Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.11.1990, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990 51 KNATTSPYRNSA Pálltil i Bremen < i i < < Páll Guðlaugsson, landsliðsþjálf- ari Færeyinga, er á förum til v-þýska félagsins Werder Bremen, þar sem hann mun dveljast í viku til að fylgjast með æfingum félags- ins. Páll mun fara til Bremen eftir að hafa séð Dani og Júgóslava leika í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn kemur. ÍpfómR FOLX ■ VUJOVIC, landsliðsmaður Júgóslava í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við Barcel- ona á Spáni um tvö ár, eða fram FráAtla Hilmarssyni á Spáni til 1992. ■ LUIS Suarez , landsliðsþjálfari Spánverja í knatt- spyrnu, hefur valið 16 leikmenn fyrir leikinn gegn Tékkum í næstu viku. Hann hefur gert fjórar breytingar á hópnum frá því í leiknum við íslendinga í Se- villa. Þeir Bakero (Barcelona), Hierro (Real Madrid), Quique og Roberto (Valencia) koma inn í hópinn fyrir Amor, Beguiristain, (Barcelona) og Valverde og Al- korta (Bilbao). Leikurinn fer fram í Tékkóslóvakíú 14. nóvember. B TURKYLMOZ, svissneski landsliðsmaðurinn sem leikið hefur með Servette hefur verið seldur til Bologna á Ítalíu fyrir 160 milljónir íslenskra króna og er það metupp- hæð fyrir svissneskan knattspyrnu- mann. ■ JAN Boklov, heimsmeistarinn sænski í skíðastökki, ökklabrotnaði á fyrstu æfingunni fyrir komandi keppnistímabil í Gallivare í Svíþjóð í vikunni. Ekki er vitað hvað Bokolv verður lengi frá keppni. ÚRSLIT Grótta-FH 15:16(12:8) íþróttahús Seltjarnamess, íslandsmótið I handknattleik , 1. deild kvenna, fimmtudag- ur 8. nóvember 1990. Mörk Gróttu: Sara Haraldsdóttir 5, Gunn- hildur Ólafsdóttir 4, Brynhildur Þorgeirs- dóttir 2, Laufey Sigvaldardóttir 2, Helga Sigmundsdóttir 1, Elísabet Þorgeirsdóttir 1. ( Mörk FH: Rut Baldursdóttir 6, Kristín Pétursdóttir 3, María Sigurðardóttir 3, Arndís Aradóttir 2, Hildur Harðardóttir 2. < Naumt hjá FH Gróttuliðið byijaði vel og komst í 7:1 iim miðjan fyrri hálfleik, en þá vöknuðu FH-stúlkur og náðu að klóra í bakkan fyrir leikhléi, 12:8. Dæmið snérist við í sl. hálfleik, en þá léku Gróttustólkur ómarkvissan sókn- arleik og FH náði að vinna nauman sigur á lokamín. leiksins. NBA-deildin Miðvikudagur: Cleveland — Charlotte Homets... 100:89 Dallas Mavericks — Philadelphia 104:101 San Antonio Spure — Denver Nuggets 161:153 Phoenix Suns — Golden State 126:119 letroit Pistons — LAXlippers.... 110:83 í kvöld Handknattleikur ( 1. deild karla: Vestm. ÍBV - Vfkingur Akureyri KA-ÍR kl. 20:30 ( 2. deild karla: Húsavík Völs. - ÍH ( Keflavík ÍBK-UMFA 1. deild kvenna: Garðabær Stjarnan - ÍBV Körfubolti 20:00 [ 1. deild karla: Akranes ÍA-Reynir Digranes UBK - Skallagr Blak 20:00 1. deild kvenna: Húsavík Völsungur-ÍS 21:30 =s KORFUKNATTLEIKUR Leikmenn Snæfells hafa ferðast hátt í 5000 km með langferðabifreið. Morgunblaðið/Bjarni Snæfellingar hafa verið á ferð og flugi: „Loksins komnir heim“ - segir Þorvaldur Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells ÞAÐ er mikil stemmning fyrir fyrsta heimaleik okkar í nýja íþróttahúsinu hér í Stykkis- hólmi - löng bið er á enda,“ sagði Þorvaldur Pálsson, formaður körfuknattleiks- deildar Snæfells, en Snæfell- ingar leika sinn fyrsta heima- leik gegn Valsmönnum í Stykkishólmi kl. 17 á morgun, en nýja íþróttahúsið verður vígt kl 13. Snæfellingar, sem hafa æft í