Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 50
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 8 Nái vinningsupphæðin fyrir 10 rétta ekki 200 krónum á röð rennur upphæðin 01 peirra sem fengull rétta. ekki bara heppni Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 GOLF / HM Úlfar Jónsson. Sigurjón Arnarsson. Utfarog Siguijón mætaþeim bestu Keppa gegn lan Woosnam og Payne Stewart á ÚLFAR Jónsson og Sigurjón Arnarsson keppa fyrir hönd íslands á heimsmeistaramót- inu í golfi sem fram fer í Flórída 21.- 24. nóvember. Tveir kylf- ingar keppa fyrir hverja þjóð en alls taka 32 þjóðir þátt í mótinu. Meðal keppenda eru margiraf frægustu kylfingum heims s.s. lan Woosnam og Payne Stewart en Úlfar og Sig- urjón verða einu áhugamenn- irnirá mótinu. Island hefur fímm sinnum tekið þátt í mótinu og alltaf verið í neðri hlutanum en mótið var fyrsta haldið 1953. Samanlagður högga- fjöldi gildir hjá báðum og einnig. er keppt um titil í einstaklings- keppni. Frammistaða Úlfars og Sig- uijóns getur skipt miklu um mögu- leika þeirra á að komast lengra í íþróttinn, enda mikill fjöldi umboðs- manna sem fylgist með mótinu. „Vjð höfum aldrei átt svo sterkt lið. Úlfar er í góðu formi, enda spilað í Bandaríkjunum í vetur, og Sigurjón hefur æft mjög vel. Þetta verður hinsvegar mjög erfitt því þarna eru margir bestu kylfingar heims,“ sagði Frímann Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Golfsam- bands Islands. Sex kylfingar á mótinu eru í hópi 40. efstu á heimslistanum í golfi. Walesveijinn Ian Woosnam (4.), Payne Stewart (5.) og Jodie Mudd (39.), frá Bandaríkjunum, írinn Ronan Rafferty (17.), Bern- hard Langer (18.) frá Þýskalandi HM ígolfi og Englendingurinn Mark James (33.). Að auki er mörg þekkt nöfn s.s. David Feherty frá írlandi, Svíarnir Mats Lanner og Magnus Persson, Skotarnir Sam Torrance og Gordon Brand Jr og fleiri. Keppt verður á Grand Cypress vellinum í Orlando sem þykir einn skemmti- legast völlur Bandaríkjanna en einnig mjög erfiður. Payne Stewart. FUIMDARBOÐ Aðalfundur íþróttalæknisfræðifélags íslands Boðað er til aðalfundar íþróttalæknisfræðifélags íslands miðvikudaginn 5. desember 1990 kl. 20:30 í fundarsal, 2. hæð, íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundarefni: 1. Endurvakning félagsins og framtíðaráform. 2. Aðalfundarstörf: Kosning stjórnar og endurskoðenda. 3. Önnur mál. Áhugahópur um íþróttalæknisfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.