Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 4
i
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 9. NÖVEMBER 1990
Vafamál að nokkur hafi
hag af slíkum dómum
- segir stjórnarmaður Alþjóðasamtaka flugximferðarstjóra
PREBEN Falkman-Lauridsen, fulltrúi Evrópuríkja í stjórn Alþjóða-
samtaka flugumferðarstjóra, segir að nýfallinn dómur í Hæstarétti í
máli flugstjóra og flugumferðarsljóra veiki flugöryggi. Menn í slíkum
stöðum reyni sitt besta til að gera engin mistök og ef ríkissaksóknari
lögsæki þá muni þeir fremur freistast til að þegja yfir slíkum
atvikum. Stjórn Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra hafi áhyggjur af
þessum dómum, því það sé vafamál að nokkur hafi hag af þeim,
heldur þvert á móti.
Hann segir að ekki sé aðeins um
að ræða mistök flugumferðsastjóra
og flugstjóra. í máli tveggja flugum-
ferðarstjóra, sem hafi verið dæmt í
hér á landi fyrir nokkru, hafi spum-
ingin ekki eingöngu verið um það
hvort þeir hefðu gert mistök, heldur
hefði komið í ljós gloppa í íslenska
flugumferðarstjórnarkerfinu, sem
yrði að laga. „Ég held að höfðun
refsimála verði ekki til að draga úr
slíkum atvikum, heldur aðeins vekji
þau ótta, svo menn veigri sér við
að segja frá slíkum atvikum. Nú er
mikið rætt í Evrópu að menn eigi
að geta tilkynnt um atvik, án þess
að gefa upp nöfn. Þannig finnst mér
að eigi að taka á þessum málum.“
Falkman-Lauridsen segir að yfir-
leitt geri opinberar nefndir ráðstaf-
anir eftir rannsóknir. Sé málið ekki
þeim mun alvarlegra fari það aldrei
lengra, en innra eftirliti væri ætlað
að koma í veg fyrir að slíkt endur-
tæki sig. í Danmörku hefði venjan
verið súað sekta menn um háar fjár-
hæðir, en nú væri verið að víkja frá
því. Slíkar refsingar kæmu ekki í
veg fyrir að atvik endurtækju sig.
Hann sagði að stefnan væri alls
staðar sú, að reyna að koma í veg
fyrir að mistök væru endurtekin og
höfðun refsimála væri ekki rétta
leiðin. „Ástandið er mjög sérstætt á
íslandi, þar sem ríkissaksóknari leit-
aði álits flugmálayfirvalda, utanrík-
isráðuneytisins og samgönguráðu-
neytisins á málunum. Allir aðilamir
þrír lögðu til áð ekki yrði gripið til
frekari aðgerða, enda hefðu viðeig-
andi ráðstafanir verið gerðar. Þessu
sinnti ríkissaksóknari ekki. Mér sýn-
ist hann því ekki hlíta ráðum þeirra
sem best þekkja til.“
Falkman-Lauridsen kvaðst ætla
að afla sér nánari upplýsinga frá
Felagi íslenskra flugumferðarstjóra
og koma þeim á framfæri við stjórn
Ajþjóðasamtaka flugumferðarstjóra.
„Ég óttast að þessir dómar gætu
gert flugumferðarstjóra, ekki bara
á íslandi heldur um allan heim, hik-
andi við að skýra frá öllum mála-
vöxtum ef mistök verða. Stjórn Al-
þjóðasamtaka flugumferðarstjóra
hefur áhyggjur vegna þessara dóma,
því það er efast um að nokkur hafi
hag af þeim, heldur þvert á móti.
Þeir gætu orðið til að draga út flug-
öryggi,“ sagði Preben Falkman-
Lauridsen, fulltrúi Evrópu í stjóm
Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra.
VEÐURHORFUR í DAG, 9. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Milli Færeyja og Noregs er 1030 mb hæð og
þaðan hæðarhryggur norðvestur um Grænland. Um 1.100 km suð-
suðvestur af Reykjanesi er 976 mb lægð sem þokast norður.
SPÁ: Fremur hæg austan- og suðaustanátt. Rigning sgnnan- og
suðvestanlands, en skúrir um austanvert landið.þ
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austan- og suðaustan-
átt, stinningskaldi eða allhvasst við suðurströndina en mun hæg-
ari norðaustan og austanlands. Súld eða rigning verður sunnan-
og austanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 4 til
6 Stig.
TÁKN:
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
/ r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■) 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[~^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hlti 5 6 veður léttskýjað alskýjað
Bergen S léttskýjað
Helsinki 3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 9 léttskýjað
Narssarssuaq 11 skýjað
Nuuk 0 skýjað
Ósló S léttskýjað
Stokkhólmur 8 léttskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 21 þokumóða
Amsterdam 8 alskýjað
Barcelona 18 alskýjað
Berlfn 10 léttskýjað
Chicago 5 léttskýjað
Feneyjar 11 heiðskírt
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow 8 skýjað
Hamborg 11 léttskýjað
Las Palmas 25 léttskýjað
London 8 skýjað
LosAngeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 6 heiðskírt
Madrfd 15 súld
Malaga 18 skúr
Mallorca 19 skýjað
Montreal +4 skýjað
NewYork 6 léttskýjað
Orlando 18 léttskýjað
París 6 hálfskýjað
Róm 14 heiðskirt
Vín 8 skýjað
Washington 5 léttskýjað
Winnipeg +1 skýjað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumaraukinn nýttur
Eins og fleiri hefur þessi húseigandi getað fært sér í nyt hin
óvenjulegu hlýindi síðustu daga og lokið af verki sem alla jafnan
hefði þurft að bíða vorsins.
