Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 41 Miiming: * Frímann Isleifsson fyrr- um bóndi á Oddhól íteddur 1. febrúar 1901 Dáinn 18. september 1990 Hann afí, Frímann ísleifsson, fyrrum bóndi á Oddból á Rangárvöll- um andaðist eftir stutta sjúkrahús- legu, þriðjudaginn 18. september síðastliðinn. ■ Það er erfitt, raunar ómögulegt að ætla sér í fáeinum setningum að reyna að lýsa lífshlaupi afa. Hann fæddist 1. febrúar 1901 að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Foreldrar hansvoru ísleifur Erlendsson frá Hlíðarenda og Þórunn Sæmunds- dóttir frá Nikulásarhúsum. Viku- gamall fór hann í fóstur til föðurfor- eldra sinna, þeirra Erlendar Erlends- sonar og Margrétar Guðmundsdótt- ur og var hann alinn upp hjá þeim. Þegar afi var 6 ára drukknar faðir hans við Vestmannaeyjar og er ekki erfítt að ímynda hvílíkur missir það hefur verið fyrir lítinn dreng. Það kom snemma fram hvað afi var vinnusamur og duglegur að bjarga sér. A fermingardaginn fór hann að heiman, og eftir það sá hann fyrir sér sjálfur. Fyrst um sinn var hann vinnumaður en 16 ára gmall fór hann til sjós og var fyrst á bátum sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum en síðar á togur- um frá Reykjavík. / En afi var búmaður og vildi verða bóndi. Árið 1929 keypti hann Tuma- staði í Fljótshlíð og hóf þar búskap. Þar bjó hann ásamt ömmu, Mörtu Sigurðardóttur, fram til ársins 1943 er þau keyptu Oddhól á Rangárvöll- um. Þegar þau bjuggu í Oddhól var þar stórt og mikið bú. Árið 1963 selur hann Oddhól og flyst til Reýlqavíkur. En átthagaþráin var mikil og eft- ir fjögur ár flyst hann aftur á heima- slóðir. Þá byggir hann sér einbýlis- hús á Hellu. Eflaust þætti nú flestum nóg komið af framkvæmdum hjá einum manni en, afa héldu engin bönd ef eitthvað þurfti að gera og 1978 reisir hann sér nýtt hús. Slíkur var krafturinn. Afí var ávallt mikill dýravinur og vildi hafa dýr nálægt sér. Hestar voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum og var hann orðinn vel fullorðinn þegar hann tamdi síðasta hestinn. Hann átti einnig nokkrar kindur allt fram á síðustu ár, meðan aldurinn og heilsan leyfði. Þegar ég hugsa um afa streyma minningarnar að og áður gleymd atvik honum tengdum, birtast eins og myndir í myndarunu: leikir við Kát, reiðtúrar á Draum, heimilisfólk- ið í heyskap á flæðiengjunum, árin í Steinagerðinu, gamli „rússajepp- inn“, sumarið sem við áttum á Hellu þegar verið var að byggja á Frey- vangi, svo og ótal mörg önnur atvik. Afí var barngóður og hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Það var ómetanleg reynsla fyrir borgarbam eins og mig að fá að kynnast honum í leik og í starfi. Það var alltaf gaman að hitta afa og alltaf reyndi ég að heimsækja hann ef tækifæri gafst. Nú óska ég þess að samverustundimar hefðu orðið enn fleiri en þær urðu. Afi fylgdist vel með öllum málum og hafði ákveðnar skoðanir á flestu. Við áttum margar góðar stundir saman. Hann var lífsglaður og hafði gaman af söng og á góðum stundum var hann allra manna glaðastur. En afi var einnig ákveðinn og gat verið harður í horn að taka, en á sama tíma allra manna greiðviknastur. En nú er afi búinn að kveðja og er farinn yfir móðuna miklu, til sinna forfeðra. Elsku afa þakka ég fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Blessuð sé minning hans. Óskar