn. Lúxemborgarmenn hafa ekki neinn seðlabanka og nota í raun og veru belgíska frankann, þótt einnig sé prentaður Lúxemborgarfranki, jafngildur honum, og er hann í um- ferð í landinu ásamt belgíska frank- anum. (Hinsvegar er mér sagt, að Lúxemborgarfranki sé almennt ekki gjaldgengur í Belgíu, þótt auðvitað megi skipta honum í banka.) Annað dæmi er peningakerflð í Hong Kong, en mér hefur veist kostur á að kynn- ast því í mörgum ferðum til Hong Kong og viðræðum við einn helsta höfund þess og góðan vin minn, breska hagfræðinginn John Green- wood. Þar sjá tveir einkabankar, The Chartered Bank og Hong Kong and Shanghai Banking Corporation, um seðlaprentun, en sérstök opinber nefnd hefur yfirumsjón með henni. Stjórnast seðlaútgáfa af því, að Hong Kong-dalur er skiptanlegurí hinu fasta hlutfalli 7,8 á móti Banda- ríkjadal. Seðlaprentun ræðst með öðrum orðum af þeim forða Banda- ríkjadala, sem Hong Kong hefur á hveijum tíma. Segja má, að Hong Kong sé á Bandaríkjadalsfæti með svipuðum hætti og ríki heims voru flest á gullfæti fyrir 1914. Onnur dæmi eru til. Panama notar bandaríkjadal í viðskiptum innan- lands. (Eitt sinn ætlaði hagfræðingur að bera saman frammistöðu seðla- banka í Rómönsku Ameríku og komst að þeirri niðurstöðu, að verð- bólga væri minnst og árangur seðla- bankans því bestur í Panama. En hann greip í tómt, því að enginn seðlabanki er í Panama!) Enginn seðlabanki hefur heldur til skamms tíma starfað í Færeyjum. Danski seðlabankinn hefur um leið verið seðlabanki Færeyja. Skotland, Mön- eyja og Ermarsundseyjarnar prenta sín eigin pund, jafngild því pundi, sem Englandsbanki prentar. Að því hníga þó tvenns konar rök, að heppi- legast sé fyrir Islendinga að hafa svipaðan hátt á og Lúxemborgar- menn og Hong Kong-búar, að prenta eigin gjaldmiðil í föstu hlutfalli við forða af öðrum gjaldmiðli. í fyrsta lagi missir útgefandi gjaldmiðilsins þá ekki tekjur í hendur útlends seðla- banka við það, sem óhjákvæmilega gerist, að seðlar og mynt týnast, fara í súginn. í öðru lagi gerir það okkur kleift að horfa á myndir af gömlum íslenskum þjóðhetjum á seðlum okkar í stað Bretadrottningar eða þýskra stórskálda. En særir það samt ekki þjóðernistilfinningu okkar að afsala okkur seðlaprentunarvaldi í hendur útlendingum? Þeir, sem spyija svo, gleyma því, að peningar eru umfram allt mælikvarði á verð- mæti með svipuðum hætti og eins metra long stöng, sem varðveitt er í París, er mælikvarði á lengd hluta. Ef þessir áköfu þjóðernissinnar ætla að vera sjálfum sér samkvæmir, hljóta þeir að vilja taka upp fornar mælieiningar, alin og spönn og stórt hundrað silfurs. Metrakerfið er franskt að uppruna og hvorki betra né verra fyrir það. Hvers vegna tók- um við þá líka upp hægri umferð árið 1968? Drykkjumaðurinn kastar flösk- unni út í hafsauga, ef honum er al- vara. Við ættum hins vegar að flytja seðlaprentunarvald íslenskra stjórn- valda úr landi vegna langvarandi misnotkunar þess. En við nýtt pen- ingakerfi er okkur að einu leyti meiri vandi á höndum en drykkjumannin- um. Við þurfum þá að velja „réttan“ gjaldmiðil og seðlabanka. Ég var um tíma þeirrar skoðunar, að hyggilegt væri að nota Bandaríkjadal sem mælieiningu í peningaviðskiptum. Reynslan sýndi, að meiri festa væri í stjórnarfari í Bandaríkjunum en Norðurálfunni. En aðstæður hafa breyst. Þróunin hefur borið okkur miklu nær Norðurálfunni en Banda- ríkjununi og er líkleg til að halda áfram i sömu átt. Þá má að vísu spyija: