Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 27 tefna i nokkru sóttur í sömu uppsprett- una.“ - Þannig að hér var strax kom- ið efnið i nasismann? „Já, í Mein Kampf fór Hitler ekki dult með að hann sótti ýmsar hugmyndir sínar til heimsvalda- stefnu, kynþáttastefnu og þjóðern- isstefnu keisaratímabilsins. Nas- istaflokkurinn átti sína forvera bæði í Þýskalandi og Austurríki. Sagnfræðingar á hægri vængn- um hafa svo aftur á móti hafnað kenningum um að nasisminn væri framhald heimsvaldastefnu keis- aradæmisins. Þeir telja einnig frá- leitt, að innanlandsástandið hafi verið undirrót að þessari stefnu, og telja að hana verði að skýra í samhengi við framferði annarra stórvelda á þessum tíma. Öll hafi þessi ríki keppt að því að auka vald sitt, hér hafi verið um að ræða sjálfstætt markmið að miklu leyti óháð framvindu innanlands. Þar má nefna Gerhard heitinn Ritt- er, sem var lengi einn aðalmál- svari þessara sjónarmiða. Hann taldi stefnu Bismarcks hafa verið friðsamlega og heimsveldisdrauma fýrst hafa byrjað með Vilhjálmi II. Sömuleiðis segir Ritter vafasamt að rekja þýska hernaðarhyggju til Prússa. En víst er að dýrkunin á hermennsku og stríði var eitt af því sem mjög setti svip sinn á Þýskaland keisarans." - Deilan um hver átti upptökin að fyrri heimsstyijöldinni verður víst seint útkljáð en hver er skoðun þýskra sagnfræðinga á því atriði? „Eftir fyrri heimsstyijöldina kepptust þýskir sagnfræðingar við að sýna fram á að Þjóðveijar hefðu ekki átt sök á stríðinu. Þessi sögu- skoðun vann sér fylgi og við upp- haf seinni heimsstyijaldarinnar má segja að einhugur hafi ríkt um það meðal fræðimanna að stórveldin hefðu öll átt nokkra sök á því að stríðið braust út 1914. Löngu seinna, 1961, kom út bók eftir þýska sagnfræðinginn Fritz Fis- cher Gríffnach der Weltmacht sem • kollvarpaði hugmyndum manna um þessi efni. Hann hélt því fram að þýska keisaraveldið hefði átt sök á því öllum öðrum veldum framar að stríð hófst 1914. Hann sýndi fram á að Bethmann-Hol- weg, sem var kanslari Þýskalands við upphaf fyrri heimsstyijaldar, hefði ekki verið neinn friðarsinni eins og menn höfðu almennt talið. Kanslarinn hefði sett Þýskalandi skýr markmið og þau voru að ná efnahagslegu og pólitísku forræði í Mið-Evrópu og á Balkanskaga og leggja undir Þýskaland lönd í austri á kostnað Rússaveldis. Næst komust Þjóðveijar að ná þessum markmiðum með Brest-Litovsk- samningnum sem þeir gerðu við Lenín árið 1918. Þar voru Þjóðverj- um tryggð yfirráð yfir Póllandi, landsvæðunum, þar sem Eystra- saltsríkin voru síðar stofnuð, og Úkraínu sem átti að heita sjálf- stæð. Þetta var þó skammgóður vermir eins og allir vita því Þjóð- veijar lutu í lægra haldi á vest- urvígstöðvunum. Það sem er hvað markverðast við kenningar Fischers er að hann sér glöggt samhengi á milli ut- anríkisstefnu keisaradæmisins og stefnu Hitlers. Aðrir sagnfræðing- ar, einkum á hægri kantinum, vildu halda því fram að nasisminn hefði verið „slys“ í þýskri sögu og mark- mið hans allt önnur en keisara- stjórnarinnar. í raun má segja að kenning Fischers hafi orðið ofan á Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon „Undir forystu Konrads Adenauers og kristilegra demókrata var grundvellinum kippt undan þýskri yfirgangs- og heimsvaldastefnu.