Morgunblaðið - 09.11.1990, Page 26

Morgunblaðið - 09.11.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjöth Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Pólitískt áhugaleysi í Bandaríkjunum Báðir stjórnmálaflokkarnir í Bandaríkjunum, demó- kratar og repúblíkanar, telja sig geta unað vel við úrslit kosning- anna þar á þriðjudaginn. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar voru kjörnir, þriðjungur öld- ungadeildarþingmanna og ríkis- stjórar í nokkrum ríkjum. Þegar á heildina er litið má telja demó- krata hafa haft betur. Á hinn bóginn fengu repúblíkanar, flokkur George Bush forseta, ekki þá útreið sem algengt er að flokkur forsetans fái á miðju kjörtímabili hans. Árangur repúblíkana var ekki heldur eins slæmur og ætla mátti eftir nei- kvæða umfjöllun um forsetann og stefnu hans í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Sérstaka athygli hlýtur að vekja, þegar litið er til kosning- anna, hve fáir tóku þátt í þeim. Aðeins um 35% kjósenda neyttu atkvæðisréttar síns. Stjórn- málamenn úr báðum flokkum hafa lýst miklum áhyggjum yfir þessu og telja, að fólk hafi með áhugaleysi sínu verið að lýsa almennu vantrausti á stjórn- málamenn. í um áratug hefur bandaríska ríkisstjómin undir forystu for- seta úr röðum repúblíkana og bandaríska þingið undir forystu demókrata glímt við fjárlaga- vanda ríkisins og viðskiptahalla þjóðarinnar án þess að koma sér saman um viðunandi lausn. Síðustu vikumar fyrir kjör- dag var mikill pólitískur darrað- ardans í Bandaríkjunum vegna átaka milli þingsins og forset- ans um íjárlögin. Þótti Bush fara illa út úr þeirri viðureign, ekki síst vegna þess að hann hvarf frá kosningaloforði sínu um að hækka ekki skatta. Á hinn bóginn kom skýrt fram, að demókratar eiga síður en svo auðvelt með að fóta sig á sam- eiginlegri stefnu og koma henni í gegnum þingið, þótt þeir hafi meirihluta í báðum deildum. Er talið að þessi átök hafí síður en svo haft þau áhrif á hinn al- menna kjósanda að hann teldi ástæðu til að blanda sér í þau með atkvæði sínu. Menn hafi einnig spurt sjálfa sig, hvers virði sé að gera sér ferð á kjör- stað, ef þeir sem í framboði eru ætli ekki að standa við kosn- ingaloforðin eftir að atkvæði hafa verið talin. Áhugaleysi almennings á því að taka þátt í kosningunum má þannig að öðrum þræði rekja til mikillar pólitískrar umræðu í Bandaríkjunum. Menn séu ein- faldlega búnir að fá alveg nóg. Kjörtímabil þingmanna í full- trúadeildinni er aðeins tvö ár. Þingmenn eru því alltaf í kosn- ingafötunum, ef þannig má að orði komast. Við þær aðstæður leita þeir meira eftir umræðum fjölmiðla um störf sín og stefnu en endranær. Öll sú ásókn eftir að vera í sviðsljósinu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Þeir sem rýna inn i framtíðina og leitast við að geta sér til um þróunina hafa látið í Ijós þá skoðun, að í Bandaríkjunum myndi þróunin verða í þá átt að almennur stjórnmálaáhugi minnkaði en áhrif vel skipu- lagðra þrýstihópa á afstöðu þingmanna ykist. Sýna ekki kosningarnar á þriðjudag rétt- mæti þeirrar skoðunar? Verður sama þróun í öðrum lýðræð- isríkjum? Útför eða þjóðhátíð? 