Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 1
72 SIÐUR B/LESBOK
256. tbl. 78. árg._______________________________LAUGARDAGUR 10, NÓVEMBER 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Helinut Kohl, kanslari Þýskalands, í Bonn í gær þar sem
þeir undirrituðu víðtækan vináttu-, samstarfs- og griðasáttmála ríkjanna.
Ár síðan múrinn var rofinn:
Griðasáttmáli Sovét-
manna og Þjóðverja
Bonn, Berlín. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kom í gær í opinbera
heimsókn til Þýskalands. Undirritaði hann ásamt Helmut Kohl kansl-
ara vináttu- og samstarfssamning ríkjanna til tuttugu ára og felast
meðal annars í honum heit um gagnkvæm grið. Heimsókn Gorbatsjovs
ber upp á fyrstu ártíð Berlínarmúrsins ef svo má að orði komast.
Rofs múrsins var minnst með látlausum hætti í Berlín.
Gorbatsjov gerði svipaðan samn-
ing við Frakka þegar hann var í
París fyrir skemmstu ’nema hvað hin-
ir síðarnefndu sáu ekki ástæðu til
að gera griðasáttmála. Þess má geta
að síðasti samningurinn af því tagi
sem Sovétmenn og Þjóðverjar gerðu
með sér var kenndur við Hitler og
Stalín og gerður árið 1939.
Gorbatsjov átti í gær viðræður við
Kohl kanslara og Richard von Weiz-
sácker, forseta Þýskalands, í Bonn.
Kohl þakkaði Gorbatsjov fyrir hlut
hans í sameiningu landsins en marg-
ir Þjóðveijar líta svo á að enginn
einn maður hafi átt meiri þátt í því
að sameinin^in varð að veruleika.
Hrun Berlínarmúrsins 9. nóvem-
ber fyrir ári markaði upphafið að
sameiningu Þýskalands. Sambands-
ráðið, efri deild þýska þingsins, kom
saman í Berlín í gær af þessu til-
efni. Borgarstjórar Berlínar afhjúp-
uðu skjöid á brú í Bornholmerstrasse
sem liggur milli Austur- og Vestur-
Berlínar. Á skildinum stendur: „Á
Bornholmerstrasse-brúnni var múr-
inn rofinn aðfaranótt 10. nóvember
1989 í fyrsta skipti síðan 13. ágúst
1961. Berlínarbúar voru sameinaðir
á ný. Svo vitnað sé í orð Willy Brandt
[fyrrum kanslara]: Berlín mun lifa
en múrinn falla.“ En þessi dagur er
einnig tengdur við dekkri hliðar
þýskrar sögu. Þýskir gyðingar
minntust í gær kristalsnæturinnar,
9. nóvember 1938, en gyðingaof-
sóknir hennar reyndust forsmekkur-
inn að helför gyðinga í Þýskalandi
nasismans.
Noregur:
Stjórnin fær
byr í skoð-
anakönnun
Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara
Morgunblaðsins.
Persaflóadeilan:
Gorbatsjov segir að samstaða
stórveldanna verði ekki rofin
Hvetur þjóðir heims tilað vera fastar fyrir í baráttunni við fraka
Bonn, Washington. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sagði er hann
heimsótti Bonn í gær að þjóðir
heims þyrftu að vera fastar fyr-
ir í baráttunni fyrir því að írak-
ar kölluðu hersveitir sínar í
Kúvæt heim. Hann kvað ekkert
geta rofið samstöðu Banda-
ríkjamanna og Sovétmanna i
Persaflóadeilunni. James Bak-
er, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði að Sovétmenn
væru engu bjartsýnni en Banda-
ríkjamenn á að unnt yrði að
leysa deiluna með friðsamleg-
um hætti.
„Við verðum að vera föst fyrir
og einhuga í anda ákvarðana Sam-
einuðu þjóðanna og öryggisráðs-
ins. Enginn skal fá að ijúfa sam-
stöðu okkar,“ sagði Gorbatsjov og
bætti við að Persaflóadeilan væri
prófsteinn á samvinnu austurs og
vesturs eftir að kalda stríðinu lauk.
„Það hefði mjög alvarlegar afleið-
ingar ef við reynumst ekki fær
um að vinna saman að lausn
vandamála sem koma upp á þessu
nýja friðartímabili," sagði forset-
inn.
