Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 22
H------ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9.' nBvÉmBER 1990 Leikbrúðudagar í Gerðubergi. Dagar leikbrúðunnar í Gerðubergi um helgina UM næstu helgi, 10.-11. nóvemb- er, sýnir Dúkkukerran leikritið um Bangsa. Þetta er ævintýra- leikur um bónorðsfðr Bangsa I Tröllaskógi. Sýningar hefjast ki. 15. báða dagana. Á meðan leikbrúðudagamir standa yfir verður kaffitería Gerðu- bergs opin frá kl. 10-17 á laugar- dögum ogg 13.30-17 á sunnudög- um. Þar verða veitingar sniðnar að Óskum bama. (Fréttatilkynning) Ragnar Arnalds; Hæpnar hrókeringar RAGNAR Arnalds, þingmaður Al- þýðubandalagsins í Norðurlands kjördæmi vestra segist ekki hafa hug á taka sæti á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Sva- var Gestsson, segir ekki á döfinni að hann fari í framboð annars staðar en í Reykjavík. Vangaveltur hafa verið um fram- boðsmál Alþýðubandaiagsins og hef- ur verið látið í veðri vaka að Svavar kynni að fara í framboð á Vestur- landi eða Vestfjörðum, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekkert væri til í slíkum vangaveltum. í sama streng tók Ragnar Arnalds: „Ég hef engan áhuga á því að fara annars staðar í framboð, en í Norður- landi vestra, þar sem ég hef ákveðið framboð mitt. Ég hef heyrt mikið um þetta rætt, en ég held að Reyk- víkingar verði sjálfir að reyna að leysa sín mál.“ Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi sagðist enga ákvörðun hafa tekið um hvort hann yrði í framboði í kom- andi kosningum. „Ég tek ákvörðun fyrir áramót," sagði Skúli. Hljómsveitin Mannakorn. ■ HLJÓMSVEITIN Mannakorn heldur úpp á fímmtán ára afmæli sitt um þessar mundir. Sveitin hef- ur unnið að nýrri breiðskífu sem Steinar hf. gefa út seinnipart þessa mánaðar. Um næstu helgi leikur hljómsveitin á Dansbarnum, Grensásvegi 7, þar sem vinir og velunnarar hljómsyeitarinnar eru velkomnjr. Ókeypis aðgangur er fyrir matargesti á Mongolian Barbecue. Ellen Krisljánsdóttir syngur með hljómsveitinni á Dans- barnum þessa helgi. Á nýju. breiðskífunni eru nokkrir góðir gestir, svo sem: Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir og Guð- mundur Ingólfsson. Platan heitir: Mannakorn 6 samferða. Tlutcuicv Heílsuvörur nútímafólks Pvottavélar Þurrkar ar Philips-Whirlpool þvottavélar og þurrkarar. Fallegar vélar í öllum stærðum og gerðum. Sjálfvirkur búnaður sem sér um hámarks nýtingu vatns, orku og tíma. Sparnaður sem skilar sér fljótt. PHIUPS | Whirlpool Heimilistæki hf SÆTÚNI8 S(MI 691615 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 Forlagið: 19 bækur gefnar út FORLAGIÐ gefur út 19 bækur að þessu sinni. Meðal þeirra, sem enn eru ókomnar eru bókin !Ég hef lifað mér til gamans“, þar sem Björn Pálsson á Löngumýri segir frá. Gylfi Gröndal skráði. Önnur er Rokksaga íslands - Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna eftir Gest Guðmundsson. Sól í Norðurmýri - Píslarsaga úr Austurbæ er eftir Reykjavíkurskáld- ið Megas og sagnfræðinginn Þórunn Valdimarsdóttir og Af fiskum og flugum - Veiðisaga og vangaveltur er eftir Kristján Gíslason. í bókinni Neistar frá sömu sól ræðir Svanhild- ur Konráðsdóttir við Þórhall Guð- mundsson, Brynjólf Snorrason, Erlu Stefánsdóttur, Gísla H. Wium og Jón Sigurgeirsson um dulrææn efni. Eftir kenjum kokksins hefur að geyma uppskriftir