Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 44
44
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990
LIKNARSTARF
Hefur látið drauma 1000
sjúkra barna rætast
Margret segir ekkert hafa gefið
sér meira í lífinu heldur en að sjá
litlu andlitin ljóma þegar fræg
persóna gengur í salinn og sest
hjá þeim. Vitneskjan um að flest
barnanna sem hún sinnir eru
dauðvona tvíeflir hana. Hún segir
frá Oliver litla Brier sem var hjart-
veikur. Eftir að hafa gengist und-
ir fjórða uppskúrðinn og þann
erfiðasta spurði hún hann hvaðá
Kona er nefnd
Margret Hay
les í Englandi. Hún
er 48 ára gömul '/■ E;
ekkja sem á fjögur Ha
uppkomin börn. Það
telst þó vart til
tíðinda, heldur er það
hjálparstarf Margr- MWÍúÆ.
etar sem hefur vakið
á henni athygli.
Frétti hpn af sjúku
eða dauðvona barni
á sjúkrahúsi í Bret-
landi reynir hún eftir
fremsta megni að sjá rflHB
til þess að ósk eða
draumur barnsins
rætist. Óski börnin
þess, hefur hún kom-
ið á fót tengslum við frægt fólk
í ýmsum áttum.
Hayles rekur ekki dæmigerða
góðgerðarstofnun, stofan heima
er skrifstofan og frænka hennar
ein kemur stöku sinnum til að
hjálpa til við bréfaskriftir. Auk
þess að fá frægt fólk til að heim-
sækja deyjandi börn safnar
Margret peningum til þess að fjár-
magna „draumana" en sumir
þeirra geta verið ærið kostnaðars-
amir, eins og fjögurra daga ferð
með dauðvona stúlku til Sviss.
Hana hafði alltaf dreymt um að
fara til Sviss og það gekk eftir.
Margret fór í fjögurra daga ferð
þangað þar sem litla stúlkan skoð-
aði fjöllin og vötnin. Viku síðar
dó hún á sjúkrahúsi í Liverpool. Hinn heimsfrægi hnefaleikari Frank Bruno var sleginn í gólfið af ungum sjúklingi, Matthew Hogan,
Cliff Richard
ásamt Ruth
Beckwith sem
lést úr
krabbameini
nokkru síðar.
Margret Hayles ásamt
Rod Stewart.
Oliver Brierly ásamt Gary
Lineker.
mann hann vildi helst af öllum
hitta. Margret hafði getið sér til
um svarið og talað við Garry Line-
ker, hinn nýja fyrirliða enska
landsliðsins i knattspymu. Hann
hafði brugðið við og beið frammi
á gangi. Er Oliver Jitli svaraði að
bragði Garry Lineker opnaðist
hurðin á sjúkrastofunni og inn
gekk enginn annar en Gary Lin-
eker!
Alls hefur Margret látið
drauma. 1.000 sjúkra barna ræt-
ast og sífellt fjölgar frægu fólki
á lista hennar, fólki sem vill gjarn-
an leggja henni lið sé þess nokkur
kostur.
auknecht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓOU VERÐI
KÆLISKÁPAR
FRYSTISKÁPAR
0G
MARGT
FLEIRA
ELDAVÉLAR
OG
0FNAR
UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR
0 SAMBANDSINS
KAUPFELOGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
UM LAND ALLT VID MIKLAGARÐ
KVIKMYNDIR
Fræg feðg’in
Leikkonan Laura Dern, sem fer
með eitt aðalhlutverkið í verð
launamyndinni „Wild at Heart“, á
ekki langt að sækja leiklistarhæfi-
leikana. Faðir hennar er kunnur
leikari, Bruce Dern, og móðir henn-
ar, Dianne Ladd, er einnig virt leik-
kona og lék m.a. móður Lauru í
fyrrnefndri kvikmynd.
Þetta var í annað skiptið sem
mæðgumar leika saman í kvik-
mynd. Árið 1975 léku þær mæðgur
í myndinni „Alice doesn’t live here
anymore" og svo aftur nú í „Wild
at Heart. Myndin þykir bæði taum-
laus og hrottafengin og á það bæði
við um ofbeldis- og kynlífssenur
sem eru opinskáari heldur en geng-
ur og gerist í vinsælum kvikmynd-
um nú til dags. Diane Ladd ver
hlutverk dóttur dóttur sinnar og
segir það ekkert tiltökumál þótt hún
sjáist nakin í éinhverjum senum.
Þetta sé listræn mynd en ekkert
klám,
Myndin af þeim feðginum Bruce
og Lauru var tekin fyrir skömmu
er nýjasta kvikmynd Lauru „After
Dark my Sweet“ var frumsýnd fyr-
ir vestan haf. Þau hafa ekki unnið
saman að kvikmynd enn sem komið
er, en oft rætt um að það gæti
verið skemmtilegt.