Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Óskar Guðmundsson í Sæbjörgn með skötu, sem seld verður kæst á Þorláksmessu. Mol'KTinbladlð/fH3rk‘,i| Faxamarkaður: Sæbjörg kaupir 1,5 tonn af skötu til að kæsa fyrir Þorláksmessu FISKBÚÐIN Sæbjörg keypti um 1,5 tonn af skötu á Faxamarkaði í Reykjavík í gær en skatan verður kæst og seld á Þorláksmessu, að sögii Óskars Guðmundssonar hjá Sæbjörgu. Sæbjörg greiddi 110 krónur fyrir kílóið og nokkur hundruð kíló af skötu voru seld fyrir 150 króna meðalverð á Faxamarkaði fyrir skömmu. Meðalverð á skötu var 50-80 krónur á fiskmörkuðunum fyrri hluta ársins en verðið hækkar þegar fisksalar byrja að safna skötu til að kæsa fyrir Þorláksmessu. Óskar Guðmundsson segist ast í kæli til að byrja með en í reikna með að seld verði um 12-15 tonn af kæstri skötu á höfuðborg- arsvæðinu í ár. „Skata selst vel ef Þorláksmessu ber upp á virkan dag en í ár er hún á sunnudegi og þá er skötusalan um 30% minni en ella. Ég hugsa að kflóið af kæstri skötu kosti 450-480 krónur út úr búð fyrir næstu jól,“ segir Óskar. Hann segir að töluverðan tíma taki að kæsa og salta skötuna. „Við verkum sjálfir þessi 1,5 tonn af skötu, sem við keyptum úr Stakkavík ÁR á Faxamarkaði. Skatan er sett í kar og látin kæs- byrjun næsta mánaðar tökum við hana úr kælinum. Síðan er hún eftir atvikum söltuð eða hengd upp og þurrkuð. Það er hægt að kæsa og salta skötu í febrúar og geyma hana í kari með plasti yfir fram í desember. Ef skatan er hins vegar verkuð á hefðbundinn hátt þarf að byija að verka hana í nóvemberbyijun, því þá er hún kæst í þijár vikur og söltuð í aðr- ar þijár,“ segir Óskar. Hann segir að þurrkuð skata virðist njóta sífellt meiri vinsælda. „Til dæmis hef ég tekið eftir því að svokallaðir „uppar“ eru í hóp- um farnir að kaupa kæsta og þurrkaða skötu af því að það er eitthvað sérhæft. Þeir voru ekki vandir á að borða skötu en kaupa hana til að komast inn í umræð- una. Eg er hins vegar alinn upp við' að borða skötu á laugardögum, eins og tíðkaðist áður en verðbólg- an kom til sögunnar, og get ekki borðað hana kæsta og þurrkaða. Ef skatan er þannig verkuð liggur við að hægt sé að rífa veggfóður af veggjum með því að hleypa lyktinni af henni að. Mörgu eldra fólki finnst ekki vera nein jól, nema • það hafí borðað svona skötu," fullyrðir Óskar. Hann seg- ir að nokkrir veitingastaðir hér bjóði upp á ferska skötu og útlend- ingar séu mjög hrifnir af henni. „íslendingar borða hana hins veg- ar ekki, nema þá yfirdrifnir sæl- kerar,“ segir Óskar. Sjónvarp: Til greina kemur að breyta reglum um þýðingarskyldu - segir menntamálaráðherra SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra segir að til greina komi að breyta reglugerð um þýðingarskyldu sem sett var í ráðherratíð Sverris Hermanns- sonar. Eins og greint hefur ver- ið frá í Morgunblaðinu hafa Landssamtök kapalstöðva náð samningum við BBC TV-Europe um dreifingu á útsendingum stöðvarinnar í gegnum kapal- kerfi á íslandi, en Þorbjörn Broddason, formaður útvarps- réttarnefndar, hefur Iýst því yfir að væntanlegar útsendingar flokkist ótvírætt undir þýðing- arskyldu. „Okkur er það ljóst að það er stöðugt flóknara eftir því sem tæknin þróast að þýða myndefni sem sent er út beint. Ég hygg þó að skoðun Þorbjöms Broddasonar sé rétt að það sé þýðingarskylda