Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Fijónæmi og ferðalög eftirDavíð Gíslason Nú er óvenju góðu sumri að ljúka. Sumarið hefur meiri þýðingu fyrir okkur íslendinga en flestar aðrar þjóðir. Margir bíða fneð óþreyju eftir vorkomunni og óska þess að sumarið færi þeim sem flesta sól- skinsdaga. Aðrir láta ekki sólina á Fróni nægja, en bregða sér í frí til sólríkari landa. Þó eru þeir til sem hugsa til sum-. arsins með nokkuð blandinni gleði. Það eru þeir sem haldnir eru svo- nefndu frjónæmi, sem hér á landi er í flestum tilfellum ofnæmi fyrir grösum og fijókornum þeirra. Ný- liðið sumar hefur verið þessu fólki með erfiðasta móti. Ekki eru til ábyggilegar tölur um ijölda þeirra, sem hafa ftjónæmi hér á landi. Af þeim gögnum, sem ég hef undir höndum, hef ég áætlað að 14. hv.er íslendingur fengi fijó- næmi. í flestum öðrum löndum er þessi tala nokkuð hærri eða um 10%. Eins og allir vita er gróðurinn í hámarki í júlí og ágúst. Það er á þessum tíma sem grasfijó finnst í andrúmsloftinu og einkenni ofnæm- issjúklinga eru mest. Þó verður of- næmiseinkenna vart nokkru fyrr eða seinni hluta júní. Einkennin eru þá alltaf væg og virðast oft tengj- ast því, að garðar séu slegnir. Það er líklegt að eimurinn úr heyinu, þegar það þornar, innihaldi svipaða ofnæmisvaka og fijókornin. Myndin sýnir einkenni sjúklinga með fijókvef og lyijanotkun þeirra. Könnunin var gerð hér á landi fyr- ir nokkrum árum, þegar voraði snemma og tíðarfar var óvenju gott. Einkennin voru mest þ. 20. júní til 5. ágúst, en það var hálfum mán- uði_ fyrr en í meðalári. I flestum löndum, sem við ferð- umst til, er vorið fyrr á ferð en hér. Gróðurinn er einnig fjölbreytt- ari og ofnæmi algengt fyrir lauf- tijám og ýmsum blómplöntum, sem ekki valda ofnæmi hér á landi. Það eru hins vegar grasfijóin, sem skipta máli fyrir okkur Islendinga. Þau eru í hámarki í löndunum við Miðjarðarhaf u.þ.b. einum til tveim- ur mánuðum fyrr en á íslandi og hálfum til einum mánuði fyrr í Norður-Evrópu. Einkenni fijónæmis eru yfirleitt miklu meiri í þessum löndum en hér. Þetta er vegna þess að vorkom- an er snögg og gróður fljótur að taka við sér. Fijómagnið í andrúms- loftinu verður því miklu meira en þar sem vorkoman er hæg, en líður líka fyrr hjá en t.d. hér á landi, þar sem einkenni geta treinst fram í september. Ofnæmiseinkennin eru einstakl- ingsbundin. Sumir hafa einkenni sem líkja mætti við þrálátt kvef, en hjá öðrum getur lífið nánast verið óbærilegt. Ég er nú komin að þeim atriðum þessarar greinar, sem ég vil beina til þeirra, sem reka ferðaskrifstof- ur. Fólk man alltof sjaldan eftir ofnæminu þegar það er að gera áætlanir um sumarferðalögin. Sum- ir hugsa kannski sem svo, að það sé best að taka sér gott frí á sólar- strönd eða njóta sumarsins í öku- ferð um Evrópu áður en skollans ofnæmið fari að þjaka það hérna heima. En þessu fólki verður ekki að ósk sinni. Það fær nefnilega miklu verri ofnæmiseinkenni á þess- um ferðalögum en það hefur vanist á Islandi. Þegar það kemur lang- þreytt úr ferðalaginu er fijókorna,- tíminn að byija hér. Það má gera sér í hugarlund vonbrigði þess yfir því að hafa eytt fríi og peningum til þess eins að lengja ofnæmis- tímann. Ferðaskrifstofur gætu komið í veg fyrir misheppnuð ferðalög af þessu tagi með því að minna við- skiptavini sína á hættuna á fijó- næmi. Það ætti ekki að vera erfið- ara en að veita upplýsingar um ýmis önnur atriði sem ferðamann- inn fýsir að vita, svo sem um sól- skinsdaga eða hitastig í sjónum á þeim stað, sem hann hyggst ferðast til. Með auglýsingum á skrifstofun- um og í ferðabæklingum mætti benda ofnæmissjúklingum á að velja ferðatímann eftir því hvenær grasfijótíminn er í landinu, sem hann ætlar að heimsækja. Að sjálf- sögðu þurfa ferðaskrifstofurnar að geta veitt upplýsingar um þetta atriði, en það ætti ekki að vera erfitt. í Vestur-Evrópu hafa 40-50 milljónir manna fijónæmi og í Bandaríkjunum um 25 milljónir. Þetta fólk myndi sjálfsagt vilja leggja talsvert á sig til að losna við óþægindin, sem fylgja ofnæminu. Davíð Gíslason „Það er ekki útilokað að gera megi landið að griðastað frjónæmis- sjúklinga þann tímar sem frjómagn er mest í andrúmsloftinu á heimaslóðum þeirra.