Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 J Mannréttindi eftir Árna Ragnar Árnason Þjóðveldið ísland Af kennurum mínum nam ég þann skilning á landnámi íslands, að það hafi byggst vegna ástar feðranna á fijálsræði og jafnræði. Fyrir ofríki Haralds lúfu (eða hárfagra) fluttu þeir af löndum og óðulum í Noregi út til íslands. Þar skópu þeir nýtt þjóðfélag reist á hugmyndum um þjóðríki án lands-. yfirvalda, _án framkvæmdavalds. Þjóðveldið ísland, land fijálsræðis og jafnræðis. Ekki er láust við að þessi skiln- ingur sé enn ríkjandi og haldið að uppvaxandi kynslóðum. Lýðveldið ísland Snemma á öldinni varð Island fullvalda ríki, en var áfram hluti danska konungsveldisins. Þessi áfangi náðist eftir langa og stranga frelsisbaráttu. Undir miðja öldina var ísland síðan skyndilega lýst fijálst lýðveldi, þegar Dan- mörk varð heijum þýsku nas- istanna að bráð. Á tímabilinu 1918 til 1944 urðu hægfara en þó merkar breytingar á stjórnarfari. Ætla mætti að við umskiptin frá konungsveldi til lýð- veldis hafi orðið stökkbreyting í átt til aukins jafnræðis með þegn- um landsins. En hvemig er nú högum háttað í ríki fijálsræðishetj- anna góðu? Jafnræði eða valdasöfnun? Kunnara er en frá þurfi að segja, að íslendingar láta viðgang- ast misrétti og mismunun. Grund- vallarmannréttindi eru fótum troð- in. Til dæmis á hver Vestfírðingur þijú atkvæði í hveijum Alþingis- kosningum miðað við Reykvíkinga og okkur Reyknesinga. Öllum sem gjörla þekkja mann- legar tilhneigingar vita að valda- misvægi af þessum toga getur aðeins leitt til mismununar, þ.e.a.s. misbeitingar valdsins, við umfjöll- un og ákvarðanir um úthlutun þeirra gæða sem valdhafarnir ráða yfir. Auk þess verður græðgi í meiri völd og þörf til að tryggja „Viljum við teljast al- vöru lýðræðisríki, þá verðum við að hrista af okkur klafa eigin mis- réttis. Skerum að rót mismununar í okkar fámenna landi.“ valdaaðstöðuna til þess að sífellt fleiri greinar þjóðarbúsins, sjóðir og auðlindir, verða settar undir skömmtunarvald þeirra sjálfra og hagsmunagæslumanna þeirra. Mörg einkenni þessara stjórnar- hátta eru deginum ljósari í stjórn- arfari og ráðsmennsku með sam- eiginlega sjóði, svo sem lánsfjár- sjóði ríkisins, og í sífelldri útþenslu ráðuneyta og stofnana. Nýjasta dæmið eru hugmyndir sem sjávar- útvegsráðherra kynnti á nýaf- stöðnu Fiskiþingi um Fiskveiði- eftirÁrnaM. Mathiesen Aldamót eru merk tímamót og ástæða er til að íhuga hver staða íslands verður þá miðað við síðustu aldamót. Það er óhætt að segja að vegna okkar eigin framtaks hefur margt breyst á þessari öld. Flest hefur sem betur fer breyst til hins betra, en þó ekki allt. Aldamótamenn Framtakssemi var aðalsmerki þeirra kvenna og karla sem lifðu síðustu aldamót og áttu starfsævi sína í byijun þessarar aldar. Þetta fólk hefur oft verið kallað aldamót- amenn og af þeim getum við lært margt. Þegar engin rafmagnsveita var til virkjuðu þessir menn sjálfír og þegar enginn sími var, lögðu þeir sjálfir síma. Þessir menn gerðu ekki kröfur til annarra um alla skapaða hluti. Þeir gerðu hlutina sjálfír og ætluðust ekki til að ríkið stofnun. Af slíkum stjórnarháttum getur aðeins leitt spilling og sóun, því hagkvæmni og arðsemi verða ekki forsendur úthlutunar fjármuna og auðlinda. Úthlutun verður smám saman svo allsráðandi að þing- menn, ráðherrar og stjórnendur ríkisstofnana skammta einstökum fyrirtækjum líf og dauða og út- hluta meira að segja atvinnuleyfum í formi kvóta, allt án arðsemissjón- armiða. Valdinu beitt Á þingi sitja svo margir fyrir hin fámennari kjördæmi landsins, að þau hljóta meirihluta í öllum þeim nefndum og ráðum hins háa Alþingis, sem þingmenn þeirra kæra sig um. Besta dæmið er Fjár- veitinganefnd þar sem skömmtun- arárátta slíkra valdsmanna finnur sjálfan kjamann í tilveru sinni. Svo fáa fulltrúa hafa fjölmenn- ustu kjördæmi landsins, að við „Nú leggst skattbyrðin þyngst á ungt fólk sem er að ala upp börn og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þessu verður að breyta.