Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Jólakortin, sem MS félagið selur fyrir þessi jól, eru hönnuð af Erlu Axelsdóttur. MS félag Islands safn- ar fé í byggingasjóð MS FÉLAG íslands hefur hafið kynningu á jólakortaútgáfu sinni, en sala jólakorta er liður í söfnun til styrktar byggingar húsnæðis undir starfsemi félagsins. í samtali við Oddnýju Lárusdótt- ur, forstöðumann dagvistunar MS félags íslands, kom fram að MS fé- laginu hefur verið úthlutað lóð við Sléttuhlíð í Reykjavík en fynrhugað er að tengja húsið húsnæði Öryrkja- bandalagsins á næstu lóð með milli- gangi. Fyrirhugað er að húsið verði 500 fm að flatarmáli en núverandi húsnæði MS félagsins í Álandi 13 er einungis 200 fm að flatarmáli. í því húsnæði, sem félagið leigir af Reykjavíkurborg, er meðal annars boðið upp á dagvistun, -sjúkra og iðjuþjálfun. Jólakortasala MS félagsins er einn liður í fjáröflun til byggingar hússins við Sléttuhlíð en að auki mun félagið standa fyrir maraþonsundi í þessum mánuði og hinn árlegi jólabasar fé- lagsins fer fram í desember. 22 deildir eru innan ITC í öllum landsfj órðungum Morgunblaðið/Sverrir Halldóra Guðmundsdóttir, Hjö/dís Jensdóttir og Ólöf Jónsdóttir við merki ITC-samtakanna á íslandi. ITC-samtökin á íslandi eru nú að hefja vetrarstarf sitt en á milli 400-500 félagar eru í sam- tökunum hér á landi. Landsfor- seti ITC á íslandi er Halldóra Guðmundsdóttir. Hún sagði að helstu markmið samtakanna væru bætt Ijáskipti til að efla skilning manna á meðal um alla veröld. Kjörorð ITC á íslandi er málrækt og verndun tung- unnar. Samtökin halda kynning- arfund á Holiday Inn kl. 20.30 á morgun, fimmtudagskvöld. Á íslandi eru starfandi 22 deild- ir innan ITC í öllum landsfjórðung- um. Halldóra sagði að starfsemin snerist um mannleg samskipti og væri Iögð áhersia á fundarsköp og ræðuflutning á fundum samtak- anna. Einnig væri sérstök þjálfun veitt í meðferð íslensks máls. „Við lærum að skipuleggja tíma okkar, við lærum að skipuleggja litla og stóra fundi. Það er til að mynda mikil þjálfun fólgin í því að fá það verkefni að skipuleggja tveggja daga ráðstefnu fyrir 100 manns með öllu sem því fylgir,“ sagði Halldóra. Hún bætti við að samtökin væru jafnt opin körlum sem konum en öllu fleiri konur eru skráðar í samtökin. Hjördís Jensdóttir, formaður aðildarnefndar ITC og annar vara- forseti, sagði þátttöku í ITC hafa komið mörgum til góða og nefndi að gamlir félagar hefðu starfað sem þingmenn og margir ættu sæti í sveitar- og bæjarstjórnum. Hjördís, sem vinnur hjá stóru fyrirtæki í byggingariðnaði, sagði að eftir að hún hóf þjálfun í ITC sé húp mun betur búin undir starf- ið. „Ég á betra með að takast á við dagleg störf og þetta hefur í raun hjálpað mér mjög mikið,“ sagði Hjördís. Hún bætti því við að samtökin nytu mikillar .virðing- ar á vinnumarkaðnum. Ólöf Jónsdóttir, blaðafulltrúi samtakanna, sagði að þjálfunin færi fram á fundum sem haldnir væru tvisvar í mánuði og þátttak- endur skiptust á að taka að sér verkefni, eins og upplestur eða ræðuflutning. Einnig væri mikil þjálfun fólgin í að starfa í stjóm deildanna. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar um skattamál: * Neysluskattar á Islandi 1988 hæstír meðal aðildarríkjanna Heildarskattar hér á landi næstlægstir meðal Evrópuþjóða innan OECD SAMKVÆMT árlegri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París, um skattamál voru heildarskattar ríkis og sveitarfélaga á íslandi árið 1988 næstlægstir meðal Evrópuþjóða innan OECD, mið- að við hlutfall af landsframleiðslu, og það ár voru heildarskattar á íslandi fimmtu lægstir meðal allra aðildarrílq'a stofnunarinnar. Neyslu- skattar voru hins vegar langhæstir hér á landi, eða 57% skattheimtunn- ar, en í aðildarríkjum OECD voru neysluskattar að meðaltali rúm 30% skattheimtunnar á árinu 1988. Skýrslan tekur nú í fyrsta sinn til ís- lands, en hingað til hafa íslendingar ekki tekið þátt í störfum á þessu sviði OECD. Erna G. Sigurðardóttir. Erna sýnir í Stokkhólmi ERNA G. Sigurðardóttir opnar sýningu á verkum sínum í Gall- erí Westlund, Sturegatan 12 í Stokkhólmi, laugardaginn 6. október. Hún vinnur með bland- aðri tækni í tré. Ema útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og er nú við framhaldsnám við The Slade School of Fine Art í London. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Skýrsla OECD um skattheimtu í aðildarríkjum stofnunarinnar kom út fyrir skömmu, og kynnti Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra helstu niðurstöður hennar á fundi með fréttamönnum í gær. Hann sagði að fjármálaráðuneytið hefði tekið ákvörðun um það fyrr á þessu ári að taka þátt í skattasamstarfi OECD, meðal annars í þeim tilgangi að eyða öllum vafa um hvar Island stæði í samanburði við önnur aðild- arríki stofnunarinnar hvað varðar skattbyrði. Aðildarríki OECD eru 24 talsins, en það em 18 ríki Vestur-Evrópu, Tyrkland, Kanada og Bandaríkinj Japan Ástralía og Nýja-Sjáland. I skýrslu stofnunarinnar eru birtar tölur um öll aðiidarríkin fyrir árið 1988, en bráðabirgðatölur fyrir nokkur ríkjanna fyrir árið 1989. Árið 1988 var skattheimta mest í Svíþjóð af OECD-ríkjum, eða 55,3%, en minnst í Tyrklandi, eða 22,9%. Skattheimta á íslandi nam 31,7% af landsframleiðslu, og var ísland í fimmta neðsta sæti af aðild- arríkjunum öllum, ofan við Tyrk- land, Japan, Ástralíu og Bandaríkin. Á sama tíma var skattheimta 38,4% af landsframleiðslu að meðaltali í aðildarríkjunum, og 40,8% að meðal- tali í Evrópubandalagsríkjunum. Á fundinum með fjármálaráð- herra kom fram að með sömu aðferð- um og OECD beitir fengist sú niður- staða að skatttekjur ríkis og sveitar- félaga hafi numið 34% af landsfram- leiðslu hér á landi árið 1989, og því hafi aukningin milli ára verið 2,3%. „Menn sjá af þessu hvað viðbótin í sköttunum, sem mjög hefur verið til umræðu hér á landi síðastliðið eitt og hálft ár, er í raun og véru lítil samanborið við heildarskattbyrðina. Hún er í raun og veru það lítil að hún dugir ekki til að færa ísland fram úr neinu landi nema Sviss á árinu 1989, en áfram eru öll aðild- arríki Evrópubandalagsins og öll EFTA-ríkin nema Sviss töluvert fyr- ir ofan ísland hvað skattbyrði snert- ir,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. í skýrslu OECD er greint frá sam- setningu skattheimtunnar í aðild- arríkjunum, og þar kemur fram að skattar á vöru og þjónustu námu rúmum 57% af skattheimtunni hér á landi 1988, og þar er ísland í lan- gefsta sæti. Næst koma Portúgal með rúm 48% og Grikkland með rúm 45%, en að meðaltali voru skattar af vöru og þjónustu rúm 30% skatt- heimtunnar í aðildarríkjum OECD. Tekjuskattar á einstaklinga og fyrir- tæki voru hins vegar 26,4% skatt- heimtunnar á íslandi, en rúmlega 38% að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Samvinnuferöir - Landsýn Reykjavik: Austurstræti 12, s. 91-691010, Innanlandsferðir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagátorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.