Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 SAMEINING ÞÝSKALANDS Mecklenbur^ÁJ/ „/Pommern j Schwerin /—n í\ Branden- / .Xburq V oABeníj Halle ». _'v-\ \ Saxland Thiiringen/^DresdenJirv remen v Neöra-Saxland Hannover Nordrhein Westfalen pji » Dusseldorf /T V Bonn J uf ) Hessen Rhein- Swiesbaden / land- <> , Pfalz r ___ Mainz/ i \Saar- \ >vl%brúckeD, «a»bnii I Stuttgart Bæjaraland A-Þýskaland fær aðlögunartíma á ýmsum sviðum SAMEINING þýsku ríkjanna verður með þeim hætti að Austur- x Þýskaland gengur í Vestur-Þýskaland. Það veldur því að ekki þarf að semja ný lög eða nýja sljórnarskrá. Aðlögunin verður samt nógu flókin og eru reglur og undantekningar á þeim skjalfestar á þúsund blaðsíðum í síðari ríkjasamningi þýsku ríkjanna sem undirritaður var 31. ágúst. Áður en samningurinn var und- irritaður þurfti að nást málamiðl- un í tveimur mikilvægum deilu- málum, afstöðunni til fóstur- eyðinga og afdrifa Stasi-skjal- anna, það er gagna austur-þýsku öryggislögregiunnar. Niðurstaðan varð sú að í tvö ár gildir mismun- andi réttur í þýsku ríkjunum hvað fóstureyðingamar varðar. Enn á eftir að útkljá hvað verður um Stasi-skjölin en líklegast er að þau verði í umsjón Austur-Þjóðverja og að þau verði ekki eyðilögð. Á síðasta þingfundi austur-þýska þingsins á föstudag var fangelsis- vist allra fanga í landinu stytt um þriðjung. Var þetta gert vegna þess að sýnt þykir að dómar hafi almennt verið harðari í Austur- Þýskalandi en Vestur-Þýskalandi. Alþýðulýðveldið á „sorphauga sögunnar" Samkvæmt ríkjasamningnum hverfur austur-þýska stjórnarfar- ið svo að segja alveg á „sorphaug sögunnar“. Vestur-þýskur réttur tekur gildi í öllu Þýskalandi. Á sumum sviðum verður um aðlög- unartímabil að ræða. Til dæmis gildir reglan um algert áfengis- bann undir stýri áfram í Austur- Þýskalandi í tvö ár. Þingið í Austur-Berlín hefur nú valið 144 þingmenn úr sínum hópi til að setjast á þingið í Bonn. 2. desember verður svo í fyrsta skipti kosið til þings sameinaðs Þýska- lands. í Vestur-Þýskalandi gilda þau lög að ríkari sambandsríki styðji hin fátækari með fjárframlögum. V-þýsku sambandsríkin fengu því áorkað að þessi regla tekur ekki gildi fyrir nýju sambandsríkin fimm í Austur-Þýskalandi fyrr en árið 1995. Enn leikur nokkur vafi á því hver eigi að framfyigja ákvæðum ríkjasamningsins. Ríkisstjórnir verða ekki myndaðar í sambands- ríkjum Austur-Þýskalands fyrr en eftir kosningar þar 14. október. Lögregla Austur- og Vestur- Þýskalands sameinaðist að vísu í gær, 2. október, en eflaust líður langur tími þar til framkvæmda- valdið í Austur-Þýskalandi og dómsvaldið verða orðin vel heima í lögum Vestur-Þýskalands. Sameiningin gerist samkvæmt 23. grein vestur-þýsku stjómar- skrárinnar sem heimilaði „öðrum hlutum" Þýskalands að ganga í Vestur-Þýskaland. „Nýja“ ríkið heldur sínu gamla nafni, Sam- bandslýðveldið Þýskaland, og sínum gömlu táknum. 23. greinin verður nú felld úr stjórnarskránni sem ætti að vera Pólveijum ánægjuefni því það gefur til kynna að gervallt Þýskaland sé nú kom- ið undir einn hatt. 146. grein stjórnarskrárinnar verður hins vegar ekki breytt en þar segir að „grundvallarlög þessi gildi þangað til Þjóðveijar hafí í fijálsum kosningum valið sér stjórnarskrá". Það má því segja að þing sameinaðs Þýskalands hafi þá skyldu á herðum að leggja stjómarskrána,, endurskoðaða eða óbreytta, undir dóm þjóðar- innar. Ólíklegt má þó telja að tími vinnist til þess ama næstu árin. í ríkjasamningnum var enn- fremur kveðið á um að Berlín yrði höfuðborg Þýskalands. Þó er hinu sameinaða þingi falið að ákveða hvort þingið og ríkisstjóm- in flytji aðsetur sitt frá Bonn til Berlínar. Hins vegar er gert ráð fyrir að forsetinn flytjist til Berlín- ar. Heimild Die Zeit ^rijgftalatrö í hinu nýja Þýskalandi veröa 16 sambandsríki, en fimm þeirra voru á hernámssvæöi Rússa er varö Austur-Þýskaland. íbúar Þýskalands eru 78 milljónir og er þaö fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Sovétríkjunum. Hiö nýja Þýskaland er 356.753 ferkílómetrar á stærð. Slésvik- Holtseta land Hógværð áranna eftir stríð verði ekki varpað fyrir róða —segir Hans Hermann Haferkamp sendihérra um væntanlega utan- ríkisstefnu og framtíð Þýskalands EG ER mjög bjartsýnn og nyög hamingjusamur vegna þess að eftir 45 ár þvingaðs