úr eldhúsi Rúnars Marvinssonar. Forlagið gefur út þijár þýddar bækur: Blóðbrúðkaúp eftir Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur, Marta Quest eftir Doris Lessing í þýðingu Birgis Sigurðsson- ar og Friður - Kærleikur - Lækning eftir Bernie S. Siegel í þýðingu Helgu Guðmundsdóttur. Forlagið gefur út þtjár barna- og unglingabækur. Ég elska þig eru sögur um æsku og ástir eftir níu íslenska höfunda. Axlabönd og blá- beijasaft er ný bók um Bétvo og Áka litla eftir Sigrúnu Eldjárn. Þá koma þijár bækur í flokknum ævintýri barnanna: Prinsessan á bauninni, Mjallhvít og Nýju fötin keisarans. Biblíulestrar í Breiðholts- kirkju í Mjódd verða laugardag- inn 10. nóvember kl. 11.00 og verða þeir í umsjá sóknarprests- ins sr. Gisla Jónassonar. Fyrsti lesturinn hefst með stuttri kynningu á guðspjöllunum, höfund- um þeirra og uppbyggingu. Síðan verða í næstu lestrum skoðaðir nokkir mikilvægir ritningarstaðir sem varpað geta ljósi á ýmis grund- vallaratriði kristinnar trúar. „Það hlýtur að vera hveijum Breiðholtskirkja manni nauðsynlegt að þekkja grundvöll trúar sinnar og • þann grundvöll er að finna í heilagri ritn- ingu. Biblían má því aldrei verða okkur framandi bók, sem aðeins fáir treysta sér til að lesa. Er það því von okkar, að þessir biblíulestr- ar geti orðið þátttakendum til hjálp- ar við að nálgast ritninguna og til- einka sér þá fjársjóði sem í henni er að finna og eru allir sem áhuga hafa velkomnir til þátttöku,“ segir í frétt frá sóknarnefnd. Biblíulestur í Breið- holtskirkju á laugardag Allt lak niður hjá Kasparov eftir frumkvæði í byijun Skák Margeir Pétursson FYRRI hluta heimsmeistara- einvígisins í skák er nú Iokið í New York og staðan er jöfn, bæði Kasparov, heimsmeistari, og Karpov, áskorandi, hafa hlotið sex vinninga. Tólftu skákinni lauk með jafntefli í fyrrinótt, eftir nokkuð skemmtilega baráttu. Byijun Kasparovs heppnaðist nokkuð vel eins og oft áður, en í mið- taflinu rann frumkvæði hans út í sandinn. Karpov bætti stöðu sína með hverjum leik, en spil heimsmeistarans reyndist þó duga til jafnteflis. Meistaramir fá nú 16 daga hlé þangað til þrettánda skákin verður tefld hinn 24. október næstkomandi í frönsku borginni Lyon. Þar sem hléð er svo langt og staðan jöfn má með nokkrum sanni segja að þá hefjist nýtt tólf skáka einvígi um heimsmeist- aratitilinn. Eins og í öllum fyrri skákum sínum hóf Kasparov taflið með kóngspeðinu og upp kom spánski leikurinn. Karpov virðist nú alveg hafa gefið sitt eigið afbrigði upp á bátinn, a.m.k. í bili og verður það teljast meiri háttar fræðilegur viðburður. Þegar litið er til baka á skákirn- ar tólf í New York verður að segj- ast að það er mismunandi stíll keppendanna sem hefur einkennt einvígið. Kasparov eyðir mikilli orku í að skapa færi, en þegar honum tekst það fer hann stund- um illa með þau. Karpov fer hins vegar yfírleitt með löndum, hann vill greinilega helst sneiða hjá flækjum, en byggir stöðu sína jafnt og þétt upp eins og honum einum er lagið. Karpov má vissulega vel við una nú eftir glæsilega tafl- mennsku Kasparovs í upphafi ein- vígisins, en möguleikar heims- meistarans verða þó enn að telj- ast öllu betri. Hann hefur sýnt mun meiri tilþrif og ég leyfi mér að spyija: Hvað gæti Karpov gert ef Kasparov myndi einfaldlega sætta sig við jafntefli í þeim tólf skákum sem eftir eru og stefna að því að halda titlinum ájöfnu? Olíklegt er þó að á slíkt muni reyna, Kasparov gaf út miklar yfirlýsingar fyrir einvígið og hann mun örugglega fremur reyna að útkljá það fljótlega, fremur en að láta allt velta á síðustu skákunum. 