Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1990 •i MYNDLIST /Er hægt aó mislíka vid myndlist? Að láta sérmislíka qfviti STUNDUM er sagt í gamni sem alvöru að í raun hafi enginn neitt vit á myndlist, en allir hafi þar sínar persónulegu skoðanir. Þeir eru lika þó nokkrir sem gefa lítið fyrir myndlist og halda því fram að þeim sé illa við hana — og taka oft sérstaklega fram að þeim finnist öll nútímalist (þ.e. annað en landslagsverk og persónumyndir) ein- stök vitleysa. En þetta fær ekki staðist nánari umræðu; það hafa nefnilega fæstir lært að láta sér mislíka við listina, þannig að vit sé í. Mr að þarf nefnilega mikla reynslu og íhugun til að geta látið sér mislíka við listina, og þessu er oft ruglað saman við önnur hugtök. Nýlega var þetta vandamál rætt í bandarísku fræði- ríti, þar sem það var sett fram á há-alvarlegan hátt í ljósi þeirra þreng- inga sem frjáls list- sköpun á við áð glíma þar í landi nú um stundir, og lítillega hefur verið minnst á í sumum fjölmiðlum. Vert er að rekja þessa umræðu nokkuð hér, því hún á ekki síður við á okkar umburðarlynda landi en annars staðar. Tvö ráð eru til lausnar þessu máli, eins og vænta má; annars veg- ar að benda fólki á leiðir til að það geti sagt af sannfæringu og rökvísi að því mislíki ákveðin list, eða taka því sem náttúrulögmáli að listrænir dómar fólks byggist á klisjum, sem eru mannskemmandi fyrir viðkom- andi, skaðlegar fyrir listafólk og menningu í landinu, og skilja ekkert annað en vonleysi og tómleika eftir sig. Af þessum kostum er augljóslega eftir Eirík Þorlóksson uppbyggilegra að benda fólki á leiðir til að láta sér mislíka listir á rétt- lætanlegum grundvelli. Það eru fjórar leiðir til að láta sér mislíka við myndlist. Þtjár þeirra eru rangar og séu þær valdar hefur við- komandi lítinn rétt að að segja að sér mislíki viðkomandi list; þar kem- ur annað til. Að gefa myndlist engan gaum. Auðveldustu viðbrögðin við myndlist sem maður telur að sér muni mislíka er einfaldlega að sniðganga hana. Fara ekki á sýningamar, kaupa ekki verkin. Þessi lausn skaðar ekki lista- fólkið, en hún er slakur vitnisburður um það fólk sem setur þannig sinnu- leysi ofar þeirri ögrun, sem felst í því að þurfa að mynda sér skoðanir á grundvelli eigin reynslu, en ekki aðeins fyrir orð annarra. Myndlist krefst þess að fólk velti henni fyrir sér, hugsi um hana, taki afstöðu til hennar; hún krefst þess hins vegar ekki að fólki finnist verk- in falleg eða líki við þau. Myndlistin er ekki og hefur sjaldnast verið flótti frá raunveruleikanum,- og lista- menn þessarar aldar eru ekki þeir fyrstu sem Qalla um erfið viðfangs- efni á sviði tilfinninga, stjómmála og trúmála. Aðeins með því að velta myndlist fyrir sér getur fólk lært af þeim viðfangsefnum sem þar er tek- ist á við, og þroskast þannig sem einstaklingar. Með því að gefa mynd- list engan gaum missir fólk af þessu tækifæri. Að hafna myndlist. Kröftugri leið til að láta í ljós andúð sína er að banna myndlist. Þetta er hægt að gera með lagasetningum, með því að neita listamönnum um fé og sýningaraðstöðu, og almennt sýna þeirri myndlist fullan fjand- skap, sem ekki samræmist viðhorfum stjórnvalda í þjóðfélagsmálum, trú- málum, siðferðismálum eða listræn- um stíl. Nasistar gerðu þetta í Þýska- landi á fjórða áratugnum, Sovétríkin eftir 1932, og Menntamálaráð ís- lands (undir forystu Jónasar frá Hriflu) með alræmdri háðsýningu 1942. í bók sinni „íslensk myndlist á 19. og 20. öld“, II. bindi, vitnar Bjöm Th. Bjömsson í orð Jónasar í blaðagrein um þá listamenn sem átti að banna: „... ég vil í nafni þjóðar minnar leggja blátt bann við því, að þessum grátlega ógæfusömu mönn- um gefist tækifæri til að halda áfram að blekkja landslýðinn og telja hon- um trú um að það sem þeir séu að gera sé list.“ Úr penna formanns Menntamálaráðs barst ekki víðsýni í það skiptið. Gallinn við alla „ritskoðun" mynd- listarinnar er hins vegar sá, að hún skaðar bestu listamenn síns tíma ekki síður en miðlungsmenn og þá sem fljótt gleymast. Þannig komst Edouard Manet í áratugi aldrei yfir þær viðtökur sem málverkið „Olymp- ia“ fékk 1865. Meðal hinna grátlegu ógæfumanna hér á landi 1942 voru taldir Jón Stefánsson, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason, og verður varla sagt að listasagan hafi reynst sammála þeim dómi. Því er fánýtt að hafna myndlist í samtíman- um, hvað þá að reyna að bæla hana niður, því tíminn og sagan munu ætíð kveða upp hinn endanlega dóm. Að fordæma myndlistarmenn. Það er stutt skref frá því að hafna myndlist til þess að fordæma lista- mennina sjálfa. Þannig hafa lista- menn verið dæmdir og útskúfaðir í gegnum aldimar, oftar en ekki vegna samfélagsþróunar eða viðhorfa sem koma list þeirra ekkert við. Þannig Allar tegundir klæðningarstáls og öll þjónusta Hringdu og fáðu nánari upplýsingar BORGARNES —ALLT í STÁLI — sími: 93-71296 fax-. 