Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 45 ■ . IFELUM Rushdie í fyrsta sjón- varps- viðtalinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Rithöfundurinn Salman Rus- hdie sagði fyrir skömmu, að það hefði aldrei verið ætlun sín að móðga múhameðstrúarmenn með bók sinni Söngvar Satans. Hann hefði nú þegar tekið út æma refsingu fyrir útkomu bók- arinnar. Rushdie var í klukkustundar- löngu sjónvarpsviðtali við rithöf- undinn Melvin Bragg í listaþættin- um The South Bank Show. Þetta var fyrsta sjónvarpsviðtal Rushdi- es frá því að hann fór í felur vegna dauðadóms Khomeinis, erkilerks í íran, í febrúar á sl. ári, taldi Khomeini að Rushdie væri rétt- dræpur vegna særandi ummæla um múhameðstrú í bókinni Söngv- ar Satans. Tilefni viðtalsins var ný bók Rushdies, Harún og sagnasjórinn,' sem kom út fyrir skömmu. Þetta er fyrsta bókin, sem hann gefur út eftir að einangrunin hófst. Hún er ævintýri fýrir börn og fullorðna í stíl sagnanna í Þúsund og einni nótt. Bókin er tileinkuð syni Rus- hdies, en hann segir það vera sér einna erfíðast í einverunni, að geta ekki hitt son sinn. Rushdie sagði það vera sér þungbært, að einmitt það fólk, sem hann hefði skrifað um í bók- um sínum, Bretar af asískum uppruna, hefði hafnað sér alger- lega. Hann sagðist ekki hafa hug ■U' . Tréklossarnir meó beygjanlegu sólunum nú aftur fóanlegir. Vinsælu dönsku herrainniskórnir komnir aftur GETsiB Salman Rushdie er enn í felum af ótta við líflát en ofsóknir í hans garð hafa minnkað vegna spennunnar við Persaflóa. á að skrifa um hlutskipti sitt, enda væri nóg búið að skrifa um hann. Best væri fyrir rithöfunda að lifa sem kyrrlátustu lífí, svo það truflaði ekki skáldskapariðk- unina. Talið er næsta fullvíst nú, að Penguin útgáfufyrirtækið muni ekki gefa Söngva Satans út í pappírskilju. Fyrirtækið gaf út yfírlýsingu um helgina, þar sem segir að harðkiljuútgáfan hafí verið stöðugt á markaði frá því bókin kom út og fyrirtækið meti stöðugt atburðarásina í Mið-Aust- urlöndum með tilliti til útgáfu pappírskiljuútgáfunnar. Þegar fyritækið vísar til Mið- Austurlanda er álitið, að átt sé við breska hagsmuni á því svæði, bresku gíslana í Líbanon og ör- yggisgæslu í fyrirtækinu sjálfu, sem varð að margefla eftir útgáfu bókarinnar. Akvörðun stjórnvalda í London og Teheran að taka upp stjórn- málasamband hefur dregið úr öll- 11 - • = ■ Bruce og Laura Dern um mótmælum gegn bók Rushdi- es. Sömuleiðis hafa Sádi Arabar hætt að styðja baráttuna, eftir innrásina í Kúvæt. Metsölublad á hveijum degi! !6 16 16 16 16 16 16 16 % ld 16 16 16 16 16 16 16 16 M IÓU3USJÖ A SOGU ÖMAR, HALU OG LADDI sameina skemmtikraftana LAUGARDAGSKVOLD PANTIÐ TIMANLEGA Uppselt var á allar sýningar frá síðastliðnum áramótum til vors. OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. ' MÍMISBAR opinn frá kl. 19. Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr. Tilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 91-29900. . o o % #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.