Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sfmi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gleðidagur í Þýskalandi ýsku ríkin hafa nú verið sameinuð. Á ótrúlega skömmum tíma hefur tekist að greiða úr vandamálum, sem hafa verið einn helsti ásteyting- arsteinninn á alþjóðavettvangi frá lyktum síðari heimsstyrjald- arinnar fyrir 45 árum. Stórt og öflugt ríki hefur fæðst með frið- samlegum hætti í hjarta Evrópu. Þetta er gleðilegur atburður sem krefst þess að litið sé á stöðu Evrópumála og samskipti á al- þjóðavettvangi með öðrum hætti en áður. Innan Þýskalands hefur al- menningur áhyggjur af hinum mikla kostnaði sem óhjákvæmi- lega fylgir því að reisa austur- hluta landsins úr rústum komm- únismans. Fram hafa komið efa- semdir um að hið nýja ríki verði einlægur þátttakandi í samstarfi vestrænna ríkja um öryggismál í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða um stjómmál og efnahagsmál í Evrópubandalag- inu. A sú skoðun nokkurn hljóm- grunn, að Þýskaland hljóti að beina athygli sinni mjög í austur á næstu árum og áratugum. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur haft ótvíræða forystu í sameiningar- málinu. Honum hefur tekist að yfirvinna hveija hindrunina á eftir annarri jafnt innanlands sem utan. Kanslarinn hefur ver- ið hollur þeirri stefnu sem kristi- legir demókratar mótuðu strax og Sambandslýðveldið Þýska- land varð til undir pólitískri for- ystu Konrads Adenauers. Þá var stefnan tekin á sameiningu með þeim skynsamlega fyrirvara að fyrst tækist Þjóðveijum að vinna bug á reiðinni, óttanum og tor- tryggninni í sinn garð vegna tveggja heimsstyijalda. Aden- auer taldi náið samstarf við Evrópuríkin forsenduna fyrir því að þetta tækist og má rekja uppruna Evrópubandalagsins til þess. Það væri í andstöðu við þessa vélheppnuðu stefnu, ef Þjóðveijar tækju nú að draga úr áhuga sínum á þátttöku í starfi Evrópubandalagsins. Löngum hefur verið talið, að Sovétstjórnin féllist ekki á sam- einingu Þýskalands nema landið yrði hlutlaust, einskonar belti á milli austurs og vesturs í Evr- ópu. Strax eftir að Berlínarmúr- inn féll í nóvember á síðasta ári komu upp efasemdir um að nokkru sinni tækist að sameina ríkin tvö vegna þess að tæplega 400.000 sovéskir hermenn væru í A-Þýskalandi og ógjörningur yrði að losna við þá. Hið ótrú- lega hefur einnig gerst í þessu efni. Sameinað Þýskaland verð- ur ekki hlutlaust heldur aðili að Atlantshafsbandalaginu og samið hefur verið um að sovéski herinn hverfi á brott fyrir árslok 1994. Ríkisstjórnir Þýskalands og Sovétríkjanna hafa gert með sér samning um náin samskipti og Þjóðvéijar bera að verulegu leyti kostnaðinn af brottflutn- ingi sovéska hersins frá landi sínu. Undir forystu Adenauers og Ludwigs Erhards, flokksbróður hans, varð efnahagsundur í Vestur-Þýskalandi. Á mettíma tókst þjóðinni að endurreisa at- vinnu- og efnahagslífið og er það nú hið öflugasta í Vestur- Evrópu. íbúar Vestur-Þýska- lands axla miklar fjárhagslegar byrðar vegna sameiningarinnar. Helmut Kohl hefur sagt við íbúa Austur-Þýskalands, að á þremur til fjórum árum muni takast að breyta heimahögum þeirra og gera þá að blómlegum byggðum í hjarta Evrópu. Kvíði sækir hins vegar að mörgum og Oskar Lafontaine, leiðtogi þýskra jafn- aðarmanna, telur að of þungar byrðar séu lagðar á þýskt efna- hagslíf með sameiningunni. Ef slík svartsýni nær tökum á þýsku þjóðinni verður það eng- um til góðs. Fjárhagslegur styrkur Vestur-Þýskalands er svo mikill að hann þolir þessa áraun, ef rétt er á málum hald- ið. Ef að líkum lætur líður vafa- laust ekki heldur á löngu þar til íbúar austurhlutans