93-71819 LEIKLIST /Tilheyraýktgervi ekki leiklist? Um hárlwllur, góma og útlenskan hreim í SÍÐASTA pistli enduðum við á að tala um hugarástand áhorfand- ans þegar gamanleikur er annars vegar. Eflaust væri hægt að til- færa og tíunda til eilífðamóns það sem líklega getur þótt fyndið og vakið hlátur. Það fer ekki hvað síst eftir aðstæðunum hveiju sinni. Á skemmtistöðunum hentar ekki að bjóða upp á samskonar gamanefni og í leikhúsunum, þar sem móttökutæki áhorfendanna em sljóvguð af áfengisneyslu. að þýðir þó ekki að metnaðurinn sé minni hjá flytjendum, heldur verður að lækka kröfumar til inni- halds „grínsins". Áfengið breytir þar öllu. Það er hreinlega ekki hægt að mmmmmmm^mm tefla fram jafn vönduðu efni og í leikhúsinu. „Mixt- úran þarf öll að vera grófari og oft verðum við að sleppa því efni sem okkur þykir gott og láta það bíða betri tíma. Sami áhorfandinn hagar sér öðruvísi í leik- húsi en á skemmtistað. Þar er lítill og Iélegur árangur af því að virkja áhorfandann, því með áfenginu losar „frosni" íslendingurinn oft svo ræki- lega um hömlumar, að hann verður ofvirkur," segir Gísli Rúnar Jónsson. ' Sumir leikhúsmenn hafa illan bif- ur á öllu gamanefni og hafa jafnvel tilhneigingu til að flokka allt slíkt sem ómerkilega lágmenningu. Þessu viðhorfi hafa íslenskir gamanleikar- ar kynnst, þegar þeir hafa reynt að teygja sig út fyrir hefðbundinn leikstíl með ýktum leik og gervum. Þeim finnst það jafnvel hamla þroska sínum sem leikarar, ef þeir fá ekki að fara þessa leið. En þá heitir það gjarnan hjá þeim sem eftir Hlín Agnorsdóttur unna hámenn- ingu, að vera með skríls- læti og fífla- Ieik. „Fíflaleikur er mjög vondur leikur, leikinn af leikurum sem ekki ráða við gam- anleik. Oftast verður slíkur munur að ófullburða skrípaleik — öðru nafni jólasveinaleik. Munurinn á slíkum leik og gamanleik leikara sem hefur hæfileika er að sá síðarnefndi er einfaldlega fyndinn, en hinn ekki. Sá sem er fyndinn nær oft til fjöldans og verður vinsæll. En það má helst ekki, því það er skoðun sumra að leikarinn niðurlægi sjálfan sig með því að skemmta fjöldanum. Okkur finnst hins vegar nauðsynlegt að leikhús sem skemmtilegt og fínnst því þetta viðhorf lýsa fyrirlitn- ingu á áhorfandanum. Fyrir sumum skiptir það engu máli hvort áhorf- andinn kemur í leikhús eða ekki. Ef við búum til leiksýningu, sem gefur eitthvað í kassann er það flokkað sem sölumennska og þykir ljótt. Þá er sagt að við séum að gera eitthvað annað. Einn þekktasti gamanleikhöfundur Breta, Noel Coward (1899-1973) sagði að í hans huga væri mesta viðurkenningin á starfi leikarans fólgin í því að sömu leikhúsgestimir kæmu aftur og aftur í leikhúsið ótilneyddir. Það væri síð- ur en svo nauðsynlegt að vera með skrílslæti til þess að ná til fjöldans, leikari þarf ekki einu sinni að leika illa til þess — hann nær einfaldlega til fjöldans þegar hann gerir vel,“ heldur Gísli áfram. Bæði hann og Edda Björg- vinsdóttir hafa verið gagnrýnd fyrir að ofnota gervi eins og hárkollur, góma og gervitenn- ur. Sjálf líta þau á gervið sem eitt mikilvægasta hjálpartæki leikarans. Með því að skapa “útlit persónunnar sem fyrst 'komast þau betur í samband við Jhana, þau íklæðast gervi hennar og verða hún. Þessu má ef til vill lfkja við áhrifamátt grímunnar bæði í helgi- og trúarathöfnum fmm- stæðra þjóðflokka svo og í allri leik- listarsögunni, þar sem gríman hjálp- ar viðkomandi persónu eða leikara að taka á sig aðra mynd og þar með umbreyta sjálfum sér hið innra. Áhrifin eru ótvíræð. „í þeim leikstíl sem við eigum að venjast hér á landi hefur það nálgast bannfæringu ef leikari notaði gervi sem hækju við að skapa ytra útlit á þeirri per- sónugerð, sem hann ætlar að túlka. Samkvæmt ákveðinni leikhefð og aðferð við þjálfun leikara, sem aðal- lega er ættuð úr skóla Stanislavskís á öll sköpun að koma inann frá og er það gott og blessað. Ein afbökun- in á þessari aðferð var sérstaklega áberandi upp úr 1970 á Norðurlönd-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.