7nóvember minnast Sovét- • menn þess að kommúnist ar komust til valda í landi þeirra árið 1917. Þeir gerðu það í sjö- tugasta og þriðja sinn á mið- vikudaginn. Eftir að hafa fylgst með hátíðarhöldunum í Moskvu, komst reyndur vestrænn stjórn- arerindreki þannig að orði, að þau hefðu helst minnt sig ájarð- arför. Hugsjónir kommúnismans eiga ekki lengur upp á pallborð- ið hjá ráðamönnunum í Kreml. Þeir hafa þegar jarðað þær með tillögum um nýskipan efnahags- mála, er ganga þvert á miðstýr- ingu og áætlunarbúskap marx- ismans. Hugmyndafræðin að baki Sovétríkjanna hefur þegar verið jörðuð. Framtíð Sovétríkjanna er ákaflega óviss. Ríkið er tekið að liðast í sundur og ástæða til að efast um tök Mikhaíls Gorb- atsjovs forseta á stjóm ríkisins. Hann lagði áherslu á að helstu gagnrýnendur hans þeir Boris Jeltsín, forseti Rússlands, og Gavríl Popov, borgarstjóri í Moskvu, væru áberandi við hlið sína á hátíðarhöldunum í Moskvu, svo að almenningur teldi sig ekki vera við útför valdakerfís Kremlveija. Sov- étríkin eru enn við lýði en marg- ir telja endalokin í augsýn. AÐALFUNDURLANDSAMBANDS ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjávarútvegsráðherra við upphaf aðalfundar LÍÚ: Þeir sem krefjast breyt- inga verða að tala skýrar „BEIN aðild að Evrópubandalag- inu kemur að mínu mati ekki til greina. Ræður þar mestu að með slíkri aðild myndum við að veru- legu leyti missa forræði á okkar mikilvægustu auðlind — fiskimið- unum, en á því forræði hafa nær allar framfarir Islands á þessari öld byggst og ég tel þau yfirráð raunar forsendu byggðar í landinu," sagði Halldór Asgríms- son, sjávarútvegsráðherra, með- al annars í ræðu sinni við setn- ingu aðalfundar LIÚ. Halldór kom víða við í ræðu sinni, talaði um verksvið stjórnvalda í sjávarútvegi, fiskveiðistjómunina, verðlagsmál, byggðamál, sambýlið við aðrar atvinnugreinar og afstöð- una til EB. í lok ræðu sinnar gagn- rýndi ráðherra Morgunblaðið og afstöðu þess til fiskveiðistefnunnar. Fara lokaorð hans hér á eftir: Standa vörð um það sem hefur áunnist „Ég sagði í upphafí máls míns að það væri mikilvægast af öllu að standa vörð um það sem áunnist hefur. Þar á ég fyrst og fremst við skipulag fískveiðanna, árangurinn í efnahags- og dýrtíðarmálum og þá möguleika sem þessi gmndvöllur skapar til að auka úrvinnslu aflans og verðmæti hans. En hveijar em líkurnar á því að það muni takast? Lítum á það andrúmsloft sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Óvenju illa hef- ur gengið að semja um skiptakjör þrátt fyrir hækkandi fiskverð og enn vofír yfir verkfallsboðun í flot- anum. Margar óánægjuraddir heyr- ast um skipulag í sjávarútveginum. Samtök útvegsmanna leggja mikið upp úr því að lögin um hagræðing- arsjóð verði afnumin og láta sér fátt um fínnast um þau úrlausnar- mál sem hann hefur, m.a. þann vanda sem kann að skapast í ein- stökum byggðarlögum. Mörg sam- tök í sjávarútvegi vilja leggja niður Verðjöfnunarsjóð og auka þar með sambúðarvanda við aðrar atvinnu- greinar sem af kann að hljótast. Naumur meirihuti var fýrir löggjöf um stjóm fiskveiða á Alþingi og núverandi