Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990 23 Landbúnaðarráðuneytið: Annarleg sjónarmíð réðu ekki við endurskoðun að Mógilsá Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Landbúnaðarráðuneytinu: Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um starfslok fv. forstöðu- manns Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá, Jóns Gunnars Ottóssonar, sem sagði starfi sínu lausu með bréfi til ráðu- neytisins dags 15. maí 1990. I beinu framhaldi af starfslokum forstöðumannsins óskaði ráðuneyt- ið eftir því við Ríkisendurskoðun að hún léti fara fram á venjubund- inn hátt úttekt á fjárhag stofnunar- innar. Bréf ráðuneytisins dags. 8. júní 1990 er svohljóðandi: „Þann 6. júní sl. tók Jón Loftsson skógræktarstjóri við starfi for- stöðumanns Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá skv. ákvörðun landbúnaðarráðherra. Þess er hér með formlega farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún láti fara fram á venjubundinn hátt úttekt á stöðu stofnunarinnar miðað við forstöðumannaskiptin og hafi umsjón með að forráð á ijárreiðum stofnunarinnar verði afhent nýjum forstöðumanni á réttan hátt.“ Tilefni fyrir beiðni ráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar var á höfuð- dráttum þetta: I fyrsta lagi fóru skipti forstöðu- manns fram á miðju ári, en rétt er talið við aðstæður sem slíkar að ijárhagsleg úttekt fari fram við yfirmannaskipti á opinberum stofnunum. I öðru lagi voru ijárreiður Rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá eingöngu í höndum forstöð- umannsins. í þriðja lagi tók forstöðumaður- inn með sér frá Rannsóknastöðinni á Mógilsá sjóð og bókhaldsgögn stofnunarinnar er hann lét af starfi sem forstöðumaður. Með bréfí Ríkisendurskoðunar til landbúnaðarráðuneytisins, dags. 5. september 1990, er gerð grein fyrir niðurstöðum athugunar Ríkisendur- skoðunar á bókhaldi og ársreikning—> um Rannsóknastöðvár Skógræktar ríkisins á Mógilsá fyrir tímabilið 1. janúar 1989 til 1. júní 1990. Ríkis- endurskoðun sendi skógræktar- stjóra og fv. forstöðumanni, Jóni Gunnar Ottóssyni, eintak af skýrsl- unni. Vegna tilvitnana íjölmiðla á skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem virðast hafa haft aðgang að upplýs- ingum er birtast í henni, telur ráðu- neytið rétt að staðfesta eftirfarandi: í bréfi Ríkisendurskoðunar, dags. 5. september sl., til fyrrverandi for- stöðumanns Rannsóknastöðvarinn- ar, Jóns Gunnars Ottóssonar, er greint frá því áliti stofnunarinnar að honum beri að endurgreiða ýms- an kostnað að fjárhæð tæplega 170 þúsund krónur sem hann hafði ráð- stafað í sína þágu án heimildar, samkvæmt reglum um ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá skortir á að fyrrverandi for- stöðumaður hafi leitað eftir sam- þykki skógræktarstjóra varðandi samninga sem fólu í sér miklar fjár- skuldbindingar fyrir Rannsókna- stöðina til skemmri eða lengri tíma. Einnig voru gerðar ýmsar at- hugasemdir, bæði er varða sjálft bókhald stöðvarinnar og tengsl þess við aðalbókhald Skógræktar ríkis- ins og jafnframt einstaka kostnað- arliði. Ráðuneytið vísar á bug þeirri staðhæfingu fv. forstöðumanns að ósk ráðuijeytisins um endurskoðun á reikningsskilum Rannsóknastöðv- arinnar á Mógilsá hafi beinst per- sónulega að honum og að annarleg sjónarmið hafi ráðið því að Ríkis- endurskoðun gerði fjárhagslega út- tekt á Rannsóknastöðinni. Þar sem Ríkisendurskoðun annast endur- skoðun hjá ríkisstofnunum og öðr- um sem hafa með höndum rekstur eða þjónustu á vegum ríkisins, eftir- lit með framkvæmd fjárlaga og að ijárreiður opinberra stofnana fari eftir reglum og starfsvenjum, taldi ráðune'ytið rétt að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún tæki út fjárhagslega stöðu Rannsókna- stöðvarinnar' við forstöðumanna- skiptin. Þá má nefna að ráðuneytið óskaði eftir því sérstaklega við end- urskoðunarvinnuna að forstöðu- manni yrði gefið tækifæri á að ger-a grein fyrir máli sínu og í endurskoð- unarskýrslunni sjálfri er gerð ítar- leg grein fyrir sjónarmiðum hans í hveiju málsatviki, sem hann telur vera til réttlætipgar á afgreiðslu einstakra mála. Á sama hátt er leit- að álits skógræktarstjóra sem yfir- manns Skógræktar ríkisins. