Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 37 kjósa sér það hlutskipti. Ástæðan til þess, að aðilar vinnumarkaðarins semja í raun um gengislækkanir, þegar þeir semja um krónutöluhækk- anir, er sú, að stjórnvöld skrá gengi samkvæmt kjarasamningum. IV. Sú „þjóðarsátt“, sem tekist hefur um stund, er ekkert annað en nýtt nafn á gamalli lummu, sem er launa- stefna á vegum stjórnvalda. í stað þess að láta kjarasamninga afskipta- lausa reyna stjórnvöld að hafa áhrif á þá, svo að launahækkanir fari ekki úr hófi, gjarnan með því að lofa opin- berum aðgerðum, skattalækkunum, félagsmálapökkum eða öðru slíku. En reynslan hefur hvarvetna sýnt, að launastefna mistekst fyrr eða síðar. Hún er ein tegund verðlags- hafta. Atvinnulífið er ekki eins og myndse'gulband, sem má frysta með því að ýta á einn hnapp. Það er í sífelldri þróun, undirorpið breyting- um. Laun sumra þurfa að hækka, annarra að lækka. Það, sem þar ræður úrslitum, er eftirspurn eftir þjónustu manna og framboð hennar, og þetta mælist á einfaldan hátt á markaðnum: Ef ijörtíu hæfir um- sækjendur eru um laust starf fiug- freyju, þá njóta flugfreyjur augljós- lega of hárra launa. Ef enginn fæst til þess að gerast götusópari, þá eru laun þeirra hins vegar of lág. Yfir- borganir og launaskrið, sem svo er kallað, leysa þennan vanda að nokkru leyti, en á ófulikominn hátt. Fijáls vinnumarkaður væri miklu hag- kvæmari. íslenskir iaunþeg^r kvarta gjarnan undan því, að ríkið taki af þeim samningsréttinn. Þetta er lauk- rétt. En þeir gleyma því, að verka- lýðsfélög taka líka af þeim samnings- réttinn. Verkalýðsfélög hindra það með ofbeldi eða hótunum um of- beldi, að fólk fái að ráða sig í störf, sem losna vegna þess, að aðrir leggja niður vinnu (þ.e. vegna svonefndra verkfalla). Hér myndast ekki heil- brigt andrúmsloft á vinnumarkáðn- um, fyrr en einstaklingarnir fá hver og einn aftur sinn samningsrétt og semja síðan um laun á eigin ábyrgð, en ekki stjórnvalda. Ég get ekki lokið þessu skrifi án þess að minna á það, að stjórnmál snúast ekki eingöngu um kaldrana- leg rök fræðimanna, heldur líka um fólk af holdi og blóði. Við sáum það í Bretlandi á fyrstu ' stjórnarárum Thatchers og sjáum það nú aftur í Austur-Þýskalandi, hvílíkur sársauki getur verið því samfara að koma atvinnulífinu í skynsamlegra horf. Þeir, sem höfðu atvinnu af því í þess- um löndum að framleiða vöru, sem ekki er nein eftirspurn eftir eða sem aðrir gátu framleitt á ódýrari hátt, misstu hana, og langur tími getur liðið, þangað til slíkir menn fá aðra atvinnu. Auðvitað skapaði Thatcher ekkert atvinnuleysi í Bretlandi og því síður Kohl nú í Þýskalandi: Þau komu aðeins upp um það atvinnu- leysi, sem áður var dulbúið. En það breytir engu um vandann sjálfan. Á því leikur enginn vafi, að hér á landi er mikið dulbúið atvinnuleysi. Hér eru tvö hagkerfi, eitt á suðvestur- horninu, þar sem fyrirtæki lúta sæmilegum aga og óskynsamlegum rekstri lýkur með gjaldþrotum, annað víða um Iand, þar sem hundruðum milljóna er dælt úr almannasjóðum í vonlausan rekstur. Við þurftum að aðstoða það fólk, sem býr í gervihag- kerfinu, til þess að flytja sig í arðbær- ari störf. Til þess verða stjórnvöld að hafa ijárhagslegt svigrúm. Svo Lesörk um kveðjuna HJÁ Námsgagnastofnun er kom- in út lesörkin Kveðja í flokkinum Lesarkasafn grunnskóla. Kveðja er ætluð nemendum í 5.