Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 ] Utanríkisráðherra á undanhaldi eftirBjörn Bjarnason Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra á undir högg að sækja vegna stefnu sinnar varðandi samskipti íslands og Evrópubanda- lagsins. í gær birtist hér í blaðinu grein eftir ráðherrann, sem ber yfir- skriftina: Misskilningur leiðréttur. Þar tekur hann sér fyrir hendur að leiðrétta það, sem hann segir mis- skilning í grein eftir mig er birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag und- ir fyrirsögninni: Fríverslun með fisk hafnað á evrópska efnahagssvæð- inu. Þegar ég las grein utanríkisráð- herra vaknaði sú spurning, hvort hann væri í raun að ijalla um það, sem ég hafði birt hér í blaðinu. Þar vakti ég máls á þeirri staðreynd, að í viðræðum fulltrúa aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB), um evr- ópskt efnahagssvæði (EES) hafa- fulltrúar EB hafnað óskum um fríverslun með fisk nema fallist verði á meginstefnu bandalagsins í sjávarútvegsmálum, svo sem að veiðiheimildir komi í stað tollaíviln- ana. í niðurlagi greinarinnar sagði ég síðan: „Vilji er til þess hjá ríkis- stjórn og stjómarandstöðu að halda viðræðum við Evrópubandalagið áfram. Leiðin sem ríkisstjórnin hef- ur farið til þessa skilar ekki þeim árangri sem ráðherramir vonuðu." Byggðist þessi ályktun á vísan til orða ráðherra sem ég birti í grein minni. Hvergi kemst ég þannig að orði að við íslendingar eigum ekki er- indi í samningaviðræður EFTA og EB, eins og utanríkisráðherra full- yrðir í grein sinni. Hins vegar bendi ég á, að ekki dugi að treysta á samflot með EFTA-ríkjunum að því er varðar fríverslun með fisk. Stað- festir utanríkisráðherra réttmæti þeirrar skoðunar. Jón Baldvin forð- ast hins vegar að ræða þá stað- reynd, að hann, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra töldu það höf- uðröksemd fyrir aðild okkar að þessum EFTA-EB-viðræðum, að með þeim fengjum við bestan stuðn- ing við kröfuna um fríverslun með fisk. Tollfrelsi í stað fríverslunar A undanhaldi sínu nú lætur ut- anríkisráðherra eins óg það skipti höfuðmáli, að kröfunni um toll- ftjálsan aðgang sjávarafurða að markaði EB hafi ekki verið hafnað. Hver átti von á því, að henni yrði hafnað? Ætlaði ríkisstjórnin ekki að ná miklu meiri árangri með full- tingi EFTA-landanna? I þingræðu hinn 19. mars 1990 sagði sjálfur utanríkisráðherra, meðal annars: „ . .. Ef við óskum eftir formleg- um samningaviðræðum við Evrópu- bandalagið um tollamáí þýðir það einfaldlega að við erum að beina því erindi til framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins sem hefur ein umboð til að semja um þau mál af hálfu Evrópubandalagsins, þ.e. um ívilnanir eða lækkanir á tollum. Og þá er jafnframt vitað að ef við erum að ræða um ívilnanir eða iækkun á tollum vegna innflutnings fiskaf- urða til Evrópubandalagsins, þá hefur framkvæmdastjórnin lýst þeirri stefnu sínni í samskiptum við aðrar þjóðir að hún semji um tolla- ívilnanir varðandi fiskafurðir á grundvelli kröfu bandalagsins sem byggð er á hinni sameiginlegu físk- veiðistefnu um veiðiheimildir í stað- inn. Þannig að ef menn spyija: Hvers vegna er ekki tímabært að setja fram þessa kröfu nú þegar? þá kemur tvennt til: Forsætisráð- herra hefur vísað til þeirra raka að það kunni að spilla samningsstöðu okkar í hinum almennu samninga- viðræðum ef við, um leið og við óskum eftir atfylgi EFTA-ríkjanna, og höfum reyndar fengið það, í hin- um almennu samningum að baki kröfunnar um fríverslun með fisk, • tökum á sama tíma upp tvíhliðá formlegar samningaviðræður um það mál kynnum við þar með að vera að gera þeim lífið heldur auð- velt í stuðningi við okkur um það mál. Með öðrum orðum, þeir gætu brugðist við með þeim hætti að segja: Þið hafið þegar efnt til tvíhliða formlegra samningavið- ræðna um það mál. Þýðir það ekki ósköp einfaldlega að þið hafið tekið það að ykkur? Og þar með telji þeir sig vera lausa allra mála við að styðja þessar kröfur við samn- ingaborðið fyrir hönd EFTA-ríkj- anna í heild.