Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 31 BLAÐLAUKUR Blaðlaukur heitir á latínu porrum, eða púrra eins og þessi laukur er oft nefndur. Hann var rækt aður í Egyptalandi á dögum faraóanna, og Rómverjar töidu besta blaðlaukinn vaxa þar. Frægur er laukurinn fyrir það að Neró keisari borðaði mikið af honum, var því kallaður Porrophagus. Hann áleit að blaðlaukur bætti söngröddina. Ekki eru margar lauktegundir ræktaðar hér á landi, en sá albesti þeirra, blaðlaukurinn, hefur þó verið ræktaður lengi hérlendis í smáum stíl. En nú hefur orðið breyting á. Mikið er farið að rækta af houm í Hrunamannahreppi og Laugardal í Biskupstungum, eins og svo margt annað grænmeti. Sáð er til hans inni i gróðurhúsum í febrúarlok, en í maílok eða þegar engin hætta er lengur á frosti, er hann fluttur út undir bert loft og hafður und- ir yfirbreiðslu. Blaðlaukur þarf mjög langan vaxtartíma og er íslenska sumarið of stutt fyrir hann, en þá koma gróðurhúsin okkur til hjálpar. Blaðlaukur er mjög bragðgóður og mildur laukur. Hann hent- ar vel í allan mat. Hann er góður í súpur, með kjöti og fiski, í forrétti og ídýfur eða innbakaður í brauði. Hann er líka góður saman við annað grænmeti í salöt og blaðlauks- böku hefi ég mikið uppáhald á. Ég á svo margar blaðlauksupp- skriftir að þær nægja áreiðanlega í heilt Morgunblað, en í dag verðum við að láta okkur nægja eitthvað minna, t.d. blaðlauksböku, blaðlauk með fiski og blaðlauk í forrétt. Forréttur með blaðlauk 3 stórir blaðlaukar safi úr 'A sítrónu 5 dl gott kjötsoð, nota má kjúkl- ingasoðtening og vatn 10 svört piparkorn 15 korianderkorn 1. Þvoið blaðlaukinn vel undir kalda krananum. Skerið síðan frá það af grænu blöðunum, sem er ljótt og gróft. Skerið hitt í 10 sm langa bita. 2. Hitið kjötsoðið ásamt pipar- korni og korianderkorni. Leggið blaðlaukinn í soðið og sjóðið við hægan hita í 10-15 mínútur. Kælið. Til less ab komast a3 óhremincíum!: Þarí ac3 kljúfa laukinn. 3. Skiptið í 4 litlar skálar. Lát- ið piparkorn og korianderkornin vera með. Meðlæti: Heitt snittubrauð. Ýsa með blaðlauk ýsuflak, u.þ.b. 750 g msk. sítrónusafi Ilmsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON SkolíÖ laukinn undir kran'anum 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 tsk. matarolía 1 meðalstór blaðlaukur 'A dl vatn 'h msk. rjómaostur án bragð- efna. 1. Roðdragið flakið, skerið úr því bein. Hellið yfir það sítrónus- afa. Stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. 2. Takið pönnu, penslið hana með matarolíu. Setjið á meðal- straum, leggið flakið á pönnuna. 3. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og setjið meðfram flakinu á pönnuna. Hellið vatni yfir lauk- inn. Setjið lok á pönnuna og sjóð- ið þetta í 10-12 mínútur. 4. Hallið pönnunni örlítið, hrær- ið tjómaosti út í soðið með gaffli. Ausið því síðán yfir fiskinn. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Blaðlauksbaka 1 dl hveiti 1 dl haframjöl 2 tsk. fín þurrger 'A tsk. salt 1 msk. matarolía ’A dl fingun'olgt vatn (taka má vatn úr krananum) 1 stór blaðlaukur 1 peli milt saltvatn 2 msk. kotasæla án bragðefna 1 egg örlítill nýmalaður pipar örlítið múskat (má sleppa) 1 dl rifinn mjólkurostur 3 meðalstórar sneiðar beikon 1. Setjið hveiti, heilhveiti, þurr- ger, salt og matarolíu í skál. Setj- ið fingurvolgt vatn út í og hrærið vel saman. . 