“ Adenauer á Þingvöllum með Ólafi Thors forsætisráðherra 26. októ- ber árið 1954. heimsveldi en svaraði því neitandi. Skort hefði hið rétta hlutfall land- rýmis og fólksfjölda. I hugmyndafræði nasismans fólst afturhvarf til miðalda. í Mið- og Austur-Evrópu átti að vera kjarni „þúsund ára ríkisins", þar sem „germanskir" menn skyldu aðallega stunda landbúnað. Því þurfti að útrýma íbúunum sem þar voru fyrir í hernumdum löndum eða hneppa þá í þrældóm. Heimsyfirráð voru svo lokastigið en svo virðist sem Hitler hafi ætlað næstu kynslóð að ná því marki. Það greindi einnig Hitler frá keis- aranum að hann lagði mikið upp úr því að halda friðinn við Breta að hluta til vegna þess að þeir eru germönsk þjóð. Hann vildi að Bret- ar gæfu Þjóðveijum fijálsar hend- ur á meginlandinu. A móti var hann reiðubúinn að hafna flot- auppbyggingu og verslunarsam- keppni og fyrirleit í raun borgara- stéttina og þá sem fengust við fé- sýslu. Hitler vildi ekki heldur ný- lendur í öðrum heimsálfum sem hefði styggt nýlenduveldið Bret- land.“ - Það hefur lítið borið á þjóðern- isstefnu í Vestur-Þýskaiandi. En hvað er eftir af rótum þýskrar heimsvaldastefnu? Hvaða forsend- ur eru fyrir því að hún vakni á ný? „í vesturhluta Þýskalands var aftur komið á lýðræði eftir stríð og nú tókst svo vel til um fram- kvæmdina, að sambandslýðveldið hefur verið öðrum ríkjum til fyrir- myndar um stjórnarfar og fijáls- legt efnahagskerfi. Ég þekki varla nokkurt þjóðfélag sem er opnara og þar sem ríkir meiri fjölhyggja. „Skipting Þýskalands var harmleikur sem nú er lokið á farsælasta hátt. Lýðræðið hefur sigrað í Þýska- landi öllu.“ eftir heiftarlegar deilur sagnfræð- inga, þótt' auðvitað viðurkenni menn, að Hitler hafi í ýmsu brugð- ið út af stefnu keisarastjórnarinn- ar. Sjálfur taldi Hitler að hann hefði markað Þjóðveijum algerlega nýja utanríkisstefnu og hann for- dæmdi þá gömlu, vegna þess að hún hefði beinst að því að vinna nýlendur í öðrum heimsálfum." - Eftir að keisaradæmið hrundi tóku Þjóðveijar loksins upp vest- ræna stjórnarhætti _ og stofnuðu Weimar-lýðveldið. Átti lýðveldið sér lífsvon? „Það hugsa ég, en andbyrinn var sterkur. Lýðveldið var stofnað í kjölfar ósigursins í fyrra stríði. íhaldssamir þjóðernissinnar og nasistar gátu notað þessa stað- reynd til að ófrægja lýðræðis- stjórnarfarið með því að tengja það við ósigurinn í stríðinu og niður- lægingu Þjóðverja. Eins og al- kunna er hélst gamla valdakerfið að nokkru við lýði í Weimar-lýð- veldinu og grunnt var á öfga- kenndri þjóðernisstefnu. Svo bætti hrunið 1923 gráu ofan á svart og Versalasamningurinn sjálfur og óánægjan með hann. Enn velta menn því samt fyrir sér hvort nasisminn hafí verið óhjá- kvæmilegur og hvort lýðveldið hefði haldið velli ef kreppan mikla hefði ekki skollið á 1929. Og vissu- lega er margt sem bendir til þess að lýðveldið hefði getað átt framtíð fyrir sér. Það var kreppan sem gaf Hitler byr í seglin. En hvað var nasisminn? Hann sótti mikið til gömlu stórveldis- stefnunnar og gerði markmið hennar í mörgu að sínum í bland við kynþáttakenningar. Nasista- flokkurinn hafði það einnig fram- yfir fyrirrennara sína að hann höfðaði til stærri hóps kjósenda, ekki síst verkalýðs og millistétta. Hann var byltingarsinnaður flokk- ur sem lagðist eindregið gegn vest- rænum áhrifum í Þýskalandi. Kommúnistar vanmátu þetta bylt- ingareðli og sögðu Hitler peð kap- ítalista. En llitler fór sínu fram, hann var sinn eigin herra, og kommúnistar og jafnaðarmenn fengu að súpa seyðið af því. Hitler setti landvinninga i Evr- ópu á oddinn. í Mein Kampf varp- aði hann fram þeirri spurningu hvort keisaradæmið hefði verið Undir forystu Konrads Adenauers og kristilegra demókrata var grundvellinum kippt undan þýskri yfirgangs- og heimsveldisstefnu. Sambandslýðveldið gerðist vest- rænt ríki í orðsins fyllstu merk- ingu, og sneri baki við „þýsku leið- inni“, sem þjóðernissinnar voru svo stoltir af á fyrri tíð. Þjóðernis- hyggja hefur raunar orðið að hálf- gerðu skammaryrði í Þýskalandi frá stríðslokum. Þjóðveijar hafa lifað í skugganum af þeim glæpum sem nasistar frömdu í seinni heimsstyijöldinni. Eldri kynslóðin í Vestur-Þýskalandi tregðaðist lengi vel við að gera upp fortíðina og kaus að gleyma sér í endur- reisninni. Á 7. og 8. áratugnum varð breyting þar á að