Morgunblaðið - 28.10.1990, Síða 7
'MÍNNUÖKGÍM Jfó.C (DK!T(3>BER: Íð90
Núpi veturinn 1982-83. í bók sem
Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður
skráði um lífshlaup Þrastar og hét
„Spaugsami spörfuglinn" segir
Þröstur að þetta hafi verið ein af
skrýtnum hugdettum hans en þær
hefur hann iðulega framkvæmt.
Skipherra frá 1960
Þorskastríðinu vegna 12 mílna
útfærslunnar segir Þröstur að hann
hafi að mestu misst af þar sem hann
var nær eingöngu í fluginu fyrir
LHG árin 1958 og 1959. „Flugið á
þessum tíma var alveg sér á parti,“
segir Þröstur. „Eg man að fyrstu
fjórtán dagana mína í því vorum við
á DC-3 leiguvél frá Flugfélagi ís-
lands, radarlausir og illa búnir tækj-
um en áhuginn hjá flugáhöfninni
bætti þetta upp og menn höfðu gam-
an af að fljúgja í þessum hasar sem
þá var. Mér er minnisstætt eitt at-
vik frá þessum tíma, 31. ágúst
1958. Þá vorum við á hringferð
kringum landið og sáum talsvert af
skipum við fjögurra mílna mörkin
suður af landinu, þar á meðal eina
fimm belgíska togara. Er við flugum
yfir þetta svæði daginn eftir höfðu
þeir belgísku fært sig út fyrir 12
mílna mörkin og héldu sig þar eftir
það en þeir voru fyrsta togaraþjóðin
til að gera slíkt frá byrjun að frátöld-
um Færeyingum."
Þröstur varð skipherra hjá Land-
helgisgæslunni árið 1960 og tók
þátt í þorskastríðunum 1972 og
1975. Þröstur lenti oft í hættulegum
og/eða skemmtilegum uppákomum
í þeim darraðadansi sem þessi stríð
voru. Hér fylgir með ein af frásögum
hans úr síðasta þroskastríðinu eins
og hún er skráð af Sigurdóri í fyrr-
nefndri bók „Spaugsami spörfugl-
inn“.
„Ef maður lítur yfír tvö síðustu
þorskastríð á hlutlausan hátt má
fullyrða að íslensku varðskipunum
tókst að trufla veiðar bresku togar-
anna á þann hátt að þær voru sýnd-
armennska ...
í þessu sambandi get ég sagt frá
skemmtilegu atviki sem sannar
þessa skoðun mína. Okkur hafði einu
sinni sem oftar tekist að stinga frei-
gátu af og komum að togarahópi
sem var að veiðum út af Sléttu. Um
leið og við birtumst hífðu allir þann-
ig að ekki kom til klippinga. Við
dóluðum í kringum þá og héldum
þeim frá veiðum. Freigáta sem verið
hafði á Langanessvæðinu kom á
vettvang og skömmu síðar spurði
kafteinninn togaraskipstjóra sem
var á reki rétt hjá okkur um staðar-
ákvörðun. Hann sagðist vilja bera
hana saman við staðarákvöðrun
sína. Togaraskipstjórinn svaraði því
til að hann hefði ekki hugmynd um
hvar hann væri. Þetta vissi ég að
var ósatt, þeir vissu alltaf hvar þeir
voru þessir karlar. Hann grunaði að
freigátan vissi ekki hvar hún væri
og vildi ekkert vera að upplýsa þess-
ar blágómur úr sjóhernum.
Mér þótti tilvalið að blanda mér
í málið og hafði samband við freigát-
una og spurði hvort þeir vildu
þiggja staðarákvörðun frá okkur.
Fyrst var þögn, en síðan var það
þegið. Ég var bara með lóran og því
þurftum við að setja lóranlínur á
kortið til að fá breidd og lengd.
Þegar ég var að mæla upp breiddina
las ég hana skakkt um 5 mínútur.
Ég gaf honum upp 32 mínútur í
stað 37. Um leið og ég er búinn að
sleppa orðinu kallar fyrrnefndur tog-
ari í okkur og skipstjórinn segir:
„Ægir, sagðirðu 32 mínútur?"
„Já, ég gerði það,“ svaraði ég.
„Ægir, slæm staðarákvörðun,"
svaraði þá karlinn.