á slíkum útsendingum," sagði menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra sagði að til greina kæmi að breyta reglu- gerðinni en verið væri að fg.ra yfir þýðingarskyldumál og ætlunin væri að skoða þau með opnum huga í ljósi þess hvemig mál hafa þróast. „Við leggjum að sjálfsögðu verulega áherslu á að íslenskt mál haldi þeim sessi sem vera ber í Ríkisútvarpið: Þættí um Dalai Lama breytt að beiðni kín- verska sendiráðsins INNGANGUR að þætti, sem Ríkisútvarpið sendi út sl. laugardag og fjallaði um Dalai Lama og Tíbet, var felldur niður, þar sem í inngang- inum var sagt að Dalai Lama væri þjóðhöfðingi Tíbeta, að sögn Harðar Vilhjálmssonar staðgengils útvarpsstjóra. í kynningu á þætt- inum í dagskrárblaði Morgunblaðsins var Dalai Lama einnig titlaður þjóðhöfðingi Tíbeta og islenskuinælandi maður í kínverska sendiráð- inu í Reykjavík hafði samband við ríkisútvarpið og gerði athugasemd- ir við það, þar sem Tíbet væri sjálfstjórnarsvæði í Kína, að sögn Harðar. Gísli Þór Gunnarsson, höfundur þáttai-ins, segir að hann hefði feng- ið þær upplýsingar hjá Ríkisútvarp- inu að fresta ætti þættinum og taka út titilinn „þjóðhöfðingi Tíbeta“. „Ég vildi hins vegar ekki að þættin- um yrði breytt án míns samþykkis og tók það skýrt fram. Ég tel því að Ríkisútvarpið sé að bijóta bæði höfundarlög og mannréttindi með því að senda þáttinn út breyttan, án þess að hafa fengið samþykki mitt til þess. Það er þó alvarlegast að Ríkisútvarpið skuli taka-mót- mæli Kínveija til greina en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á Tíbetum," segir Gísli Þór. Hann segist hafa haft samband mann útvarpsráðs, og beðið hana um að koma því til leiðar að þáttur- inn yrði sendur út á tilsettum tíma og það hafi verið gert. „Þátturinn byggist á viðtölum Gísla Þórs við Dalai Lama og það átti að fresta þættinum vegna þess að sá misskilningur kom upp að hann væri ekki nógu vel unninn. Hins vegar fóru Kínveijar ekki fram á að þættinum yrði frestað eða hann felldur niður,“ segir Hörður Vilhjálmsson. Gísli Þór segir að kynna hafí átt þáttinn í sjónvarpi síðastliðið föstu- dagskvöld en kynningin hafí verið felld niður. Hörður Vilhjálmsson segist hins vegar ekki kannast við við Irigu Jónu Þórðardóttur, for- þessa kynningu. Vísir að umhverfis- stofnun í Hekluhúsinu okkar menningarsamfélagi. Þessi mál eru í stöðugri skoðun í ráðu- neytinu,“ sagði menntamálaráð- herra. I UNDIRBUNINGI er að ríkið taki hluta gamla Hekluhússins við Laugaveg á leigu fyrir Náttúru- verndarráð og embætti veiði- sljóra ríkisins. Umhverfisráð- herra segir að ef af þessu verði, yrði það fyrsti vísir að umhverfis- málastofnun. Ekki er ljóst hve stórt húsnæði verður leigt Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sagði við Morgunblaðið, að embætti veiðistjóra ríkisins hefði lengi verið í húsnæðishraki og Náttúruvemdar- ráð í mjög óheppilegu húsnæði og einnig væri heppilegt að stofnanirn- ar væru undir sama þaki. „Það er ljóst að þegar fram líða stundir koma þær til með að mynda vísi að um- hverfísmálastofnun, komist hún á laggimar,“ sagði Júlíus. Hann sagði að þessar tvær stofn- anir þyrftu ekki nema hluta af því húsnæði sem til boða væri í Heklu- húsinu. En til greina kæmi, að al- þjóðleg rannsóknarmiðstöð sem ' snerti umhverfi Norður-Atlantshafs- ins fengi þama