Morgunblaðið - 09.11.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 09.11.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 100 ára af mælis skólahalds í Mýrdalshreppi verður minnst með dagskrá, sýningu og veitingum í Víkurskóla sunnudaginn 11. nóvember kl. 14. Allir velunnarar skólans velkomnir. . Skólastjóri. —VÍKURSKÖLI— 870 VlK I MÝRDAL - SlMI 98-71242 Nýja BAMBO baby-soft buxnableyjan er meira samanþjöppuð og tekur þess vegna minna pláss í hillunum. Fjórar mismunandi stærðir, sem spanna allt bleyjutímabil barnanna eru til. MAXI stæröin er síðan sérhönnuð í tvær gerðir: Ein fyrir stelpur og ein fyrir stráka. Vestflröir: Rafbúö Jóriasar Þór, Patreksfirði • Bjarnabúö, Tálknafiröi • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sourdssa'ar, bmgcyi • Emar GuCfamsson, BoLngar.ik • Straurru'. ísaSrd* • NorOurtand: Kí. Steingn'msf|aröar, Hólmavík AEG ÞV0TTAVÉLAR Þegar þú kaupir AEG ertu að fjárfesta í gæðatækjum sem endast og losa þig við áhyggjur af þvottadögum í leiðinni. Eigum allar gerðir AEG þvottavéla til afgreiðslu af lager nú þegar. Verð frá kr. 60.981 stgr. Umboðsmenn um allt land. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9. Sími 38820 Konur í vemduðu umhverfi! eftir Sólveigu Pétursdóttur Ég hef ekki lagt það í vana minn að elta ólar við tækifæris- og skálaræður stjómmálamanna, sem fluttar eru á manna- og hér- aðsmótum stjómmálasamtaka einhvers staðar í dreifðum byggð- um landsins. Hins vegar get ég ekki orða. bundist vegna ræðu Þórhildar Þorleifsdóttur, er hún hélt á nýafstöðnum landsfundi Kvennalistans á Hrafnagili í Eyja- flrði. I ræðu hennar kom fram sama örvæntingin um framtíð Kvenna- listans og hjá öðram fylgjendum þessa stjómmálaafls og kallar hún enda næstu kosningabaráttu Kvennalistans „úrslitabaráttu". Og síðan: „Af hveiju náum við ekki til fleiri kvenna? Þvi tekst okkur ekki að koma til skila er- indi okkar?“ En sendinguna, sem beint er til kvenna i öðram stjórn- málaflokkum, þ.e.a.s. kvenna, sem kjósa að starfa eftir skoðunum sínum og hugsjónum, en ekki kyn- ferði, kýs ræðumaður að orða þannig: „Það hlustar enginn á þær, fínnst engum um vert að þær nái máli. Og það virðist ekki einu sinni valda áhyggjum hjá konum sjálfum. Þær segja bara: Það voru svo margir hæfír frambjóðendur, að við megum vel við una.“ Þetta viðhorf á kannski ekki að koma á óvart hjá stjórnmála- manni, sem kýs að byggja pólit- Sólveig Pétursdóttir „Það er Kvennalistan- um ekki til framdráttar að reyna að gera lítið úr árangri kynsystra sinna í öðrum sljórn- málaflokkum. Jafnvel þó að það sé gert í ör- væntingu vegna eigin fallandi gengis.“ íska þátttöku sína á óskaveröld, en ekki hinum harða, raunvera- lega heimi. Mannlegt samfélag er þannig upp byggt, að þar búa saman konur og karlar og því verður ekki breytt. Það er bjarg- föst skoðun mín, að til þess að ná fram áhrifum verði báðir þess- ir aðilar að starfa saman, á sama vettvangi, við sömu aðstæður og við sömu skilyrði. Telji konur sig ekki njóta alls þessa verða þær að vinna að breytingum á sínum högum. Þess vegna kýs ég að vinna að hugsjónamálum mínum innan Sjálfstæðisflokksins, við hlið annarra sama sinnis, hvort sem það eru karlar eða konur. Hitt að fara sínar eigin kyngreindu leiðir vegna þess, að svo fáir vilja veita konum brautargengi, er leið upp- gjafar. Þar er skoðunum og hug- sjónum fómað í fýlu og reiði. Þannig á ekki að starfa. Afram stelpur“ er gott svo langt sem það nær, en það breytir ekki heimin- um, þó að það sé vel sungið. Það er Kvennalistanum ekki til framdráttar að reyna að gera lítið úr árangri kynsystra sinna í öðram stjómmálaflokkum. Jafnvel þó að það sé gert í örvæntingu vegna eigin fallandi gengis. Auðvitað getur verið þægilegt að lifa og hrærast í vernduðu umhverfí. En það er ekki veruleiki. Og þeirrar verndar verður hvorki notið í bar- áttunni úti í þjóðfélaginu, né á Alþingi Islendinga. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja víkurkjördæmi. Um Árna M. Mathiesen eftir Magnús E. Kristjánsson Á laugardaginn höldum við sjálfstæðismenn prófkjör í Reykj- aneskjördæmi. Þátttakendur í prófkjörinu era allt frambærilegt og ágætt fólk þannig að erfitt verð- ur að gera upp á milli þeirra þegar við veljum í sæti. Það er þó enginn efí í mínum huga að framboðslisti flokksins styrkist ef við veljum Áma M. Mathiesen, dýralækni, í þriðja sætið. Ámi er ungur maður með ákveðnar skoðanir og kjark til að beijast fyrir þeim. Hann hefur valist til ýmissa trúnaðar- og ábyrgðarstarfa fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, verið formaður FUS Stefnis, varaformaður SUS, setið í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfírði, í kjördæmisráði flokksins í Reykjaneskjördæmi o.fl. o.fl. Innan þeirra félaga þar sem Ámi hefur starfað hefur hann jafn- an valist til forystu enda hefur hann ágæta forystuhæfileika og lag á að fá fólk til að vinna með sér. Hann hefur þekkingu og skiln- ing á atvinnumálum og gerir sér grein fýrir möguleikum atvinnulífs í kjördæmintt og nauðsyn þess að nýta tækifæri til uppbyggingar útflutningsgreina. Við sjáum fram á að næsta ár verða mjög líklega ár mikilla breyt- inga bæði á innlendum vettvangi sem erlendum. Um leið og mögu- leikar aukast mun samkeppni harðna. Því þurfum við kjarkmikla og kraftmikla þingmenn til þess að halda vel á okkar málum gagn- vart viðskiptaþjóðum okkar svo við drögumst ekki aftur úr í heimi sí- harðnandi samkeppni. Ég treysti Árna M. Mathiesen til þess að vera í þeim hópi og hvet þig til að velja hann í þriðja sætið á laugardaginn. Höfundur er markaðsráðgjafi. Magnús E. Kristjánsson Stund í Hallgrímskirkju eftir Eyjólf K. Sigurjónsson Laugardaginn 27. október 1990 var undirritaður viðstaddur hát- íðarguðsþjónustu í Hallgrímskirkju í tilefni 50 ára afmælis Hallgríms- kirkjusafnaðar í Reykjavík. Okkur hjónunum hafði borist boð sóknarnefndar til að taka þátt í afmælishátíðinni. Ég geri ráð fyrir að okkur hafi verið boðið til þessarar afmælishátíðar þar sem ég er elsti sonur séra Siguijóns Þ. Ámasonar sem var prestur Hallgrímskirkjusafnaðar ánn 1944 til 1967, eða í 23 ár. Á undan honum hafði séra Sigurbjörn Ein- arsson verið prestur safnaðarins í 4 ár, en séra Jakob Jónsson var þeirra lengst prestur í Hallgríms- kirkjusókn eða í 34 ár. Núverandi prestar eru séra Ragnar Fjalar Lárasson og séra Karl Sigurbjöms- son. Öll afmælisathöfnin í kirkjunni var mjög hátíðleg, og þá sérstak- lega tónlistin. En ástæðan fyrir því, að ég skrifa þessar línur, er undran mín á afmælisræðu séra Sigurbjöms Einarssonar, fyrrverandi biskups, sem ég hélt að myndi aðallega §alla um Hallgrímskirkjusöfnuð og hið atorkumikla starf, sem þar hefur verið unnið á liðnum 50 áram. Þama var vissulega staður og stund fyrir fyrrverandi biskup til að gera þessu efni góð skil, og láta eitt yfír alla ganga. En hvað gerðist? Talsverður hluti af ræðu fyrrver- andi biskups var um endalok nas- isma og kommúnisma. Að því er varðar þau fáu orð, sem hann sagði um safnaðarstarfið í 50 ár, þá beitti hann þekktri sögu- ritunaraðferð. Hann lét sem sé ógert að nefna nafn föður míns, eða geta um störf hans í þágu Hallgrímskirkjusafnaðar í 23 ár, en nefndi sem verðugt var dr. Jak- ob Jónsson, sem var samprestur föður míns, séra Sigurjóns Þ. Áma- sonar, allan þjónustutíma hans í Hallgrímssókn. Var það gleymska eða eitthvað annað? Hvers á faðir minn að gjalda er fýrrverandi bisk- up vill ekki að faðir minn njóti sannmælis. Það hefír áður komið fram í endurminningabók hans, „Sigurbjöm biskup, ævi og starf“, sem út kom 1988, skráð af Sig- urði A. Magnússyni. Þar sneiðir hann mjög ódrengilega að föður mínum, sem þá var látinn, og gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Von er að spurt sé, af hvaða ástæðu fyrrverandi biskup hagi sér svo ókristilega? Vitað er, að hann og faðir minn voru ósammála um margt bæði í kirkjunnar málum og utanríkismál- um, sérstaklega varðandi vestrænt samstarf, er faðir minn studdi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.