Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990 ^ Gvendi Annst aiþeirzettu 7hugc< þaé s/eppct fdeinum mánn- verum aftur út i £>fóg -" ... þegar hann hefur ekki orð á því hvað hún hefur fitnað. TM Rag. U.S. Pai Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Ékki fleiri verðlista ... Ég- held að konan hans sé komin heim af kvennaráð- stefnunni . . . Þessir hringdu ... Sölumiðstöðin borgi Guðmundur hringdi: „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem græðir svo mikið, er ekki iátin aðstoða fyrstihús sem ganga illa. Af hverju á fólkið alltaf að borga? Það er verið að taka erlend ián til að bjarga frystihúsum en ég tel miklu eðlilegra að Sölumið- stöðin myndi taka á sig að styrkja þau.“ Takmörkuð trygging Ferðalangur hringdi: „Ég fór í utanlandsferð ásamt fjölskyldu minni fyrir nokkru og greiddum við helming fargjaldsins með Vísa til þess að fá ferðatrygg- inguna sem þeir bjóða uppá. Af- greiðlumaðurinn sagði: Nú eru þið tryggð í bak og fyrir, og héldum við einnig að svo væri. I ferðinni urðum við fyrir smá óhappi er son- ur okkar fór úr axlarlið og varð þess vegna óvinnufær í þrjár vikur eftir að heim var komið. Við framví- suðum læknisvottorði en þá kom í ljós að tryggingin nær aðeins yfír hjúkrunarkosnað ef maður slasast erlendis og hún nær alls ekki yfir farangur. Kaupa verður viðauka- tryggingu til að vera fulltryggður. Margir standa hins vegar í þeirri trú að tryggingarnar sem Vísa býð- ur séu fullkomnar tryggingar, enda ekki annað að skilja á auglýsingun- um.“ Hjól Hvítt BMX-hjól var tekið í Blika- hóium 4 hinn 26. september og er þess sárt saknað. Vinsamlegast hringið í síma 74485 ef það hefur einhvers staðar komið fram. Góð þjónusta Einar S. Jónsson hringdi: „Ég og nokkrir kunningjar mínir höfum þurft að hafa tölvert mikil viðskipti við Bflabúð Benna og hafa það verið sérpantanir á ýmsum varahlutum. Vil ég koma á fram- færi sérstöku þakklæti fyrir þjón- ustuna þarna. Þeir sýna alveg sér- staka lipurð við sérpantanir og þjón- ustan er tiltöluiega ódýr.“ Hvers vegna greiðslukort Auðun Bragi hringdi: „í auglýsingum frá Ríkisútvarp- inu er verið að hvetja fólk til að greiða afnotagjöld með greiðslu- kortum. Er ekki nóg að áminna fólk um að greiða afnotagjöldin? Er það tilgangurinn að fá sem flesta til að nota greiðslukort? Ég kæri mig ekkert um þessi greiðslukort og kemst vel af án þeirra.“ Páfagaukur Páfagaukur í óskilum. Upplýs- ingar í síma 610791. Betri fern- ur utan höf- uðborgar- svæðisins Til Velvakanda. Mjólkursamsalan starfar undir þessu nafni víða um landið og setur m.a. nýmjóik og urídanrennu á markaðinn í pappafernum. Ein- hverra hluta vegna eru fernurnar sem seldar eru utan höfuðborgar- svæðisins, þessar til hægri á mynd- inni, miklu betri. Það vill svo til, að alls staðar erlendis þar sem samkeppni ræður, eru svona lagaðar hyrnur á mark- aðnum og það er einfaldlega vegna þess, að þær rúmast betur í ísskáp- um, það er miklu betra að opna og loka þeim og síðast en ekki síst, þá sóðast ekki niður í hvert skipti sem maður hellir úr þeim, eins og þeim sem höfuðborgarsvæðinu eru skammtaðar og sjá má vinstra megifí á myndinni. Því spyr ég viðkomandi aðila hjá Mjólkursamsölunni: 1. Hefur eng- inn kvartað við ykkur yfir þessu áður? 2. Ef svo er, hversvegna er ekkert gert í málinu? 