Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 Opið bréf til Reyknesinga HELSTU SÖLUSTAÐIR: Amaro, Akureyrl • Embla, Hafnarfiröi • Fell, Mosfellsbæ • H. búbin, Garöabæ • Kaupstabur I Mjódd • KF.Þ. Húsavík • KF.VH. Hvammstanga • KF.H. Egilsstöðum • Mfkligarbur v. Sund • Perla, Akranesi • Rut, Glæsibæ/Kópavogi • Vöruhús KÁ, Selfossi Schiesserí{5 ALLT GLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta ^tníiujöuit Bómullarglugga- tjaldaefni. Vatteruð efni. Dúkaefni fyrir hótel og veitingastaði. <£2 Einkaumboð á ísiandi Síðumúla 32 - Reykjavík ■ Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 12 - Keflavik - Sími: 92-12061. fignn eftír Jón Kristín Snæhólm Góðir Reyknesingar! Það hefur eflaust ekki farið fram- hjá ykkur að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi efnir til próf- kjörs nú um helgina, þ.e. á laugar- daginn. Prófkjör er umdeild leið til þess að velja fólk á framboðslista flokk- anna en varla er hægt að deila um það að opið prófkjör er lýðræðisleg- asti valkosturinn. Ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum fer Sjálfstæðis- flokkurinn þessa leið og gefur öllum Reyknesingum tækifæri á að velja framboðslistann fyrir næstu alþing- iskosningar. Að þessu sinni hafa fimmtán ein- staklingar gefið kost á sér og er ánægjulegt að sjá hvað margar konur og ungt fólk sækja fram fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu. Einn er sá maður sem ég hef ákveðið að styðja til forystusveitar Sjálfstæðisflokksins, sá maður er Sveinn Hjörtur Hjartarson. Ég hef þekkt Svein Hjört í nokk- ur ár og starfað með honum í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, einkum þegar við vorum formenn tveggja öflugustu sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi, ég Týs f.u.s. en Sveinn sjálfstæðisfélags- ins; I kosningabaráttunni í vor, þar sem vinstri menn jusu öllum þeim óhróðri yfir sjálfstæðismenn sem þeir hugsað gátu, reyndist Sveinn Hjörtur réttsýnn, yfirvegaður og síðast en ekki síst málefnalegur stjórnmálamaður sem hægt var að leita til þegar hitna tók í kolunum: Sem ungum manni í stjórnmálum var samneyti við Svein Hjört í vor mér ómetanleg reynsla og veit ég að ég tala fyrir munn margra þeirra sem nú reyna að koma Kópavogi á réttan kjöl eftir tólf ára vinstri stjórn. Það er ljóst að í vor verður kosið um framtíð íslands sem að mínu mati lítur ekkert alltof vel út í dag. Síðastliðin misseri höfum við orðið vitni að því hvernig vinstri menn vilja stjórna landinu, þ.e. með sjóða- sukki þar sem stjórnmálamennirnir hafa lífsafkomu fólksins í landinu í hendi sér, með skattpíningu og með svikum við launafólk í lándinu. Sveinn Hjörtur hefur bæði þá menntun og þekkingu sem nýtast mun til eflingar atvinnumála í landinu þá sérstaklega sjávarút- vegsmálum. Ég er þess fullviss að hann muni skipa þá forystusveit sem leiða mun ísland til aukinnar velmegunar og inn í næstu öld þar sem lýðfijálsar þjóðir nota frelsi til bættrar lífsafkomu. Ég skora á ykkur, Reyknesingar, að veita Sveini Hirti stuðning til forystu í landsmálum með því að kjósa hann í þriðja sæti listans á laugardaginn. Þannig munum við, Reyknesing- Jón Kristinn Snæhólm ar, eignast öflugan málsvara á Al- þingi íslendinga. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði og sagnfræði við Háskóla íslands, formaður utanríkisnefndar SUS og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þröst Lýðsson í 6. sætið eftir Ingimar Sigurðsson í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi nú um helgina óskar Þröstur Lýðsson eftir stuðningi sjálf- stæðisfólks í kjördæminu í 6. sætið. Þröstur er dugmikill ungur maður sem gengur til hvers verks af áhuga og festu. Þresti kynntist ég fyrst í Verslunarskóla íslands fyrir 19 árum. Hann var strax atkvæðamik- ill í félagslífi skólans og var síðar formaður Málfundafélags Verslun- arskólans. í því starfi sýndi hann og sannaði að þar fór kröftugur maður. Þröstur Lýðsson gekk til liðs við JC-hreyfinguna í Mosfellsbæ 1981 og tók mjög virkan þátt í uppbygg- ingu og starfi félagsins þar. Hann sat í ótal nefndum, tók þátt í ræðu- keppnum og starfaði ötullega að ýmsum verkefnum á sviði byggðar- lagsins, sem enn nýtast íbúum Mos- fellsbæjar ti! góðs. I starfí