Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Minning: Guðrún Lilja Þorkels- dóttir hjúkruimrkoim Fædd 26. júlí 1914 Dáin 16. september 1990 Merk kona er látin og hennar ber að minnast. Löngu og erfiðu veikind- indastríði er lokið með sigri sláttu- mannsins slynga. Þó má segja með vissum rétti að dauðinn hafí verið sem líknandi hönd á hinn sjúka lík- ama Guðrúnar Lilju Þorkelsdóttur. En örlögum sínum tók hún af still- ingu og æðruleysi sem einkenndi jafnan-líf hennar. Guðrún Lilja var fædd í Borgar- nesi 26. júlí 1914. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Bergþórsdóttir og Þorkell Guðmundsson, kaup- maður í Borgarnesi. Guðrún lifír dóttur sína og er háöldruð kona — varð 100 ára í maí er leið. Bæði Guðrún og Þorkell voru af borg- firsku bergi brotin og rómuð fyrir dugnað og myndarskap í héraðinu. Guðrnn Lilja eða Nunna eins og hún var jafnan kölluð ólst upp við gott atlæti og glaðværð ásamt yngri systur sinni, Þórdísi Fjeldsted, hús- frú í Feijukoti í Borgarfírði. Þær systur voru alla tíð samrýndar og studdu hvor aðra af heilum hug á lífsleiðinni. Faðir Nunnu heitinnar, Þorkell, andaðist langt um aldur fram árið 1926 og var öllum þeim er hann þekktu harmdauði. Dimmum skugga var kastað á annars bjarta æskudaga. En móðir Munnu, Guð- rún, hélt utan um hag heimilis og barna með reisn og æðruleysi enda kunn af dugnaði og fyrirhyggju. Hún var hin styrka stoð fjölskyldu sinnar og kostaði kapps um að koma dætrum sínum til mennta og virti hug þeirra í þeim efnum í hví- vetna. Á unglingsaldri settist Nunna í Kvennaskólann í Reykjavík. Fljót- lega komu í ljós frábærir námshæfí- leikar og notadrjúg samviskusemi. Hugur hennar stefndi til þess að leggja hönd á plóg í líknarmálum. Hjúkrunarkvennaskóli íslands varð fyrir valinu og þar lauk hún námi með glæsilegum vitnisburði árið 1939. Nunna hélt síðan til Danmerkur og lagði stund á geð- hjúkrun við St. Hans-hospital í Hróarskeldu. En meðan hún dvaldi í Danmörku skall á síðari heims- styijöldin. Nunna ákvað að komast sem fyrst heim undan aðsteðjandi styijaldargný og skyldi allra bragða neytt. Hún var ein af þeim mörgu íslendingum sem fóru með Esjunni 1940 í þá ferð sem kennd hefur verið við Petsamo og var mikil hættuför. Þær eru ógleymanlegar lýsingarnar hennar, svo lifandi og myndrænar, af lífínu um borð í * Esjunni og af ferðafélögum hennar á leiðinni norður yfir Svfþjóð til fínnsku höfuðborgarinnar Petsamo við Barentshaf. Þeirri borg og vænni sneið af landi sínu þurfti finnska þjóðin að fóma í styijaldar- lok og þótti Nunnu það vera kald- hæðni örlaganna. Siglingin til Is- Minning: Halldóra Guðmunds- dóttir - Miðengi Fædd 26. febrúar 1891 Dáin 22. september 1990 Látin er í hárri elli föðursystir okkar, Halldóra frá Miðengi í Gríms- nesi. Er hún hér kvödd síðust sex systkina, sem upp komust af bömum Katrínar Jakobsdóttur og Guðmund- ar Sveinbjamarsonar frá Valdastöð- um í Kjós. Var hún eina stúlkan í hópnum og hvers manns hugljúfi. Heimilið á Valdastöðum var stórt og ríkti þar glaðværð með atorku og gekk faðir hennar í broddi fylk- ingar þegar ráðist var í lestur góðra bóka, enda sagt að hann kynni fjölda bóka utan að, svo sem Njálu og fleiri Islendingasögur. Móðuramma Halldóru var Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Valdastöðum; var hún fyrsta lærða ljósmóðirin í Kjósinni (frá 1848) og föðurætt hennar það- an. Móðurleggur átti ættir að rekja til ungrar stúlku frá Moskoti í V- Skaftafellssýslu, en hraktist undan Eldunum. Föðurætt Katrínar, móður Halldóra, var einnig fast tengd Kjó- sinni, en þeir bjuggu hver eftir ann- an á Valdastöðum, Hurðarbaki og í Hvammi (lengst) frá því skömmu eftir 1500. Móðir Ólafs Narfasonar, þess er fyrstur þeirra langfeðga bjó í Hvammi, var dóttir Bjarna Ivars- sonar