aðskilnaðar eru land okkar og þjóð samein- uð á ný,“ segir Hans Hermann Haferkamp, áður sendiherra V-Þýskalands en nú alls Þýskalands, á íslandi í samtali við Morgunblaðið. Hann segist sannfærður um að allur þorri Þjóð- verja deili gleði hans þrátt fyrir áhyggjur af ýmsum toga, en umskiptin í heimsmálunum hafi verið svo snögg óg margir, jafn A-Þjóðveijar sem V-Þjóðveijar, hafi með vissum hætti verið búnir að sætta sig við óumflýjanlega skiptingu þjóðarinn- ar. Vandamálin eftir það sem kalla megi nauðungarvinnubúðir og hömlur á upplýsingar til almennings austan megin séu gífur- leg. En Þjóðveijar nýju sambandsríkjanna í austri muni með aðstoð vestanmanna vinna bug á erfiðleikunum, á sama hátt og V-Þjóðveijar fyrstu árin eftir stríð er landið var í rústum. Haferkamp sagði Þjóðverja afar þakkláta öllum þeim þjóðum sem sýnt hefðu þeim skilning öll þessi ár aðskilnaðar og tækju nú þátt í fögnuði þeirra. Islendingar hefðu ávallt verið í hópi þessara þjóða og ráðamenn Þjóðveija • - n Reuter Ung kona fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín með kort af sameinuðu Þýskalandi. hefðu tjáð íslenskum ráðamönn- um þakklæti Þjóðveija vegna þessa. Því væri heitið að Þjóðveij- ar yrðu góðir og hógværir grann- ar enda þótt þeim hefði vaxið nokkuð ásmegin. Ótti nágrannanna Haferkamp sagði ljóst að sum- ar nágrannaþjóðir Þjóðverja ótt- uðust vaxandi mátt þeirra. Þetta væri skiljanlegt í ljósi sögunnar en „stundum lærum við af sög- unni þótt við gerum það ekki allt- af. Þjóðvéijar eru að minni hyggju þjóð sem hefur lært af sögunni, lært Iýðræði, hógværð og sam- vinnu, einkum yngra fólkið. Mig sjálfan skiptir það miklu að þess- ari hógværð verði ekki varpað fyrir róða þótt Þýskaland styrkist með auknum íbúafjölda, auknum framleiðslumætti, jafnvel menn- ingarlega. Eitt af því furðulegasta við umræðuna í Þýskalandi und- anfarna tíu mánuði er hve sárafá- ir hafa rætt um „sterkt" Þýska- land. Viðvörunarraddirnar voru Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Þýskalands á íslandi. mun fleiri og háværari, stundum svo ákafar að útlendingum fannst þetta hálf-fáránlegt. Fólk má ekki gleyma því að íbúafjöldinn vex aðeins úr 62 milljónum í 78 og meginhluti þjóðarinnar hefur búið við lýðræði í 45 ár. Hvers vegna ætti þessi viðbót að stefna öllu í voða?“ Haferkamp sagði Þjóðverja staðráðna í að ræða ekki framar breytingar á landamærunum að Póllandi, þeirri umræðu væri end- anlega lokið. Það hefði verið er- fitt verk að gefa gömlu þýsku landsvæðin, sem nú eru pólsk, upp á bátinn, en Þjóðverjar skildu vel að færa yrði fórnir til að treysta friðinn. Samskiptin við Pólveija og ekki síður Sovétmenn væru e.t.v. viðkvæmustu mál utanríki- stefnunnar; Þjóðveijar mætu mik- ils þátt Míkhaíls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga sem hefði skilið að skipting Þýskalands stuðlaði ekki að friði í Evrópu. Þjóðveijar teldu að sameining landsins yrði til að stuðla að einingu Evrópu, hvort markmiðið væri háð hinu. Ástæð- an fyrir auknum sameiningará- huga gæti í sumum tilvikum verið ótti einhverra Evrópuþjóða við mátt Þýskalands en forsendurnar skiptu ekki máli ef afstaða þjóð- anna hefði einingu álfunnar í för með sér. Stundum væri óneitan- lega erfitt að gera öllum til hæf- is, Þjóðveijar gætu ekki forðast öll hernaðarumsvif utan landa- mæra sinna ogjafnframt haft her við Persaflóa, eins og sumir bandamenn þeirra færu nú fram á. Sauðir skildir frá höfrum Sendiherrann var spurður hvort utanríkisþjónusta lýðræðislegs Þýskaland myndi nýta sér þá sem hefðu starfað í a-þýsku utanríkis- þjónustunni. „Við teljum að sumir þeirra geti komið að góðum notum því að þeir hafa verið með marga sérfræðinga, m.a. í samningum milli landanna sem áður voru í austurblokkinni svonefndu. A- Þjóðveijar áttu oft frumkvæði að þessum samningum. Starfsbróðir minn, sem var tvisvar fulltrúi V-Þýskalands í Austur-Þýska- landi og þekkir því vel aðstæður, hefur nú fengið það verkefni að kanna hveijir geti áfrain starfað í utanríkisþjónustunni, hveijir séu færir um og vilji hlíta lýðræðisleg- um reglum, ollu ekki öðru fólki skaða og kæfðu ekki rödd samvis- kunnar. Mannúðleg viðhorf eru jafn mikilvæg og skilvirkni fyrir það ríki sem starfað er fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.