3. Getum við hár á SV-horninu fengið þessar landsbyggðarhyrnur keyptar hér? Mjólkurþambari Orð í eyra Sverris Storm- skers og Leifs Reynissonar Til Velvakanda í Morgunblaðinu 13. sept. sl. skrifa“Sverrir Stormsker og Leifur Reynisson opið bréf til Áma Helga- sonar. Þar finna þeir hvöt hjá sér að gagnrýna skoðanir hugsjóna- mannsins Árna Helgasonar. Þeir spyrja Árna: Hefurðu heyrt þessa vísu Árni minn? Lastaranum líka ei neitt lætur hann ganga róginn. Finni hann iaufblað fölnað eitt þá fordæmir hann skóginn. Nú vil ég spyija þá Sverri og Leif hvort þeir hafi heyrt þessa vísu sem Árni Helgason gerði fyrir 35 árum: Hófdrykkja er heldur flá henni er valt að þjóna. Hún er bara byijun á að breyta manni í róna. Árni Helgason hefur í mörg ár varað konur og menn við skaðsemi víns og mun hann halda því áfram þrátt fyrir steinkast. Nú vil ég biðja Sverri og Leif að lesa neðanskráð orð. Þegar ofdrykkjumaðurinn situr á ölstofu þá leggur hann þar inn: 1. Peninga sína og tapar þeim. 2. Tíma sinn og tapar honum. 3. Sjálfsstjórn sína og tapar henni. 4. Heimilisánægju og tapar henni. 5. Farsæld konu sinnar og barna og tapar henni. Ekki er þessi viðskiptastaður góður þar sem alls staðar er tap en aldrei vinningur. Garði 30. sept. 1990, Njáll Benediktsson. HÖGNI HREKKVÍSI ,,HeR. BIZTO AUsruœLEMStrAN STAÐA iaTÍ M.A . .. KLeTTATVALLATÍM A • • • K.YRÆAH AFSTi'/WA- • Víkverji skrifar Umræður hafa orðið um það, hvers vegna Morgunblaðið noti ritháttinn íraskur en ekki írakskur eins og sumum finnst rétt. Hefur verið hringt til blaðsins að þessu tilefni og sagt, að þarna sé um villu að ræða og á förnum vegi hafa lesendur rætt málið við blaða- menn. Ekki er unnt að kveða svo fast að orði að annar hvor rithátturinn sé rangur en að mati Víkveija styðst það við sterkari rök að rita íraskur en írakskur og nægir að vitna til tveggja nærtækra fordæma. Við ritum reykvískur en ekki reyk- víkskur og við ritum bandarískur en ekki bandankskur. 1 báðum til- vikum hefur verið fellt niður k sem er hljóðlaust í framburði. xxx Víkveiji hefur oftar en einu sinni gert aðkomuna að Reykjavík um Öskjuhlíðina að umtalsefni. Er stöðugt unnið að frágangi á þessu svæði eftir hinar miklu fram- kvæmdir við Bústaðaveginn. Hefur því verkið miðað vel og nú er að kappi unnið að vegagerð að Perl- unni, sem stendur efst á hæðinni. Vegna hreinleika hennar og fegurð- ar í holtinu sjálfu er mikilvægt að vel verði að þessu öllu staðið og í samræmi við nútímakröfur um virð- ingu fyrir umhverfinu. Athygli Víkveija hefur verið vak- in á því, að það stingi dálítið í stúf við annað sem þarna er að gerast, hve tafsamt það virðist vera að ljúka við byggingar á athafnasvæði Landleiða við Bústaðaveg. Þar blasi auk þess langferðabflar, sem hafa verið teknir úr notkun, eða jafnvel bílhræ við augum vegfarenda. Víkverja sýnist unnið að endurbót- um á Landleiðasvæðinu. í sömu andrá er astæða til að vekja at- hygli á hve Valsmenn standa mynd- arlega að öllu á íþróttasvæði sínu við Hlíðarenda. xxx Viðskiptavinur fríhafnarinnar í Leifsstöð hringdi í Víkveija á dögunum og kvartaði undan því, hve erfitt væri að fá upplýsingar í gegnum síma í fríhöfninni um verð á varningi hennar eða aðra þjón- ustu sem þar væri veitt. Sagði viðmælandi Víkveija, að hann hefði hringt þangað þrisvar sinnum sama daginn í því skyni að fá upplýsingar, sem hann taldi liggja á lausu hjá afgreiðslufólki, en alltaf fengið þau svör, að hann yrði að hringja síðar. Flestir versl- unarmenn hafa líklega einfalda skýringu á þessari upplýsinga- tregðu starfsmanna í fríhöfninni eða áhugaleysi á að greiða sam- stundis úr vanda viðskiptavinarins: hér er um einokunarfyrirtæki að ræða. Víkveiji heyrði einu sinni þá sögu, að ekki væri unnt að fá ákveðna tegund af sherrýi í fríhöfn- inni af því að það seldist svo mikið af henni! Gerðist það ekki um tíma, að ríkið ákvað að hætta að selja bjór í fríhöfninni, af því að það seld- ist svo mikið af honum? Menn þurfa ekki að fara til kommúnistaríkjanna fyrrverandi til að kynnast afleiðing- um ríkiseinokunarinnar. Þær eru alls staðar hinar sömu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.