mannkostum er kippt svo snögg- lega burtu er erfitt að skilja til- gang lífsins. Við trúum því að henni hafi verið ætlað göfugra hlutverk. Elsku Sævar, Auður, Alli, Gummi og Lilja Sædís, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Eva María yljar okkur ekki framar með fallega brosinu sínu en minningin um hana lifir ávallt í hugum okkar. Guð blessi minningu Evu Maríu Sæv- arsdóttur. Jón, Rannveig og fjölskylda Eftir að mér barst sú harmafregn að Eva litla hefði lent í slysi og væri horfin okkur, er mér efst í huga litla fallega stúlkan sem kom til dyra þegar ég kom í stutta heim- sókn suður í sumar. Hún sagði lítið en brosið og allt andlitið bauð mig innilega velkomna, þó ég væri bara leiðinleg sveitakerling komin til þess að stela mömmu hennar, æskuvinkonu minni, frá henni í nokkrar klukkustundir. Hún hafði breyst svo mikið frá því í fyrrasumar þegar þið heimsótt- uð okkur í sveitina og hún, lítil, dugleg hnáta, hljóp með okkur krökkum upp í garða. Hún hafði stækkað og litla, dökkleita, fallega andlitið hafði fengið smá dömusvip. Hún var komin hátt á áttunda ár. En hvað tíminn líður hratt, hugs- aði ég, og enn einu sinni var ég minnt á hvernig fjarlægðin á milli okkar Auðar vinkonu minnar kemur í veg fyrir áð við fáum að kynnast börnum hvorrar annarrar. Elsku Auður, Sævar, Alli, Gummi, Sædís og ömmur og afar. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og ég bið guð að leiða ykkur í sorg- inni, styrkja og hjálpa ykkur að trúa því að litla, yndislega stúlkan ykkar er ekki svo langt í burtu, þó englar guðs hafi tekið hana í fóstur og með því sleppt henni við að ganga lengur í þennan harða lífsins skóla. Kæru vinir, huggið ykkur við það, að hún er núna í heimkynnum drottins guðs, þar sem sólin skín alltaf og gleði, kærleikur og friður ríkir. Hún er laus við þjáningar, áhyggjut', reiði og allar okkar jarð- nesku byrðar. Ég veit þið berið öll stórt sár í hjarta eftir þennan mikla missi, en vinir mínir, guð hjálpar okkur til að bera þessi sár og tíminn minnk- ar sviðann. Kær kveðja, Sísi. fiinn uuiu«e Verð sem vekia athygk! Lambakjöt á tilboðsverði: Hryggur 498.pS.kg. Læri 598. °r“kg. Grillleggir 468. “j*. Kótilettur 595." j*. Vi lambaskrokkar 417.00pr kg Lambakjöt af nýslátruðu í STARMÝRI2 ^ Nýtt © slátur ~ 583,1,3,12.5950# Allt til sláturgerðar Kjúklingar 439.00 pr.kg. Lifur Hjörtu Nýru Mör Nálar Vambir Þindar Hálsæðar Sláturgarn Nýsviðin svið Rúgmjöl Heilhveiti Haframjöl Rúsínur Frysti- og kælipokar oo pr.stk. Coka cola 2 Itr. 139.” • Sprite 2 Itr. 139.” SunC djús 1 ltr. 98.” USARúsínur 425 g. 79.” Strásykur 1 kg. 69.” 00 00 Libbys tómatssósa 98.° 640 g Cheerios 425 g 189.' Whiskas hundamatur Vi dós 79.” 00 Ljómasmjörlíki 98. Frón mjólkurkex 126.”prpk Frón matarkex 126.”ptI* Hversdagsís 1 ltr. 199.” Hversdagsís 2 ltr. 327.” 4 rúllur WC pappír 147.' 2 eldhúsrúllur 89.” Prik þvottaduft 70 dl. 389.‘ C 11 þvottaduft 3 kg. 399.' Pampers bleiur 1.198.”pk Pedigree kattamatur 1/2 dós 79.” 00 00 MA TVÖRUVERSL UNIN Verið vandlát - það erum við! OPIÐ í STARMÝRI 2 OPIÐ Á HÁALEITISBRAUT 68 VIRKA DAGA KL. 13-18.30 FÖSTUD. KL. 13-19 VIRKA DAGA KL. 9-18.30 FÖSTUDAGA KL. 9-19 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 -16 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 -16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.