Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 19 inu. Ég kom á þann fund af því að mér fannst að þetta gæti kom- ið mér við, þar sem ég bjó (og bý) andspænis húsinu, hinum megin við Lækinn. Á þennan fund komu mjög fáir, svo fáir að kannski er ekki einu sinni til um hann fundar- gerð. Hinsvegar man ég að ég hafði orð á því á fundinum við ein- hvern skipulagsstarfsmann bæjaf- ins að kannski yrði þetta nýja hús - fullhátt fyrir minn smekk, og þá átti ég við að það myndi valda því að ég sæi ekki lengur Grindaskörð- in úr glugganum fnínum. Talsmað- ur bæjaryfirvalda fullvissaði mig aftur á móti um það, að ég þyrfti ekkert að óttast í því efni; nýja húsið yrði ekki hærra en turninn á Steinullarhúsinu hefði verið. Ég var slíkt barn að trúa þessu. Ég trúði því' að nýja húsið myndi ekki koma í veg fyrir að ég gæti haldið áfram að sjá Grindaskörðin út um gluggann. En núna er nýja húsið risið, og það reynist vera talsyert hærra en mér var talin trú um á fundinum að það yrði. Og Grindaskörðin eru fyrir bragðið algjörlega horfin út úr sjóndeildar- hring mínum. Nú er mér fullkomlega ljóst að einkasjóndeildarhringur minn á ekki að ráða byggð í Hafnarfirði. Hins vegar verð ég að gera þá kröfu til bæjaryfirvalda og skipu- lagssérfræðinga að þeir segi sann- leikann á opinberum kynningar- fundum. Hefði hið rétta um hæð þessarar byggingar komið fram á sínum tíma er mjög líklegt að ég og ýmsir fleiri í nágrenninu hefðu farið af stað með andmæli í ein- hveiju formi. Sjálfsagt hefði það ekki borið neinn árangur, en það hefði þó verið heiðarleg tilraun, og ég er satt að segja býsna argur yfir því að hafa látið blekkingar hindra mig í að gera þá tilraun á sínum tíma. Núna er það vitaskuld orðið of seint. Höfundur er skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Einar Sveinn Þórðarson listdans- stjóri við Islenska dansflokkinn. Nýr listdans- stjóri við fs- lenska dans- flokkinn EINAR Sveinn Þórðarson hefur verið ráðinn listdansstjóri við Is- lenska dansflokkinn tímabundið frá 1. september að telja. Einar hóf nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins árið 1969 en fór að því búnu til framhaldsnáms á árun- um 1978-82 við School of American Ballet í New York. Að námi loknu bauðst honum samningur við Penn- sylvania Ballet í Philadelphia þar sem hann dansaði í tvö ár. Eftir það kom Einar þeim og starfaði með Islenska dansflokknum um tveggja ára skeið. Á því tímabili dansaði hann meðal annars Dafnis í ballettinum Dafnis og Klói. Að því loknu fór Einar til Konunglega sænska ballettsins í tæpt ár og þaðan yfir til Múnchen í Þýskalandi þar sem hann starfaði frá árinu 1986 þar til að hann sagði samningi sínum lausum síðastliðið sumar. Einar _mun dansa í fyrirhug- aðri sýningu íslenska dansflokksins á Pétri og úlfinum sem frumsýnd verður 18. október næstkomandi. Opið bréf til bæjar- stjómar Hafnarfjarðar Þetta ósmekklega „Hollywood" skilti, sem byggingaverktakar hafa reist í Fjárhúsholti í auglýsinga- skyni, er í um tveggja kílómetra ijarlægð frá Setbergshlíðinni. Stærð þessa ferlíkis sést, ef unnt er að koma auga á mennina, sem eru að vinna við það að setja skilt- ið upp. Setbergshlíð er aldagamalt ör- nefni í þeim hluta Setbergslands, sem enn er í Garðabæ. Misnotkun og tilfærsla þessa gamla örnefnis er í augum hinna miklu fram- kvæmdamanna hégómi, sem þeir láta sér í léttu rúmi liggja. Því mið- ur hefur þeim tekizt að blekkja bæjarstjórann í Hafnarfirði til að veita sér heimild til að setja upp þetta ferlíki og auglýsa bygginga- framkvæmdir í „Setbergshlíð". Setbefgshlíðin verður aldrei flutt í Fjárhúsholtið, og treystum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að leiðrétta þessi fljótfærnismistök og að hún láti fjarlægja þetta fárán- lega skilti úr Fjárhúsholtinu án taf- ar, og sjái til þess, að verktakarnir hætti að auglýsa byggingar í Set- bergshlíð, sem er í öðru sveitarfé- lagi, og þar eru engar byggingalóð- ir til sölu. Með kveðju og von um skilning. Afkomendur Jóhannesar Reykdal. P.S. Örnefnið Setbergsholt er ekki til, og væri því vel hugsanlegt að skíra holtið upp, ef Fjárhúsholt þykir of „sveitó“. — Það nafn væri í góðu samræmi við Hvaleyrarholt í suðurhluta Hafnarfjarðar. Klæðskerasniðið Borgarnesstál úr völdu efni, í völdum litum. Allt tillegg fylgir. í klæðningarstáli býður enginn annar allt það efnisval og alla þá þjónustu sem þú getur fengið hjá okkur, og verðið er aldeilis sláandi gott. BÁRUSTÁL OG KANTSTÁL Útsölustaðir BORGARNESSTÁLS eru á höfuðborgarsvæðinu og úti um alla landsbyggðina. Hringdu til okkar og fáðu þær upplýsingar sem þér gagnast, þ.á.m. um þann sölustað sem þér hentar best. Sími: 93-71296, Fax; 93-71819. Vírnet hf. Borgarnesi. SAMEINAÐA/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.