Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 1990 Píanótónleikar Julian Evans, Claire Haslin og Rachel Beckles Willson _______Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Þrír nemendur Philips Jenkins, er stunda nám við Konunglegu skosku akademíuna í Glasgow, héldu tónleika í íslensku óperunni sl. mánudag og fluttu verk eftir Mozart, Prokofíev, Copland og Rakhmanínov. Tónleikarnir hó- fust á þremur smáverkum eftir Mozart, Adagio í h-moll K.540, Menúett í D-dúr K.355 og Gigue K.574. Þessi smáverk eiga sér sérkennilega sögu. T.d. er Adagio samið 19. mars 1788 en þá var þröngt í búi hjá Mozart og þykir þetta fallega verk vera eitt tilfinn- ingaþrungnasta verk meistarans og var það fallega leikið af Julian Evans. Menúettinn er meðal þeirra verka sem sagnfræðingar kalla „heimilisleysingja" og eru uppi ýmsar tilgátur hvort þessi „tríólausi" menúett hafi átt að tilheyra einhverri sónötunni. Stadler mun hafa samið tríó við þennan menúett en það er önnur saga. Gigue mun vera saminn í Leipzig 16. maí 1789 og þykir h'klegt að Mozart hafí samið „gikkinn" sem virðingarvott til J.S. Bach, en þar leikur Mozart meistaralega með þriggja radda kontrapunkt í anda Bachs. Julian Evans lék mjög fallega með við- kvæmt tónferlið í þessum fíngerðu tónsmíðum og „gikkinn" af tærri leikni. Claire Haslin lék sónötu nr. 2 eftir Prokofíev. Verkið hefst á lýrlískum allegro-kafla en annar þátturinn er áhrifamikið skersó, þar sem leikið er með ýmis píanó- tæknileg atriði af glæsileik en Prokofíev var frábær píanóleikari. Þriðji þátturinn er þungbúinn and- ante, þar sem lagferlið er umofið smástígu tónferli og síðasti þátt- urinn er glæsileg tarantella. Cla- ire Haslin lék þessa sónötu frá- bærlega vel, þar sem allt var eink- ar skýrt og leikandi í skersóinu og tarantellunni, yndislega ró- mantískt í fyrsta kaflanum og þungbúið og myrkt í andante-kaf- lanum. Undirrituðum þætti ekki ólíklegt að Haslin ætti eftir að koma við sögu sem konsertpían- isti. Sónatan eftir Copland er tölu- vert erfitt verk í flutningi, einkum er varðar að halda því saman, því það er með undarlegum hætti langdregið og viðburðasnautt, þar sem sama leiktækniatriðið er oft- lega síhamrað. Þrátt fyrir galla verksins er hljóman þess oft falleg og flutningur Rachel Beckles Wijl- son var frábærlega vel útfærður, einkum í viðkvæmum og vand- meðförnum blæbrigðum verksins. Julian Evans sló botninn í þessa skemmtilegu tónléika með því að leika fjórar prelúdíur, nr. 5, 8, 10 og 13 úr op. 32, eftir Rak- hmanínov en þessi verk eru stór- brotin áskorun til píanóleikara, þar sem fengist er við allan tækni- skalann, allt frá einu syngjandi lagbroti til tækniátaka og blæ- brigðamótunar, sem fáum er gefið að drottna yfir, eins og t.d. í þeirri 10. í h-moll og 13. í Des- dúr, sem eru meðal bestu verka Rakhmanínovs. Julian Evans lék þessi erfiðu verk mjög vel, þar sem saman fór falleg og tæknilega vel útfærð túlkun. Það sem skyggði á þessa tónleika var fámenni tón- leikagesta og fyrir þá sem ekki mættu var nokkuð að missa, því þó hér væru á ferðinni nemendur, eiga þeir aðeins eftir þann herslu- mun er skilur á milli þess að vera nemandi og fullgildur listamaður og af frammistöðu þeirra má ráða, að þeir muni hafa þar erindi sem erfiði. Lyfjaverð enn og aftur Mistök urðu við birtingu grein- ar Guðmundar Sigurðssonar formanns lyfjaverðlagsnefndar í blaðinu í gær. Er því sá kafli greinarinnar endurbirtur hér á eftir: „Mestur hluti álagningarlækkun- ar