Gorbatsjov hafði áður sagt við
fréttaritara Reuters að enginn
ágreiningur væri á milli Banda-
ríkjamanna og Sovétmanna vegna
Persaflóadeilunnar og að stórveld-
in væru bæði að reyna að finna
friðsamlega lausn á henni. Sovésk
stjórnvöld hafa hvað eftir annað
lagt áherslu á að leysa beri deiluna
með samningum en Edúard Shev-
ardnadze, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, útilokaði ekki í fyrra-
dag að gripið yrði til hernaðarað-
gerða gegn írökum.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær eftir
að hafa rætt við sovéska ráðamenn
að Sovétmenn væru engu bjarix
sýnni en Bandaríkjamenn á að
hægt yrði að koma írösku hersveit-
unum úr Kúvæt án þess að beita
hervaldi. Hann sagði sovésk
stjórnvöld mjög vonsvikin yfir því
að ferðir sendimanns Míkhaíls
Gorbatsjovs til Bagdad skyldu ekki
hafa borið árangur. Baker kom í
gær til Lundúna og ræddi þar við
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, se_m ítrekaði þá
skoðun sína að ef írakar drægju
sig ekki til baka frá Kúvæt á
næstunni yrði að grípa til hern-
aðaraðgerða.
Willy Brandt, fyrrum kanslari
Vestur-Þýskalands, kom í gær-
kvöldi til Frankfurt ásamt 173
Vesturlandabúum, sem hann fékk
lausa úr gíslingu í írak. Anker
Jargensen, fyiTverandi forsætis-
ráðherra Danmerkur, kom til
Bagdad til að freista þess að fá
danska gísla lausa. Enn eru um
eru um 2.000 gíslar í landinu.
Minnihlutastjórn Gro Harlems
Brundtland, leiðtoga Verka-
mannaflokksins í Noregi, hefur
nú setið í viku og skoðanakannan-
ir sýna hratt vaxandi fylgi við
flokkinn. Hann fær stuðning
46,5% aðspurðra í könnun Gallup
en Hægriflokkur Jans P. Syse,
fyrrverandi forsætisráðherra, fær
minna fylgi en hann hefur nokkru
sinni haft eftir stríð.
Fylgi Verkamannaflokksins hefur
aukist um 10% síðan í ágúst. Þótt
stuðningur við Sósíalíska vinstri-
flokkinn hafi minnkað verulega hafa
flokkarnir tveir nú samanlagt um
56% stuðning. Fáir gera ráð fyrir
að Verkamannaflokkurinn geti hald-
ið þessu fylgi til frambúðar en ljóst
þykir að kjósendur séu sáttir við
umskiptin.
Robinson kjörin
forseti Irlands
Dyflinni. Reuter.
MARY Robinson, 46 ára lögfræðingur og fram-
bjóðandi vinstrimanna, sigraði í forsetakosningun-
um á írlandi en atkvæðatalningu lauk í gær. Sig-
ur Robinson er mjög glæsilegur þar sem sigurlík-
ur hennar voru taldar einn á móti þúsund þegar
hún tilkynnti framboð sitt. Hún er fyrsta konan
seni kjörin er forseti Irlands.
Eftir aðra talningu kom í ljós að Robinson hafði
fengið 86.000 fleiri atkvæði en mótframbjóðandi henn-
ar, Brian Lenihan. Ilún fékk 52,8% greiddra at-
kvæða, sem voru rúmlega 1,5 milljónir, en hann 47,2%.
Lenihan var frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna
Fail en þetta er í fyrstá skipti í 60 ár sem flokkurinn
tapar forsetakosningum.
Helstu baráttumál Robinson voru aukin kvenrétt-
indi og réttarbætur til handa eignalausu fólki, auk
þess sem hún lagði áherslu á frjálslyndari löggjöf um
hjónaskilnaði, samkynhneigð og getnaðarvarnir.
Robinson sagðist í gær fagna því að sigur hennar
bæri upp á fyrstu_ ártíð falls Berlínarmúrsins og að
hún vildi helst fagrta honum með því að fara út á
götu og dansa.
Mary Robinson fagnar sigri í gær.
Reuter