“ í mörgum löndum eru upplýsing- ar um fijómagn í andrúmslofti birt- ar samhliða veðurfréttum. Það er gert til þess að sjúklingar eigi hæg- ar með að bregðast við miklu fijó- magni. Þeir geta hagað ferðalögum og útiveru í samræmi við þetta, og flest ofnæmislyf eru fyrirbyggjandi og þarf að taka áður en einkennin gera vart við sig. A dögum mikilla ferðalaga er staðbundin þjónusta af þessu tagi ófullnægjandi. Sá sem er að fara frá Kaupmannahöfn til Parísar hef- ur meiri áhuga á fijómagni í París en í Kaupmannahöfn. Af þessum ástæðum verður komið upp sam- ræmdu upplýsingakerfi um alla Evrópu 1992, sem dreifir vikulega upplýsingum um fijómagn í álf- unni. Fijónæmissjúklingar geta þá gert sínar áætlanir um ferðalög og sumarfrí í samræmi við þessar upp- lýsingar. Þrjú síðustu sumur hafa mæling- ar verið gerðar á fijómagni í and- rúmslofti í Reykjavík. Gagnasöfnun var á vegum Veðurstofu Islands og úrvinnsla á gögnum í höndum Margrétar Hallsdóttur, jarðfræð- ings. Kostnaður við rannsóknirnar var greiddur úr Vísindasjóði og af SIBS. Rannsóknirnar hafa þegar veitt gagnlega þekkingu við grein- ingu og meðferð ofnæmis. Gagn- semin yrði þó miklu meiri ef hægt væri að miðla niðurstöðunum til sjúklinga reglulega, t.d. með veður- fréttum á fimmtudagskvöldum eða í hádeginu á föstudögum áður en lagt er upp í ferðalag helgarinnar. Kostnaður við fijómælingar er*' sennilega kr. 500.000 á ári. Ekki er líklegt að fijómælingum verði haldið áfram á næsta sumri nema þær verði hluti af starfsemi Veður- stofunnar og greiddar úr ríkissjóði. Með áframhaldandi fijómælingum gætu íslendingar gerst aðilar að samstarfi Evrópuþjóða um dreif- ingu upplýsinga um fijómagn í and- rúmsloftinu. Með því móti gæti hver og einn séð hvar fijómagn er minnst í Evrópu. Þetta gæti haft ómetanleg áhrif fyrir ferðamanna- straum til landsins, sérstaklega í maí og júní, þegar fijómagn er í hámarki í flestum löndum Evrópu. Mér skilst að á þessum tíma sé frek- ar lítið að gera í ferðaiðnaði lands- ,ins._ Ég vil vekja athygli ferðamála- ráðs á þeim möguleikum sem sér- staða íslands veitir að þessu leyti. Það er ekki útilokað að gera megi landið að griðastað fijónæmissjúkl- inga þann tíma, sem fijómagn er mest í andrúmsloftinu á heimaslóð- um þeirra. Þetta gerist þó ekki af sjálfu sér, heldur með samstilltu átaki þeirra, sem fást við landkynn- ingu erlendis. Höfundur er sérfræðingur í ónæmissjúkdónmm. íslenskt atvinnulíf eftir 1992 Fundur um áhrif innri markaðar EB á íslensk fyrirtæki Frummælendur: Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jón Steindór Valdimarsson, Félagi íslenskra iðnrekenda. Sérfræðingur í EB-málum Frá þjónustustofnunum atvinnuveganna: Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnunar, Ingjaldur Hannibalsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdasljóri Þróunarfélagsins. Fundarstjóri: Anton Bjarnason framkvæmdastjóri Glerborgar hf. Jón Sigurösson Jón Steindór Valdimarsson Páll Kr. Pálsson Ingjaldur Hannibalsson Gunnlaugur Sigmundsson Fundurinn verður haidinn í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Fimmtudaginn 4 okt. kl. 20.00 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Iðntæknistofnun 11 ^ ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSIANDS EXFORT CCXJNCLÖFICEIAND /// É FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA \ Þróunarfélas; Islands hf. s y lcelandicFinanceandlnvestmentPLC.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.