stjómarandstaða greiddi atkvæði gegn henni og hefur lítið sagt um hvaða breytingar hún vilji gera fái hún til þess aðstöðu. Erfitt er að átta sig á afstöðu þeirra sem breyta vilja um stefnu en ef til vill túlkar ritstjómargrein víðlesnasta blaðs landsins, sem hefur haft mik- il áhrif í samfélaginu, sjónarmiðin sem hafa þarf í huga, en þar segir: „Nú eru kvótahafar famir að tíunda fiskimiðin sem eign sína og nýta sameignina eins og þeir einir eigi. Oft hefur verið varað við þessu hér í blaðinu og ófýrirsjáanlegum af- leiðingum þess að helzta auðlind landsmanna komizt í hendur örfárra manna sem eiga „rétt“ skip. Hvílíkt réttarfar(!) Hvílík einokun(!) Hvílíkt siðleysi(!) Það vantar ekkert annað en kvótahafar hefji hlutafjárútboð á „eigninni“ og selji miðin á verð- bréfamarkaðnum(!)“ (tilvitnun lýk- ur). Og hvert er álitið á árangrinum og því hvað gera skal hjá sama aðila? Því er m.a. svarað svona. „Núverandi kerfi hefur ekki leyst neinn vanda, heldur kallað á margv- íslega erfiðleika, brask og óhag- kvæmni og augljóst að nauðsynlegt er að breyta til og finna lausn sem væri eðlileg, arðsöm og réttlát, en þó umfram allt hvetjandi og vernd- andi, en jafnframt hagkvæmari og arðvænlegri en þær reglur sem nú gilda.“ (tilvitnun lýkur). Ásættanleg lausn Mönnum fínnst sjálfsagt að með þessari mynd dragi ég upp óvissu um framtíðina og geri mikið úr hlut- unum. Ég veit hins vegar hvað það er erfítt að skapa meirihluta fýrir ásættanlegri lausn og ég veit jafn- framt að lögin um stjórn fiskveiða koma til endurskoðunar fyrir árslok 1992. Það verður því verkefni sjáv- arútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn að afloknum næstu alþingiskosn- ingum að standa fyrir slíkri endur- skoðun. Það er ljóst af því sem ég hef hér áður sagt að margir munu verða uppi með kröfur um breyting- ar. En hvað er það sem liggur að baki orðunum að finna lausn sem er „eðlileg, arðsöm og réttlát en þó umfram allt hvetjandi og vernd- andi en jafnframt hagkvæmari og arðvænlegri en þær reglur sem nú gilda“? Höfum gengið fram veginn tilgóðs Núverandi kerfi byggir á því að þeim sem sækja sjóinn er treyst fyrir því að fá afnot af veiðiheimild- unum fyrir hönd þjóðarinnar og í umboði hennar af þeirri einföldu ástæðu að þeim er best trúandi fyrir nýtingu þeirra. Það eru jafn- framt opnaðir möguleikar til að stórauka hagkvæmni þannig að Morgunblaðið/Emilía Kristján Ragnarsson býður Halldór Ásgrímsson velkominn á aðal- fund LÍÚ. sjávarútvegurinn geti betur staðið undir þeim miklu kröfum sem þjóð- in gerir til hans. Þeir sem krefjast breytinga verða að tala skýrar. Ætla þeir að koma á aúðlinda- skatti eins og margur lætur skína í? Ætla þeir að setja flotanum ákveðnar reglur um að veiða ákveð- ið magn í samkeppni og taka þann- ig upp gamla sóknarmynstrið aftur með allri þeirri sóun sem því hefur fylgt? Nei, það eru engin svör gef- in. Því er haldið fram að engin sátt ríki um stjórnun fiskveiðanna. Ég tel það orðum aukið en eðlilegt er að um þetta efni séu skiptar skoðan- ir og ekkert kerfí er svo gott að það þurfi ekki lægfæringa við í ljósi reynslunnar og breyttra aðstæðna. Á