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram, hvernig standa skuli að uppgjöri við fyrrverandi for- stöðumann Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins við starfslok hans og ábendingar um nokkrar lagfæringar sem væru til bóta í rekstri og bókhaldi stofnunarinnar. Ráðuneytið hefur, í samráði við skógræktarsjóra og núverandi for- stöðumann Rannsóknastöðvarinn- ar, hafist handa um nauðsynlegar úrbætur samkvæmt athugasemdum Ríkisendurskoðunar og mun jafn- framt ljúka uppgjöri við forstöðu- manninn á sama grundvelli. Ríkisendurskoðun um Mógilsá: Stofnunin sinnti lög’- boðnu hlutverki sínu Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Starfslok fyrrum forstöðumanns rannsóknarstöðvar Skógræktar rík- isins og Mógilsá hafa verið mjög til umíjöllunar í Ijölmiðlum að und- anförnu. Ríkisendurskoðun hefur að nokkru dregist inn í þessa um- ræðu vegna þess að hún gerði út- tekt á fjárhag rannsóknarstöðvar- innar við forstöðumannaskiptin samkvæmt beiðni landbúnaðarráð- uneytisins. Endurskoðunarskýrsla um þetta verkefni var 5. september sl. send landbúnaðarráðuneyti skógræktarstjóra og fyrrum for- stöðumanni rannsóknarstöðvarinn- ar. Þar sem ijölmiðlar virðast engu að síður hafa haft aðgang að skýrsl- unni og íjallað nokkuð um tilurð hennar og efni vill Ríkisendurskoð- un að eftirfarandi komi fram: Staða og verksvið stofnunarinnar er lögbundið, sbr. lög nr. 12/1986, um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt 1. gr. nefndra laga starfar hún á vegum Alþingis. Henni ber m.a. að annast endurskoðun hjá ríkisstofn- unum og þeim aðilum öðrum sem hafa með höndum rekstur eða fjár- vörslu á vegum ríkisins. Einnig skal hún hafa eftirlit með fram- kvæmd fjárlaga. Þá getur Ríkisend- urskoðun framkvæmt svokallaða stjómsýsluendurskoðun hjá ríkis- fyrirtækjum en í henni felst könnun á meðferð og nýtingu á ríkisfé. Endurskoðunarhlutverk sitt ræk- ir stofnunin með því að kanna hvort reikningsskil géfi glögga mynd af rekstri og efnahag í samræmi við reikningsskilavenjur. Jafnframt ber henni að kanna hvort reikningar séu í samræmi við heimildir íjárlaga, fjáraukalaga og annarra laga, lög- mæt fyrirmæli og starfsvenjur, sbr. 8. gr. laganna. Samkvæmt framansögðu riíá> ijóst vera að við úttekt á íjárhags- legri stöðu rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá var Rikisendurskoðun einungis að sinna lögboðnu hlut- verki sínu. Tilefni og gerð um- ræddrar endurskoðunarskýrslu er því ekki á nokkurn hátt sérstakt eða óvenjulegt. í raun er um hefð- bundna skýrslu að ræða, er grund- vallast á könnun sambærilegri þeim, sem iðulega fara fr-am við forstöðumannaskipti hjá ríkisstofn- unum, einkum þó þegar allnokkrar Ijárreiður fylgja viðkomandi starfi. Loks skal þess getið að sam- kvæmt skýrum ákvæðum laganna um Ríkisendurskoðun er hún óháð Libby’/ Stórgóða tómatsósan ráðuneytum og öðrum handhöfum framkvæmdavaldsins. Þess vegna er henni óskyit að sinna fyrirmælum eða tilmælum frá ráðherrum um rannsóknir eða athuganir. Það er algerlega á valdi ríkisendurskoð- anda hvort við beiðnum eða ábend- ingum ráðherra eða annarra hand- hafa framkvæmdavalds um úttektir af þessu tagi sé orðið eða ekki. Þetta sjálfstæði stofnunarinnar verður engu að síður að horfa á í ljósi hins lögboðna hlutverks hennar og skyldu til þess að annast verk- efni af þessu tagi. Þannig er aug- ljóst að Ríkisendurskoðun getur tæplega synjað eðlilegum og rök- studdum beiðnúm æðstu handhafa framkvæmdavalds um úttektir af því tagi, sem hér um ræðir, enda verður ekki í fljótu bragði komið auga á aðra opinbera aðila, sem þeir geta leitað til í þessum efnum. Engu að síður eru ákvarðanir um hvort og hvernig standa skuli að verki og annað er varðar faglega úrlausn hvers verkefnis eftir sem áður Ríkisendurskoðunar. ------------ BSRB: Fundur um málefni leikskólans BSRB hefur ákveðið að efna til fundar um málcfni leikskólans í ljósi þjóðarsáttar og verður hann haldinn í húsi íslensku óperunn- ar (Gamla bíói),, á morgun fimmtudag, klukkan 17. Ráðgert er að fundurinn standi ekki leng- ur yfir en í rúman klukkutíma. í frétt frá BSRB segir m.a.: „Við boðum alþingismenn og sveitar- stjórnarfólk á fundinn og gerum kröfu um að út frá okkar forgangs- röð sé gengið, þegar samneyslupen- ingum er ráðstafað. Við leggjum áherslu á að koma ráðamönnum í skilning um að raunverulegar úr- bætur í málefnum ungra barna og ijölskyldna þeirra þoli enga bið.“ Félagar úr röðum ríkisstarfs- manna munu halda stuttar tölur á fundinum, en að auki mætir Val- geir Guðjónsson með gítarinn og tekur lagið. AUK hf. 103.2ÍSIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.