Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 36
3K
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
Afmælískveðja:
Jón E. Jónsson
á Skálanesi
Jón Einar Jónsson fyrrum bóndi
og útibússtjóri á Skálanesi er níutíu
ára í dag, 9. nóvember. Hann fædd-
ist á Skálanesi aldamótaárið 1900
og telst því til aldamótakynslóðar-
innar. Jón er elstur þriggja systkina
og ólst upp hjá foreldrum sínum,
missti föður sinn ungur og varð því
snemma að standa fyrir búi með
móður sinni. Um leið og ég vil minn-
ast þessara tímamóta í lífi Jóns
langar mig til að minnast lítils hátt-
ar móður hans, Sigurlínu Bjarna-
dóttur, dugnaðar- og rausnarkonu.
í ungdæmi mínu heyrði ég hennar
oft getið og kynntist henni nánar
síðar, mér verður hún jafnan minn-
isstæð sem merk húsmóðir. Gest-
kvæmt var mjög í Skálanesi og er
enn en lengi mun í minnum haft
með hve miklum myndarskap og
fómfýsi hún greiddi götu vegfar-
enda þrátt fyrir þröng húsakynni.
Bergsveinn Skúlason rithöfundur
segir í minningargrein um Sigurlínu
að þegar þeir eyjamenn voru í fjár-
flutningum vor og haust og máttu
ekki vera að því að koma heim að
Skálanesi þá kom hún með kaffi-
könnuna og heimabakað meðlæti
niður að sjó og færði þeim. Hún
brást ekki, gestrisni Sigurlínu á
Skálanesi. Við þessa rausn og
greiðasemi ólust þau Jón og systk-
ini hans upp og ég held að hann
hafi fylgt þeim í gegnum lífið, höfð-
ingsskapur móðurinnar og mótað
þau. Skólaganga Jóns var ekki mik-
il eins og títt var í þá daga, fyrst
og fremst skóli lífsins.
Jón fór ungur að árum til sjós
eins og sagt var, á þilskipum frá
Flatey, var þar margar vertíðir. Á
þeim árum var Flatey mikill at-
hafnastaður. Jón fékk talsverða
reynslu, sem kom honum að góðu
gagni síðar.
Árið 1924 gekk Jón að eiga Ingi-
björgu Jónsdóttur frá Brekku í
sömu sveit. Þau hófu búskap á
hálfri jörðinni til að byija með,
keyptu hana svo alla mörgum árum
síðar.
Það er fagurt á Skálanesi, útsýni
yfir Breiðafjörð, frá Snæfellsjökli
vestur undir Skor, Inneyjar skammt
undan landi og Flatey við hafsbrún.
Baksviðið stórkostlegt hraun, sem
ruddist fram yfir sléttlendið á sínum
tíma með sínum fallegu lyngbrekk-
um og ævintýrahvömmum. Yfir
gnæfir svo hin rismikla Skálanes-
hyrna með sín bláu hamraþil og
kannski búa þar huldar vættir sem
heQa sinn tíðásöng um áramót.
Skálanes var talin góð jörð að fornu
mati, nokkur hlunnindi sem vel var
hirt um. En öll hús jarðarinnar voru
gömul og léleg, túnið lítið og þýft.
Það var því mikið verkefni framund-
an hjá þessum ungu hjónum en þau
kviðu engu, voru ákveðin í að tak-
ast á við verkefnin eins og algengt
er hjá ungu og duglegu fólki. En
hér fór öðruvísi en ætlað var, því
nokkru eftir að þau hófu búskap
bar að garði óboðinn gest. Jón
veiktist, missti heiisuna í mörg ár.
Læknar réðu þar ekkert við. Eftir
nokkur ár náði Jón heilsunni aftur
og þá var tekið til hendinni, allt
kallaði að, byggja þurfti upp öll
hús, slétta og stækka túnið. Nokkru
síðar fóru að koma jarðræktarvélar,
þá gekk allt betur, mátti gerajarða-
bætur í stórum stíl. En það var
erfitt að gera tún á Skálanesi, þar
var fádæma grýtt en það tókst
samt, enda voru elstu börnin farin
að geta hjálpað til svo um munaði,
enda mjög dugleg. Þetta var allt
svo vel unnið að þar sem áður
spratt eitt strá, spruttu nú þijú.