kröfu yngra fólks. Menn verða þess þó oft var- ir í Vestur-Þýskalandi hversu mik- ið kynslóðabil er þar stáðfest. Þeir, sem komnir eru á efri ár, eru margir hveijir allólíkir hinum yngri, sem alist hafa upp í frelsi og hagsæld sambandslýðveldisins. Sú kenning, að leita beri orsak- anna til stórveldisstefnu Þjóðveija í þjóðareinkennum þeirra, er að mínu viti fráleit. Það vill oft gleym- ast að Hitler hlaut aldrei stuðning meirihluta kjósenda í fijálsum kosningum svo dæmi sé tekið og það voru fleiri en þýskir gyðingar, sem urðu fyrir barðinu á harð- stjórn hans. Nasistar myrtu vita- skuld íjölda annarra Þjóðveija, hnepptu þá í ánauð eða hröktu úr landi.“ - En hvað hefur komið í stað þjóðernisstefnunnar? „Það er hiklaust Evrópustefnan sem Adenauer kanslari, risinn í þýskri sögu eftirstríðsáranna, átti mestan þátt í að móta.'Þjóðveijar hafa náð sáttum við Frakka og gegnt forystuhlutverki í samein- ingu Evrópu eftir styijöldina. Jafnframt má fullyrða að hern- aðarstefnan gamla sé löngu útdauð í Vestur-Þýskalandi, en marx- lenínistar í „alþýðulýðveldinu“ reyndu að halda í „fornar hefðir“, eins og gæsaganginn! Það er hins vegar fátt sameiginlegt með sam- bandshernum, Bundeswehr, og gamla þýska hernum. Herinn er nú þverskurður af samfélaginu, eins og það hefur þróast frá stríðslokum. Andúð á hermennsku er meira að segja svo rík í landinu að herinn hefur stundum átt í mestu vandræðum með að valda hlutverki sínu.“ - Hvað þá um einhvers konar endurskoðunarstefnu, það er að segja að Þjóðverjar telji að á þá hafi verið hallað þegar málin voru gerð upp eftir seinni heimsstyij- öldina? „Þýsk stjórnvöld hafa fallist á að engar kröfur verði gerðar til landsvæða í Póllandi sem tilheyrðu Þýskalandi fyrir stríð. Hér riðu jafnaðarmenn og fijálslyndir á vaðið með sáttastefnu sinni, Ost- politik, Willys Brandts á 8. ára- tugnum. Flóttamenn frá þessum svæðum sem helst eru líklegir til að halda landakröfunni á lofti voru áhrifamiklir fyrst eftir stríð en týna nú óðum tölunni." - Ýmsir virðast þó óttast ein- hvers konar afturhvarf til þjóðem- isstefnu í Þýskalandi, samanber uppnámið út af ummælum breska ráðherrans Nicholas Ridleys — tel- ur þú þetta óhugsandi? „Það get ég auðvitað ekki full- yrt. Hitt tel ég víst að öfgafull þjóðernisstefna á borð við nasis- mann fái síst af öllu fest rætur í Þýskalandi. Þjóðveijar hafa lært nóg af sinni sögu til að varast slík víti. Ég held aftur á móti að þeir eigi eftir að finna sig á nýjan leik sem eina þjóð, eftir að hafa verið aðskildir með múrvegg og morðtól- um í nærri þijá áratugi. En ég sé ekki hvers vegna aðrar þjóðir þyrftu að hafa áhyggjur af því að Þjóðveijar fylltust álíka stolti yfír þjóðerni sínu og menningu og til dæmis Bretar og Frakkar. Fram- lag þeirra til heimsmenningarinnar er ómetanlegt þótt það hafi því miður fallið í skuggann af mis- gjörðum valdhafa. Það er líka ljóst að Þjóðveijar eiga eftir að skil- greina að nýju hlutverk sitt í al- þjóðamálum. Þar skiptir höfuðmáli að þeir ætla að halda áfram að vera í félagsskap annarra vest- rænna ríkja. Mér fínnst það ekkert sérstakt undrunarefni að Sovét- stjórnin skyldi að lokum kyngja ' öllum gömlu áróðurslummunum um árásartilgar t Atlantshafs- bandalagsins, og leggja blessun sína yfír þátti >ku Þýskalands í bai vita að það er þ og allri Evrópu ekki úr tengslu menn, Breta, Fi ræðisþjóðir." - Er þá ásta sameinaðs ilaginu. Rússar i sjálfum í hag >jóðveijar slitni ið Bandarikja- a og aðrar lýð- il að gleðjast í dag? „Já, svo sa> -lega. Skipting Þýskalands var harmleikur sem nú er lokið á farsælasta hátt. Lýðræð- ið hefur sigrað í Þýskalandi öllu. Þess vegna geta íslendingar eins og aðrar þjóðir samglaðst Þjóðveij- um á þessum merka degi.“ Viðtal: Páll Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.