þeim tíma sem ég hef verið í sjáv- arútvegsráðuneytinu hef ég fengist við mörg mikilvæg verkefni. Þessi tími hefur verið lærdómsríkur og ég hef oft þurft að taka verulega pólitíska áhættu. Ég hef aldrei þurft að sjá eftir því, meðal annars vegna þess, að þrátt fyrir allt hefur verið gott samstarf við forystumenn sjáv- arútvegsins í gegnum tíðina. Ég er sannfærður um að við höfum geng- ið fram veginn til góðs þótt það hafi kostað margvísleg sárindi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að margar nágrannaþjóðir okkar væru betur staddar með sinn sjávarútveg ef þær hefðu gert þær skipulags- breytingar sem við höfum komið á. Það er íslenskum sjávarútvegi lífsnauðsyn að fá að þróast í þessu nýja umhverfi og takast á við vax- andi alþjóðlega samkeppni. Ég mun ekki hika við að nota mína krafta til að standa vörð um það umhverfi og ég vonast til þess að raddir þeirra sem vilja nú bijóta niður undir kjörorðunum réttleysi, sið- leysi og einokun fái ekki mikinn hljómgrunn, þótt aðstaða þeirra og áhrif séu vissulega mikil. Það mun tíminn einn geta leitt í ljós en eng- in ástæða er til annars en að taka umræðuna alvarlega og eyða ekki kröftunum í það sem minna máli skiptir." Kristján Ragnarsson, formaður LIU: Framseljanlegt aflamark á hvert skip bezti kosturinn - Afnám sóknarmarksins mörgnm þungbært en óhjákvæmilegt „NIÐURSTAÐA Alþingis um framseljanlegt aflamark á hvert skip er að okkar mati bezti kost- urinn og sá, sem geti tryggt, að sóknin verði í samræmi við af- rakstursgetu fiskistofnanna. Þannig má hámarka aflaverð- mætið, lágmarka kostnaðinn og þar með tryggja áframhaldandi hagræðingu í útgerðinni. Það er því mikil ábyrgð lögð á herðar útgerðarmanna með því að fela þeim framkvæmd fiskveiðistefn- unnar,“ sagði Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ, við setningu aðalfundarins. Kristján sagði, að afnám sóknar- marksins yrði vafalaust mörgum þungbært, en hjá því hefði ekki verið komizt. Reynsla undanfarinna ára hefði sýnt, að í stað hvers skips, sem viki úr flotanum, hefði komið mun afkastameira skip. Það hefði valdið því, að minna hefði orðið til skiptanna og sóknardögum hefði ávallt verið að fækka svo stefndi í algjört óefni. Hann sagði'svo: „Deil- ur um lög og reglur varandi físk- veiðistjórnun hafa nú staðið í mörg ár. Mál er að linni og allir aðilar í sjávarútvegi taki höndum saman og felli þessar deilur niður og ein- beiti sér að því að auka hagræðingu og bæta hag þessarar mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar." Andvígur Hagræðingarsjóði Kristján kom víða við í ræðu sinni, hann lagðist gegn stofnun Hagræðingarsjóðs, en sagði það þó kost við lögin um hann, að þau mætti nema úr gildi án þess að það skaðaði lögin um stjómun fiskveiða. Hann taldi ennfremur að mikilvægt væri að ákvörðun fískverðs væri á hverjum tíma í samræmi við þau verðmæti, sem um væri að ræða. Ákvörðun um verð væri helzt á færi þeirra, sem vissi um vinnslu- virði fisksins á hveijum tíma, en ekki opinberrar nefndar, sem mið- aði allt við meðaltölur. Kristján gat þess að ekki væri bjart framundan hvað horfur á veið- um