Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 17 Grein um álmálið sem átt hefur sér stað í landi okkar á síðari tímum. Nú þegar þjóðin stendur frammi fyrir þeim möguleika að fá erlenda aðila til að byggja álver hér á landi er spurningin hvort staðsetja eigi það einhverstaðar á milli áður- nefndra flugvalla eða hvort það eigi að vera annarstaðar á landinu. Það er okkar skoðun að staðsetja eigi það út frá þjóðhagslegum langtíma- markmiðum þar sem byggða- og flokkspólitísk sjónarmið verði að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheild- arinnar. Við verðum að sameinast um þessa viðhorfsbreytingu til að afstýra þeirri þjóðarógæfu að nýtt álver verði á þenslusvæðunum við Faxaflóann. Höfundur er formaður Atvinnuþróunarfélags Austurlands. eftir Orra Hrafnkelsson Þegar litið er yfir sögu þjóðarinn- ar síðustu hálfa öld sést glöggt hvernig þjóðlífið hefur breyst úr bænda- og sjómannásamfélagi þar sem ráðdeildar- og nægjusemi er aðal þjóðareinkenni, þar sem þjóð- félagsstefna er að lifa af því sem lífríki lands og sjávar gaf af sér. Fyrir hálfri öld braust út, aðal- lega af skrifvaldi hins þýska þjóð- ernissósíalisma, það fyrirbæri sem hlotið hefur í sögunni heitið síðari heimsstyijöldin. Áhrifin af þessu djöfulega fyrirbæri bárust sem eld- ur í sinu um nær alla heimsbyggð- ina og þar með hingað til lands. Hafist var handa við flugvallargerð í Vatnsmýrinni (sem hæfði þessu nýja heimsástandi) við hliðina á æðstu menntastofnun landsins. Áhrifin af þessu 5 ára þjáninga- fulla niðurlægingartímabili urðu mikil og örlagarík fyrir allt mannlíf- ið í okkar landi. Fáum árum eftir að stríðrekstri styijaldarinnar lauk var hafist handa við gerð nýs flugvallar suður á Miðsnesheiði. Skyldi hann þjóna þeirri fjölþjóða hernaðarhyggju sem þá ríkti víða um iönd. Áhrifin af hinu mikla innstreymi erlends ijár- magns vegna þessara framkvæmda voru margþætt og örlagarík fyrir okkar fámenna samfélag. Hin efnahagslegu áhrif voru þau að atvinnulífið tók fjörkipp sem margir tóku opnum örmum, sem svo varð að allsheijar stríðsdansi í kringum gullkálfinn, með þeim illu afleiðingum sem það óhjákvæmi- lega hafði í för með sér. Þessu ör- lagaríka tímaskeiði er lýst á raun- sannan hátt af einum fremsta rit- höfundi þjóðarinnar á þessari öld sem „blessað stríðið", sem_ hann leggur í munn okkar nútíma Islend- inga. Það er nauðsyn að gera sér grein fyrir því að erlend hernaðar- hyggja hefur að stærstum hluta ráðið innstreymi erlends íjármagns „Erlend hernaðar- hyggja hefur að stærst- um hluta ráðið inn- streymi erlends fjár- magns í okkar samfé- lag.“ í okkar samfélag á þessum örlag- aríku tímum. Það er ljóst að þetta erlenda ijármagn hefur fýrst og fremst stýrt þeirri búseturöskun Orri Hrafnkelsson ■ AKVEÐIÐ hefur verið að efna til sex funda, víðsvegar um landið, þar sem fjallað verður um sameigin- legan innri markað Evrópubanda- lagsins og áhrif sem hann hefur á íslensk fyrirtæki. Frummælendur á fundunum verða Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Steindór Valdimarsson, EB-sér- fræðingur Félags ísl. iðnrekenda, Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs og Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins. Fyrsti fundurinn verður haldinn 4. október kl. 20.00 í Skútunni í Hafnarfirði. Næsti fundur verður svo haldinn á Egils- stöðum 17. október, á Isafirði 2. nóvember, Akureyri 7. nóvem- ber, Akranesi 16. nóvember og á Selfossi 23. nóvember. Á fundun- um verður dreift riti Iðntæknistofn- unar og iðnaðarráðuneytisins „Hvað um þig?“ íslensk iðnfyrir- tæki og innri markaður EB 1992. Nánari upplýsingar veitir Emil B. Karlsson, Iðntæknistofnun íslands. CONDAIR RAKATÆKI FRA FÖNIX Algerlega hjóölaus gufurakatæki, sem henta jafnt til heimilisnotkunar sem á hvers konar vinnustaði. 2 gerðir, fyrir eftirfarandi herbergisstaeröir: 12 - 40 m2 kr. 4.880,- 25 - 60 m2 kr. 7.860,- Einnig fást sjálfvirkir rakastillar fyrir tækin. /rOnix Hátúm 6a • Simi 91-24420 VANDAÐUR VEITINGASTAÐUR Á HEIMSVÍSU SETRIÐ - Opið öll kvöld. Nýr matseðill. Við bjóðum upp á tillöguseðil, smökkunarseðil, sérréttaseðil og einstakan vínlista. Setrið er opið frá klukkan 19:00 - 22:30. Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 84168. % ■\Áp&Acxv} Sýnishom af matseðli: Fonéttir Kjúklingamósaik "Tahiti" lax, leginn í kókosmjólk Rækjuhella með engifer og soyasósu Aðalréttir Nautasteik úr framhrygg með Frédéric Mistral sósu, furuhnetum og kapers Grísasneið á möndlum með grænum pipar. appelsínum og Grand Marnier Lambasneiðar úr hrygg nieð þistlasósu og Madeiravíni Tilbrigöi um lúðu og hörpuskel með engifcr og greipaldini Eftirréttir Bjóðum í eftirrétt freistingar af osta- og ábætisvagninum SIGTUNI 38 • SIMI: 91-689000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.