verða teknir til við að nýta kosti fijáls- ræðisins til hins ýtrasta. Um langan aldur hafa sam- skipti Þýskalands og íslands verið töluverð, Fáar Evrópuþjóð- ir hafa gert sér betri grein fyrir gildi íslenskrar menningar en Þjóðveijar. Til Þýskalands hafa íslendingar leitað sér menntun- ar og fyrirmynda í ýmsum efn- um. Á síðari árum hafa við- skipti aukist milli þjóðanna og þrátt fyrir deilur um yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni hafa á síðari árum skapast náin tengsl milli ríkjanna í sjávarútvegsmálum. Þýskir stjórnmálamenn hafa lýst skilningi á kröfum okkar um yfirráð yfir auðlindum hafsins samhliða_ nánari tengslum við Evrópu. íslendingar hafa fyllstu ástæðu til að samfagna með Þjóðveijum á þessum gleðidegi í sögu þeirra — og sögu Evrópu. Viðtal við Þór Whitehead um sameiningu Þýskalands: Þýsk heimsvaldas er dauð og grafir VIÐ sameininguna eflist Þýskaland bæði að íbúatölu og landrými. Vestur-Þýskaland hefur þegar skotið nágrönnum sínum ref fyrir rass í efnahagslegu tilliti og mörgum stendur nokkur ógn af því stórveldi sem sameinað Þýskaland verður. Horfa þá margir til for- tíðarinnar, þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu keisaradæmisins og síðar Hitlers og velta því fyrir sér með ugg í brjósti hvort ógn- ir þessar eigi sér skýringu í gerð þýsku þjóðarsálarinnar. Vestur- Þýskaland hefur að mörgu leyti verið fyrirmynd annarra Iýðræð- isríkja hvað stöðugleika og fjölhyggju áhrærir og erfitt að ímynda sér að þar blundi mikil árásargirni. Ríkið hefur bundist vestrænni samvinnu tryggum böndum og varast alla ævintýramennsku á al- þjóðavettvangi. Stjórnmál og opinber umræða í rúmlega fjörutíu ára sögfu Vestur-Þýskalands hefur ætíð staðið í skugganum af þriðja ríki nasismans og glæpaverkum þess. Er breytinga að vænta á hlutverki Þýskalands í valdatafli Evrópu? Má búast við því að sameining Þýskalands kveiki elda nýrra stórveldisdrauma og að þjóðernisstefna færist þar í vöxt á ný? Morgunblaðið leitaði til Þórs Whiteheads, prófessors í sagnfræði við Háskóla Islands, sem meðal annars hefur sinnt fræðimennsku í Freiburg í Vestur-Þýska- landi, til að ræða þessi mál og grafast fyrir um rætur þýskra stór- veldisdrauma og þýskrar þjóðemisstefnu og hvort þær séu enn til staðar. „Ef við leiðum í upphafi hugann að sameiningu Þýskalands árið 1871 þá kemur í ljós að það var Prússland sem hafði þar forgöngu, að nokkru leyti með valdi,“ segir Þór. „Prússneskar hefðir settu mark sitt á þetta nýja veldi. Það er ein höfuðorsökin til þess hvern- ig síðar fór. Þýskaland undir Prússakóngi markaði sér stjórnar- farslega sérstöðu á 19. öld. Þjóð- veijar höfnuðu því þingræði og lýðræði sem ávann sér sess í Bret- landi og Frakklandi og annars staðar í Norður- og Vestur-Evr- ópu. Það var keisarinn sem skipaði kanslarann, eða forsætisráðher- rann, og ríkisstjórnina án þess að þingið kæmi þar nærri. Þingið var raunar fjarri því að vera spegil- mynd af þjóðarviljanum vegna úr- eltrar kjördæmaskipunar, sem var hagstæð prússneska lénsveldinu. Ráðandi íhaldsöfl í Þýskalandi töldu sig þannig hafa sérstöku stjómmála- og menningarlegu hlutverki að gegna í Evrópu. Þjóð- veijar hefðu markað sinn eigin veg. Þeir höfnuðu fijálslyndi, skyn- semishyggju og gildum breska þingræðiskerfisins og frönsku bylt- , ingarinnar. Þýska • hughyggjan, ’ rómantík og þjóðemishyggja var allsráðandi. Hagsmunir „heildar- innar“, þ.e. eins og þeir vora skil- greindir af keisaranum og hans mönnum, áttu ævinlega að ganga fyrir hagsmunum einstaklinganna. Þýskir lærdómsmenn kepptust við að dásama þessa heildarhyggju og þýska „hetjuandann", sem þeir töldu mótvægi gegn fyrirlitlegri ' „kaupsýslumenningu" Vestur- landa — einstaklingshyggju og efmshyggju. Þegar Vilhjálmur II keisari varð allsráðandi í Þýskalandi árið 1890 hóf hann stórveldisstefnuna til vegs en af lítilli fyrirhyggju. Hann hafði ekki skýr markmið önnur en þau að Þýskaland ætti að verða heimsveldi. Þetta var þeim mun erfiðara fyrir þá sök að hinar stór- þjóðirnar í Evrópu, Bretar, Frakk- ar og Rússar, höfðu þegar komið sér upp heimsveldum. Það var því heldur lítið um laust rými í öðram heimsálfum, þegar Þjóðveijar komu loksins til leiks í nýlendu- kapphlaupinu. Gamli „járnkanslar- inn“, Bismarck, hafði forðast alla ævintýrapólitík og reynt að halda góðu samkomulagi við Rússa til þess að þeir mynduðu ekki banda- lag við Frakka. Hann vissi að Þýskaland, „ríkið í miðið“, gæti tæplega barist á tvennum vígstöðvum — í austri og vestri, ef til átaka kæmi. Bismarck hafði lagt mikið Uppúr því að friðmælast við Rússa. En Vilhjálmur II klúðr- aði þessu eins og Hitler síðar. Hann steig einnig það örlagaríka skref að hefja geysilega flotasmíð sem Bretar litu á sem hreina ögran við sig.“ - Hvernig skýra þýskir sagn- fræðingar uppruna stórveldis- drauma og þjóðernishyggju keis- aratímans? „Um þetta efni hafa staðið miki- ar deilur. Einn hópur sagnfræðinga sækir skýringar sínar mjög til Eck- hardts Kehrs, sem sjálfur var skammlífur og lést árið 1933. Kehr var jafnaðarmaður og var undir áhrifum frá Karli Marx og Max Weber. Hann leit á tilurð stórveld- isstefnunnar í ljósi stéttabaráttu. Undirrót stefnunnar hafi verið ótti keisarans og aðalsins við að verka- lýðurinn næði völdum enda voru jafnaðarmenn í mikilli sókn á þess- um tíma. Keisarinn og íhaldsmenn hafi viljað beina óánægju almenn- ings út á við. Kehr og eftirmenn hans segja einnig að þróunin í Þýskalandi hafi greinst frá þróuninni í Bret- landi og Frakklandi að því leyti að gamla júnkaraveldið prússneska hafi að nokkra runnið saman við borgarastéttina með þeim afleið- ingum að aðallinn hafði áfram tögl og hagldir. Borgarastéttin hafi orðið hálfgerð undirtylla gamla lénsveldisins. Á meðan hafi borg- arastéttin verið orðin ráðandi afl í Frakklandi og Bretlandi. Við sam- ranann hafi júnkararnir „sett það sem skilyrði" að gamla stjórn- skipulaginu yrði haldið. Þannig hafi skapast algjört misræmi á milli framþróunar í efnahagsmál- um, iðnvæðingar, og stjórnarfars- ins, sem hjakkaði í sama farinu. Þótt hér sé auðvitað um einföldun að ræða er svo mikið víst að fijáls- lynd, borgaraleg öfl voru áhrifalít- il í Þýskalandi keisarans, enda aðstæður allar erfiðar. Eftir að jafnaðarmenn færðust í aukana með kröfur um þjóðnýtingu og valdatöku „verkalýðsins“, sáu fijálslyndir þann kost vænstan að falla í faðm við stjórnlynda íhalds- menn. Enn má nefna til sögunnar sam-þýsku hreyfínguna og þá staðreynd að flokkur gyðingahat- ara náði töluverðu fylgi í Þýska- landi keisaratímans. Ymsir þýskir áhrifamenn aðhylltust einnig sós- íaldarwinisma, höfnuðu kristileg- um gildum og sögðu að einungis hinir hæfustu lifðu af. Barátta stórveldanna um nýlendur og markaði væri hliðstæð þeirri bar- áttu, sem alls staðar færi fram í náttúranni. Þessi þýska þjóðernis- blanda var öll heldur görótt, rétt eins og marxisminn, sem var að Mannfjöldi fagnar Vilhjálmi I, keisara hins nýja sameinaða Þýskalands, er hann kemur til Berlínar 1871 ásamt Otto von Bismarck, járnkanslaranum svonefnda. Skömmu áður hafði Vilhjálmur, sem áður var aðeins konungur Prússa, tekið við keisaratigninni í Versölum eftir sigurinn yfir Frökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.