varðaði, enda fjórir síðustu þor- skárgangar með lakasta móti. Hins vegar væri afkoma nú betri en lengi áður og skipti þar mestu verðhækk- anir á fiskafurðum, verð á þeim væri nú 12% hærra en að meðal- tali síðsutu fímm ár. Hins vegar væri verð á pillaðri rækju mjög lágt, 31% lægra en meðaltal síðustu ára, 21% meira fengist fyrir skelfyrsta rækju. Verð á mjöli og lýsi væri lægra og því væri afkoma loðnu- skipa slæm. Þá gat hann þess að verð á fiski til skipanna hefði á þessu ári hækkað um 42%, bæði innan lands og utan. Aðild að EB kemur ekki tií greina Kristján taldi aðild að Evrópu- bandalaginu ekki koma til greina og skipti þar engu hvort einhverjir Skandinavar, sem við ættum nær engin viðskipti við, gengju í banda- lagið. Aðstæður okkar væru ein- faldlega svo miklu betri en þessara þjóða og þeim ekki treystandi til að umgangast og ákveða, hvernig nýtta ætti auðlindir okkar. Dæmin sýndu, að þessum þjóðum hefði ekki tekizt að stjórna sókn í físki- stofna sína og öll deilumál um skipt- ingu veiðiréttar milli þjóða væru leyst á kostnað fiskistofnanna. Þá taldi hann rétt að öll við- skipti með olíu yrðu gefin fijáls. Engin ástæða væri til að kaupa olíu af Sovétmönnum fýrir gjaldeyri sem næmi mun hærri upphæðum en þeir keyptu fyrir af okkur. Gjald- c eyrisskortur gæti ekki flokkazt undir neyðarrétt til að standa ekki við samninga um kaup á saltsíld og öðrum fiskafurðum. Gefa þyrfti verð á olíu fijálst og hætta öllum millifærslusjóðum. Þeir, sem slök- ust viðskipti gerðu, ættu ekki að fá þau bætt frá öðrum. 7,6 milljóna vaxtaálag Loks ræddi Kristján um erlendar lántökur og takmarkaðar heimildir Fiskveiðasjóðs til erlendrar lántöku. Vegna þeirra þyrfti sjóðurinn að vísa viðskiptavinum sínum á bank- ana til að útvega erlend lán, sem sjóðurinn ábyrgðist síðan og lengdi til fleiri ára. Bankarnir tækju svo vaxataálag af þessum lánum, þrátt fyrir ábyrgð Fiskveiðasjóð á greiðslu þeirra. Sem dæmi um þennan kostnað sagði hann: „Nefna má að Fiskveiðasjóður lánar 60% af kaupverði skips. Kosti skip til dæmis 300 milljónir króna, þá lánar sjóðurinn 180 milljónir króna af kaupverðinu. Útgerðarmaðurinn þarf að greiða aukalega til bankans 7,6 milljónir króna. Svona ókjör verður að afnema og leyfa Fisk- veiðasjóði sjálfum að taka þau lán, sem hann þarf á að halda til að endurlána til útgerðarmanna.“ Aðalfundi LÍÚ lýkur í dag með umræðum um tillögur starfshópa og stjórnarkjöri. < Heilsugæslu- stöð Kópavogs eftir Gunnstein Gunnarsson Á þessu ári er Heilsugæslustöð Kópavogs 10 ára. í tilefni af afmæl- inu verður kynning á starfsemi og sögu stöðvarinnar laugardaginn 10. nóvember 1990. Kópavogur var hluti af Seltjarn- arneshreppi og var dreifð byggð, sem tók að þéttast upp úr síðari heimsstyijöld og gerður að sérstök- um hreppi, Kópavogshreppi, 1948. íbúum fjölgaði mjög ört og 1955 var hreppi breytt í Kópavogskaup- stað. Bærinn var í mörgu háður Reykjavík framan af og svo var um heilsuvernd og læknisþjónustu. Mun ég geta helstu skrefa, sem stigin hafa verið til uppbyggingar þessara mála og leiddu til stofnunar Heilgsugæslustöðvarinar. Kópavogslæknishérað var stofn- að