2. Smyijið bökumót, setjið deig- ið inn í og upp með börmunum á mótinu. 3. Leggið hreint stykki yfir og látið lyfta sér á volgum stað með- an bakarofninn er að hitna. Setjið straum á hann, 200°C, blásturs- ofn á 180°C. 4. Setjið milt saltvatn í pott. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið frá rót og gróf græn blöð. Skerið í sneiðar og sjóðið í vatninu í 7 mínútur. Hellið þá á sigti. 5. Setjið soðinn blaðlaukinn yfir bökubotninn. 6. Þeytið eggið með pipar og múskati, setjið kotasælu og rifinn ost út í. Hellið yfir blaðlaukinn bökunni. 7. Skerið beikonið í bita eða ræmur og raðið yfir. 8. Setjið í heitan bakarofninn og bakið í 30 mínútur. Lærisveinn galdramannsins eftir Arna Laugdal Litla sjónfjósið Gallerí 11 við Skólavörðustíg hýsir um þessar mundir „Sjónþing" Bjarna H. Þór- arinssonar sjónháttarfræðings. Þetta er afraksturinn af tveggja ára vinnu, eftir persónulega „Huglæga hallarbyltingu" sem „þingmaður- inn“ varð fyrir 21. júlí 1988. Viðfangsefnið er rósin. Þetta er ósköp biðukollulegt við fyrstu sýn, en við nánari athugun kemur í ljós að innihaldið er gomma „legio“ og það mundi sennilega valda blek- kreppu ef einhver reyndi að gera þessu tæmandi skil. „Visual con- structive poetry“ er afskaplega slæm íslenska, sjónrænt klömbruð drápa er kannski skömminni skárri. Rósarformið er notað sem bygging (construcion) fyrir rím munstur (visual poetry). Hver rós verður þríræð, og gott betur, því að þó að allar rósirnar 25 séu ein samfelld sífella í stærð og formi, þá stendur hver og ein sjálfstæð í lit og eykur þannig á margræðið, — svo og rímið, svo og munstrið „und so weiter". Þetta geta verið kristal- handrit að nýrri víslendingabók, sjónrænar klamburdrápur, suður- amerískir galdrastafir, gestaþraut- ir, stofupunt, sjónháttarfræðilegt alslemm, klossrímuð rafbendu Ijóð, rofbenda af kristölluðum hugbún- aðartexta, pottablóm eða dunga. Orðið dunga er færeyska og þýð- ir haugur og var eftirnafn greifans af St. Kilda (Dunganon). Kalli þessi gerði „Visual construction poetry" tæmandi skil í molasopa athvörfum Kaupmannahafnar fyrir hálfri öld, og var reyndar svo mikill munngúli í lifanda lífi að sjálfur Göbbels hélt hvorki vindi né vatni. Þessi greifi af Monte nothing er grunaður um að hafa verið liðsforingi í „Huglægu Bjarni H. Þórarinsson hallarbyltingunni“ sem Bjarni varð fyrir 21. júlí 1988. Því að andi hans er svo sterkur inni á sýningunni að það má næstum því heyra veggina hvísla: „Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður." Þessi gamli galdrakarl frá Atlantis er ekkert að setja það fyrir sig þó að hann hafi verið heygður fyrir 18 árum. Þessar hugleiðingar kalla fram í hugann gamla „visual constructiva“ ferskeytlu sem löngu látinn kram- búðarmaður vestur í Dölum orti til löngu látins bónda sem bölsótaðist yfir því að geta ekki fundið sýslu- manninn: Bölvaðu ekki Bjarni minn elsku besti ljúfurinn hver veit nema komi inn karl helvítis andskotinn. P.S. Ég vona að Adolf láti þig i friði! Höfundur er húsasmiður. Sundaborg JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 Sundaborg OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.