Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 29 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 2. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 101,00 70,00 83,92 4,479 375.936 Þorskur(st.) 96,00 96,00 96,00 0,501 48.096 Þorskur (ósl.) 70,00 70,00 70,00 0,028 1.960 Ýsa 99,00 81,00 93,02 6,308 586.845 Ýsa (ósl.) 79,00 75,00 75,90 1,784 135.486 Karfi 41,00 30,00 35,21 30,714 1.081.367 Ufsi 42,00 25,00 37,62 1,941 73.057 Steinbítur 66,00 30,00 35,74 0,138 4.932 Smáýsa 68,00 68,00 68,00 0,054 3.672 Lýsa ' 49,00 49,00 49,00 0,130 6.370 Skötuselur 145,00 145,00 145,00 0,007 1.015 Langa 58,00 50,00 57,89 3,225 186.691 Keila 20,00 20,00 20,00 0,028 564 Lúða 240,00 120,00 188,11 0,373 70.220 Koli 40,00 15,00 39,74 3,080 122.409 Samtals 51,12 52,794 2.698 FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf. Þorskur Ýsa 94,00 30,00 87,24 17,987 1.569.177 Þorskur 118,00 43,00 87,99 22,961 2.020.347 Karfi 53,00 46,00 49,59 936 46.419 Ufsi 51,00 10,00 27,30 1,797 49.051 Steinbítur 75,00 53,00 62,56 873 54.615 Langa 61,00 24,00 53,51 5,563 297.686 Lúða 405,00 315,00 373,84 177,50 66.356 Skarkoli 56,00 56,00 56,00 19,00 1.064 Keila 37,00 19,00 30,49 10,376 316.328 Skata 218,00 218,00 218,00 8 1.744 Hnísa 25,00 25,00 25,00 22 550 Lýsa 42,00 31,00 39,18 117 4.584 Undirm.fiskur 30,00 30,00 30,00 28 840 Samtals 72,72 60.903 4.429,151 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA 1 SKIPASÖLUR í Bretlandi 24.-28. september Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 2,07 13,475 2.948.412,51 Ýsa 1,78 29.010 5.456.368,39 Ufsi 0,86 5,600 508.642,72 Karfi 1,32 115 16.093,61 Koli 1,37 18,790 2.722.043,21 Grálúða 0,00 0,00 0,00 Blandað 2,00 3,632 769.952,09 Samtals 1,66 70,622 12.421.512,52 Selt var úr FREYJU RE 38 GÁMASÖLUR í Bretlandi 24.-28. september Þorskur 1,74 363,187 66.919.441,04 Ýsa 1,69 194,976 34.916.873,20 Ufsi 0,78 16,090 1.338.345,57 Karfi 0,90 17,060 1.626.610,89 Koli 1,17 111,590 13.896.785,38 Grálúða 1,49 1,200 189.523,41 Blandað 1,46 65,533 10.177.514,98 Samtals 1,58 770,637 129.065.094,47 SKIPASÖLUR í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi 24.-28. sept. Þorskur 4,06 3,490 511.653,98 • Ýsa 5,05 1,180 215.092,55 Ufsi 2,57 19,245 1.786.036,75 Karfi 2,52 181,954 16.530.490,78 Koli 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 0,00 0,00 Blandað 2,19 4,614 363.997,51 Samtals 2,56 210,483 19.407.271,56 1 Selt var úr VIÐEY RE 6 Olíuverö á Rotterdam-markaöi 1. ág. -1. okt., dollarar hvert tonn JlfofypnuHftfrife Metsölublað á hverjum degi! Tölvur á tækniöld: Ráðstefna um tölvunet o g þrjá- tíu aðilar með sýningu á tölvuni YFIR 30 sýnendur taka þátt í sýningunni Tölvur á tækniöld sem opnuð verður í Þjóðarbók- hlöðunni í dag kl. 17. Það eru tölvunarfræðinemar við Há- skóla íslands sem standa að sýn- ingunni sem stendur til 7. októ- ber næstkomandi. Á sýningunni gefst fyrirtækjum í tölvuiðnaði á Islandi kostur að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við almenning og auk þess koma til landsins á vegum erlendra stórfyrirtækja sérfræð- ingar í tengslum við sýninguna. Meðal þess sem kynnt verður á sýningunni er flughermir og gefst sýningargestum tækifæri til að skoða og prófa þetta tölvustýrða þjálfunartæki. Tveir af stónneist- urum íslands í skák, þeir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson, ætla að etja kappi við nýjar og öflugar gerðir skáktölva. Þá verð- ur kynning á tölvuveirum og vöm- um gegn þeim. Einnig verða margs konar forrit kynnt á sýning- unni. Jafnframt sýningunni ætla tölv- unarfræðinemar að standa fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu í dag, 3. október, undir yfirskriftinni Tölvu- net. í fréttatilkynningu frá sýn- Sigurður Helgason, prófessor. íslenska stærðfræði- Tveir töfra- menn rúm- fræðinnar SIGURÐUR Helgason prófessor í stærðfræði flytur fyrirlestur á vegum íslenska stærðfræðifé- lagsins, sem hann nefnir Tveir töframenn rúmfræðinnar, Ponc- elet og Jacobi, á morgun, fimmtudag. í herför Napóleons til Moskvu lenti franski stærðfræðingurinn Jean-Victor Poncelet í fangelsi í Saratov á Volgubökkum, þar sem hann uppgötvaði eina af sínum frægustu setningum. Nokkrum árum síðar fann þýski stærðfræðingurinn Carl G.J. Jacobi, sem þá var einungis 24 ára gam- all, mjög merkilega sönnun á setn- ingunni með allt öðrum aðferðum. í fyrirlestrinum verður sönnun Jacobis skýrð og nokkrar afleiðing- . ar setningarinnar. Sigurður Helgason hefur verið háskólakennari vestanhafs frá því að hann lauk þar doktorsprófi fyrir háifum fjórða áratug, undanfarin aldarfjórðung hefur hann verið prófessor í Stærðfræði við Tæknihá- skóla Massachusetts í Boston. Fyrirlesturinn sem er öllum op- inn, verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 4.30 síðdeg- is. félágið: ÚR DAGBOK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: 28. september -1. október 1990 Þegar á heildina er litið var frekar rólegt hjá lögreglunni í Reykjavík þessa helgi. 