Ég skoðaði málið betur og sá þá
vitleysuna sem ég hafði gert og leið-
rétti breiddina við freigátuna. Þá hló
togarajaxlinn í talstöðina. Hann
vissi alveg hvar hann var, en kærði
sig bara ekkert um að hjálpa þessum
„bölvuðu ösnum“ í sjóhernum eins
og togarakarlarnir kölluðu þá ...“
Alfarið í land 1985
Þröstur kom alfarið í land hjá
Gæslunni 1985 og hefur lítið farið
á sjó síðan. Hann hefur á þessum
árum sem liðin eru starfað í stjórn-
stöð LHG hér í Reykjavík en stund-
um skroppið með í eftirlits- og leitar-
flug. „Frá því ég hóf störf hjá Land-
helgisgæslunni hef ég loggað 2.700
flugtíma þar og hef oft fengið að
Ci 7}
taka í Fokkerinn og fleiri vélar en
aldrei lært að fljúga. Siguijón
Sveinsson flugstjóri segir þó að ég
sé efnilegasti flugnemi sem hann
hefur kynnst," segir Þröstur og
minnist þessara stunda greinilega
með tregablandinni eftirsjá.
Starf Þrastar í stjórnstöðinni hef-
ur einkum verið fólgið í skipulagn-
ingu á ferðum varðskipanna og flug-
vélanna, eftirliti með tækjakosti
LHG og miðlun upplýsinga til sjó-
manna um veiðisvæði og lokanir.
Aðspurður um álit sitt á Land-
helgisgæslunni að loknum þessum
langa starfsferli þar segir Þröstur
að hann sé ánægður með margt en
miður ánægður með annað. „Ég er
ánægður með þá stefnu sem tekin
hefur verið í þyrlumálum stofnunar-
innar, ef úr verður að fá hingað til
lands aðra samskonar þyrlu og við
eigum og staðsetja hana á Austijörð-
um. Þá eru til mikilla bóta áform
um að koma upp 360 gráðu radar
í Fokker-vélinni, við það verður hún
þokkalega búin til starfa," segir
Þröstur. „Til verri vegar horfir hins-
vegar hve varðskipin eru orðin göm-
ul, hið nýjasta þeirra, Óðinn, er kom-
ið á þrítugsaldurinn. Það sem þyrfti
að koma til er nýtt fjölhæfnisskip
sem búið yrði tækjum til að lyfta
þungum hlutum af hafsbotni, gæti
lagt og tekið upp neðansjávarkapla,
hafði veltitank, væri útbúið sem ís-
brjótur og fleira. Hvað síðasttalda
atriðið varðar má nefna að á síðustu
íjórum árum hefur munað hárs-
breidd að hafís lokaði siglingaleiðum
norður fyrir land og ég vil að við
eigum skip sem getur siglt um við
þannig aðstæður."
Veiðimennska er áhugamálið
Aðaláhugamál Þrastar í gegnum
tíðina hafa verið veiðimennska, bæði
á stöng og byssu. Og nú í seinni tíð
hefur hann stundað nokkuð golf.
Hann hugsar gott til glóðarinnar
með hið nýja áhugamál sitt á Þing-
eyri því hann hefur frétt að hægt
sé að útbúa með góðu móti, eina eða
tvær holur við flugvöllinn á staðnum.
„Ég hef einnig frétt að prestur stað-
arins muni vera golfáhugamaður og
kannski tekst mér að virkja hann í
að koma upp einhverri aðstöðu fyrir
þetta sport á staðnum,“ segir Þröst-
ur.
Stangveiðina stundar Þröstur að-
eins á flugu og hans uppáhaldsveiði-
svæði er urriðasvæðið neðan við
Mývatn. Hann hefur gaman af að
segja sögu af sér er hann fór í
fyrsta sinn til fluguveiða á þetta
svæði: „Ég kunni víst lítið að fara
með flugustöngina á þessum tíma
en hafði lesið mér aðeins til i fræðun-
um. Auk þess var útbúnaður minn
fátæklegur og ég gekk um á strigas-
kóm sem ekki þótti mjög veiði-
mannslegt. En mér tókst að landa
einum vænum urriða fyrsta daginn
og það var meira en margir aðrir
þótt þeir væru dubbaðir upp með
allan útbúnað. Næsta dag svaf ég
vel út og mætti á mitt svæði löngu
á eftir öllum öðrum. Þann dag fékk
ég ijóra fiska væna og koma það
víst þeim í vöðlunum nokkuð á
óvart. En þetta var víst glópalán hjá
mér.“
Þröstur talar um að í fluguveið-
inni séu nokkur stig sem menn
þurfi að fara í gegnum. Hið fyrsta
þeirra sé að véla konu sína til að
gefa sér flugustöng, hjól og línu í
afmælis- eða jólagjöf. Efsta stigið
sé hinsvegar að hafa ekki öngul eða
agn á línunni heldur eftirlíkingu af
flugu og fínna þegar fískurinn nart-
ar í og samgleðast honum svo yfir
að hafa sloppið.