-7. bekk grunnskóla og hefur skilnað og söknuð að meginefni. Efni bókarinnar er úr ýmsum átt- um, frumsamið og þýtt, gamalt og nýtt, og valdi Þórður Helgason ef- nið og samdi kennsluleiðbeiningar. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir teiknaði myndir. Bókin er 128 bls. sett og brotin um hjá Námsgagnastofnun, prent- uð í Steinholti hf. og bundin hjá Félagsbókbandinu-Bókfelli hf. 5^ % • cs UTIUF Sími 82922 Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeild Hóskóla íslands. Metsölublað á hverjum degi! vel vill til, að þessi vandi er leysanleg- ur. Ríki og sveitarfélög eiga fjölda arðbærra fyrirtækja, sem má selja (eða nota hlutabréf til þess að greiða fólki laun og styrki). Mér telst til, að verðmæti þeirra geti numið öllum fjárlögum ríkisins í eitt ár eða um áttatíu milljörðum króna. Má þar nefna ríkisbankana tvo, Landsvirkj- un, Póst og síma og ýmis önnur fyrir- tæki. Auk þess getur skynsamleg skipan fiskveiða fært ríkissjóði nokkra milljarða árlega í skatttekjur af þeim fyrirtækjum, sem eftir verða í greininni, þótt ekki sé reiknað með öðru en venjulegum tekjuskatti fyrir- tækja, en ég hef sem kunnugt er verið mótfallinn sérstökum auðlinda- skatti á útgerðarfyrirtæki. Með stórfelldri einkavæðingu má slá margar flugur í einu höggi: breyta rekstri fyrirtækja í hagkvæm- ara horf, veita íslenskum eigna- og athafnamönnum ný tækifæri til að spreyta sig og gera ríki og sveitarfé- lögum fjárhagslega kleift að leysa þann tímabundna vanda, sem hlýst af nauðsynlegri endurskipulagningu atvinnulífsins, eftir að stjórnvöld hætta að þjarga aðilum vinnumark- aðarins undan afleiðingum gerða sinna, en láta sér þess í stað nægja að halda uppi lögum og rétti, tryggja almennt afkomuöryggi og sjá okkur fyrir traustuin peningum. Islenskum stjórn- völdum þakkaður stuðningur við Letta TALSMAÐUR satntaka Letta í Bandaríkjunuin kom nýlega eft- irfarandi yfirlýsingu á framfæri við islenska sendiráðið í Was- hington, að sögn utanríkisráðu- neytisins. Ég vil fyrir hönd Samtaka lett- neskra Bandaríkjamanna tjá hug- heilar þakkir til ríkisstjórnar íslands fyrir að viðurkenna með svo skjót- um hætti rétt Eystrasaltsríkjanna til sjálfstæðis. Ræða utanríkisráð- herra yðar, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, hjá Sameinuðu þjóðun- um var stórkostlegt fordæmi sem aðrar þjóðir geta notað til að vekja athygli á málstað Eystrasaltsríkj- anna. Þjóðir Lettlands, Litháens og Eistlands munu ávallt verða þakk- látar íslensku ríkisstjórninni fyrir að verða fyrst vestrænna stjórna til að mæla með sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna á þessum erfiðu og sögulegu tímum. Megi tengslin milli Islands og Lettlands vaxa og dafna í kjölfar þessa frábæra upphafs. Enn á ný, bestu þakkir frá lett- nesku þjóðinni til ríkisstjórnar yðar fyrir að taka afstöðu sem byggist á hugrekki og tryggð við grundvall- arsjónarmið. Nýkomið Karate- og júdóbúningar, ^ karatehlífar og belti f Sparið ryrir venirinn PHILIPS - WHIRLPOOL FRYSTISKÁPAR OG KISTUR Góð tæki- Gott verð philips Whirlpool Heimilistæki hf SÆTUM 8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 WðtáuM’Sveúyaitíe^iWKtuitífito

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.