Gámavirar selja
sfld í Skotlandi
GÁMAVINIR sf. í Vestmannaeyj-
um selja síld, ýsu og lýsu I Aberde-
en í Skotlandi næstkomandi
mánudag en sildin er úr Guðrúnu
. VE. Fiskurinn verður sendur með
Sambandsskipi til Peterhead í
Skotlandi og fluttur þaðan með
bíl til Aberdeen, að sögn Snorra
Jónssonar hjá Gámavinum.
Snorri Jónsson segir að Gámavin-
ir hafi ekki selt síld í Skotlandi áð-
ur. „Dagstjarnan frá Bolungarvik lá
inni á firði í Skotlandi í nokkrar vik-
ur árið 1966 og keypti síld af síldar-
bátum en síldin var brædd í Bolung-
arvík,“ segir Snorri. „Fyrir ári síðan
seldum við fisk á Aberdeen-mark-
aðnum en það dæmi gekk ekki upp,
meðal annars vegna mikils flutn-
ingskostnaðar," segir Snorri. Hann
segir að*fiskurinn hafi verið fluttur
með flutningaskipi niður á Humber-
svæðið í Englandi og þaðan með bíl
til Aberdeen.
Gámavinir seldu 15 tonn af heilli
síld úr gámum í Hull í Englandi á
þriðjudag fyrir 38,87 króna meðal-
verð en aflinn var úr Guðrúnu VE.
Þá fengust 36 krónur fyrir kílóið af
hausskorinni og slógdreginni síld úr
hálfum gámi, sem Gámavinir seldu
í Bremerhaven í Þýskalandi í vik-
unni en aflinn var úr Valdimari
Sveinssyni VE. Snorri Jónsson segir
að nú séu greiddar 11 krónur fyrir
kílóið af síld til frystingar í Vest-
mannaeyjum.
-----*-*-*---
Orkuverð til álvers;
Samninga-
fundi lýk-
ur í dag
FUNDI samninganefnda Lands-
virkjunar og Atlantsálshópsins
um orkuverð til nýs álvers, lýkur
í dag í London. Islenskir samning-
anefndarmenn vörðust í gær allra
frétta um gang viðræðnanna.
Samningafundur stóð yfir í allan
gærdag og í gærkvöldi var haldinn
óformlegur fundur samningsaðila.
Hvorki Jóhannes Nordal formaður
álviðræðunefndar iðnaðarráðherra
né Davíð Oddsson, sem er í samnign-
anefhd Landsvirkjunar, vildu segja
neitt um stöðu viðræðnanna í gær,
að öðru leyti en að þar hefði verið
farið yfir öll atriði málsins.
Forval Alþýðubandalagsins í Neskaupstað:
Einar Már fékk
flestar tilnefningar
EINAR Már Sigurðarson, skólasljóri, fékk flestar tilnefningar í forv-
ali Alþýðubandalagsins í Neskaupstað, sem fram fór í fyrrakvöld.
Næst honum kom Elma Guðmundsdóttir, en Hjörleifur Guttormsson,
alþingismaður, varð alþingismaður í þriðja sæti.
Einar Már sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri ánægður
með þessi úrslit, en tók fram að þau
réðu engu um endanlega niðurstöðu
forvalsins. „Það gerðist ekkert nýtt
þarna sem ég þóttist ekki vita fyrir,
og þetta breytir engu í mínum áætl-
unum“, sagði hann.
Forval Alþýðubandalagsins á
Austurlandi fer fram í tveimur um-
ferðum. í fyrri umferðinnni tilnefna
Alþýðubandalagsfélögin í kjördæm-
inu fólk til þáttöku í síðari umferð
forvalsins, sem fram fer 1. desemb-
er. Það er opið fyrir alla flokksfélaga
og stuðningsmenn, og verður bind-
andi hvað varðar fyrsta sætið.
Kirkjuþingi lokið:
Tæplega 30 mál voru
tekin fyrir á þinginu
Kirkjuþingi var slitið í Bústaðarkirkju í gær. Að sögn herra Ólafs
Skúlasonar biskups var þingið annasamt en alls 29 mál voru tekin
þar fyrir.
„Þingið var mjög annasamt, en
þar ríkti góð eining og nýir þingfull-
trúar fundu sig fljótt,“ sagði biskup
í samtali, við Morgunblaðið.
Málin á þinginu lutu bæði að inn-
viðum kirkjunnar og stöðu hennar í
þjóðfélaginu. „Mjög veigamikilli
þáttur á þinginu snerti Skálholt, en
það er búið að vera á dagskrá kirkj-
unnar lengi. í vetur var gengið frá
aðalskipulagi Skálholts og á þessu
þingi var rætt um deiliskipulag sem
kirkjuþing samþykkti fyrir sitt
leyti,“ sagði herra Ólafur Skúlason.
Á þinginu var kosið nýtt kirkjuráð
og er þetta í fyrsta skipti sem sókn-
arprestur í Reykjavík er kosinn í
ráðið, en það er Hreinn Hjartarson.