Svo liðu árin, Skálanes var búið að
breyta um svip, húsin byggð upp
að mestu, túnið slétt og fallegt og
nýræktir komnar til sögunnar. Rétt
eftir að vegurinn kom vestur Barða-
strandarsýslu, 1955, hefst nýtt
tímabil í starfssögu Jóns. Kaupfélag
í Króksfjarðarnesi, sem þá var búið
að taka við allri verslun við norðan-
verðan Breiðafjörð, setti upp útibú
á Skálanesi og var Jón ráðinn úti-
bússtjóri. Þetta starf rækti Jón með
miklum ágætum að mér fannst og
ég held öllum sem til þekktu. Það
mátti alltaf fá afgreiðslu í litlu búð-
inni á Skálanesi, alla daga og það
fram á kvöld og aldrei heyrðist
óánægjurödd hjá afgreiðslumannin-
um. Það var oft hringt í afgreiðslu-
manninn á Skálanesi og hann beð-
inn að senda hitt og þetta með
póstinum eða einhveijum öðrum,
og það brást aldrei að það sem um
var beðið kom og var svo fallega
umbúið eða pakkað að ekki var á
betra kosið. Ég held að það hafi
verið lífsmáti Jóns að vinna allt
fallega, hann gat ekki annað. Af
Vestfjörðum fékk Jón hinn þekkta
og góða harðfisk og reyktan rauð-
maga, ég held að hann hafi verið
vinsælastur og þekktastur fyrir þá
ágætu vöru. Eg hef oft hitt hér og
,..TV,—,—,—.—,— -------—i—r
þar út um land fólk sem ferðast
hefur um Vestfirði, því hefur verið
einna minnisstæðast litla kaupfé-
lagsbúðin á Skálanesi og afgreiðslu-
maðurinn þar og hans góða við-
mót. Þar var svo gott að versla og
ekki síst harðfiskurinn vinsæll, svo
hafði Jón alltaf tiltæka litla fiski-
sleggju á búðarborðinu og lánaði
viðskiptavininum hana til að beija
harðfiskinn við blágrýtisstein hin-
um megin við götuna. Það var
margt óvant slíkum liðlegheitum.
Jón var þeim hæfileikum gæddur
að kunna að umgangast viðskipta-
vininn. Ég kom oft að Skálanesi
hér áður fyrr að versla, oftast nær
var mér boðið í bæinn og ég last-
aði það ekki. Það var gott að koma
til þeirra hjóna. Jón hafði erft í
ríkum mæli gestrisni móður sinnar,
svo var það konan hans hún Ingi-
björg, hún var samstíga manni
sínum með gestrisnina og hlýhug-
inn. Ingibjörg var að sumu leyti
sérstakur persónuleiki, það geislaði
af henni svo mikill gáski þegar
henni tókst upp og hún átti í svo
ríkum mæli fallega kfmnigáfu og
gat hlegið svo hjartanlega að öllu
saman. Hún gleymist ekki þeim sem
kynntust henni. Þau hjón áttu sínar
sterku trúarskoðanir og töldu sig
hafa komist yfir erfíðan hjalla með
hjálp æðri máttar. Þangað sóttu þau
mikinn styrk, það var þeim eins
eðlilegt og að draga andann. Krist-
in trú var þeim leiðarljós. Ég minn-
ist þess er ég kom eitt sinn til
þeirra hjóna að við minntumst á
borgfirskan bónda sem þá var ný-
látinn og við könnuðumst við. Eg
sagði þá að þessi bóndi hefði verið
annað og meira en bara bóndi, með
allri virðingu fyrir bændum. Hann
hafi verið sjálfmenntaður heim-
spekingur og það væri nú ekki öllum
gefið að klífa þau fjöll án hjálpar.
Þetta tal mitt um heimspeking féll
ekki í góðan jarðveg hjá þessum
góðu hjónum, töldu þetta heiðni.
Kannski er það rétt. Ég var fljótur
að eyða því tali. Ég virti mikið
þeirra falslausu trúarskoðanir.
Á meðan læknir átti heima á
Reykhólum og enginn vegur var,
kom það venjulega í hlut Jóns að
sækja lækni eða meðul yfir Þorska-
fjörð. Það er vond leið í illviðrum,
myrkri og rekís, sem oft var á vetr-
iim, en aldrei hlekktist Jóni á í þess-
um ferðum. Hann gæti eflaust sagt
frá mörgu í því sambandi. Mig lang-
ar til að segja frá smá ferð þar sem
Jón var beðinn um að sækja ferða-
fólk að Hofsstöðum, bæ innst í
Þorskafirði. Og flytja inn að Múla
í Kollafirði. Þetta var áður en vegur-
inn kom vestur. Þegar fólkið kom
að bátnum leist því ekki á blikuna.
Það var vestanstrekkingur inn
Þorskaíjörð, sá í hvítan öldufaldinn.
Konan sem var fararstjórinn í ferð-
inni, sagði mér þegar hún kom, að
hún hefði haft orð á því við Jón
hvort þetta væri nokkurt vit að
fara þetta á svona litlum bát. Svar-
ið sem hún fékk og ekki sístr báts-
formaðurinn sjálfur var svo traust-
vekjandi að öll sjóhræðsla hvarf.
Þannig var Jón á sjó, hann æðrað-
ist aldrei, traustur og öruggur.
Kannski var sjómennskan besti
kostur Jóns.