Hólm á Meðalfelli, en kona Ólafs var Sólveig dóttir Bjarna á Btjánslæk Andréssonar (á Felli, Guðmundssonar ríka á Reykhólum, Arasonar) en móðir Sólveigar var Guðrún (eldri) dóttir Bjöms Guðna- sonar í Ögri. Guðmundur faðir Halldóru ólst að mestu upp í Kjó- sinni, en faðir hans, Sveinbjöm í Bygggarði, lést innan við þrítugt. Var hann sonur Guðmundar (yngra) bónda á Hvítárvöllum Svein- bjömssonar bónda og kaupmanns á Ytra-Hólmi síðan sjálfseignarbónda á Hvítárvöllum, Þórðarsonar. Vora þeir niðjar Sveinbjamar offícialis í Múla. Kona Sveinbjarnar í Bygg- garði var (Petrina) Regina dóttir Jacobs Peter Rist faktors I Reykja- vík, en hann var sonur kommandör- kaptajn (í danska flotanum) Jonas Rist. En sú ætt auðrakin til Nördlingen í Bayern (á 16. öld). Nítján ára gömul giftist Halldóra uppeldisbróður sínum og frænda, Benedikt Einarssyni kennara, verk- smiðjustjóra (á Álafossi) en lengst af bónda. Var Benedikt hinn mæt- asti maður og orðlagður kennari. Þótti t.d. fæmi hans í tungumálum einstök. Fyrst bjuggu ungu hjónin að Hurðarbaki í Kjós en árið 1923 keyptu þau Miðengi í Grímsnesi og við þann stað voru þau jafnan kennd. Halldóra og Benedikt voru rækt- unarfólk í þess orðs víðasta skilningi og þótti heimili þeirra og búskapur allur til fyrirmyndar. Utan heimilis vann Halldóra alla tíð að félagsmálum og valdist snemma til forystu. Var hún t.d. formaður Sambands sunnlenskra kvenna í 15 ár, en eitt baráttumál þeirra var stofnun Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni; svo eg sérstakur stuðningur við sjúkrahúsið á Selfossi. Til marks um hve störf hennar vora mikils metin var hún sæmd fálkaorðunnii fyrir félagsstörf árið 1965. Þau Benedikt eignuðust 3 börn, Helgu, sem gift er Kristni Guðmundssyni, en þau tóku við jörð- inni af foreldrum Helgu. Búa þar nú þeirra dóttir og dótturdóttir fé- lagsbúi; Halldór (látinn 1983), kvæntan Þórunni Sigurbergsdóttur; og Guðmund, kvæntan Auðbjörgu Bjömsdóttur. Er þetta hið mesta mannkosta- og sómafólk. Halldóra var þétt í lund og á velli og höfðingi í sjón og raun, þótti hún lík föður sínum um margt. Verður hún kvödd frá Fossvogs- kirkju í dag, 3. október, kl. 13.30. Hvíli hún í friði. Fyrir hönd systkina minna og maka. Ottar Þorgilsson Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands 22. september sl. og fer jarðar- för hennar fram á dag frá Fossvogs- kirkju. Hún var fædd 26. febrúar 1891, dóttir hjónanna Katrínar Jakobs- dóttur og Guðmundar Sveinbjöms- sonar bónda á Valdastöðum í Kjós. Hún giftist 14. júní 1910 Bene- dikt Einarssyni, bónda og kennara. Þau fluttust að Miðengi í Grímsnesi vorið 1923 og bjuggu þar um 20 ára skeið. Þau eignuðust þijú börn Halldór, Guðmund og Helgu. Þegar Benedikt og Halldóra hættu búskap, tóku við búi á Miðengi Helga dóttir þeirra og tengdasonur, Kristinn Guðmundssor, þar átti Halldóra allt- af heima, hjá kærri fjölskyldu, þar sem hún undi hag sínum vel og gat í mörg ár starfað mikið að sínum áhuga- og félagsmálum. Halldóra gekk í Kvenfélag Grímsneshrepps og var virkur og góður félagi, var formaður þess í meira en tvo ára- tugi. Hún var áhrifaríkur og traust- ur fulltrúi kvenfélags síns hjá Sam- bandi sunnlenskra kvenna og var kosin formaður þess árið 1948 og gegndi því starfi í 15 ár eða til 1963. A þessum árum vora örar breyt- ingar í þjóðfélaginu og mikið starf að vera formaður SSK í stóra og dreifbýlu héraði við erfiðar aðstæð- ur. Halldóra var dugleg og vel gef- in. Hún trúði því að kvenfélögin í Árnes- og Rangárvallasýslu, sam- einuð undir merki SSK gætu komið mörgum góðum málum fram sunn- lenskum byggðum til heilla. í skóla- nefnd Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni var hún lengi og vann þar mikið starf. Fyrsta orlof húsmæðra á Laugar- vatni var framtak