Munum sakna Fossvogsdalsins
Þeim hjónunum, Þresti og Guð-
rúnu, hefur orðið fjögurra barna
auðið, þriggja dætra og eins sonar
en sonurinn fetar í fótspor föðursins
og er nú sjómaður í Vestmannaeyj-
um. Þau hjónin giftu sig 1954 og
bjuggu í kjallaraíbúð í Miðtúni fram
til 1969 að þau byggðu sér raðhús
í Fossvogsdalnum. „I Fossvogsdaln-
um er að finna einhveija mestu veð-
ursæld í borginni og því munum við
örugglega sakna hans mest af öllu
héðan,“ segir Þröstur. Þau hjónin
hafa flutt lögheimili sitt vestur á
firði þannig að för Þrastar þangað
nú virðist vera meira en ein af þess-
um skrýtnu hugdettum hans.
V ÆStjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins
V V' Kvöld- og helgarskóli
29. október - 8. nóvember 1990
Hvað veist þú um stjórnmál?
Vilt þú vita meira, t.d. um alþingiskosningarnar í vor?
Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Tími: Mánud.—föstud. kl. 17.30—22.00
og laugardag kl. 10.00—16.00.
Innritun stendur yfir. Sími 82900.
Dagskrá:
Mánudagur 29. október:
Kl. 17.30 Skólasetning: Bessí Jóhannsdóttir, formaður skólanefndar.
Kl. 17.50-19.30 Sjálfstæðisflokkurinn ídag: Hannes H. Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði.
Kl. 20.00-22.00 Saga stjórnmálaflokkanna: Sigurður Líndal, prófessor.
Þriðjudagur 30. otkóber:
Kl. 17.30-19.00 Skipulag - starfshættir og kosningaundirbúningur Sjálfstæðisflokksins:
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins.
Kl. 19.30-19.50 Myndataka Stjórnmálaskólans.
Kl. 19.50-22.00 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli Blöndal, markaðsstjóri.
Miðvikudagur 31. október:
Kl. 17.30-19.00 ísland á alþjóðavettvangi: Björn Bjarnason, lögfræðingur.
Kl. 19.50-22.00 Sjálfstæðisstefnan: Friðrik Sophusson, alþingismaður.
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu: Friðrik Sophusson, alþingismaður.
Fimmtudagur 1. nóvember:
Kl. 17.30-22.00 Ræðumennska og sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal, markaðsstjóri,
og Björn G. Björnsson, formaður FÚN.
Föstudagur 2. nóvember:
Kl. 17.30-22.00 Heimsókn á Alþingi.
Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokksins, Ólafur Arnarson, framkvæmdastjóri þingflokksins.
Laugardagur 3. nóvember:
Kl. 10.00-16.00 Ræðumennska og sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal, markaðsstjóri, og Björn
G. Björnsson, formaður FÚN.
Mánudagur 5. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Stjórnskipan og stjórnsýsla: Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur.
Kl. 19.30-22.00 Viðhorfin og verkefnin framundan: Hannes H. Gissurarson, lektor
í stjórnmálafræði.
Þriðjudagur 6. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Fjöl.miðlaþróun og breytingar gagnvart stjórnmálaflokkunum:
Ellert B. Schram, ritstjóri.
Kl. 19.30-22.00 Útgáfustarf, greina- og fréttaskrif: Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur.
Miðvikudagur 7. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Heimsókn í fundarsal borgarstjórnar - hlutverk borgarstjórnar:
Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Kl. 19.30-20.40 Sveitarstjórnamál: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Kl. 20.45-22.00 íslensku vinstri flokkamir: Geir H. Haarde, alþingismaður.
Fimmtudagur 8. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Sjálfstæðisflokkurinn - Alþingiskosningarnar 1991.
Stjórnandi: Bessí Jóhannsdóttir.
Kl. 19.00-21.00 Skólaslit: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.