inni ef af stofnun hennar yrði. Því yrði sennilega feng- inrt forleiguréttur að einhveijum hluta hússins til viðbótar þar til ljóst væri hvaða afgreiðslu það mál fengi. Sverrir Sigfússon hjá Heklu sagði að fyrirtækið flytti starfsemi sína að einhveiju leyti úr gamla Heklu- húsinu, en því færi fjarri að allt húsið yrði leigt. Flutningar Heklu væru til hagræðingar, nú eftir að nýja húsið hefði verið tekið í notkun. Evrópukeppni taflfélaga: TR og Soling- en skildu jöfn SVEITIR Taflfélags Reykjavíkur og Solingen frá Vestur-Þýska- landi skildu jafnar í fyrri umferð undanúrslita Evrópukeppni tafl- félaga í félagsheimili TR í gær. 1 fyrri umferðinni tapaði Jóhann Hjartarson fyrir Short á 1. borði. Jafntefli gerðu Jón L. Ámason og Spasskíj á 2. borði, svo og Margeir Pétursson og Hiibner á 3. borði. Helgi Ólafsson vann Lobron á 4. borði, Hannes Hlífar Stefánsson tap- aði fyrir Lau á 5. borði og Karl Þorsteins vann Duebal á 6. borði. Seinni umferðin verður tefld í fé- lagsheimili TR í Faxafeni 12 í dag og hefst klukkan 17. Evrópuráðið: Þýðingasjóður Evrópu stofnað ur að tillögu Ragnars Arnalds EVRÓPURÁÐIÐ í Strasbourg samþykkti einróma í gær tillögu Ragn- ars Arnalds alþingismanns um að koma á fót sérstökum Þýðinga- sjóði Evrópu, sem hafi það meginhluverk að vinna að aukinni kynn- ingu bókmennta með ýmsum aðgerðum til stuðnings bókmenntaþýð- ingum, einkum með býðingum á bókmenntum fámennari málsvæða yfír á tungur stórþjóða. Ragnar Amalds mælti á fundi ráðsins fyrir áliti ménningamefndar ráðsins sem undanfarin tvö ár hefur haft þessa tillögu hans til meðferð- ar. „I áliti nefndarinnar var bent á þá aðferð Norðurlandaráðs að veita útgefendum styrk til að greiða kostnað við þýðingar að hluta eða öllu leyti til að ýta undir útgáfu," sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. „Af umræðum um tillöguna er ljóst að þessi nýi Þýðingasjóður Evrópu er talinn gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki nú þegar sam- skipti ríkja V-Evrópu við ríki A-Evr- ópu eru að stóraukast í kjölfar þeirra breytinga sem þar hafa orðið og tengist meðal annars því að Pólland og Ungveijaland urðu í dag fyrst ríkja Varsjárbandalagsins til að fá aðild að Evrópuráðinu og ta- lið er að önnur ríki bandalagsins fylgi í kjölfarið. Þessi sjóður mun fyrst og fremst skipta máli fyrir Norðurlönd, A-Evrópuþjóðimar og svo ríki eins og Grikkland, Portúgal og fleiri, en alls em töluð um 50 tungumál í Evrópu." Ragnar sagði að Austurríkis- menn hefðu lýst sérstökum stuðn- ingi við stofnun sjóðsins og lofað rausnariegu framlagi til hans jafn- framt því sem þeir buðu fram Vínarborg sem miðstöð sjóðsins. „Ég tók undir það í minni framsögu en staðsetningin verður endanlega ákveðin af ráðherranefnd Evrópu- ráðsins." Ragnar sagði að fjárveit- ingar til sjóðsins væru einnig háðar ráðherranefndinni en benti á að nýlega stofnaður Kvikmyndasjóður Evrópu hefði allt að einn milljarð íslenskra króna til ráðstöfunar á þessu ári. „Hversu rausnarlegir menn verða við þýðingasjóðinn skal ég ekkert fullyrða um en ég held að allir geri sér grein fyrir því að þetta getur verið mjög mikilvægt fyrir smáþjóðimar, sem hafa átt í erfíðleikum með að koma sínum bókmenntum á tungur stórþjóð- anna,“- sagði Ragnar Arnalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.