Halldóru og henn- ar samstarfskvenna áður en frum- varp til laga var samþykkt frá Al- þingi um orlof húsmæðra. Á orlof- sviku á Laugarvatni naut Halldóra sín vel í hópi húsmæðra á Suðurl- andi. ' $ Umræður um byggingu sjúkra- húss á Suðurlandi var stór þáttur í störfum SSK á stjómarárum hennar og lagði hún oft mikið á sig til að stuðla að byggingu nýs sjúkrahúss á Suðurlandi og að allir skildu vera sáttir og sameinaðir. í rúm sex ár hefur hún legið á Sjúkrahúsi Suðurlands, eftir að hún lærbrotaði og gat ekki lengur verið heima hjá fjölskyldu sinni á Miðengi. Störf Halldóru á Miðengi eru skráð í sögu SSK og njótum við þeirra með þökk og virðingu. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir félagsstörf. Að lokum þökkum við’ líf og störf Halldóru í Miðengi og færum börn- um hennar og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Sambands sunn- lenskra kvenna, Sigríður Th. Sæmundsdóttir lands var afar áhættusöm og stríð- andi fylkingar, grárar fyrir járnum, ógnuðu skipinu. Við heimkomuna hóf Nunna hjúkrunarstörf og sinnti þeim með stuttum hléum allt fram til ársins 1984. Hún vann í Landsspítalanum 1941-1958 og síðar á Heilsuvernd- arstöðinni. Starfsferill hennar var langur og farsæll. Þar fór mann- eskja sem sinnti sínu starfí af alúð og kunnáttu samfara viðeigandi alvöra- og tilfinningasemi. Aldrei var kastað höndum til neinna verka heldur spurt: „Hvað get ég gert betur?“ Árið 1947 gekk Nunna að eiga Gunnar Sigurðsson, sem kenndur var jafnan við Geysi, var hann náf- rændi hennar. Foreldrar hans voru Ingibjörg Eyjólfsdóttir og Sigurður Jóhannsson í Geysi, vel þekkt sóma- fólk á sinni tíð. Þær Ingibjörg og móðir Nunnu vora systkinabörn og góðar vinkonur. Nunna og Gunnar eignuðust eitt barn sem er Gunnar Gunnarsson, sálfræðingur. Nunna og Gunnar urðu fljótlega áberandi í menningar- og listalífi Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar blómstraði menningarleg umræða; haldin voru ljóða- og tónlistarkvöld að ógleymdum málverkasýningum. Þau studdu af einurð þá menningar- legu byltingu eftirstríðsáranna er ruddi úr vegi gömlum og stöðluðum hugsunarhætti. Nunna og Gunnar lifðu og hrærðust í heimi listsköpun- ar samtíðarmanna sinna. Að sönnu má segja, að samtíðin vinni að framtíðinni og er það andstætt þeim hugsunarhætti að týnast í þátíðinni og velta sér upp úr frægð hennar. Fjölmargir listmálarar áttu hauk í homi þar sem þau hjón voru og nutu góðs af þeim. Á þessum áram var ríkjandi afar mikil þröngsýni og afdalamennska í flestu er listir snerti — og ríkir að vissu leyti enn ef vel er að gáð — og fyrir vikið áttu ungir listamenn i vök að veij- ast. Nunna og Gunnar vora í fá- mennum hópi sem þorði að skilja og standa með nýjum straumum í hugsun og sköpun á léreftinu. Erf- iðleikar og andstreymi aga vissu- lega og meitla mannfólkið og ekki síst skapandi listamenn. Þessi vakn- Hig í listsköpun hér á landi var ekki þrautalaus en hún hefur borið ríkulegan ávöxt í íslensku menning- arlífí. Það var einkar fróðlegt á síðari árum að hlýða á frásagnir Nunnu frá þessu merka tímabili í sögu ís- lenskrar myndlistar og undram sætti hve faglega hún ræddi um listaverkin og alúðiega um lista- mennina. Eg kynntist þeim hjónum, Nunnu og Gunnari, þegar á barnsaldri. Þau bjuggu lengstum í Skeiðarvogi. Móttökur vora ætíð hlýjar og yfir- vegaðar. Þar hóf andinn sig upp yfir dægurþrasið. Heimili þeirra var eitt það sérstæðasta og smekkleg- asta sem ég hef komið á. Þar var ákveðin stefna ríkjandi um alla hluti, svo hnitmiðuð og fáguð að unun var af. Listaverkin og ekki einasta þau heldur innrömmun þeirra og staðarval innanhúss ásamt innbyrðis samspili þeirra var ómetanlegur skóli út af fyrir sig. Augljóst var að í öllu fór saman einstök næmni og tilfinning fyrir stóru jafnt