Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Arskógssandur: Starfsfólk vant- ar í beitningu SOLRÚN hf. á Árskógssandi hefur að undanförnu auglýst eftir fólki í beitningu, en einnig vantar fólk til fiskvinnslu, vélstjóra og háseta til starfa hjá fyrirtækinu. Sólrún gerir út tvo báta, Særúnu EA og Þyt EA. Pétur Sigurðsson hjá Sólrúnu sagði að síðustu daga hefði fólk sóst eftir störfunum sem laus eru, en auglýst hefði verið um nokkurn tíma. Enn vantaði þó fólk í beitningu, 154 skráðir atvinnulausir í LOK septembermánaðar voru 154 skráðir atvinnulausir á Akur- eyri, 70 karlar og 84 konur. í öll- um mánuðinum voru skráðir 251 án atvinnu. Brynja Skarphéðinsdóttir hjá Vin- numiðlunarskrifstofunni sagði að nokkuð margir hefðu farið af skránni í september, bæði skólafólk og einnig þeir sem fengu vinnu í sláturhúsinu auk fleiri tilfallandi verka sem tilheyra haustinu. Langstærsti hluti þeirra sem eru án atvinnu er verkafólk, 26 talsins úr Iðju, félagi verksmiðjufólks, og 63 úr Einingu. Nú eru á atvinnuleys- isskrá 154, en voru 118 á sama tíma á síðasta ári. „Það er ótrúlegt að fari mikið út af skránni héðan af, því miður er hætta á að eitthvað fjölgi nú um mánaðamótin. Við tókum á móti 6 nýskráningum í gærmorgun og eitt- hvað af fólki hefur haft samband við okkur,“ sagði Brynja. háseta og þá hefði ekki verið unnt að fá vélstjóra til starfa á Særúnu í um mánaðartíma. Særún er 73 tonna bátur og sagði Pétur að frá því sumarmaður sem var vélstjóri á bátnum hætti fyrir um mánuði hafí vélstjóra verið leitað án árangurs. „Það vill enginn vera á smábátun- um. Þegar menn hafa náð svokölluð- um þúsund tonna réttindum hafa þeir að baki þriggja ára skólagöngu og eru ekki tilbúnir að fara á smá- punga. Það er auðvitað þægilegra að vera á stórum yfirbyggðum bát- um,“ sagði Pétur. í fiskvinnslu Sólrúnar hefur eink- um verið verkað í salt að undan- förnu, mjög lítið hefur verið fryst af físki og einnig sáralítið verkað í skreið. Fyrirtækið framleiddi um 40 tonn af skreið á síðasta ári og á það enn um 5 tonn eftir af birgðum frá þeim tíma. Að meðaltali starfa 22 starfsmenn hjá fyrirtækinu, sumir í hálfsdagsstörfum, en auk útgerðar og fiskvinnslu rekur fyrirtækið einn- ig verslun. Morgunblaðið/Rúnar Þór Salibuna í vatnsrennibraut Æska Akureyrar hefur mjög tekið fagnandi nýrri vatnsrennibraut sem sett hefur verið upp við Sundlaug Akureyrar. Nokkur dráttur hefur orðið á að brautin væri sett upp, en hann kemur til af því að rangt fótstykki var afgreitt frá Svíþjóð en þaðan rennibrautin er keypt. Stefnt er að því að á þessu kjörtímabili verði gerðar miklar endurbætur og breytingar á sundlauginni og liggja fyrir þijár tillögur þess efnis. Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að í haust yrði væntanlega gerð úttekt á mannvirkjum við sundlaugina og réðist nokkuð af þeirri útttekt hvaða tillaga yrði valin, einkum skipti miklu hvaða dóm sundlaugarkerið sjálft fengi. Bæjarstjórn Akureyrar: Rætt um að selja hlut bæjarins Le'ikminnýst í Kaupþiiigi Norðurlands hf. SALA á eignarhlut Akureyrarbæjar í Kaupþingi Norðurlands hf. hefur verið rædd í meirihluta bæjarstjórnar, en bærinn á 15% hlut í fyrirtækinu að nafnvirði 450 þúsund krónur. Sala hlutabréfa bæjarins í Kaupþingi Norðurlands kom lítillega til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Þá kom einnig fram á fundi bæjar- sljórar að stefnt er að því að halda fund með stjórn Álafoss hf. vegna flutnings yfirstjórnar fyrirtækisins frá Akureyri í Mosfells- í Utvarpi Norðurlands ÚTVARP Norðurlands mun lýsa síðari leik KA og CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu kl. 16 í dag, miðviku- dag, en lcikurinn fer fram í Búlg- aríu. Leiknum verður öllum lýst á sendi Útvarps Norðurlands. KA sigraði í fyrri leik liðanna á Akureyri 1:0. Þetta er í fyrsta sinn sem norðlenskt félagslið leikur í Evrópukepþni í knattspyrnu. bæ. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks, innti Heimi Ingimarsson, bæjarfulltrúa Al- þýðubandalags og formanns at- vinnumálanefndar, eftir því hvað liði „fyrrum gælumáli“ hans, sem væri sala á hlutabréfum bæjarins í Kaupþingi Norðurlands, en bær- inn hefði tekið þátt í stofnun þess fyrirtækis svo hann missti ekki af lestinni í kapphlaupinu við ijár- mögnunarsjóðina. I svari Heimis kom fram að meirihluti bæjarstjómar hefði Benni, Gúddi ogManni á fjalirnar Æfingar á fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á leikárinu eru nú vel á veg komnar, en frumsýning þess er áætluð föstudaginn 19. oktober. Þetta er nýtt leikrit eftir heimamann á Akureyri, Jóhann Ævar Jakobs- son, og heitir það „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“. Á myndinni eru aðstandendur sýningarinnar, frá vinstri: Ingvar Björnsson, Ijósahönnuður, Gestur Einar Jónasson, leikari, Þráinn Karlsson, leikari, Sunna Borg, leikstjóri, Hannes Örn Blandon, leikari, Hallmundur Kristinsson, leikmyndateiknari, og fremst situr Jón St. Kristjánsson, leikari. fjallað um málið og yrði tíðinda að vænta fljótlega. Heimir sagði að það væri ekki markmið atvinnu- málanefndar að eiga hlutabréf í fyrirtækjum sem þegar hefðu sannað sig og nú væri lag að selja umrædd bréf og leggja fé í annan atvinnurekstur. Kaupþing Norðurlands var stofnað í apríl árið 1987 og er hlutur Framkvæmdasjóðs Akur- eyrarbæjar, sem skrifaður er fyrir hlutabréfunum 15%, sem er að nafnvirði 450 þúsund krónur. Kaupfélag Eyfirðinga á einnig 15% hlut í fyrirtækinu, Kaupþing hf. á 55%, en sjö sparisjóðir frá Siglufirði til Akureyrar eiga sam- eiginlega 15% Starfsmenn Kaup- þings Norðurlands eru þrír og hefur reksturinn gengið þokka- lega, að sögn Jóns Halls Péturs- son, framkvæmdastjóra. Fyrir- tækið veitir margvíslega þjónustu, m.a. ráðgjöf á sviði fjármála, sölu spariskírteina og einingabréfa og kaupkrafna auk annars. Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um málefni Álafoss hf., en lögð hafa verið fram tvö erindi þar um, annars vegar áskor- un frá átta stéttarfélögunum á Akureyri til bæjarstjórnar um að beita áhrifum sínum á stjórn Ála- foss hf. í þá veru að yfirstjórn fyrirtækisins verði að nýju flutt til Akureyrar og hins vegar frá Ólafi Ólafssyni, forstjóra fyrirtæk- isins, þar sem hann gerir grein fyrir viðhorfum fyrirtækisins. Sigurður J. Sigurðsson, formað- ur bæjarráðs, sagði á fundinum að miklu máli skipti að starfsemi yfirstjórnar Álafoss yrði á Akur- eyri og því væri mikilvægt að halda fund með stjórn fyrirtækis- ins þannig að áhyggjur sveitar- stjórnarmanna vegna flutning- anna yrðu henni ljósar. Fundur aðila hefur ekki enn verið endan- lega ákveðinn, en Sigurður sagði að stefnt væri að því að halda hann svo fljótt sem auðið væri. Hlutafjársjóður vilj selja hlutabréf í HÓ HLUTAFJÁRSJÓÐUR hefur auglýst til sölu hlutabréf sín í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar að nafnverði 96 milljónir króna, en það er um 49% af hlutafé félagsins. Hlutabréfin eru boðin til sölu í einu lagi og skulu þau staðgreidd. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðunum, en frestur til að skilá tilboðum í bréfin renn- ur út 10. október. Sem kunnugt er hafnaði Hluta- fjársjóður tilboði Gunnars Þórs Magnússonar fyrir hönd útgerð- anna Stíganda og Sædísar í Ölafs- firði á hluthafafundi fyrir skömmu. Kaupfélag Eyfirðinga hefur lýst áhuga sínum á að eign- ast félagið og eru forráðamenn þess nú með ýmis gögn til skoðun- ar varðandi rekstui' þess. Jón Þórðarson, formaður stjórn- ar HÓ, sagði að ákveðið hefði ver- ið að auglýsta hlutabréf sjóðsins til sölu vegna þess áhuga sem fram hefði komið hjá ýmsum aðilum á kaupum á bréfunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.