með lögum 1955 fyrir forgöngu Finnbogá Rúts Valdimarsonar og varð Brynjúlfur Dagsson fyrsti hér- aðslæknir 1956-62. Kjartan J. Jó- hannsson tók við héraðinu 1963. Voru þeir einu starfandi læknarnir í Kópavogi til 1970. Árið 1955 tók Halldóra Guðmundsdóttir, hjúkrun- arkona, til starfa, og sá hún um heimahjúkrun aldraðra, skólahjúkr- un og ungbarnaeftirlit. Árið 1960 varð til vísir að Heilsuverndarstöð Kópavogs, þegar bæjarstjórinn, Hulda Jakobsdóttir réð Gróu Sig- fúsdóttur, hjúkrunarfræðing, til starfa. Hófust þá ónæmisaðgerðir og læknisskoðanir ungbarna og mæðravernd sem héraðslæknirinn sá um. Aðstæður voru frumstæðar í byijun: Tjaldað var af hom í veit- ingasal Félagsheimilisins fyrir starfsemina, en sótthreinsun á sprautum og nálum sá hjúkrunar- kona um heima hjá sér. Tveimur árum síðar fékk starfsemin 2 lítil herbergi í Félagsheimilinu og 1966, þegar íbúafjöldi var kominn yfír 10 þúsund manns, var starfsemin flutt til bráðabirgða í hús Pósts og síma við Digranesveg. Var þá Geir H. Þorsteinsson, bamalæknir, ráðinn á stöðina. 1968 kom Valborg Emils- dóttir, ljósmóðir, til starfa við mæðravernd og kvensjúkdóma- læknarnir Andrés Ásmundsson og Guðjón Guðnason 1971 við mæðra- eftirlit. Hlutur Sjúkrasamlags Kópavogs til uppbyggingar og eflingar heilsu- gæslumála er stór og að mörgu leyti óvanalegur. 1970 tók samlagið forystuhlutverkið. Fram að þeim tíma hafði aðeins héraðslæknirinn í Kópavogi viðtalsstofu í Kópavogi. Sjúkrasamlagið undir stjóm Bergs Vigfússonar tók á leigu húsnæði hjá Sparisjóði Kópavogs á Digra- nesvegi 10, og buðust læknamir Andrés Ásinundsson og Ragnar Arinbjarnar til að vera til viðtals þar fyrir Kópavogsbúa vikulega, og komu fleiri læknar á eftir og varð það vísir að Læknastofum Kópa- vogs. Sparisjóður Kópavogs, undir stjórn Jósafats Líndal, fyrrum sjúkrasamlagsstjóra, kostaði til inn- réttinga fyrir starfsemina. Merkur er þáttur samlagsins við að koma upp göngudeildarmeðferð fyrir húð- sjúkdóma um eða fyrir 1965, en þá réð samlagið hjúkrunarkonu og húðsjúkdómasérfræðing til starfa. Þetta sparaði samlaginu mikið fé vegna sjúkrahúslegu sjúklinga, en hitt sem ekki var minna virði var að sjúklingarnir losnuðu við lang- dvalir á húðsjúkdómadeild Lands- pítalans. Húðsjúkdómadeildin flutt- ist einnig inn á Digranesveg 12. Einnig hafði Sjúkrasamlagið komið upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara. Komið var á fót lítilli rannsókna- stofu. Læknum fjölgaði, m.a. voru sérfræðingar í kvensjúkdómum, augnlækningum, meltingarsjúk- dómum og fleiri fengnir til að hafa viðtalstíma vikulega eða oftar. Þama var einnig til húsa ungbarna- og mæðravernd. Ennfremur að- staða fyrir heimahjúkrun. Ox starf- semin öll mjög á ámnum 1970-80. Sjúkrasamlagið fékk læknana Eyj- ólf Þ. Haraldsson og Örn Bjarnason til að vinna að skipulagningu heilsu- gæslustöðvar árið 1976. Stjórn Sjúkrasamlagsins og forstjóri þess fengu ámæli af opinberri hálfu fyr- ir að standa fyrir slíkum rekstri og 1977 stöðvaði Ríkisendurskoðun aðild Sjúkrasamlagsins að rekstrin- um. Sjúkrasamlagið var komið það langt með stofnun Heilsugæslu- stöðvarinnar, að það hafði keypt 2 neðstu hæðirnar í fjölbýlishúsi við Gunnsteinn Gunnarsson „Laugardaginn 10. nóv- ember verður Heilsu- gæslustöðin opin frá kl. 10 til kl. 16 og eru allir boðnir velkomnir til að skoða stöðina og ræða við starfsfólk um stöð- ina og starfsemina.