Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.10.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 39 FEDERAL SKOT Bikarkeppni Bridssmabands íslands; S. Armann Magnússon og Landsbréf spila til úrslita SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175 __________Brids____________ Arnór Ragnarsson Sveitir S. Ármanns Magnússonar og Landsbréfa sigruðu í undanúr- slitum í bikarkeppni Bridssam- bandsins sem fram fóru sl. sunnu- dag. Spila þessar sveitír því til úr- slita nk. sunnudag. Sveit S. Ármanns spilaði gegn sveit Samvinnuferða og var leikur- inn jafn og spennandi. Samvinnu- ferðasveitin vann fyrsta fjórðung- inn 41-17, tapaði öðrum fjórðungi 46-15 og þriðja Ijórðungi 22-25. Staðan fyrir síðasta fjórðung var því þannig að Samvinnuferðir áttu 78 punkta en S. Ármann Magnús- Átak í fræðslu og útbreiðslu bridsíþróttarinnar á vegum Bridssambandsins og Brids- skólans Bridssamband íslands og Brids- skólinn sendu nýlega út til íjöl- margra aðila dreifibréf þar sem sagði m.a.: Bridssamband íslands var stofn: að 26. apríl 1948 af 6 félþgum. í dag eru félögin innan BSÍ liðlega 50 talsins með um 3.250 skráða félaga. Engin þjóð í heiminum hefur jafn marga spilara miðað við höfða- tölu. Þar fyrir utan er örugglega jafnmikill íjöldi spilara sem spilar reglulega sér til ánægju í heimahús- um eða á vinnustöðum. Bridssamband íslands telur að enn megi auka við þennan fjölda, og hefur í því skyni ákveðið að hrinda af stað átaki í fræðslu- og útbreiðslumálum íþróttarinnar. I þeim tilgangi er frainhaldsskólum, fyrirtækjum, stéttarfélögum, starfsmannafélögum og einkaaðil- um gefinn kostur á námskeiðum, fyrirlestrarhaldi og keppnisstjórn í brids. Bridssamband íslands mun í samvinnu við Bridsskólann beita sér fyrir að uppfylla allar óskir sem fram koma varðandi námskeið eða fyrirlestrahald, eftir því sem við verður komið, og útvegun keppnis- stjóra sé fram á það farið. Bridssamband Islands hefur að- setur sitt í Sigtúni 9, þar sem skrif- stofa og spilastaður er fyrir hendi. Sími BSÍ er 689360 (frá 13.00- 17.00) þar sem veittar verða nán- ari upplýsingar. Mögulegt er jafn- vel að lána spilastað til námskeiða- halds að degi til, sé fram á það farið. Sími Bridsskólans er 27316. Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 27. september var spilaður 1 kvölds tvímenningur. Þátt- taka var mjög góð eða 30 pör og urðu úrslit þessi: A-riðill — 14 pör — meðalskor 156. Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 190 Ágúst Helgason — Sigmundur Stefánsson 186 Hermann Friðriksson — Guðmundur Arnþörsson 172 Helgi Níelsen — Hreinn Hreinsson 171 Halla Ólafsdóttir — Dúa Ólafsdóttir 161 B-riðill — 16 pör — meðalskor 210. Ásthildur Sigurgísladóttir — Lárus Amórsson 255 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þór Þráinsson 252 Sigmar Jónsson — Björn Svavarsson 246 Haukur Harðarson — Vignir Hauksson 236 Hulda Hjálmarsdóttir — Guðrún Jörgensen 226 Næsta fimmtudag, 4. október, hefst barómeter og er skráning hafm og eru nú þegar komin yfir 30 pör. Skráning fer fram hjá ísak í síma 689360. Bridsdeild Rang- æingafélagsins Síðastliðinn miðvikudag var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridsdeild Rangæingafélagsins. Röð efstu para: Ásmundur-Sigurður 180 Reynir-Trausti -180 Karl - Loftur 173 Helgi—Jón Steinar 170 Daníel — Viktor 170 Miðvikudaginn 3. október hefst 5 kvölda tvímenningur. Skráning hjá Lofti, sími 36120, og Sigurleifi, sími 30481. Spilamennskan fer fram í Ármúla 40, 2. hæð, og hefst kl. 19.30. Bridsfélag Akureyrar Hjá Bridsfélagi Akureyrar stendur nú yfir 3ja kvölda Bautatvímenningur sem spilaður er með Mitchell-fyrir- komulagi. Að loknu fyrsta kvöldinu af þremur er staða efstu manna þannig: Hörður Steinbergsson — Öm Einarsson 291 Ásgeir Stefánsson — Hermann Tómasson 278 Páll Pálsson — Þórarinn B. Jónsson 274 Magnús Aðalbjömss. — Gunnl. Guðmunds. 256 ■Hörður Blöndal — ÓlafurÁgústsson 256 Meðalskor í keppninni er 216. Spilað er í Hamri, nýju félagsheimili íþróttafé- lagsins Þórs á Akureyri, sem verður spilastaður hjá Bridsfélagi Akureyrar í vetur. Keppnisstjóri er Albert Sigurðs- son. Landstvímenningur Landstvímenningur verður spilaður dagana 15.-19. október nk. Þau félög sem hafa hugsað sér þátttöku, eru beðin um að hafa samband við Brids- samband íslands sem fyrst; til að unnt sé að senda þeim innsiglaða tölvugjöf. Spilað verður um gullstig á landsvísu, og þrcfaldan bronsstigaskammt innan félaganna. son 88 punkta. Síðasta fjórðunginn unnu Samvinnuferðamenn með 9 punktum en vantað 11 þannig að sveit S. Ármanns stóð uppi sem sigurvegari. Þess má og geta að sveitin komst í undanúrslit með því að vinna sveit Verðbréfamarkaðar Islandsbanka á jöfnum stigum. Leikur Landsbréfa og Sigurðar Sigurjónssonar var einnig mjög jafn þrjá fyrstu fjórðungana. Sveit Sig- urðar vann fyrsta fjórðunginn 29-20, tapaði öðrum fjórðungi 15-19 og þriðja fjórðung 25-35. Staðan fyrir síðasta fjórðung var því 74-69 fyrir Landsbréf. Sveit Landsbréfa vann síðan síðasta ijórðung 45-19 og samtals 119-88. Úrslitaleikurinn sem spilaður verður nk. sunnudag verður 64 spil. Hann verður á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10 um morguninn. I sveit Landsbréfa spila: Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Magnús Ól- afsson, Valur Sigurðsson, Jón Þor- varðarson og Sigurður Vilhjálms- son. I sveit S. Ármanns Magnússon- ar spila: Sigmar Jónsson, Ólafur Lárusson, Hennann Lárusson, Frið- jón Þórhallsson, Óli Már Guðmunds- son og Jakob Kristinsson. Morgunblaðið/Arnór Frá undanúrslitakeppninni sl. sunnudag. Sverrir Ánnannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson spila gegn Ólafi Lárussyni og Jakob Kristinssyni. ^m'S°NYoistUÁ> ^V*tVR fyrir **!£&*% * ' « * æ 3 S J\J?f 2 '7»Slaaa uwnunai.10^ ALLT SEM ÞÚ ÞARFT til tölvuvinnslu og þjónusta öflugrar tæknideildar að auki! Tæknival er rótgróið fyrirtæki sem leggur metnað sinn í 1. flokks þjónustu. Þú ert því í öruggum höndum hjá okkur! iTCKNIVAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.