Og tíminn hefur ætt áfram, það
er enn búið myndarlega á Skála-
nesi. Sonur þeirra hjóna, Hallgrím-
ur, og konan hans, Katrín, eru
löngu tekin við öllu þar. Hún af-
greiðir í litlu búðinni og gerir það
' á sama hátt og tengdafaðir hennar
gerði. En það er orðið hljótt yfir
heimili gömlu hjónanna. Nú kemur
húsbóndinn ekki lengur út á bæjar-
helluna að taka á móti gestum, með
,sitt hlýja viðmót. Hér sem áður var
hópur af ungum systkinum að störf-
um og leik og oft á vetrum í hópi
systkina af öðrum bæjum. Því hjá
þeim Skálaneshjónum var oft
barnakennsla á vetrum, og var þá
oft mikið líf og fjör í kringum þau.
En nú heyrast þar ekki raddir leng-
KONUR úr Kvenfélaginu Líkn
gáfu Hraunbúðum, dvalarheimili
aldraðra í Eyjum, myndarlega
gjöf á dögunum. Gjöfin innihélt
tvö sjúkrarúm til nota á heimil-
inu, og er verðmæti hennar rúmar
230 þúsundir króna.
Klara Bergsdóttir, formaður
Líknar, afhenti Sólveigu Guðnadótt-
ur, forstöðumanni Hraunbúða, gjöf-
ina. Sólveig þakkaði fyrir hönd heim-
ilisins og sagði að þessi rúm auðvel-
duðu mjög ummönnun við veikburða
fólk og stuðlaði að betri líðan þess.
ur, allt er hljótt og ekki er lengur
ljós í glugga. Ég hef oft átt þarna
leið um síðan ég hætti búskap og
venjulega komið við hjá gömlu hjón-
unum. Það breyttist margt síðustu
árin sem þau voru þar. Hún Inga
eins og við kölluðum hana fékk
snert af heilablæðingu og missti við
það mikinn lífskraft og gat nú ekki
gert að gamni sínu eða hlegið leng-
ur. En sama hlýja viðmótið var hjá
þeim báðum. Hún er nú látin fyrir
nokkru, en Jón er nú sjúklingur á
Vífilsstaðaspítala. Það er sagt að
fólk sem dvelst lengi á sjúkrahúsi
sé einmana, sjálfsagt er mikið rétt
í því, en það á ekki við um Jón.
Hann er ekki einmana, ég held að
það eigi mikið frekar við hann þess-
ar ljóðlínur séra Matthíasar sem
hann orti á sínum Hafnarárum. En
þær eru á þessa leið:
Einn ertu aldrei það innir hyggjan mín
því verur eru nærri sem vilja gæta þín.
Ég held að þessi orð séra Matt-
híasar hafi Jón alltaf skynjað í
gegnum lífið og styrkt hann í gegn-
um erfíðleikana.
Ef komið er í heimsókn á sjúkra-
húsið til Jóns, þá skynjar maður
að þar er andlega heill maður og
ég vona að það fylgi honum á leiðar-
enda. Þau Skálaneshjón áttu 10
börn og misstu eitt í bernsku, það
er mannvænlegur og fallegur hóp-
ur. Ég vil svo að lokum óska Jóni
vini mínum allra heilla á þessum
merku tímamótum í lífi hans. Mér
finnst einhvem veginn að hann eigi
eftir að leiða margt gott af sér enn.
Jóhannes Arason
Sólveig sagði að Líknarkonur hefðu
áður gefíð þrjú sams konar rúm og
hafi þau sannað ágæti sitt.
Grímur
Basar Kvenfé-
lags Grensáss
Hinn árlegi basar Kvenfélags
Grensássóknar verður haldinn að
þessu sinni í Safnaðarheimili
Grensáskirkju við Háaleitisbraut
laugardaginn 10. nóvember og
hefst hann kl. 14.00 að venju.
Á boðstólum verða hinir marg-
víslegustu hlutir, bæði hentugir til
gjafa og daglegra nota. Einnig
verður þar mikið og gott kökuúr-
val.
Konumar verða í Safnaðar-
heimilinu við undirbúning eftir kl.
17 á föstudag og eftir kl. 10 f.h.
laugardag og er þá hægt að koma
til þeirra með kökur og muni.
Kvenfélagið hefur unnið mjög
mikið og gott starf fyrir kirkju
okkar og þær hafa þjónað söfnuð-
inum í meir en aldarijórðung og
gera enn. Slíkt er mikið þakkar-
efni. Ég vil því skora á allt safnað-
arfólk og aðra velunnara Grensás-
kirkju að gefa vel á basarinn og
fjölmenna síðan laugardaginn 10.
nóvember kl. 14 og versla vel. Guð
blessi ykkur öll.
Sr. Halldór S. Gröndal
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Stjórn Kvenfélagsins Líknar ásamt Sólveigu Guðnadóttur, forstöðu-
manni Hraunbúða, við annað rúmið.
Dvalarheimilið Hraunbúðir, Vcstmannacyj um:
Líknarkonur gefa rúm
Vestmannaeyjum.