“ Fannborg 7-9 í miðbæ Kópavogs. Yfirtóku ríkið og Bæjarsjóður Kópavogs eignir samlagsins. Árið 1980 var Félagsmálastofnun Kópa- vogs flutt í húsakynnin á Digranes- vegi 12. Kópavogsbúar geta verið þakklátir Sjúkrasamlaginu og Bergi Vigfússyni fyrir óeigingjarnt og hugvitsamlegt starf. En ekki varð aftur snúið og var árið 1978 hafist handa við að ljúka við að fullgera húsnæðið í Fannborg 7-9, en sam- kvæmt lögum lagði ríkið til 85% af stofnkostnaði og Bæjarsjóður Kópavogs 15%. Heilsugæslustöð Kópavogs var formlega opnuð 23. júlí 1980. Gróa Sigfúsdóttir er hjúkrunarforstjóri og hefur þannig starfað í Kópavogi í 30 ár, þar til hún lét af embætti 1. nóvember síðastliðinn. Við upp- haf starfs stöðvarinnar voru ráðnir 4 heilsugæslulæknar, sem allir höfðu starfað við Heilsuverndarstöð Kópavogs: Þeir eru: Eyjólfur Þ. Haraldsson, Geir H. Þorsteinsson, Guðsteinn Þengilsson og Gunn- steinn Gunnarsson. Guðsteinn lét af störfum 1983, og gerðist yfir- læknir Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. I stað hans kom Kristjana Kjartansdóttir, núverandi yfirlæknir stöðvarinnar. Síðan hafa bæst við 3 læknar, 1984 Björn Guðmundsson, 1986 Stefán Björns- son og 1990 Sigurður Ingi Sigurðs- son. Starfsemi Heilsugæslustöðvar- innar er fjölþætt og starfsmenn alls um 50, i heilu eða hlutastarfí. Heilsuverndarþátturinn er m.a. fólginn í ungbarnaeftirliti og ónæm- isaðgerðum og þroskamati 4 ára barna. Eftirlit er með þunguðum konum. Um skoðanir og ónæmisað- gerðir í skólum bæjarins sjá starfs- menn stöðvarinnar, og ónæmisað- gerðir fullorðinna, t.d. vegna ferða- laga erlendis. Fræðslu um bijósta- gjöf, næringu og umönnun ung- barna, fyrir unga foreldra hefur núverandi hjúkrunarforstjóri, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, eink- um séð um. Einnig er fræðsla fyrir unga og verðandi foreldra sem ljós- móðir og sjúkraþjálfarar sjá um. Heimahjúkrun og aðhlynning aldr- aðra í heimahúsum er stór þáttur í starfseminni og er nú undir stjórn Ernu Aradóttur, hjúkrunarfræð- ings, sem á að baki um 25 ára starf fyrir Kópavogsbúa. Með henni starfa 4 hjúkrunarfræðingar og 3 sjúkraliðar. Á skiptistofu fer fram sárameðferð og skiptingar svo og meðferð á minni háttar slysum, ennfremur sprautugjafir og blóð- þrýsingsmælingar. Á húðdeild fer fram langtímameðferð húðsjúk- Heilsugæslustöð Kópavogs. dóma svo sem psoriasis (sóra) og exems. Deildin býður m.a. upp á ljósameðferð. Á rannsóknastofu eru tekin sýni til rannsóknar eða send- ingar til rannsóknastofa sjúkra- húsanna í Reykjavík. Rannsókna- stofan veitir Sunnuhlíð þjónustu. í næsta nágrenni við stöðina og í nánu samstarfi við hana er Sjúkra- þjálfun Kópavogs hf., með 4 sjúkra- þjálfurum, sem annast reksturinn sjálfir. Heilsugæslulæknar stunda heim- ilislækningar og hefur sá háttur verið hafður á að fólk fær heimilis- lækni, og hver