“ gerði allt fyrir þá. Þessari fram- takssemi er nú orðið mjög ábóta- vant og hana þarf að glæða. Nýr aldamótaandi Við verðum að vekja upp anda framtakssemi með þjóðinni, nýjan aldamótaanda. Anda fijálslyndis, virks markaðar og valddreifingar. Einungis á þann hátt getum við skapað ungu hæfileikaríku fólki atvinnutækifæri við þeirra hæfi, í ferðamannaþjónustu, rafeindaiðn- aði eða vinnslu sjávarfangs og eld- isafurða, það er eina leiðin. Þetta tekst ekki nema þeir, sem eitthvað Árni Ragnar Árnason mótun og framkvæmd veigamikilla stefnumála á síðari áratugum er hagur íbúa í þeim landshlutum hreinlega fyrir borð borinn. Til dæmis um þetta dugir að nefna byggðastefnuna með öllum hennar lánasjóðum og styrkjum og svo vilja á sig leggja, fái að njóta erfið- is eins og að skattbyrði dragi ekki þróttinn úr ungu framtakssömu fólki. Tækifæri ungs fólks Nú leggst skattbyrðin þyngst á ungt fólk sem er að ala upp böm og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þessu verður að breyta því að þetta unga fólk er að leggja grunn- inn að framtíð þjóðarinnar og und- an útgjöldum þeirra verður ekki vikist. Það verður að gefa ungu fólki tækifæri til framtakssemi í atvinnulífinu án þess að það neyð- ist til þess að vanrækja uppeldi barna sinna vegna vinnuþrælkunar 'og húsnæðiskaupa. Húsnæðismál Við verðum að hætta kollsteyp- um í húsnæðiskerfinu. Þjóðfélags- þegnum er og hefur verið stórlega mismunað eftir því hvenær þeir hafa sótt um lán hjá Húsnæðis- ísland um aldamót fískveiðistjómunina. í báðum þess- um afdrifaríku málum má réttilega segja að íbúum Suðurnesja hafi verið skammtað úr hnefa. Afleið- ingin er sú að á Suðurnesjum, þar sem um aldir var eitt af forðabúr- um þjóðarinnar og aðrir landsmenn vora ávallt velkomnir að sækja sér björg í bú, eru fiskveiðar og fisk- vinnsla nú hverfandi atvinnugrein- ar. Suðurnesjamenn hafa á þessu timabili átt fáa þingmenn og um áratugi engan í stærsta þing- flokknum. Við mótun og fram- kvæmd þessara stónnála hefur rödd þeirra því ekki verið áhrifa- mikil. Afnemum misréttið Ég hef hér að framan bent á afleiðingar þess að mismuna þegn- um landsins um eina af undir^töð- um almennra mannréttinda. Því miður hefur umræða um jöfnun atkvæðisréttar verið menguð af umræðu um verðlag, flutnings- kostnað og lífskjör, sem að sjálf- sögðu eru og verða misjöfn milli landshluta. Að blanda þessu saman við umræðu um jafnrétti lands- manna er líkt og að jafna saman sauðum og nautgripum. Jafn at- Árni M. Mathiesen stofnun. Það verður að koma á stöðugleika í þessum málflokki til þess að ungt fólk geti gert áætlan- ir sem hið opinbera kollvarpar ekki með geðþóttaákvörðunum. Hús- næðislánakerfið verður að miðast við að aðstoða ungt fólk til að eign- ast sína fyrstu íbúð. Það mætti gera á þann hátt að hver einstakl- Ríki sstj óminni ber strax að víkja eftir Sigurð Hélgason Frá upphafí hafa ríkt óskrifuð lög, sem önnur lög hafa byggst á. Þessi skipan hefur fylgt mann- kyninu síðan á mismunandi þróun- arstigum. Glöggt dæmi um það er í sögu Grikkja og Rómveija til forna. Aristoteles skipti lögum í náttúrulög (ovolkóv) og þau frá mönnum komin (voulkóv) og hann staðhæfði að náttúruhlutinn væru áhrifameiri. Rómveijar til forna skiptu lögum sínum í lus scriptum og lus non scriptum, sem ekki þarf þýðingar við. Hér era þessar alkunnu stað- reyndir rifjaðar upp, að stöðugt ber meira á að óskrifuð lög séu þverbrotin. Setning síðustu bráða- birgðalaga á samninga opinberra starfsmanna fyllir