lyfja hefur orðið á yfirstandandi ári. Lækkunin var ákveðin m.a. með hliðsjón af bættum rekstrarskilyrð- um og vilja stjórnvalda. Ef ekki hefðu komið til ákvarðanir lyfja- verðlagsnefndar, þ.e. lækkun álagningar í heildsölu og smásölu, hefði lyfjaverð að meðaitali hækkað um 9,3% vegna gengisbreytinga og erlendra verðhækkana frá 1. októ- ber 1989 til 1. október 1990. Að- gerðir lyfjaverðlagsnefndar hafa hins vegar valdið því að lyijaverð hefur aðeins hækkað um 0,3% á umræddu tímabili auk þess sem apótek veita Tryggingastofnun ríkisins afslátt af lyfjareikningum sem nemur 30 m. kr. á þessu ári. Má áætla að árlegur lyfjakostnaður hins opinbera væri um 250-300 m. kr. hærri miðað við útgjöld ársins 1989 en elle ef ekki hefðu komið til ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar á síðustu misserum. Þáttur pólitískra sljórnvalda Eins og að framan, hefur verið lýst mótast ákvarðanir lyijaverð- lagsnefndar fyrst og fremst af fag- legu mati á kostnaði og afkomu fyrirtækja sem annast lyijadreif- ingu auk þess sem rekstraraðstæð- ur á hverjum tíma og pólitískt umhverfi hafa áhrif á störf nefndar- innar. Jafnframt því þarf lyfjaverðlags- nefnd að taka tillit til þess ramma sem löggjafar- og framkvæmda- valdið seturum starfsemi lyijadreif- ingarfyriitækja. Er þar m.a. átt við ákvæði um fjölda apóteka í landinu og staðsetningu en þessi atriði hafa áhrif á tekjur apótekanna og af- komu þeirra. Löggjafarvaldið setur reglur um það hvaða skilyrði apótek og lyfjaheildsölur þurfa að uppfylla varðandi starfsmannahald og birgðahald og hafa þær áhrif á kostnað fyrirtækjanna. Fleiri atriði þessu lík mætti tína til. Lyljaverðlagsnefnd hefur fjallað óformlega um breytingar á skipan lyfsölu sem verða megi til lækkunar lyfjaverðs. Hafa margar hugmyndir verið reifaðar við ráðamenn. Hefur m.a. verið rætt um stækkun lyfsölu- svæða úti á landi svo treysta megi grunninn undir rekstri smærri apóteka, um breytt greiðsluform hins opinbera o.s.frv. Ýmsir aðrir hafa rætt þessar og aðrar hug- myndir. Öllum hugmyndunum hef- ur verið ætlað að lækka lyfjakostn- að en engin þeirra hefur verið fram- kvæmd. Þess hefur verið getið hér að framan að lyfjaverðlagsnefnd hafi lækkað álagningu í heildsölu- og smásölu á liðnum árum. Ekki hafa þó allar tillögur þar að lútandi fall- ið í fijóan jarðveg hjá ráðamönnum Haustið 1987 flutti formaður lyljaverðlagsnefndar tillögu í nefndinni um að lækka smásölu- álagningu úr 68% niður í 66%. Ágreiningur varð um tillöguna í nefndinni og var henni því vísað til úrskurðar heilbrigðisráðherra sem á skv. lögum að skera úr um ágrein- ing þegar hann kemur upp í nefnd- inni. Ráðherra úrskurðaði að álagn- ingin skyldi ekki lækka heldur vera óbreytt áfram. Vildi ráðherra bíða niðurstöðu sérstakrar nefndar sem þá hafði unnið í níu mánuði að út- tekt á forsendum álagningar á lylj- um. Nefnd þessi vann að þeirri út- tekt og fleiru varðandi lyfjamál þar til hún skilaði áliti eftir tæplega þriggja ára starf í október 1989. Á meðan var allt frumkvæði tii breyt- inga á verðlagningu lyfja tekið úr höndum lyfjaverðlagsnefndar. “ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Kolbrún Jónsdóttir, varaþingmaður KJÓSUM KOLBRÚNU í ÖRUGGT SÆTI í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins í Reykjaneskjördœmi Athafnasamur framkvœmdastjóri úr atvinnulífinu á erindi á Alþingi. StuÖningsmenn Kosningaskrifstofa Strandgötu 11, s. 65 7595 og 54016.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.