Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990 Sinfóníuhlj óm- sveit æskunnar Fortjaldið sem Picasso málaði fyrir sýninguna á ballettinum Parade eftir Cocteau og Satie. _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Stravinskíj hefur réttilega verið nefndur rússneskt-franskt- amerískt t ónskáld og þó ballett- inn Orfeus sé saminn 1947 í Bandaríkjunum, hafði hann samið sína þrjá frægustu balletta, nefni- lega Eldfuglinn, Petrúsku, og Vorblótið í París á árunum 1909 til 13. Paul Zukofsky stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar æskunnar leggur efnisskrá tónleikanna, sem haldnir voru sl. laugardag í Há- skolabíó, upp sem undirbúning fyrirhugaðra tónleika 6. janúar nk. en þar verður flutt Turangal- ila sinfónian eftir Messiaen. Zukofsky leggur út frá því í efnisskrá, að Debussy, Dukas, Stravinskíj og Satie hafí haft mótandi áhrif á Messiaen er hann var í læri Dukas og eins og Zukof- sky ritar; „Setjið ykkur í fótspor nem- anda í tónsmíðum í París um 1925, sem er á höttunum eftir fordæmi, sem hann geti fylgt og Orgelleikari Háteigskirkju, dr. Orthulf Prunner hélt tónleika í Kristskirkju sl. laugardag og flutti verk eftir Franz Schmidt og Johann Sebastian Bach. Fyrst á efnisskránni voru þijú verk eftir austurríska tónskáldið Franz Schmidt (1874—1939) en í þeim fræðum var hann nem- andi Anton Bruckners. Hann var frábær sellisti og ekki síðri píanóleikari og gegndi starfi sem prófessor í píanóleik við Tónlist- arakademíuna í Vín frá 1910 og frá 1925 sem skólastjóri. Mikið orð fór áf honum sem kennara en á tímum mikilla hugmynda- fræðilegra umbrota, þóttu tónsmíðar hans vera of hefð- bundnar. Eftir hann liggja 4 sin- fóníur, óperurnar Notre Dame (V. Hugo) og Fredegundis, órat- orían Bók hinna sjö innsigla, kammer- og orgelverk og skemmtileg vinstri-handar til- brigði fyrir píanó. Dr. Prunner lék Tokkötu í C-dúr og tvo sálm- byggt á. Af ástæðum svo sem þjóðerniskennd, fagurfræði og al- mennri lifsskoðun, hafnar hann þýsku hefðinni með hinum ríkjandi fyrirmyndum sínum: Ma- hler, Strauss og e.t.v. Schönberg. Um hvað stendur valið? Hvert á hann að snúa sér?“ Svarið má ef til vill finna í Turangalila sinfóníunni og tón- leikarnir um síðustu helgi eru hugsaðir sem forspjallsúttekt á þeirri þróun sem hófst með De- bussy. Fyrsta verkefnið á efnis- skránni, Síðdegi skógarpúkans, (1892—94), eftir Debussy er ekki aðeins fyrsta hljómsveitarverkið eftir hann sem vekur athygli, heldur er það af mörgum frgeði- mönnum talið marka upphaf nút- ímatónlistar. Það er í raun snilld- arlega útfærð innrás í þann tón- heim sem rómantísku tónskáldin þýsku drottnuðu yfir og í stað til- finningalegrar túikunar kominn leikur með blæbrigði. Lærisveinn galdramannsins, sem Dukas samdi 1897 er glæsilegt hljóm- sveitarverk, leikrænt hermiverk, forleiki eftir Schmidt en tokkat- an er mjög erfið í flutningi og var leikur Prunners tilþrifamik- ill. Sálmforleikimir voru fallega fluttir. Fyrir nokkram árum lék dr. Prunner allar tríósónöturnar eft- ir J.S. Bach og voru það eftir- minnilegir tónleikar. Fyrsta verkið sem hann lék að þessu sinni eftir meistarann, var tríó- sónatan (nr. 2) í c-moll. Leikur Prunners var glæsilegur og einn- ig í Prelúdíu ,og fúgu í e-moll (BWV 548) en bæði verkin eru feikna erfið. Á milli þessara verka lék Pmnner Schúblersálm- forleikina en Schúbler var nem- andi J.S. Bach og gaf út þessa forleiki rétt um ári fyrr en Bach lést. Sálmforleikir þessir eru umritanir úr ýmsum kantötum og þeirra frægastur er Wachet auf (Vakni, Síons verðir kalla), en uppruna eins þeirra (nr. 2, Wo soll ich fliehen hin) er ekki vitað neitt með vissu. sem á sér aðeins hliðstæðu í tóna- ljóðum eftir Strauss. Bæði verkin voru ótrúlega vel leikin af ungu tónlistarmönnunum undir öruggri stjórn Zukovkys. Á seinni hluta tónleikanna voru leiknir tveir ballettar, Orfeus eftir Orthulf Prunner Dr. Orthulf Prunner er góður orgelleikari og sérstaklega í J.S. Bach, þar sem saman fer stílhreinn og nákvæmur flutn- ingur er hæfir hinum mikla meistara einkar vel. Stravinskíj og Parade eftir Satie. Sagt hefur verið um ballettinn Orfeus að þar hafi Stravinskíj ekki náð fluginu, þrátt fyrir ein- staka góða spretti og telja það eitt þeirra verka sem líklega hafi fyrir fram verið vígð gleyms- kunni. Verkið er á köflum erfitt fyrir flytjendur en var ótrúlega vel ieikið. Lokaverkefnið var svo „kúb- istaballettinn" Parade eftir Satie. Þeir sem áttu þátt að uppfærslu ballettsins voru Jean Cocteau er samdi söguna en kúbistísk leiktj- öldin voru eftir Pablo Picasso og undarlega „hornóttur" dansinn saminn af Leonide Massine. Verk- ið var uppfært í Monte Carlo árið 1917 og var einn alsheijar „skandal". Höfundamir voru ásakaðir fyrir að gera grín að leik- húsgestum, reyna að innleiða þýska skopstælingu, á tímum er Frakkar og fjóðveijar voru í stríði og voru auk þess kallaðir land- ráðamenn. Hamagangurinn var svo mikill hjá ein um gagnrýnanda að Satie sá sig tilneyddan til að senda viðkomand dónalegt bréf. Satie var dæmdur í átta daga fangelsi, eða eins og stendur í dómnum, „fyrir ærumeiðingar og móðgandi athæfi“. Nú þykir verkið vera hið sak- lausasta en að efni til fjallar það um ferðaleikflokk sem samanst- endur af kínverskum trúð, tveim- ur akrobötum, lítilli amerískri stúlku og þremur framkvæmda- stjórum. Það sem hneykslaði aðdáendur fagurrar tónlistar var notkun á ýmsum apparötum, svo sem sírenu, ritvél og dínamó, auk þess sem notuð var upptaka á flugvélagný, léikið á vínflöskur og sullað í þvottabala. Allt tengd- ist þetta leiknum í ballettinum, sem var langt frá þeim fagurleik- andi limaburði yndislegra ball- ettmeyja, sem áhorfendur voru vanir að hafa fyrir augum og dáðst að. Það má segja að Parade sé spásögn um þá fírringu sem var að halda innreið sína inn í menn- ingu Vesturlanda, firringu sem enn er að magnast að marki þess óhugnanlega í fjölmiðlaæði nút- ímans og gerir verk eins Parade að saklausu og jafnvel leiðinlegu gamaldags gamni, sem hvorki hneykslar eða er til skemmtunar. Leikur Sinfóníuhljómsveitar æskunnar var vel útfærður og gaman að heyra þennan grallara- leik eftir Satie. Það sem helst ein- kenndi leik sveitarinnar var slysa- laus og vel samvirkur leikur og glæsilegur hljómur, sérstaklega í snilldarverkunum eftir Debussy og Dukas. í Stravinskíj áttu marg- ir hljóðfæraleikararnir, einleiksst- rófur, sem þeir skiluðu með ágæt- um og í heild báru tónleikarnir þess merki, að vel hafði verið unnið á þessu