12. einvígisskákin Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rd7 10. d4 - Bf6 11. a4 - Bb7 12. Ra3!? Enn einu sinni er það Kasparov sem er fyrri til að breyta út af. Hann lék 12. axb5 í sjöttu skák- inni, en 12. Be3 í þeirri áttundu. 12. — exd4 13. cxd4 — Ra5 14. Ba2 Hvítur gat ekki reynt að vinna peð: 14. axb5 — axbö 15. Rxb5 - Rxb3 (En alls ekki 15. — Bxe4? 16.Bxf7+! - Hxf7 17. Hxe4) 16. Hxa8 — Dxa8 17. Dxb3 — Bxe4 18. Rxc7 — Dc6 og svartur stend- ur mjög vel. 14. - b4 15. Rc4 - Rxc4 16. Bxc4 - He8 17. Db3! - Hxe4 18. Bxf7+ - Kh8 19. Be3! - He7 20. Bd5 - c6 21. Be6 Aftur er svarta b peðið eitrað: 21. Dxb4? gengur ekki vegna 21. ^ cxd5 22. Dxb7 - Rb6 23. Dc6 - Hc8 og hvíta drottningin lokast inni. 21. - Rf8 22. Bg4 - a5 23. Hacl Eftir byijunina má hvítur nokk- uð vel við sinn hlut una og mögu- leikar hans virðast fyrst og fremst liggja á kóngsvængnum þar sem hann hefur peðameirihluta og svarta kóngsstaðan er nokkru veikari en sú hvíta. Því var hér upplagt að reyna 23. h4!, vegna möguleikanna 24. Rg5 og 24. Bg5 á svartur erfitt með að komast hjá því að leika h7-h6, sem myndi veikja hvítu reitina. 23. - Rg6 24. Bh5 Taflmennska Kasparovs næstu leikina er ótrúlega fálmkennd. Hér kom til greina að leika 24. g3 og næst 25. h4 með sömu áætlun og nefnd var í síðustu at- hugasemd. Hins vegar virðist 24. Rd2 (með hugmyndinni 25. Bf3) vera slæmt vegna hins öfluga svars 24. — c5! Hvítur má þá ekki taka peðið vegna 25. dxc5 — dxc5 26. Hxc5 - Hxe3! 27. Dxe3 - Bd4. 24. - Hc8 25. Bg4 - Hb8 26. Dc2?! - Hc7 27. Df5? Þetta er með slappari leikjum einvígisins. Kasparov hlýtur að hafa yfirsézt svar svarts. Nú nær Karpov að flytja riddara sinn yfir á óskareitinn d5, sér að kostnað- arlausu, því hann fær tvo leiki „gefins". 27. - Re7! 28. Dd3 28. Dxa5?? gekk auðvitað ekki því eftir 28. — Rd5 er hvíta drottn- ingin fönguð og Kasparov ætti ekkert svar við 29. — Ha8. 28. - Rd5 29. Bd2 - c5 30. Be6 - Rb6 Menn Karpovs eru allt í einu allir lifnaðir við, heimsmeistarinn má nú þakka fyrir að geta einfal- dað tafíið út í jafntefli. 31. dxc5 — dxc5 32. Dxd8+ — Hxd8 33. Bf4 - He7 34. Rg5 - Bd5! 35. Bxd5 - Hxd5 36. Hxe7 — Bxe7 37. Hel og í þessari stöðu bauð Kasparov jafntefli sem Karpov þáði eftir nokkra umhugs- un. Peðameirihluti svarts á drottningarvæng er að vísu mjög fallegur, en það virðist vera of hættulegt fyrir hann að reyna að pressa fram vinning. 37. — Hd7? er t.d. mjög slæmt vegna hins skemmtiiega leiks 38. Bd6! og svartur er 5 mikilli taphættu. 38. — h6 væri þá eini möguleiki hans til að halda taflinu gangandi, því 38. — Rd5 eða 38. — Rc8 mætti svara með 39. Bxc5! Eina raunhæfa vinningstilraun- in virðist vera 38. — Bf8, en þá er 39. He8 - Kg8 40. Hb8 stór- hættulegt á svart. T.d. ekki 40. — Rd7? 41. Hd8 og mannsfórnin 40. - Rxa4 41. Re6 - KÍ7 42. Rxf8 væri Karpov örugglega ekki að skapi, þótt hún dugi líklega til jafnteflis. Þriðji möguleikinn er 38. — Rc8 og eftir 39. He6 virðast möguleik- arnir u.þ.b. jafnir. Það er tæplega hægt að segja að áskorandinn hafi samið af sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.