sem smáu. Húsbúnaður og munir aðrir voru felldir af fá- dæma smekkvísi inn í heimilið af tillitssemi við listaverkin. Jafnvel fataskápurinn var opnanlegt mál- verk! Það var ætíð forvitnilegt að fylgjast með þegar ný málverk voru hengd upp eða aðrar breytingar áttu sér stað á heimili Nunnu og Gunnars. Gunnar Sigurðsson féll frá vorið 1970 og var á besta aldri. Harmaði Nunna hann mjög og var aldrei söm eftir andlát hans. Hún dró sig hægt og bítandi í hlé svo okkur þótti á köflum jafnvel um of. En það var einmitt á þessum áram sem ég kynntist henni á nýjan hátt en áður og vel þó undarlega hljómi og. Það var dýrmæt ánægja að sitja kvöld- stund hjá henni í „galleríinu" (sem heimilið var) og ræða málin og umræðan snerist jafnan um mynd- listina. Það áttu fáir sinn líka í þeim efnum því svo yfirgripsmikil var þekking hennar á myndlistinni. Þó Nunna væri hlédræg og lát- laus þá átti hún sinn vinahóp sem hún sinnti af einstakri hlýju og ánægju. Hún umgekkst fáa út- valda. Nunna var dul og bar ekki tilfinningar sínar á torg út. Að vissu leyti er hún mér ráðgáta. Hún var sú manngerð er átti til víðsýni og glöggan skilning á þeim málum er hún kaus að ræða. Og háttvísi og næmni gagnvart mönnum og mál- efnum var við bragðið. Hún var ein af þeim manneskjum sem fóru sér hægt í lífínu og var jafn sönn á ytra sem innra borði. Það er hvetju orði sannara, að slíkar dyggðir þurfa að prýða fólk er ber hag ís- lenskrar menningar fyrir bijósti og það á kannski ekki síst við um lista- mennina sjálfa sem vilja vera sann- ir í listsköpun sinni. Hið innra á alltaf upptök sín í því ytra. Ármann Reynisson Eva María Sævars- dóttir — Kveðjuorð Fædd 12. nóvember 1982 Dáin 25. september 1990 Kveðja frá Melaskóla. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan; kom til mín! Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum hólpin sál með ljóssins öndum. ' (B. Halld.) Fyrsta skóladegi á hveiju hausti fylgir alltaf viss eftirvænting, bæði hjá kennuram og nemendum. Og þetta haust var engin undantekn- ing. Það var ánægjulegt að líta yfír hópinn sem mættur var til starfa á ný, að loknu sumarleyfi. Andlitin hraustleg og glöð og allir pínulítið stæm og eldri en þegar við kvödd- umst í vor sem leið. Fyrstu dagana vora andlitin full af gleði og eftir- væntingu og tilhlökkunin var mikil eftir að takast á við ný viðfangs- efni. En skyndilega dimmdi yfir hópnum okkar, á andlitunum ríkti nú óvissa og hryggð þegar okkur barst sú fregn að bekkjarsystir okk- ar hefði slasast á leið í skólann. Þrátt fyrir einlægar bænir okkar átti Eva María ekki eftir að gleðja okkur méð nærveru sinni á ný. Þær era margar minningarnar sem koma upp í hugann okkar á slík- um stundum. Eva María var góð- ur bekkjarfélagi og nemandi. Hún var glaðlynd og hafði mikla hæfileika til að semja sögur og ævintýri og ekki var hæfileikinn minni við myndskreytingu þess- ara sköpunarverka hennar. Við eigum öll eftir að sakna Evu Maríu úr hópnum okkar. Um leið og við sendum foreldram henn- ar, systkinum og ástvinum öllum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, þökkum við Evu Maríu fyrir góðar samverastundir hér í skó- lanum.' Minning hennar mun lifa sem ljós í lífi okkar allra. Guðrún Sturlaugsdóttir og nemendur í 3. bekk D. Vertu sæl, vor litla, hvita lilja, lögð i jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífí nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Börn eru full af lífsgleði og at- hafnaþrá. Þess vegr.a virðist sjálf- sagt að þau fái að lifa og dafna. Raunin er oft önnur. Lítil frænka okkar, Eva María Sævarsdóttir, hefur kvatt þennan heim aðeins sjö ára gömul. Hún var einstaklega fallegt barn, skýr og tápmikil. Þegar einstaklingi búnum slíkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.