haustnámskeiði Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, undir markvissri stjórn hins göl- drótta Paul Zukofsky. Orthulf Prunner Camerata í Há- teigskirkju _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Serenata Elgars í e-moll op. 20 fyrir strengjasveit er ekki mik- ið átakaverk frá hendi höfundar, né heldur að hljóðfæraleikararnir þurfi að leggja út í miklar æfing- ar til þess að ráða við það, en Elgar var jú strokhljóðfæraleikari og því er Serenatan vel skrifuð fyrir þessa hljóðfæraskipan. Hún er einnig hlaðin safaríkum melod- ium, eða laglínum, sem Elgari veittist svo auðvelt að framkalla. Hljómsveitin Camerata er skipuð ágætum hljóðfæraleikurum, sem skiluðu sínu hlutverki hljóðrænt og í anda síðrómantíkurinnar. Hinir þrír þættir verksins runnu þó nokkuð fram í sama farveg hvað hraðaval og framsögn varð- ar, fallegur en nokkuð litlaus flutningur. Björn Steinar Sól- bergsson organleikari skilaði ein- leikshlutverkinu í fjórða orgelkon- sert Handels með ágætum og hljómborðstækni hans hentar vel orgelkonsertum Hándels, hann nýtti einnig vel heldur leiðinlegar raddir orgelsins, þó var erfitt að bjarga öðrum þættinum með þeim röddum sem til staðar voru. En maður hlýtur að spyija, hvers vegna jafn gróin og gömul kirkja sem Háteigskirkja er, hefur ekki fyrir löngu látið það verða for- gangsverkefni að kaupa orgel sem sæmir kirkjunni, því við liggur að móðgun sé við góðan organleik- ara, sem kirkjan hefur, að bjóða honum upp á það hljóðfæri eitt sem nú er. Tónsmíðar eftir Ríkarð Örn Pálsson hafa ekki verið mjög algengar á tónleikaskrám fram að þessu, en verður nú vonandi breyting þar á. ARK-Diverti- mento fyrir strengi og slagverk var frumflutt að þessu sinni. ARK er í fimm þáttum og í efnisskrá tónleikanna prentaðar bögur sem Ríkarður gerði um leið og hann samdi tónlistina. Gaman væri að Camerata birta þessar bögur hér því Ríkarði virðist láta ljúft að Ijóða, en læt nægja að hafa eftir fyrstu bög- una, sem e.t.v. skýrir nokkuð heiti verksins ARK. Ei skal buga orða þjark/ eftir tuga stunda hark/ þetta hugans hrafna- spark/ hér læt duga að nefna ARK. Ríkarður virðist kunna að skrifa og það í ýmsum stíltegund- um og er það vel. í ARK mætir maður þessum stíltegundum og óneitanlega spyr maður hvar mað- ur sé staddur. Stílhreinastur þótti mér annar þáttur verksins, Morg- unlokka, en vel gæti ég trúað að eitthvað miklu merkilegra eigi eftir að koma úr smiðju Rikarðs. Þessum hálf-ensku tónleikum lauk á léttum strengjum, Simple Symphony eftir Benjamin Britten. Örn Óskarsson er nýr og ungur hljómsveitarstjóri sem, eins og allir aðrir, þarf að ganga í gegn um strangan og erfiðan reynslu- skóla og fá tækifæri til að takast á við miklu kröfumeiri verkefni en voru á þessum tónleikum og að sýna þar hvað í hónum býr. Vonandi fær hann þessi tækifæri svo og allir þeir aðrir íslenskir sem í alvöru hafa lokið þessu hljóm- sveitarstjóranámi og að ráðsmenn sinfóníunnar fari loks að skilja það að starf þeirra stendur á brauðfótum á meðan ekki eru ald- ir upp, ekki bara einn, heldur margir góðir íslenskir hljómsveit- arstjórar. Verum minnug þess að hljóm- flutningsgræjurnar verða aldrei betri en veikasti hlekkur þeirra er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.