44 gistu fangageymslurnar. Tilkynnt var um 6 innbrot og 17 þjófnaðarmál, flest smávægileg. Aðstoð og önnur þjónustuverkefni voru 25 talsins. Tilkynnt var um 4 líkamsmeiðsl. Skemmdarverk voru 21 talsins. Kærur um umferðarlagabrot voru 85, auk 26 stöðubrota og þar af þurfti krani að flytja á brott 11 ökutæki vegna slæmrar staðsetningar þeirra. Hraðaakst- ursbrot voru 36, grunur um ölvun við akstur í 9 tilvikum og ekið gegnt rauðu umferðarljósi í 10 tilvikum og önnur umferðarlaga- brot 30. Um hádegisbilið á föstudag varð olíuslys við Ægisgarð. Þar hafði MT/Bláfell verið að dæla svartolíu í skip. Slanga losnaði af dælustút og eitthvert magn af olíu fór í sjóinn. Dælt var olíueyð- andi efni. Föstudagseftirmiðdaginn var fullorðinn maður staðinn að því að kaupa áfengi fyrir 16 ára ungl- inga hjá ÁTVR við Lindargötu. Lögreglan skarst í leikinn og færði manninn og einn ungling á lögreglustöðina. Foreldrum ungl- ingsins var gerð grein fyrir mál- inu. Á föstudagskvöld var bifreið ekið á hrossahóp á Suðurlands- vegi móts við Hraungerði. Aflífa varð þijú hrossanna. Ökumaður og farþegi meiddust lítilsháttar. Á föstudagseftirmiðdag varð mjög harður árekstur tveggja bifreiða á mótum Suðuriandsvegar og Reykjavegar og þrír fluttir á slysadeild og taka þurfti bifreið- irnar með krana. Einnig aðstoðaði lögreglan í Reykjavík lögregluna í Árnessýslu vegna alvarlegs um- ferðarslyss á Suðuriandsvegi við Hveradali. Tilkynntir voru 47 árekstrar um helgina. Vert er að vekja athygli ökumanna á þessum hættutíma ársins þegar umferð- aróhöpp og slys eru algengust, um að þeir aki miðað við aðstæð- ur. Töluverður ljöldi fólks var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags og sunnudags, en til- tölulega friðsamt. Um kl. 3.00 aðfaranótt laugardagsins urðu þrír lögreglumenn á eftirlitsgöngu í Austurstræti skammt austan Veltusunds urðu vitni að því er unglingspiltur réðst að öðrum pilti og henti honum á járngrind við verslunardyr. Árásarmaðurinn reyndi að forða sér, en lögreglu- mennirnir náðu honum. Hópur ölvaðra unglinga reyndi að hindra lögreglumennina við handtökuna og voru unglingarnir færðir á lög- reglustöð. Sjö voru vistaðir í fangageymslu og færðir fyrir dómara að morgni. Málum þeirra var lokið með allt að 20.000 kr. sektum. Lögreglumenn á eftirlitsferð á laugardagsmorgninum veittu at- hygli illa staðsettri bifreið á Flug- vallarvegi. I bifreiðinni voru þrír menn og við nánari athugun kom í ljós að í bifreiðinni voru laus útvarpstæki og hátalarar. Um þetta leyti var tilkynnt um skemmdarverk á allmörgum bif- reiðum, aðallega í Fossvogi og þjófnaði úr sumum þeirra. Vakn- aði grunur lögreglunnar um að piltarnir ættu hlut að máli og einn- ig kom í ljós að bifreiðin sem þeir voru í var stolin. Grunurinn reyndist réttur. Umræddir piltar höfðu brotist inn í tíu bifreiðar, þar af níu Saab bifreiðar í þeim tilgangi að stela úr þeim. Einni höfðu þeir stolið í Kópavogi og ekið henni í húsagarð þar sem hún sat föst. Þeir fóru síðan yfir í Fossvogshverfið og þar inn í níu bifreiðar og stálu m.a. bifreiðinni sem þeir voru á þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Málin eru í rannsókn hjá RLR. Friðsamt var aðfaranótt sunnu- dags. Undir morgun kom maður á miðborgarstöð en hann hafði verið sleginn í höfuðið með áfeng- isflösku. Oljóst var um atvik. Meiðsli hans eru ekki talin alvar- leg. Unnið að undirbúningi sýningarinnar Tölvur á tækniöld í Þjóðarbók- hlöðunni. ingaraðilum segir að mörg fyrir- tæki hér á landi hafi á undanförn- um árum fjárfest'rangt í tölvubún- aði þannig að í dag sitji þau uppi með tölvubúnað sem nýtist þeim illa. Nú sé hins vegar orðið mögu- legt að nettengja tölvur með litlum tilkostnaði og um leið að nýta betur þann tölvukost sem fyrir er. Bylting sé að hefjast hér á landi á sviði tölvuneta. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur þar sem stjórnendum fyrirtækja og stofn- ana verða kynnt þau hugtök sem tengjast tölvunetum. Ráðstefnan stendur frá kl. 10-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.