þar mælinn, en af nógu var þó fyrir af að taka. Það átti öllum sæmilega vitiborn- um mönnum að vera ljóst að þegar þjóðarsátt var gjörð, þá þurfti hún að ná til allra stétta. En við þessu þverskölluðust stjórnvöld, þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar aðila vinnumarkaðarins. Þessi skilning- ur ráðamanna stóðst ekki. Málinu var vísað til Félagsdóms, sem er skipaður á hveijum tíma mjög mikilsvirtum dómurum. Þeir kom- ust allir að þeirri niðurstöðu að gerðir samningar við opinbera starfsmenn væra í fullu gildi. Fé- lagsdómur hefur lykilhlutverki að gegna í flóknum samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Öll þekkjum við farsæla úrlausn Félagsdóms í fjöl- mörgum deilum og enda þótt skipt- ar skoðanir hafi oft orðið um dóm- sniðurstöður þá hafa aðilar virt þær. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar brýtur þessa hefð og hefur að engu niðurstöður Félags- dóms og setti bráðabirgðalög, sem gengu þvert á niðurstöður hans. Hér skal og nefnt annað dæmi, sem í fyrstu virðist ekki svo mikilvægt. Inn um pósthólf mitt barst í gær tilkynning um breytt uppgjörs- tímabil virðisaukaskatts eða það lengt, frá 1. september til 15.y nóvember og er þessi ákvörðun talin byggjast á bráðabirgðalögum. í stað tveggja mánaða uppgjörs- tímabils frá upphafi er það nú framlengt um hálfan mánuð. Sann- leikurinn mun samt vera sá að með þessu hyggst fjármálaráðherra bæta stöðu ríkissjóðs um áramótin, en allir sjá að hér er beitt augljós- um blekkingum. Ég taldi í fyrstu að hér væri um einhveija orðsend- ingu til íaunagreiðenda að ræða, en allir þekkja þann hvimleiða póst, sem tröllríður húsum þessa dagána. En svo var alls ekki því að ef ég hefði hent bréfínu (ekki var sent ábyrgðarbréf), þá var ég brotlegur orðinn við lög. Allir landsmenn sjá að slíkar geðþóttaákvarðanir bijóta gegn bæði skráðum og óskráðum lögum og fást ekki staðist. Landsframleiðsla dregst saman Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur á skömmum tíma tekist með miðstýringar- Sigurður Helgason „En það sem þó er verst er að allt er þetta g-ert fyrir alþýðuna, eins og það er kallað. Sú staðreynd blasir þó við að undir stjórn þess- ara manna verður vax- andi bil milli ríkra og fátækra.“ stefnu sinni að Ieggja í rúst efna- hag landsmanna og þrátt fyrir að þjóðarsáttarfallhlífin hefur hægt eilítið á aftökunni verður hún óum- flýjanleg, ef ekki verður gripið til forvarnaraðgerða þegar í stað. Þessar staðreyndir koma mjög skýrt fram í 7. tbl. ritsins Flokks- fréttir og er útgefandi Sjálfstæðis- flokkurinn. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur gerir þessa úttekt og mun ég vísa til framsettra skoð- ana hans í grófum dráttum. Vil- hjálmur segir m.a. að efnahagslífið hér hafi staðnað. Lífskjör okkar 1990 era svipuð og 1980, en á sama tíma hafa önnur lönd í OECD bætt lífskjör sín til muna og nefn- ir þijár ástæður: 1) Verðbólga að meðaltali 33,3% á áranum 1980-1990 á meðan hún var 4,7% hjá umræddum löndum. 2) Útgjöld hins opinbera voru 1980 32,2% af landsframleiðslu, en 38,6% árið 1989 og því aukist um 6,4% hér á landi en aðeins um 0,þ% hjá um- ræddum löridum. 3) Útflutningur á mann á Islandi jókst um 13,4% á sama tímabili eða frá 1980-1990 í stað 56,2% að meðaltali hjá OECD-ríkjunum. Vilhjálmur spáir því að með áframhaldandi stöðnun í atvinnulífinu og slökum hag- vexti, lendi íslendingar í vítahring skattahækkana. Öll vitum við að allt verðlag er hækkandi og er reynt að skýra þær á ýmsa vegu, en rót þess er minnkandi hagvöxt- ur og stjórnleysi. Á hverjum degi er reynt að finna sökudólga á versnandi íjárhag og þarf ekki að kenna núverandi fjármálaráðherra kúnstirnar í þeim efnum. Einn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.