læknir ákveðinn fjölda samlagsmanna, sem hefur verið um eða yfir 2000 manns, þótt æskilegri fjöldi væri 1500 manns til að anna betur þörfum fólks. Hefur sjúkrasamlagið séð um skráninguna. Sérfræðingar í augn- sjúkdómum, meltingarsjúkdómum, kvensjúkdómum og bæklunarlækn- ingum veita viðtöl misoft í viku. Starfsemi stöðvarinnar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og hús- næði á þrotum og þétt setið. Álag er oftast mikið á starfsfólki. Stöðin er opin frá kl. 8 til 18 frá mánu- degi til föstudags. Mikið starf er innt af hendi af spjaldskrárriturum, læknaritururn og símavörðum. Álagið birtist almenningi ef til vill best í því að erfitt getur verið að ná símasambandi við stöðina, því heita má að símaverðir séu frá morgni til kvölds að svara fyrir- spurnum og skrá í viðtöl. Starfsandi hefur verið góður á stöðinni og henni haldist vel á starfsfólki. Við stöðina eru 11,5 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og 14,32 stöðugildi annarra starfs- manna, auk 7 lækna. Eftirfarandi starfsmenn hafa starfað við stöðina og áður við Heilsuverndarstöð Kópavogs í 12-16 ár: Anna Tryggvadóttir, spjaldskrárritari og símavörður, Sigrún Ólafsdóttir, spjáldskrárritari, en hún er nýhætt störfum, Sigrún Guðmundsdóttir, ritari við ungbarnaeftirlit, Sigrún Elíseusdóttir, símavörður, Anna Kristjánsdóttir, meinatæknir, hjúkrunarfræðingamir Rhodalind Ingólfsdóttir og Guðbjörg Ásgeirs- dóttir og Ólöf Magnúsdóttir við ræstingu. Vert væri að nefna fjöl- marga aðra, sem fyrr og síðar hafa unnið við Heilsugæsluna og upp- byggingu hennar, en þetta verður að nægja í stuttri yfirlitsgrein. Stjórn stöðvarinar er frá 1. jan- úar 1990 5 manna, skv. nýjum lög- um er ríkið tók yfir rekstur heilsu- gæslustöðva. Formaður er skipaður af heilbrigðisráðherra, 3 skipaðir af bæjarstjórn Kópavogs og 1 frá starfsmönnum. Yfirlæknir og ' hjúkrunarforstjóri sitja fundi stjórn- ar án atkvæðisréttar. Formaður stjórnar er Ragnar Snorri Magnús- son. Fyrri stjórn var 3 manna, 2 frá bæjarstjórn og 1 frá starfs- mönnum. Fljótlega eftir opnun stöðvarinn- ar 1980 var þeim, sem til þekktu ljóst, að fljótlega þyrfti að rísa önn- ur heilsugæslustöð í Kópavogi og þá gjarnan í austurbænum. Mun nú vera hafínn undirbúningur að því. Á fyrsta heila ári Heilsugæslu- stöðvarinnar 1981 voru komur til lækna 17.630, en 1989 voru þær 27.966. Heimsóknir í ungbarnaeft- irlit voru 3.040 1981 en 4.029 árið 1989. Komur í mæðraeftirlit voru 1.296 árið 1981, en 1.924 árið 1989. Heimahjúkrun sá um 9.835 vitjanir árið 1989 en 1.468 árið 1981. Rannsóknastofa hafði 4.306 rannsóknir 1981 en 5.496 árið 1989. Húðsjúkdómameðferð var veitt í 2.988 skipti árið 1989 en 2.289 skipti árið 1981. Samsvar- andi aukning hefur verið á öðrum sviðum, sém ekki verða talin hér. Laugardaginn 10. nóvember verður Heilsugæslustöðin opin frá kl. 10 til kl. 16 og eru allir boðnir velkomnir til að skoða stöðina og ræða við starfsfólk um stöðina og starfsemina. Heimildir: Saga Kópavogs 3 bindi, útgefin 1983 og 1990. Ársskýrslur Heilsugæslustöðvar Kópavogs 1981 og 1989.. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.