Hvers vegna ættum við ekki að nota vegið meðaltal einhverra Norðurálfupeninga? Vegna þess að eitt aðalatriðið er skiptanleiki eða innleysanleiki gjaldmiðilsins. Inn- lausnarskyldan takmarkar seðlaútg- áfuna. Hugmynd mín er, að hér megi nota tvo gjaldmiðla jöfnum höndum, hinn íslenska og hinn út- lenda. Bankar og önnur fyrirtæki verði ætíð að geta skipt gjaldmiðlun- um tveimur í föstu hlutfalli (einfald- ast er, að hlutfallið sé einn á móti einum). Þess vegna verðum við að nota gjaldmiðíl, sem er notaður ein- Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Fastgengisstefna er þá og því aðeins skyn- samleg og raunhæf, að ekki sé rekinn seðla- banki og viðskipta- bankar lúti eðlilegum lögmálum markaðar- ins“ hvers staðar annars staðar, en er ekki aðeins reikningseining. Þótt svissneskur franki sé líklegastur til að vera traustur gjaldmiðill áfram í Norðurálfunni, háttar svo um við- skipti okkar, að eðlilegast er að velja annaðhvort þýskt mark eða enskt pund. Nú er sá galli vissulega á því að nota þýskt mark eða enskt pund, að við tækjum áhættuna af slæmri frammistöðu seðlabankamanna í Þýskalandi eða Bretlandi. Ríkisstjórn íslands afsalaði sér þá öllu seðla- prentunarvaldi og yrði að flytja inn þá verðbólgu, sem sá seðlabanki, sem Islendingar kysu að nota, gæti hugs- anlega efnt til. Ekki er ástæða til að gera lítið úr slíkum mótrökum í heimi óvissu og örra breytinga. Pen- ingakerfi eftirstríðsáranna, Bretton Woods-kerfið, var reist á banda- ríkjadal vegna almenns trausts á bandaríska seðlabankanum. Það hrundi, þegar seðlabankinn lét undan stjórnvöldum, meðal annars vegna Víetnam-stríðsins. Nú binda þjóðir Norðurálfunnar vonir við þýska seðlabankann. En kemur ekki að því fyrr eða síðar, að sá ágæti banki fellur fyrir freistingunum? Nóg hefur hann að minnsta kosti gefið nýlega út af seðlum fyrir Austur-Þjóðveija. Hvað gerist, ef jafnaðarmenn ná völdum og taka austur-þýska at- vinnuleysingja á opinbert framfæri í stað þess að láta þá verða sér úti um arðbær störf? Þótt slík mótrök séu umhugsunarverð, hygg ég þó, að hvor kosturinn, sem valinn yrði, þýskt mark eða enskt pund, yrði miklu betri í fyrirsjáanlegri framtíð en íslensk króna í umsjá íslensks seðlabanka. Valið á milli þessara tveggja kosta er svipað valinu á milli mannsins, sem er líklegur til að skvetta í sig söngvatni við og við, og hins, sem hefur alla tíð verið of- drykkjumaður. III. Deilur þeirra Þorvaldar Gylfasonar og Vilhjálms Egilssonar um fast-' gengisstefnu eiga sér raunar nokkrar sögulegar hliðstæður hér á landi. Þorvaldur er með vissum hætti sam- mála Jóni Þorlákssyni, sem vildi standa innstæðueigendum skil á sömu verðmætum 1925 ogþeir höfðu lagt inn í banka 1914. Hann hækk- aði þess vegna gengi eins mikið og hann gat og taldi það síðan hlutverk atvinnulífsins að laga sig að hinu nýja gengi með kostnaðariækkunum, þar á meðal launalækkunum (sem hefðu einmitt verið réttlætanlegar, þar sem hver króna keypti meira af verðmætum eftir en áður). Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, var hins vegar svipaðrar skoðunar og Vil- hjálmur. Hann lagði áherslu á hags- muni atvinnulífsins og frið á vinnu- markaði og sagði í þingræðu árið 1926 að Jón væri bókstafstrúarmað- ur á hinn fijálsa markað og vildi heldur „sjá himin og jörð forganga en að einn stafkrókur lögmálsins líði undir lok“. Fleira er sambærilegt. Dr. Benjamín Eiríksson gagnrýndi fastgengisstefnuna, sem fylgt var hér á landi frá 1925 til 1939, með svipuðum hætti og ég hef hér gert. í hinu merka riti sínu frá 1938, Orsökum erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum, benti Benjamín á það, að hin innri mótsögn fastgengisstefnunnar væri í því fólg- in, að bankar sköpuðu peningaþenslu með óhóflegum útlánum, þótt gengi væri haldið föstu. Afleiðingin verður óhjákvæmilega óraunhæf eftirspurn innanlands, of mikill kaupmáttur, og halli á viðskiptum við útlönd, sem aðeins verður leystur með innflutn- ingshöftum (eins og gert var á kreppuárunum) eða gengislækkun (eins og síðan hefur verið gert). Annmarkinn á deilum þeirra Þor- valdar og Vilhjálms er einmitt, að þær bæta harla litlu nýju við. Við höfum heyrt flestar eða allar rök- semdir þeirra áður, og við höfum reynt ráð þeirra. Fyrst fylgdum við fastgengisstefnu og urðum að grípa til innflutningshafta. Síðan reyndum við fljótandi gengi með-þeim afleið- ingum, að íslenska krónan seig til botns og er hvergi seljanleg annars staðar en í íslenskum bönkum. Giska má á, að hagvöxtur hafi lengi verið um 1% minni á ári vegna hinnar þrálátu verðbólgu hér á landi en hann hefði getað verið. Þetta merk- ir, að hinn ósýnilegi kostnaður af verðbólgu (en gengislækkanir eru auðvitað aðeins ein hlið hennar) hef- ur verið geypilegur fyrir íslenskt launafólk. Eg er að vísu ekki í nokkr- um vafa um það, að fljótandi gengi er heppilegra en gengisstýring á veg- um seðlabanka. Gengislækkun er ill- skárri en innflutningshöft (eða skuldasöfnun erlendis eins og nú hefur lengi tíðkast). Þar höfðu þeir Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson rétt fyrir sér 1950 og þeir Jónas Haralz og Jóhannes Nordal tíu árum síðar. En ég færi þessar hug- leiðingar á blað í því skyni að benda á þriðja kostinn, sem er fast gengi án seðlabanka og seðlaprentunar- valds. Líklega komumst við næst slíku peningakerfi á heimastjórnar- árunum. Þá var íslandsbanki, sem var einkabanki og að miklu leyti í eigu útlendinga, éeðlabanki landsins, en seðlaprentunarvald hans tak- markaðist mjög af gullfætinum, sem íslenska krónan var á ásamt hinni dönsku: íslandsbanki varð hvenær sem er að snara út gulli fyrir krónu, og íslenska krónan var jafngild hinni dönsku. Þetta er stöðugasta peninga- kerfi, sem við höfum búið við. Nú hljóta einhveijir lesendur að segja, að ég geti ekki látið eins og verkalýðsfélög og vinnudeilur séu ekki til. Hvernig í ósköpunum eigum við að leysa úr þeim án þess sveigjan- leika, sem seðlaprentunarvaldið færir okkur? Það er rétt, að ekki er unnt að slíta peningamál úr samhengi við kjaramál. En við þurfum að gera okkur ljóst, hvert hið raunverulega orsakasamband er. Það eru ekki óhóflegar launahækkanir, sem valda peningaþenslu og með henni verð- bólgu. Óðru nær. Það er óhófleg peningaþensla, sem veldur hvoru tveggja, verðbólgu og óhóflegum launahækkunum. Uppspretta verð- bólgu er ætíð í seðlabanka. í frjálsu hagkerfí, þar sem menn semja um laun á eigin ábyrgð, þá verða þau fyrirtæki gjaldþrota, sem hækka laun óhóflega, og þeir launþegar at- vinnulausir, sem setja of hátt verð upp fyrir þjónustu sína. Óhóflegum launahækkunum er því ekki að kenna um verðbólguna. Þetta er svipuð skýring, ef skýringu skal kalla, og þegar sagt er, að maður sé drykk- felldur, af því að hann hafi átt erfiða æsku, og margir eru drykkfelldir, þótt þeir hafi ekki átt erfiða æsku. Menn eru drykkfelldir, af því að þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.