Grundarfírði og leikið átta útileiki í röð, hafa svo sannarlega verið á ferð og flugi að undan- förnu. „Leikmenn voru orðnir langþreyttir á ferðalögum á æf- ingar og leiki í langferðabifreið. Við höfum ferðast hátt í fimm þúsund kílómetra með langferða- bifreið sem af er keppnistímabil- inu,“ sagði Þorvaldur. Ferðakostnaður Snæfellinga hefur verið mikill, enda hafa þeir nú þegar leikið átta af þrettán útileikjum sínum. „Kostnaðurinn hefur verið mikill, en tekjurnar engar. Við höfum fengið styrk frá skilningsríku fólki og það hefur hjálpað mikið. Við sáum fyrir stuttu að það var ekki endalaust hægt að bjóða leikmönnum okkar upp á að ferðast með langferðabif- reið. Því höfum við farið flugleið- ina í síðustu þrjá útileiki okkar - til Sauðárkróks, Akureyrar og Keflavíkur,“ sagði Þorvaidur. Mikil stemmning er fyrir fyrsta heimaieik Snæfells og er reiknað með að um 500 áhorfendur mæti í hið nýja glæsilega íþróttahús á Stykkilshólmi á morgun þegar Valsmenn koma þangað í heim- sókn. Þór-ÍR 120 : 90 Iþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudag- ur 8. nóvember 1990. Gangur leiksins: 11:2, 16:8, 29:14, 35:14, 48:35, 52:43. 65:45, 80:59, 95:64, 109:70, 115:85, 120:90. Stig Þórs: Jón Öm Guðmundsson 27, Cedric Evans 19, Sturia Örlygsson 19, Guðmundur Bjömsson 16, Konráð Óskarsson 15, Bjöm Sveinsson 13, Högni Friðriksson 5, Davíð Hreiðarsson 4, Ágúst Guðmundsson 2. Stig ÍR: Douglas Shouse 44, Jóhannes Sveinsson 22, Gunnar Þorsteinsson 8, Bjöm Boliason 6, Bjöm Leósson 4, Pétur Hólm- steinsson 4, Hilmar Gunnarsson 2, Brynjar Sigurðsson 1. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: 150. Öraggur sigur Þórs IR-ingar voru auðveld bráð fyrir Þórsara, sem réðu öllu á vellinum þegar þeir settu á fulla ferð. Mest- ur var munurinn 40 stig í seinni hálfleik. Jón Örn Guðmundsson var mjög sprækur í jöfnu liði Þórsara og Evans var öflugur í vörninni. Sho- Anton use, sem skoraði 44 stig og Jóhannes Banjaminsson Sveinsson voru allt í öllu i liði ÍR, en skrifar það háir liðinu að hafa ekki meiri breidd. Haukar-UMFG 80 : 83 íþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtu- dagur 8. nóvember 1990. Gangur leiksins: 4:8, 10:8, 14:10, 20:17, 25:23, 33:26, 36:39, 42:39, 46:43. 48:51, 58:61, 66:69, 70:75, 79:80, 80:83. Stig Hauka: Mike Noblet 23, Jón Amar Ingvarsson 18, ívar Ásgrímsson 14, Pálmar Sigurðsson 10, Henning Henningsson 6, Reynir Kristjánsson 4, Pétur Ingvarsson 4, Sveinn Steinsson 1. Stig UMFG: Daníel Krebbs 22, Guðmundur Bragason 19, Jóhann- es Kristbjörnsson 14, Marel Gunnlaugsson 11, Rúnar Árnason 8, Steinþór Helgason 7, Ellert Magnússon 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason, sem voru ekki í sama gæðaflokki og leikurinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Áhorfendur: Um 300. Spenna í Firdinum Grindvíkingar báru sigur í æsispennandi viður- eign. Leikur liðanna var hraður, góður og geysi- lega jafn, en Haukar oftast með forustu framan af. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Grindvíkingar að leika svæðisvörn, sem er árangurrík en ger- ir leiki leiðinlegan á að horfa. Þessi vamarleikur sló Hauka út af laginu og þeir fundu aldrei svar við honum. Grindvíkingar nýttu sér það. Á loka- sek. fékk Pálmar Sigurðsson tækifæri til að koma Haukum yfir, en var of bráðlátur og ótímabært skot Ágúst Ásgeirsson skrifar hans rataði ekki ofan í körfuna. Grindvíkingar skor- aði síðasta stig leiksins, 80:83, úr vítaskoti. Haukar lentu í miklum villuvandræðum snemma í leiknum og misstu þeir fjóra leikmenn af leikvelli — þar af þijá bytjunarleikmenn. Margar villur sem þeir fengu voru vegna rangra dóma. ÍBK-UMFN 92 : 91 íþróttahúsið í Keflavik, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudag- inn 8. nóvember 1990. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 9:2, 12:11, 26:14, 35:25, 44:33, 53:36, 60:46, 67:60, 71:67, 73:73, 82:81, 84:85, 86:86, 92:86, 92:91. Stig IBK: Falur Harðurson 29, Jón Kr. Gíslason 21, Tom Lytle 19, Sigurður Ingimundarson 10, Albert Qskai’sson 4, Egill Viðars- son 4, Hjörtur Harðarson 2. Stig UMFN: Rondey Robinson 43, Teitur Örlygsson 16, ísak Tómasson 13, Kristinn Einarsson 10, Friðrik Ragnai'sson 9. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson. Áhorfendur: Um 400. Keflvíkingar höfðu befur Keflvíkingar höfðu betur í nágrannaslagnum gegn Njarðvíkingum í æsispennandi leik í Keflavík í gærkvöldi og skildi aðeins eitt stig liðin af í lokin. Keflvíkingar Iéku geysivel framan af og höfðu náð 17 stiga mun í hálfleik. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og með miklu harð- fylgi tókst þeim að jafna metin og komast yfír 85:84 þegar innan við 3 mínútur voru til leiksloka. En Keflvík- Bjöm Blöndal skrifarfrá Keflavik ingar svöruðu með góðum endaspretti og það voru þeir sem áttu síðasta orðið í þessari spennandi viður- eign. „Við notuðum svæðisvörn til að byija með - virtist setja út af laginu og ég var alveg hissa hversu lengi Njarðvíkingar voru að finna rétta svarið. Foreko- tið sem við náðum upp í fyrri hálfleik réði úrslitum og það að við náðum að halda haus á lokamínútun- um,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður ÍBK, eftir leikinn. „Þetta var sama sagan hjá okkur og gegn Haukum um daginn.'liðið var alltof Iengi í gang. Við lékum vel í síðari hálfleik og vantaði að- eins herslu muninn á að tryggja okkur sigurinn í leikn- um. Ég er ákaflega óskáttur við dómarana þeir leyfðu Keflvíkingum alltof mikið - séretaklega í fyrri hálfleik og dæmdu þá auk þess öll vafaatriði til þeirra," sagði Friðrik' Rúnarsson, þjálfari UMFN. Hjá IBK voru þeir Jón Kr. Gíslason, Falur Harðarson og Tom Lytle best- ir en hjá UMFN var Rondey Robinson yfírburðarmað- ur skoraði næstum helming stiga liðsins. Teitur Örl- ygsson og ísak Tómasson sýndu góð tilþrif en duttu niður þess á milli. Conrad Cawley. Cawley þjálf- ar í Englandi Conrad Cawley, fyrrum lands-— liðsþjálfari íslands í sundi, hef- ur verið ráðinn þjálfari hjá enska sundfélaginu Guildford frá Surrey, sem er smábær rétt utan við Lon- don. Cawley hefur þjálfað Ármann í Reykjavík um nokkurt skeið en hefur sagt starfi sínu lausu og held- ur utan til Englands í næstu viku. „Ég fékk það gott tilboð að ég gat ekki hafnað því. Eins er mjög góða sundaðstaða hjá félaginu miðað við það sem gerist hér á íslandi. Þar er ný og glæsileg 25 metra innilaugs®^ með átta brautum," sagði Cawley. Sundfélag Guildford var fyrir nokkrum árum eitt besta sundfélag Englands, en gengi liðsins hefur ekki verið gott að undanförnu. í félaginu eru tveir núverandi lands- liðsmenn Englands. „Ég fæ það verkefni að byggja upp sterkt sund- lið næstu tvö til þijú árin og þuó*'"’ er spennandi verkefni,“ sagði Caw- ley.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.