“ Þurfa menn frekari vitnanna við? Felst það ekki í þessum orðum ut- anríkisráðherra sjálfs, að þessi stefnumótun hans og ríkisstjórnaN innar hefur beðið skipbrot eftir að EB hefur hafnað því að ræða um f / e Jíj 'ía+1 -éi'C frfaJrc' e>J Jcet J í/t/3 cryvi cuu- Shihrij uS< /yrxéz. Scgh' JSJb'jía*iC. IMisskilníng- ur leiðréttur eftirJón Baldvin 'lannibalsson í grein Bjöms Bjamasonar, að- ■toðarritstjóra, í Mbl. í gær (7. Hóv.), undir fyrirsögninni: „Fríversl- ameð fisk hafnað á evrópska efna- |gvæðinu“ gætir misskilnings dvallaratriði, sem nauðsyn- Igiðrétta við lesendur frá því markmið íslendinga í þessum samn- ingaviðræðum hefur verið og er enn að tryggja tollfijálsan aðgang fyrir sjávarafurðir að mörkuðum EB, án þess að í staðinn komi veiðiheimild- ir í íslenskri fiskveiðilögsögu. Um þetta stóra mál er enn tekist á við samningaborðið og ótímabært á þessari stundu að slá neinu föstu um samningsniðurstöður. Það er rétt hjá greinarhöfundi að við settum það að skilyrði fyrir þátttöku okkar í samningaviðræð- um við EB með hinum EFTA-Iönd- Jón Baldvin Hannibalsson fríverslun með fisk við EFTA-ríkin? Nú segir hins vegar Jón Baldvin eins og ekkert hafi í skorist: „Helsta markmið íslendinga í þessum samn- ingaviðræðum hefur verið og er enn að tryggja tollftjálsan aðgang fyrir sjávarafurðir að mörkuðum EB, án þess að í staðinn komi veiðiheimild- ir í íslenskri fiskveiðilögsögu." Hvort á að taka mark á orðum Jóns Baldvins í þingræðu 19. mars 1990 eða í Morgunblaðsgrein 8. nóvember 1990? Jón Baldvin Hannibalsson segir að Evrópubandalagið hafi hafnað tvíhliða viðræðum við Islendinga um hindrunarlausan útflutning á íslenskum sjávarafurðum á markað Evrópubandalagsins. Þetta er ein- kennileg fullyrðing hjá utanríkis- ráðherra sem hefut' barist hat- rammlega gegn slíkum viðræðum en sat hins vegar fund með fram- kvæmdastjórn EB hinn 18. apríl sl. þar sem kom fram að ráðamenn EB töldu eðlilegt að ræða samskipt- in við íslendinga áfram með hliðsjón af því, sem gerst hafði á fundinum, en þar útilokaði hvorki Jón Baldvin né Steingrímur Hermannsson að til greina kæmi að skipta á veiðiheim- ildum milli íslands og EB. Grein Jóns Baldvins Hannibals- sonar í Morgunblaðinu í gær stað- festir enn frekar þá skoðun mína, að taka eigi varlega öllum yfirlýs- ingum hans og annarra ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar um stöðu viðræðna EFTA og EB. Höfundur eraðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Er lokun sjúkradeilda leið til sparnaðar? eftir Arnfríði Gísladóttur Tilefni greinarinnar er helgar- lokun lýtalækningadeildar Lands- pítalans frá 20. október 1990. Sérhæfing deilda innan sjúkra- stofnana er viðurkennd staðreynd o g liður í þróun bættrar heilbrigðis- þjónustu. Það er því ljóst að starfs- fólk þessara sérdeilda, sem unnið hefur þar um lengri tíma, er sér- fræðingar í hjúkrun þeirra sjúkl- inga er þar liggja. Þar fá sjúkling- amir bestu mögulegu hjúkrunar- þjónustu sem völ er á hvetju sinni. Hjúkrun brunasjúklinga er mjög vandasöm og tekur það mörg ár að þjálfa góðan starfskraft. Helgarlokun lýtalækningadeild- arinnar var ákveðin með mjög stuttum fyrirvara og ekki vannst tími til að kynna þessar breytingar fyrir öllu starfsfólki deildanna. Það starfsfólk sem taka átti við sjúkl- ingunum um helgar fékk því enga þjálfun eða fræðslu um hjúkrun þessara sjúklinga. 'Yfirstjórn spítalans hafði ekkert samráð við hinn almenna starfsmann um hið aukna álag og ábyrgð sem lögð var á hann og ekki var heldur reiknað með betri mönnun um helgar. Ekkert tillit var tekið til mótmæla starfsfólks deildar 13D (almenn handlækninga- og þvag- færasjúkdómadeild), en á þá deild eru brunasjúklingar nú fluttir um helgar. Augljóslega hlýtur flutningur á veikum og viðkvæmum brunasjúkl- ingum að koma niður á þeirri hjúkrunarþjónustu sem talin er eðlileg í dag, þ.e.a.s. þjónustu sem samræmist hjúkrunarmarkmiðum Landspítalans. Ég leyfi mér að halda að flutningur þessara sjúkl- inga meðan á vandasamri meðferð stendur, tefji hugsanlega fyrir bata þeirra og lengi þar með sjúkrahús- leguna. Það hefur einnig sýnt sig að lokanir deilda og flutningur á starfsfólki veldur óöryggi og það hefur aukist að fólk hverfi úr starfi í kjölfarið. Ég vil einnig leyfa mér að draga í efa lögmæti þess að breyta vinnu- tíma starfsfólks Iýtalækninga- deildarinnar svo fyrirvaralaust og Arnfríður Gísladóttir „Ég tel að sparnaðarað- gerðir af þessu tagi valdi sjúklingum, að- standendum og starfs- fólki miklum óþægind- um og sársauka og leyfi mér að efast um að þær skili árangri.“ án samráðs, þar sem laun skerðast töluvert við-tap helgarálags. Ég tel að sparnaðaraðgerðir af þessu tagi valdi sjúklingum, að- standendum og starfsfólki miklum óþægindum og sársauka og leyfi mér að efast um að þær skili ár- angri. Hér ber hjúkrunarfólki skylda til að gæta hagsmuna sjúkl- inga sem ekki eru færir um það sjálfir. Látum aðgerðir af þessu tagi ekki bitna á skjólstæðingum okk- ar. Þjáning þeirra er nóg samt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ogmeðsérnám í bjúkrun brunasjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.