mínu sem landsforseti-JC 1984—1985 kynntist ég aftur þeirri miklu orku, sem í manninum býr, en hann var þá forseti JC Mosfells- bæjar. Það er einmitt þessi kraftur, sem við þurfum á að halda, hvort heldur er í einkalífinu, í vinnunni eða á Alþingi íslendinga. Guðrún Stella í 6. sæti eftír Ingibjörgu Hilmarsdóttur Ágætu Reyknesingar. Nú nálgast prófkjör okkar sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi og flestir eflaust farnir að íhuga val sitt, því vanda þarf valið. Mig langar í örfáum orðum að minna á unga og efnilega konu sem gefur kost á sér í 6. sæti prófkjörsins, Guðrúnu Stellu Gissurardóttur. Hún hefur sýnt og sannað með störfum sínum innan Sambands ungra sjálfstæðismanna, Landsam- bandi sjálfstæðiskvenna og sem fórmaður Heilbrigðisnefndar Kópa- vogs og virkur þátttakandi í bæjar- málum Kópavogs að þar er á ferð- inni ung kona full atorku með nýjar og ferskar hugmyndir og á því fullt erindi að mínu mati inn í stjórnmál framtíðarinnar. Guðrún Stella leggur áherslu á mörg mikilvæg málefni. Má þar helst nefna að draga úr ríkisforsjá, Þröstur Lýðsson leggur áherslu á eflingu samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar, ekki síst með tilliti til sam- eiginlegs markaðar Evrópu í framt- íðinni. Þá vill hann einnig taka fjármál ríkisins fastari tökum, sem ekki veit- ir af á þessum ógnar kæruleysistím- um í fjármálaóstjórn hins opinbera. Að lokum vill Þröstur leggja áherslu á endurskoðun og niður- skurð á hinu opinbera sjóðakerfi, sem er í raun ekkert annað en hafta- og skömmtunarkerfi Framsóknar- flokksins, en sá flokkur þrífst ekki í íslenskri pólitík, njóti slíkra kerfa ekki við. Við sem þekkjum Þröst Lýðsson vitum að þar er á ferð heiðarlegur maður, sem þú getur treyst til þess að vinna fyrir þig af heilindum á Alþingi íslendinga. Ingimar Sigurðsson Það er því sterkur leikur að kjósa Þröst Lýðsson í 6. sætið á laugardag- inn. Höfundur er fyrrverandi landsforseti JC á íslandi. KRINGLAN 4 -103 REYKJAVÍK ■ SlMI 680920 Jólafatnaður á börnin Kjólar í úrvali - Verð frá kr. 4.500 - 11.800 Bómullarkjólar, flauelskjólar, silkikjólar, matrósakjólar, matrósaföt, skyrtur, buxur Einnig úrval sængurgjafa Opið laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Ingibjörg Hilmarsdóttir hlúa að fjölskyldunni, lækka skatta og síðast en ekki síst umhverfis- mál. Eins og sést á þessari upptaln- ingu hefur hún ýmislegt til málanna að leggja. Veitum því Guðrúnu Stellu braut- argengi í 6. sæti. Ágætu Reyknes- ingar, konu í öruggt varaþing- mannssæti. Höfundur er húsmóðir og nemi í Fósturskóla Islands. Til sjálfstæðisfólks á Suðurnesjum eftir Magnús H. Guðjónsson Senn líður að prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjaneskjördæmi. Tveir frambjóðendur af Suðurnesjum gefa kost á sér í prófkjörið, þeir Árni Ragnar Árnason og Viktor Kjartans- son. Ekki er hér þörf á að fara mörgum orðum um kosti þessara ágætu frambjóðenda, enda eru þeir sjálfstæðisfólki á Suðurnesjum vel kunnir. Stuðningur við frámboð þeirra er auðvitað sjálfsagður. En það þarf að merkja við fleiri frambjóðendur á kjörseðlinum. í því sambandi vil ég vekja athygli á fram- boði Árna Mathiesen. Ég átti þess kost að kynnast Árna þegar við störfuðum saman á Dýraspítala Watsons og seinna er við sátum báðir í stjórn Dýralæknafélags Is- lands. Árni er búinn þeim kostum sem ég tel að við eigum að leggja M úg H. Guðjónsson aherslu a hja þeim er við kjosum á J löggjafarþing okkar Islendinga, en það er heiðarleiki og hreinskilm. Þessir kostir eru þeim mun mikil- vægari nú á tímum þegar stjórnmál- in einkennast æ meir af hrossakaup- um og undirferli. Árni er athafna- maður með þekkingu á atvinnulífinu og verður án efa góður málsvari okkar kjördæmis á Alþingi. Ég hvet þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins til að tryggja Árna Mathi- esen öruggt sæti á framboðslista fiokksins í næstu Alþingiskosning- REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjórveitinga- nefnd Alþingis, verður á Kaffi- Hress í Austurstræti í dag, föstu- daginn 9. nóv., kl. 1 2.00-1 4.00. Komið og spjallið við þingmann Reykvíkinga. Höfundur er dýralæknir í Keflavík og formaður Dýralæknnfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.